Fleiri fréttir

Vandræðagangur

Pétur Gunnarsson skrifar

Hvað á að segja um vandræðaganginn sem ríkir í ferðaþjónustunni? Minnir hann ekki á söguna af fátæku hjónunum sem alls óvænt stóð til boða að fá þrjár óskir uppfylltar? Og konan, sem var svöng, óskaði sér bjúga. Við það trylltist bóndinn og í hefndarskyni óskaði hann að bjúgað hoppaði upp á nefið á konunni. Og honum varð að ósk sinni. Þá var aðeins ein ósk eftir og auðmjúk fóru þau fram á að bjúgað hyrfi af nefi kerlingar. Í sárabætur skulum við gera ráð fyrir að þau hafi fengið að éta bjúgað sem eftir stóð.

Kjósum gott líf

Guðrún Hagsteinsdóttir skrifar

Öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst að miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Þegar kosið er til Alþingis er því í reynd verið að kjósa um samkeppnishæfni sem er forsenda góðs lífs hjá öllum landsmönnum.

Smánarblettur

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Í vikunni var fjallað um "nýja tískudópið“ á Litla Hrauni, Spice. Það er ekki í fyrsta sinn sem ákveðin lyf verða vinsæl í fangelsum. Í fyrra sögðum við frá misnotkun meðal fanga á lyfinu Suboxone, en það er notað í viðhaldsmeðferðum fyrir sprautufíkla.

Tími til að tengja?

Kristín Ingólfsdóttir skrifar

Á undanförnum tíu árum hafa orðið byltingarkenndar breytingar á daglegu hegðunarmynstri okkar - hvernig við nálgumst upplýsingar, þjónustu og hvert annað. Síminn í vasa okkar hefur breyst í ofurtölvu sem gerir hann jafnframt að alfræðiorðabók, bankaútibúi, tónlistarsafni, myndasafni, innkaupakörfu, myndavél, fjölmiðlagátt, ferðaskrifstofu og bókasafni.

Sparkassen-samfélagsbanki

Helga Þórðardóttir skrifar

Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Sparkasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytendakönnunum

Bakkafrumvarp og sýndarviðræður

Snorri Baldursson skrifar

Með úrskurðum í júní og ágúst sl. stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) til bráðabirgða framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjarhrauni á línuleiðinni frá Kröflu að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Tilefni stöðvunarinnar voru kærur Landverndar og Fjöreggs,

Apar á Alþingi

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Hvað gerist ef við fyllum Alþingishúsið af öpum? (Nei, þetta er ekki samlíking). Veruleiki okkar mannanna er tvískiptur. Annars vegar samanstendur hann af hinu áþreifanlega, kaffibollanum í lúkunum á okkur, pappírnum í Fréttablaðinu fyrir framan okkur, stólsessunni undir afturendanum á okkur; hins vegar af sameiginlegum hugarburði mannkynsins.

Hallgrímur Pétursson snýr aftur

Óttar Guðmundsson skrifar

Margir hafa haft áhyggjur af Framsóknarflokknum á síðustu misserum. Formaðurinn liggur undir stöðugu ámæli og fjöldi misviturra manna glefsar í hann og aðra flokksmenn.

Dómarar skrái hagsmuni sína

Hafliði Helgason skrifar

Samkvæmt svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að ráðuneytið hafi hafnað tillögum nefndar um dómarastörf þess efnis að haldin yrði opinber skrá um eignarhluti dómara í félögum og atvinnufyrirtækjum.

Illa nýttur fjársjóður

Þórlindur Kjartansson skrifar

Almennt gildir sú regla í dýraríkinu að eftir því sem dýrin eru stærri þeim mun lengri er meðgangan.

Hvernig gerir táknmálið mig að jafninga?

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar

Vikuna 19.-25.september er alþjóðavika heyrnarlausra, Alheimssamtök heyrnarlausra (World Federation of Deaf) skipuleggja árlega síðustu vikuna í september átak og vitundarvakningu á baráttu heyrnarlausra.

Til hamingju Ísland!

Inga Björk Bjarnadóttir skrifar

Það er kannski erfitt að átta sig á því fyrir hinn almenna leikmann en daginn eftir að Alþingi samþykkti að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fannst mér önnur lykt í loftinu og eins og fjöllin litu öðruvísi út.

Ekki minn unglingur

Þorsteinn V. Einarsson skrifar

Undirritaður kynnti verkefnið (ásamt fleirum) fyrir forsvarsmönnum sviða Reykjavíkurborgar og pólitískum fulltrúum þeirra með von um að því yrði haldið áfram.

Anna og Abida

Hildur Björnsdóttir skrifar

Hún heitir Abida og er tíu ára. Tólf tíma á dag starfar hún í morkinni verksmiðju í Bangladess. Aðbúnaðurinn hörmulegur og launin varla nokkur. Hún er fórnarlamb barnaþrælkunar. Tími hennar er ódýr.

Okkar sameiginlegi sjóður

Fjölnir Sæmundsson skrifar

Í fréttum undanfarið hefur mátt lesa um vonir margra um betra og réttlátara samfélag. Algeng ósk er að heilbrigðiskerfið verði endurreist og að kostnaður sjúklinga lækki.

Jafnrétti með táknmálsrannsóknum

Rannveig Sverrisdóttir skrifar

Nú stendur yfir alþjóðleg baráttuvika döff (þeirra sem eiga táknmál að móðurmáli) og er yfirskrift vikunnar „táknmál gerir mig að jafningja“. Svipuð yfirskrift eða öllu heldur markmið hafði evrópskt samstarfsverkefni (styrkt af COST) sem miðaði að því að skrifa mállýsingar fyrir táknmál í Evrópu.

EF kláfferjuferðir upp á Esjuna

Sigþór Magnússon skrifar

Þau láta ekki alltaf mikið yfir sér ef-in sem við setjum fram í umræðunni. Þegar upp er staðið eru það þó þau sem gera oft gæfumuninn. Magnús Skarphéðinsson skrifaði litla grein í Fréttablaðið, „Auðvitað kláfferjuferðir upp á Esjuna“. Þar rómar hann hugmyndir um kláfferju, að því er virðist án þess að hafa kynnt sér málið vel.

Sofandi að feigðarósi – Landsnet sekkur

Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Alvarleg staða Landsnets var fyrirsjáanleg. Og hún á að öllum líkindum eftir að versna. Fjallað var um þetta í blaðagreinum árið 2012 en Landsnet hafði þá þegar ratað inn á ógæfubrautir.

Skrýtin örlög skýrslu

Hafliði Helgason skrifar

Örlög skýrslu sem kynnt var í upphafi sem skýrsla meirihluta fjárlaganefndar verða sífellt reyfarakenndari. Staða skýrslunnar er sú að hún er send áfram sem einkaskýrsla formanns nefndarinnar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins.

Afleikur Framsóknar

Einar Brynjólfsson og Smári McCarthy skrifar

Bændur á Íslandi ættu að vera æfir. Með því að þröngva búvörusamningnum í gegnum Alþingi tók Framsóknarflokkurinn landbúnaðarmál alfarið af dagskrá fyrir komandi kosningar.

Kári Stefánsson, gættu þín

Birgir Guðjónsson skrifar

Sæll Kári. Syndaaflausnarsamtal þitt í STUNDINNI, þ. 25 ágúst var fróðlegt. Þú lýsir þar og viðurkennir ýmsa skapgerðarþætti sem mörgum eru löngu ljósir en hefðu ekki þorað að nefna af ótta við málsókn.

Arkitektúr og túrismi – annar hluti

Dagur Eggertsson skrifar

Eins og vikið var að í fyrsta hluta greinarinnar þarf að stórbæta aðstöðu fyrir ferðamenn á landinu svo að náttúruminjar landsins verði ekki fyrir varanlegu tjóni.

Fara bakdyramegin inn í lífeyrissjóðina!

Björgvin Guðmundsson skrifar

Eiga stjórnvöld eitthvað með að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði? Ég segi: Nei. Þau eiga ekkert með það. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar neitt.

Mikilvægi hjúkrunarfræðinga á breyttum Landspítala

Guðbjörg Pálsdóttir skrifar

Velferðarráðuneytið kynnti á dögunum niðurstöðu skýrslu McKinsey & Company: Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Áhersla skýrslunnar er á rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls Landspítalans og notuð voru tvö sænsk sjúkrahús til viðmiðunar,

Hvar er eiginlega best að hjálpa fátæku og stríðshrjáðu fólki?

Atli Viðar Thorstensen skrifar

Enginn flýr heimaland sitt að gamni sínu og leggur líf sitt (og jafnvel barna sinna) í hendur smyglara til að komast inn í rammgerða Evrópu. Samt sem áður hafa hundruð þúsunda karla, kvenna og barna orðið að gera það á þessu ári

Endurhæfingarbætur

Úrsúla Jünemann skrifar

Enginn óskar sér að verða alvarlega veikur og óvinnufær. En lífið getur tekið óvænta stefnu þannig að framtíðarplön raskast verulega eða verða að engu.

París og París

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Kæru þingmenn. Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir að samþykkja fullgildingu Parísarsamningsins um loftlagsmál. Ég vil jafnframt benda ykkur á að með þessari samþykkt eruð þið að samþykkja vegferð sem krefst vinnu og hugrekkis.

Fullgilding samnings um réttindi fatlaðra varðar okkur öll

Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Alþingi hefur samþykkt að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður þar með 167. ríkið sem fullgildir samninginn. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi,

Ríki og sveitarfélög

Oddvitar meirihlutans í bæjarstjórn Akureyrar skrifar

Má bjóða þér að taka við rekstri á bíl nágrannans ótímabundið? Samið er um heildarakstur og viðhald gegn fastri greiðslu, en svo samið um umframakstur, hækkað eldsneytisverð eða breyttar forsendur eftir dúk og disk, eða aldrei.

Hlutverk drukkna mannsins

Einar Örn Gunnarsson skrifar

Í greinasafninu Ég vildi að ég kynni að dansa eftir Guðmund Andra Thorsson er að finna pistil um hlutverk rithöfunda í samfélaginu. Þar leggur hann út frá sögu af drukknum manni sem hagar sér óðslega, klifrar upp í staur og öskrar.

Ekki einkamál Íslendinga

Þorvaldur Gylfason skrifar

Það var fyrir nokkru í Kíev, höfuðborg Úkraínu, að ég spurði heimamenn hverjum augum þeir litu horfur lands síns fram í tímann. Ég hafði kvöldið áður ekið fram hjá fjölmennum mótmælum við þinghúsið í hjarta borgarinnar þar eð enn eitt spillingarmál hafði gosið upp.

Flokkur fólksins gegn fátækt og spillingu

Inga Sæland skrifar

Ágæti lesandi. Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman.

Með táknmáli er ég jafningi

Valgerður Stefánsdóttir skrifar

Nú stendur yfir alþjóðleg baráttuvika heyrnarlausra með yfirskriftina Með táknmáli er ég jafningi (With sign language I´m equal). Samskiptamiðstöð þjónar fólki sem talar íslenskt táknmál og hefur reglulega bent á brýna þörf fyrir aukna þjónustu,

Ósanngjörn samkeppni fjölmiðla

Hallgrímur Kristinsson skrifar

Nýlega sendu flestir fjölmiðlar á landinu opið bréf til Alþingis þar sem skorað var á þingið að gera málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum efnisveitum.

Spurt um Finnafjörð

Ögmundur Jónasson skrifar

Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn fimmtánda september sl. um áform Þjóðverja um höfn í Finnafirði. Alla vega var hún minni um sig en umfang áformanna gefur tilefni til.

Lífsógn í boði stjórnvalda?

Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Þegar fólk stendur frammi fyrir lífsógnandi sjúkdómum leitar það allra leiða til að fá bót sinna meina. Krabbamein er sá sjúkdómur sem margir berjast við og til allrar hamingju hefur læknavísindunum fleygt það mikið fram að margir læknast af krabbameini eða geta lifað með sjúkdómi sínum.

Lýðræðisleg ákvörðun um lífeyrismál

Elín Björg Jónsdóttir skrifar

Það er afar mikilvægt að bandalög opinberra starfsmanna hafi náð samkomulagi við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk á Íslandi. Það er hluti af því markmiði að ná sátt á vinnumarkaði og bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga.

Hrúturinn í stofunni

Frosti Logason skrifar

Forystuhrúturinn Villingur frá Grafarbakka var í fréttum fyrr í þessari viku. Villingur er tólf vetra gamall og í miklu uppáhaldi hjá eiganda sínum. Hann leyfir börnum að sitja á baki sér eins og besti reiðhestur.

Samkeppni við sama borð

Hafliði Helgason skrifar

Það er fagnaðarefni að erlendar verslunarkeðjur sæki inn á íslenskan markað. Samkeppni í smásölu sem og á öðrum sviðum atvinnulífsins leiðir jafnan til betri niðurstöðu fyrir neytendur.

Sjá næstu 50 greinar