Er barnið þitt með fælni? Íris Stefánsdóttir skrifar 5. júní 2012 06:00 Nú þegar sumarið er komið halda börnin út í sumarævintýrin með sól í hjarta og bros á vör. Við gerum sennilega flest ráð fyrir því að svona gangi þetta fyrir sig, að börn leiki glaðleg og frjálsleg úti á sumrin. Þannig er því sjálfsagt farið með flest börn en ekki öll. Meðal þeirra barna sem fá ekki fyllilega notið sín til jafns við önnur börn á sumrin eru þau sem sýna yfirþyrmandi hræðsluviðbrögð við skordýrum sem fara á kreik á þessum árstíma. Það er nóg fyrir sum börn að heyra suð í býflugu, þá hljóða þau upp yfir sig, fara jafnvel að gráta og flýja í öruggt skjól. Stundum þvertaka þessi börn fyrir að fara á þá staði sem þau vita að býflugur eða önnur skordýr halda sig. Í alvarlegustu tilvikunum treysta börn sér vart út að leika á sumrin af ótta við þessi smádýr. Þau fara því á mis við margt af því sem sumarævintýrin hafa upp á að bjóða. Þetta vandamál nefnist á sálfræðimáli fælni. Í daglegu tali er oft talað um fóbíur. Fælni er algengasta kvíðavandamálið meðal barna og er talið að um það bil 2-4% barna glími við fælni. En hvað er fælni og hvernig lýsir hún sér hjá börnum? Fælni er yfirþyrmandi, óraunhæfur og þrálátur ótti sem beinist að tilteknum hlutum og aðstæðum. Barn sem glímir við fælni forðast yfirleitt að mæta þessum hlutum og aðstæðum eða upplifir mikla vanlíðan þegar það er í návist þeirra. Algengt er að fælni barna beinist að dýrum (aðallega býflugum, hundum), myrkri (geta ekki sofið ein á nóttunni), blóði og sprautum, lækna- og tannlæknastofum, lyftum, vatni, háum stöðum. Einnig eru dæmi um að fælni beinist að því að kafna, kasta upp, smitast af sjúkdómum, að fuglum, músum, óveðri, jarðgöngum, brúm, fólki í búningum, ferðast með farartækjum eins og flugvélum, skipum og bílum. Engin einhlít skýring liggur að baki fælni eða öðrum kvíðavanda hjá börnum. Oftast er um samspil erfða og umhverfis að ræða. Þannig er talið að tilhneiging til kvíða geti erfst en að ýmsir þættir í umhverfi barna, eins og hegðunarmynstur og uppeldisaðferðir foreldra eða annarra í kringum þau geti styrkt þessa eðlislægu tilhneigingu. Þar sem foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna má búast við að þau takist á líkan hátt við heiminn og þeir. Ef foreldri er með fælni og forðast aðstæður, getur barnið lært að höndla hræðslu og kvíða á þennan hátt. Uppeldisaðferðir og hvernig foreldrar bregðast við óöryggi og hræðslu barna sinna getur átt þátt í að viðhalda fælni og kvíða. Þar sem foreldrar leitast við að vernda börn sín fyrir óþægilegum hlutum er hætt við að sumir bregðist við fælni barns með ofverndun og hlífi því við aðstæðum sem það sýnir kvíða gagnvart, þótt þær séu hættulausar. Það sem hins vegar gerist er að barnið fær ekki tækifæri til að koma sér í aðstæðurnar sem kennir því að ekkert slæmt kemur fyrir það. Einnig geta áföll í sumum tilvikum ýtt undir að fælni þróast (t.d. að verða bitinn af hundi). Atferlismeðferð hefur reynst afar áhrifarík við fælni hjá börnum. Í mörgum tilvikum er fælnin meðhöndluð í einni tveggja til þriggja klukkustunda lotu, eftir að matsviðtal hefur átt sér stað. Mikilvægasti þáttur meðferðar er að láta barnið takast á við það sem það óttast í nógu litlum skrefum, þannig að kvíðinn verði aldrei of mikill. Þannig væri barn með kóngulóafælni látið horfa á kónguló í glerbúri úr fjarlægð þar til það hefur vanist því. Þar á eftir myndi barnið vera látið færa sig örlítið nær, þar til að það hefði vanist því að halda utan um glerbúrið. Að lokum ætti það að vera tilbúið að setja höndina ofan í búrið o.s.frv. Þessi aðferð er ótrúlega skjótvirk og árangursrík og mikilvægt að grípa snemma inn í þar sem fælni getur varað svo áratugum skiptir ef ekkert er að gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú þegar sumarið er komið halda börnin út í sumarævintýrin með sól í hjarta og bros á vör. Við gerum sennilega flest ráð fyrir því að svona gangi þetta fyrir sig, að börn leiki glaðleg og frjálsleg úti á sumrin. Þannig er því sjálfsagt farið með flest börn en ekki öll. Meðal þeirra barna sem fá ekki fyllilega notið sín til jafns við önnur börn á sumrin eru þau sem sýna yfirþyrmandi hræðsluviðbrögð við skordýrum sem fara á kreik á þessum árstíma. Það er nóg fyrir sum börn að heyra suð í býflugu, þá hljóða þau upp yfir sig, fara jafnvel að gráta og flýja í öruggt skjól. Stundum þvertaka þessi börn fyrir að fara á þá staði sem þau vita að býflugur eða önnur skordýr halda sig. Í alvarlegustu tilvikunum treysta börn sér vart út að leika á sumrin af ótta við þessi smádýr. Þau fara því á mis við margt af því sem sumarævintýrin hafa upp á að bjóða. Þetta vandamál nefnist á sálfræðimáli fælni. Í daglegu tali er oft talað um fóbíur. Fælni er algengasta kvíðavandamálið meðal barna og er talið að um það bil 2-4% barna glími við fælni. En hvað er fælni og hvernig lýsir hún sér hjá börnum? Fælni er yfirþyrmandi, óraunhæfur og þrálátur ótti sem beinist að tilteknum hlutum og aðstæðum. Barn sem glímir við fælni forðast yfirleitt að mæta þessum hlutum og aðstæðum eða upplifir mikla vanlíðan þegar það er í návist þeirra. Algengt er að fælni barna beinist að dýrum (aðallega býflugum, hundum), myrkri (geta ekki sofið ein á nóttunni), blóði og sprautum, lækna- og tannlæknastofum, lyftum, vatni, háum stöðum. Einnig eru dæmi um að fælni beinist að því að kafna, kasta upp, smitast af sjúkdómum, að fuglum, músum, óveðri, jarðgöngum, brúm, fólki í búningum, ferðast með farartækjum eins og flugvélum, skipum og bílum. Engin einhlít skýring liggur að baki fælni eða öðrum kvíðavanda hjá börnum. Oftast er um samspil erfða og umhverfis að ræða. Þannig er talið að tilhneiging til kvíða geti erfst en að ýmsir þættir í umhverfi barna, eins og hegðunarmynstur og uppeldisaðferðir foreldra eða annarra í kringum þau geti styrkt þessa eðlislægu tilhneigingu. Þar sem foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna má búast við að þau takist á líkan hátt við heiminn og þeir. Ef foreldri er með fælni og forðast aðstæður, getur barnið lært að höndla hræðslu og kvíða á þennan hátt. Uppeldisaðferðir og hvernig foreldrar bregðast við óöryggi og hræðslu barna sinna getur átt þátt í að viðhalda fælni og kvíða. Þar sem foreldrar leitast við að vernda börn sín fyrir óþægilegum hlutum er hætt við að sumir bregðist við fælni barns með ofverndun og hlífi því við aðstæðum sem það sýnir kvíða gagnvart, þótt þær séu hættulausar. Það sem hins vegar gerist er að barnið fær ekki tækifæri til að koma sér í aðstæðurnar sem kennir því að ekkert slæmt kemur fyrir það. Einnig geta áföll í sumum tilvikum ýtt undir að fælni þróast (t.d. að verða bitinn af hundi). Atferlismeðferð hefur reynst afar áhrifarík við fælni hjá börnum. Í mörgum tilvikum er fælnin meðhöndluð í einni tveggja til þriggja klukkustunda lotu, eftir að matsviðtal hefur átt sér stað. Mikilvægasti þáttur meðferðar er að láta barnið takast á við það sem það óttast í nógu litlum skrefum, þannig að kvíðinn verði aldrei of mikill. Þannig væri barn með kóngulóafælni látið horfa á kónguló í glerbúri úr fjarlægð þar til það hefur vanist því. Þar á eftir myndi barnið vera látið færa sig örlítið nær, þar til að það hefði vanist því að halda utan um glerbúrið. Að lokum ætti það að vera tilbúið að setja höndina ofan í búrið o.s.frv. Þessi aðferð er ótrúlega skjótvirk og árangursrík og mikilvægt að grípa snemma inn í þar sem fælni getur varað svo áratugum skiptir ef ekkert er að gert.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar