„Öllu er hagrætt í burtu“ Svavar Gestsson skrifar 7. júní 2012 06:00 Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum. Er svona vísir til? Þar sem kveðið er á um lágmarksþörf byggðarlaga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar einingar? Lokað samstundisTilefni þessara spurninga er lokun bankaútibús Landsbankans í Króksfjarðarnesi. Fyrir örfáum misserum yfirtók Landsbankinn útibú Sparisjóðs Keflavíkur, áður Vestfjarða, í Króksfjarðarnesi. Flestir létu sér vel líka því forræði sparisjóðsins var farið úr byggðarlaginu hvort eð var. Allir tengdust nú samstundis Landsbankanum. En Adam var ekki lengi í þeirri Paradísinni. Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útibúinu í Króksfjarðarnesi lokað og þann dag – á lokunardaginn – barst þeim bréfið. Það er ósvífni númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr útibúinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvitandi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun. Þeir sem hafa átt viðskipti við bankann munu nefnilega flestir flytja viðskipti sín í Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk sem þarna hafði viðskipti inni í Landsbankanum. Vísað á útibú í 200 kílómetra fjarlægðÓsvífni númer tvö í bréfinu var þegar íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvíkingi á útibú banka á Hvammstanga eða íbúa á Kirkjubæjarklaustri á Höfn í Hornafirði. Þetta gengur ekki; íbúar Reykhólahrepps hafa lítið sem ekkert að sækja til Patreksfjarðar nema þegar þeir neyðast til að leita til sýslumanns með þinglýsingar og þess háttar verkefni. Þessi skilaboð – um að koma sér á Patreksfjörð frá Reykhólum – segja allt sem segja þarf: Það er skilningsleysi, tilfinningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er enginn vilji til að setja sig inn í aðstæður þess fólks sem býr á þessu svæði. Það er að vísu þannig að ef hlýða ætti markaðshagsmunum bankans þá væri eðlilegast að leggja Reykhólahrepp niður og flytja íbúana í lítið hverfi á þéttbýlissvæðinu sem þess vegna mætti heita Reykhólar. En ég hélt að það væri skoðun okkar allra að láta markaðshagsmunina ekki ráða öllu á Íslandi. Öllu hagrætt í burtuÞað er verið að hagræða öllu í burtu frá okkur sagði greindur nágranni við okkur á dögunum. Það er kjarni málsins; auðvelt er að finna það út að það væri skynsamlegast að hagræða Íslendingum burt af hólmanum og reka hér þjónustumiðstöðvar fyrir fiskipskip og umfram allt hætta að tala íslensku sem er óskiljanlegt hrognamál í eyrum allra annarra en okkar sjálfra. Auðvitað á að setja reglur um lágmarksþjónustu við landsbyggð. Það á að setja reglur um bankaútibú og það á að leggja þá “kvöð” á bankana að þau skipti með sér landinu í “áhrifasvæði” þannig að allir hafi aðgang að banka. Og hið sama á við um aðra þjónustu. Í nýrri byggðastefnu þarf að draga varnarlínur um landsbyggðina og hagsmuni hennar. Já, það kostar peninga, en miðað við hvað? Það kostar peninga að tala íslensku miðað við ítrustu hagsmuni heimskapítalismans. Þann boðskap höfum við fyrir löngu ákveðið að hafa að engu. Frá þeirri varnarlínu þarf svo að hefja nýja sókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum. Er svona vísir til? Þar sem kveðið er á um lágmarksþörf byggðarlaga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar einingar? Lokað samstundisTilefni þessara spurninga er lokun bankaútibús Landsbankans í Króksfjarðarnesi. Fyrir örfáum misserum yfirtók Landsbankinn útibú Sparisjóðs Keflavíkur, áður Vestfjarða, í Króksfjarðarnesi. Flestir létu sér vel líka því forræði sparisjóðsins var farið úr byggðarlaginu hvort eð var. Allir tengdust nú samstundis Landsbankanum. En Adam var ekki lengi í þeirri Paradísinni. Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útibúinu í Króksfjarðarnesi lokað og þann dag – á lokunardaginn – barst þeim bréfið. Það er ósvífni númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr útibúinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvitandi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun. Þeir sem hafa átt viðskipti við bankann munu nefnilega flestir flytja viðskipti sín í Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk sem þarna hafði viðskipti inni í Landsbankanum. Vísað á útibú í 200 kílómetra fjarlægðÓsvífni númer tvö í bréfinu var þegar íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvíkingi á útibú banka á Hvammstanga eða íbúa á Kirkjubæjarklaustri á Höfn í Hornafirði. Þetta gengur ekki; íbúar Reykhólahrepps hafa lítið sem ekkert að sækja til Patreksfjarðar nema þegar þeir neyðast til að leita til sýslumanns með þinglýsingar og þess háttar verkefni. Þessi skilaboð – um að koma sér á Patreksfjörð frá Reykhólum – segja allt sem segja þarf: Það er skilningsleysi, tilfinningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er enginn vilji til að setja sig inn í aðstæður þess fólks sem býr á þessu svæði. Það er að vísu þannig að ef hlýða ætti markaðshagsmunum bankans þá væri eðlilegast að leggja Reykhólahrepp niður og flytja íbúana í lítið hverfi á þéttbýlissvæðinu sem þess vegna mætti heita Reykhólar. En ég hélt að það væri skoðun okkar allra að láta markaðshagsmunina ekki ráða öllu á Íslandi. Öllu hagrætt í burtuÞað er verið að hagræða öllu í burtu frá okkur sagði greindur nágranni við okkur á dögunum. Það er kjarni málsins; auðvelt er að finna það út að það væri skynsamlegast að hagræða Íslendingum burt af hólmanum og reka hér þjónustumiðstöðvar fyrir fiskipskip og umfram allt hætta að tala íslensku sem er óskiljanlegt hrognamál í eyrum allra annarra en okkar sjálfra. Auðvitað á að setja reglur um lágmarksþjónustu við landsbyggð. Það á að setja reglur um bankaútibú og það á að leggja þá “kvöð” á bankana að þau skipti með sér landinu í “áhrifasvæði” þannig að allir hafi aðgang að banka. Og hið sama á við um aðra þjónustu. Í nýrri byggðastefnu þarf að draga varnarlínur um landsbyggðina og hagsmuni hennar. Já, það kostar peninga, en miðað við hvað? Það kostar peninga að tala íslensku miðað við ítrustu hagsmuni heimskapítalismans. Þann boðskap höfum við fyrir löngu ákveðið að hafa að engu. Frá þeirri varnarlínu þarf svo að hefja nýja sókn.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun