Jafnréttismál á krossgötum – hvað þarf eiginlega að breytast? Formenn fimm aðildarfélaga BHM skrifar 22. september 2016 07:00 Bandalög launafólks hafa barist fyrir kynjajafnrétti um langt árabil og okkur sem störfum fyrir þau bandalög svíður árangursleysið. En jöfn kjör eru einungis eitt pennastrik í flóknu mynstri jafnréttismála og þegar litið er til annarra jafnréttisþátta blasir við okkur enn daprari sýn. Afrakstur jafnréttisaðgerða er víðast lítill. Eini áþreifanlegi árangurinn undanfarna hálfa öld virðist vera takmörkuð viðurkenning á tilverurétti þeirra sem stíga út fyrir ramma rétttrúnaðar fyrri tíma í kynhneigð og enn skilyrtari jánkun við því að konan ráði yfir líkama sínum. Hið síðara er meira að segja í hugum margra háð illa skilgreindum velsæmisramma í klæðaburði eða öðrum skilyrðum. Við höfum sett lög og skrifað reglugerðir. Barið okkur á brjóst og sagt misrétti heilagt stríð á hendur. Sett jafnréttismál á stefnuskrár stjórnmálaflokka, kjarafélaga, góðgerðasamtaka og saumaklúbba. Árangur baráttunnar hefur verið takmarkaður og oftast skilyrtur. Eina haldbæra skýringin á framfaraskortinum er raunar sú að aðferðafræði okkar sé röng. Sumir berjast fyrir launajafnrétti. Aðrir fyrir jafnrétti til náms, aðgengis, hjúskapar eða þátttöku í einum eða öðrum þætti tilverunnar. Konan getur nálgast launajafnrétti ef hún hegðar sér eins og karl á vinnumarkaði. Jafnrétti til náms er lagabókstafur sem hefur ekki náð að brjóta niður múra efnahagsstöðu, uppruna eða líkamsástands. Öryrkjar horfðu í von til reglugerða um aðgengi, en meira að segja opinberar stofnanir sjá fæstar ástæðu til að starfa eftir þeim og jafnrétti samkynhneigðra til fjölskyldulífs er enn háð illskiljanlegum skilyrðum. Aldraðir njóta ekki enn jafnréttis til neins. Þarna er gagngerra breytinga þörf. Vonandi getum við öll verið sammála um það. En hvað ef það sem þarfnast breytinga varðar okkar eigin framgöngu? Getur verið að allir þeir sem til þessa hafa beitt kröftum sínum í glímu við einhvern anga jafnréttismála þurfi að snúa bökum saman um að gera grundvallarbreytingar á nálguninni að málefninu? Jafnrétti er mannréttindamál. Í sinni einföldustu (og flóknustu) mynd er það réttur hvers einstaklings til þátttöku í samfélagi sínu að mörkum eigin getu og vilja og á sínum eigin forsendum.Í órafjarlægð Eins og mál standa erum við í órafjarlægð frá ofangreindri skilgreiningu. Öryrkjar og aldraðir hafa takmarkaðan þátttökurétt í samfélaginu og hafa það sameiginlegt með atvinnulausum að eiga fremur að nefnast bótaþolar en bótaþegar. Aðrir hópar standa einnig frammi fyrir illa yfirstíganlegum forsendum og takmörkunum. Konum hættir til að segja þessar forsendur karllægar, en þær eru í raun hvorki karllægar né kvenlægar. Þær eru ekki heldur gagnkynhneigðarlægar, ungdómslægar eða settar til höfuðs öryrkjum. Þær eru einhvers konar seigfljótandi hugmyndafræðilegur massi sem virðist hafa safnast saman í aldanna rás svona af sjálfu sér. Hljóma líkast tilviljanakenndu bergmáli af röddum úr djúpi aldanna. Í dag eru þessar forsendur líklega engum þóknanlegar, þótt þær geti eftir atvikum reynst ágætis stjórntæki í höndum þeirra sem hafa geð til að nýta þær. Tilgangur þeirra í dag virðist fyrst og fremst vera að hefta hugmyndafræðilega hreyfingu og í nútímanum hefur ekkert samfélag efni á að hægja á þeirri þróun. Síst af öllu lítið samfélag sem í mörgu virðist alltaf hokra á mörkum hins byggilega. Ef við ætlum að nálgast jafnrétti þurfum við að snúa þessu dæmi við. Við þurfum að snúa forsendunum á hvolf. Samfélagið og stofnanir þess verða að takast á herðar þá skyldu að skýra misrétti, fremur en að einstaklingar eða hópar þurfi að réttlæta jafnrétti. Stofnanir sem skammta hópum það hlutskipti að geta ekki tekið nema takmarkaðan þátt í samfélaginu eiga ekki tilverurétt. Við höfum ekki efni á að setja ljós neins undir mæliker. Hvorki í nafni veraldlegs eða trúarlegs valds. Alls ekki í nafni stjórnunar eða embættisþæginda og síst af öllu í nafni hámörkunar arðs fámennra hópa. Launagreiðandi sem byggir launagreiðslur á einhverju öðru en framlagi launamannsins á ekki erindi í rekstur. Stjórnvald sem ýtir stökum hópum út á jaðar samfélagsins og heftir þannig framlag þeirra er ekki stjórntækt. Vissulega eru sú barátta sem þegar hefur átt sér stað mikilvæg en betur má ef duga skal. Grundvöllur jafnréttis liggur á sömu stoðum og það samfélag sem við byggjum og felst því ekki síður í viðurkenningu á lífsgildum allra hópa en rétti þeirra til einhverra skilgreindra athafna, hegðunar eða umbunar. Sú umræða er fram undan. Greinin er þriðja greinin af þremur um jafnréttismál.Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður Stéttarfélags lögfræðingaBragi Skúlason formaður FræðagarðsHugrún R. Hjaltadóttir formaður Félags íslenskra félagsvísindamannaRagnheiður Bóasdóttir formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna StjórnarráðsinsSigrún Guðnadóttir formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðingaÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Bandalög launafólks hafa barist fyrir kynjajafnrétti um langt árabil og okkur sem störfum fyrir þau bandalög svíður árangursleysið. En jöfn kjör eru einungis eitt pennastrik í flóknu mynstri jafnréttismála og þegar litið er til annarra jafnréttisþátta blasir við okkur enn daprari sýn. Afrakstur jafnréttisaðgerða er víðast lítill. Eini áþreifanlegi árangurinn undanfarna hálfa öld virðist vera takmörkuð viðurkenning á tilverurétti þeirra sem stíga út fyrir ramma rétttrúnaðar fyrri tíma í kynhneigð og enn skilyrtari jánkun við því að konan ráði yfir líkama sínum. Hið síðara er meira að segja í hugum margra háð illa skilgreindum velsæmisramma í klæðaburði eða öðrum skilyrðum. Við höfum sett lög og skrifað reglugerðir. Barið okkur á brjóst og sagt misrétti heilagt stríð á hendur. Sett jafnréttismál á stefnuskrár stjórnmálaflokka, kjarafélaga, góðgerðasamtaka og saumaklúbba. Árangur baráttunnar hefur verið takmarkaður og oftast skilyrtur. Eina haldbæra skýringin á framfaraskortinum er raunar sú að aðferðafræði okkar sé röng. Sumir berjast fyrir launajafnrétti. Aðrir fyrir jafnrétti til náms, aðgengis, hjúskapar eða þátttöku í einum eða öðrum þætti tilverunnar. Konan getur nálgast launajafnrétti ef hún hegðar sér eins og karl á vinnumarkaði. Jafnrétti til náms er lagabókstafur sem hefur ekki náð að brjóta niður múra efnahagsstöðu, uppruna eða líkamsástands. Öryrkjar horfðu í von til reglugerða um aðgengi, en meira að segja opinberar stofnanir sjá fæstar ástæðu til að starfa eftir þeim og jafnrétti samkynhneigðra til fjölskyldulífs er enn háð illskiljanlegum skilyrðum. Aldraðir njóta ekki enn jafnréttis til neins. Þarna er gagngerra breytinga þörf. Vonandi getum við öll verið sammála um það. En hvað ef það sem þarfnast breytinga varðar okkar eigin framgöngu? Getur verið að allir þeir sem til þessa hafa beitt kröftum sínum í glímu við einhvern anga jafnréttismála þurfi að snúa bökum saman um að gera grundvallarbreytingar á nálguninni að málefninu? Jafnrétti er mannréttindamál. Í sinni einföldustu (og flóknustu) mynd er það réttur hvers einstaklings til þátttöku í samfélagi sínu að mörkum eigin getu og vilja og á sínum eigin forsendum.Í órafjarlægð Eins og mál standa erum við í órafjarlægð frá ofangreindri skilgreiningu. Öryrkjar og aldraðir hafa takmarkaðan þátttökurétt í samfélaginu og hafa það sameiginlegt með atvinnulausum að eiga fremur að nefnast bótaþolar en bótaþegar. Aðrir hópar standa einnig frammi fyrir illa yfirstíganlegum forsendum og takmörkunum. Konum hættir til að segja þessar forsendur karllægar, en þær eru í raun hvorki karllægar né kvenlægar. Þær eru ekki heldur gagnkynhneigðarlægar, ungdómslægar eða settar til höfuðs öryrkjum. Þær eru einhvers konar seigfljótandi hugmyndafræðilegur massi sem virðist hafa safnast saman í aldanna rás svona af sjálfu sér. Hljóma líkast tilviljanakenndu bergmáli af röddum úr djúpi aldanna. Í dag eru þessar forsendur líklega engum þóknanlegar, þótt þær geti eftir atvikum reynst ágætis stjórntæki í höndum þeirra sem hafa geð til að nýta þær. Tilgangur þeirra í dag virðist fyrst og fremst vera að hefta hugmyndafræðilega hreyfingu og í nútímanum hefur ekkert samfélag efni á að hægja á þeirri þróun. Síst af öllu lítið samfélag sem í mörgu virðist alltaf hokra á mörkum hins byggilega. Ef við ætlum að nálgast jafnrétti þurfum við að snúa þessu dæmi við. Við þurfum að snúa forsendunum á hvolf. Samfélagið og stofnanir þess verða að takast á herðar þá skyldu að skýra misrétti, fremur en að einstaklingar eða hópar þurfi að réttlæta jafnrétti. Stofnanir sem skammta hópum það hlutskipti að geta ekki tekið nema takmarkaðan þátt í samfélaginu eiga ekki tilverurétt. Við höfum ekki efni á að setja ljós neins undir mæliker. Hvorki í nafni veraldlegs eða trúarlegs valds. Alls ekki í nafni stjórnunar eða embættisþæginda og síst af öllu í nafni hámörkunar arðs fámennra hópa. Launagreiðandi sem byggir launagreiðslur á einhverju öðru en framlagi launamannsins á ekki erindi í rekstur. Stjórnvald sem ýtir stökum hópum út á jaðar samfélagsins og heftir þannig framlag þeirra er ekki stjórntækt. Vissulega eru sú barátta sem þegar hefur átt sér stað mikilvæg en betur má ef duga skal. Grundvöllur jafnréttis liggur á sömu stoðum og það samfélag sem við byggjum og felst því ekki síður í viðurkenningu á lífsgildum allra hópa en rétti þeirra til einhverra skilgreindra athafna, hegðunar eða umbunar. Sú umræða er fram undan. Greinin er þriðja greinin af þremur um jafnréttismál.Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður Stéttarfélags lögfræðingaBragi Skúlason formaður FræðagarðsHugrún R. Hjaltadóttir formaður Félags íslenskra félagsvísindamannaRagnheiður Bóasdóttir formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna StjórnarráðsinsSigrún Guðnadóttir formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðingaÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun