Ríki og sveitarfélög Oddvitar meirihlutans í bæjarstjórn Akureyrar skrifar 22. september 2016 07:00 Má bjóða þér að taka við rekstri á bíl nágrannans ótímabundið? Samið er um heildarakstur og viðhald gegn fastri greiðslu, en svo samið um umframakstur, hækkað eldsneytisverð eða breyttar forsendur eftir dúk og disk, eða aldrei. Allt of oft eru samningar sveitarfélaga við ríkið á þessum nótum. Samningarnir sem í upphafi rétt duga fyrir viðskiptunum, úreldast á skömmum tíma vegna launahækkana, íþyngjandi lagasetninga eða annarra þátta. Sveitarfélögin stramma þá af reksturinn og uppskera óánægju íbúanna, vegna þjónustu, sem ríkið á með réttu að kosta. Þetta á við um öldrunarþjónustu, málefni fatlaðs fólks, rekstur tónlistarskóla og sjúkraflutninga svo dæmi séu nefnd. Þá er ónefnt þegar ríkið ræðst í einhliða aðgerðir eins og heimildir til úttektar á séreignarsparnaði, sem rýra tekjur sveitarfélaga. Þá skeytir ríkið ekki um að rukka sanngjarnt gjald af ferðamönnum sem nýst gæti sveitarfélögunum til uppbyggingar innviða en fleytir sjálft rjómann af sívaxandi ferðamannastraumi. Rétt er að nefna það að sveitarfélög hafa mjög takmörkuð tækifæri til tekjuöflunar. Þannig fá þau að hámarki 14,52% útsvarsgreiðslur af skatttekjum einstaklinga en ekkert af þeim sem kjósa, og eru í aðstöðu til, að borga sér meginhluta tekna sinna í fjármagnstekjur. Mikil umræða hefur verið meðal sveitarstjórnarfólks um þessi mál og á meðan ríkið fitnar eins og púkinn á fjósbitanum þá er rekstur sveitarfélaganna í járnum. Það er því orðið afar brýnt að fram fari heildarendurskoðun á skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga án frekari tafa. Guðmundur Baldvin Guðmundsson Logi Már Einarsson Matthías Rögnvaldsson oddvitar meirihlutans í bæjarstjórn AkureyrarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Má bjóða þér að taka við rekstri á bíl nágrannans ótímabundið? Samið er um heildarakstur og viðhald gegn fastri greiðslu, en svo samið um umframakstur, hækkað eldsneytisverð eða breyttar forsendur eftir dúk og disk, eða aldrei. Allt of oft eru samningar sveitarfélaga við ríkið á þessum nótum. Samningarnir sem í upphafi rétt duga fyrir viðskiptunum, úreldast á skömmum tíma vegna launahækkana, íþyngjandi lagasetninga eða annarra þátta. Sveitarfélögin stramma þá af reksturinn og uppskera óánægju íbúanna, vegna þjónustu, sem ríkið á með réttu að kosta. Þetta á við um öldrunarþjónustu, málefni fatlaðs fólks, rekstur tónlistarskóla og sjúkraflutninga svo dæmi séu nefnd. Þá er ónefnt þegar ríkið ræðst í einhliða aðgerðir eins og heimildir til úttektar á séreignarsparnaði, sem rýra tekjur sveitarfélaga. Þá skeytir ríkið ekki um að rukka sanngjarnt gjald af ferðamönnum sem nýst gæti sveitarfélögunum til uppbyggingar innviða en fleytir sjálft rjómann af sívaxandi ferðamannastraumi. Rétt er að nefna það að sveitarfélög hafa mjög takmörkuð tækifæri til tekjuöflunar. Þannig fá þau að hámarki 14,52% útsvarsgreiðslur af skatttekjum einstaklinga en ekkert af þeim sem kjósa, og eru í aðstöðu til, að borga sér meginhluta tekna sinna í fjármagnstekjur. Mikil umræða hefur verið meðal sveitarstjórnarfólks um þessi mál og á meðan ríkið fitnar eins og púkinn á fjósbitanum þá er rekstur sveitarfélaganna í járnum. Það er því orðið afar brýnt að fram fari heildarendurskoðun á skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga án frekari tafa. Guðmundur Baldvin Guðmundsson Logi Már Einarsson Matthías Rögnvaldsson oddvitar meirihlutans í bæjarstjórn AkureyrarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar