Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar 26. ágúst 2025 09:01 OECD metur stöðuna í menntakerfinu þannig að hún geti leitt til þess að hvert einkaheimili í landinu verði af 2,5-3,5 milljónum á ári vegna minni framleiðni. Menntun er grjóthart efnahagsmál sem ríkisstjórnin hefur hvorki getu né þekkingu til að taka á. Þessar tölur koma ekki úr tómarúmi, menntakerfið okkar er í hröðu niðurbroti í veldisvexti. Bara á milli 2018 og 2022 ,,töpuðust“ 2 skólaár af 10 skv. OECD þrátt fyrir að íslenskir skólar hafi verið mest opnir allra heimsins skóla í C-19 faraldrinum. Þessi staða fær enga athygli frá ríkisstjórninni enda hún upptekin að hækka skatta á atvinnulífið. Þessi mikilvægustu mál samfélagsins eru sett í skottið á ráðherrabílunum. Menntamálaráðherra er meira umhugað um komast upp með að skreyta sig með innihaldslausum tískuhugtökum sem engu skila, halda áfram að gera meira af því sama sem skapað hefur núverandi stöðu eða bara að þegja og þagga málin í hel. Þessa nálgun mæra svo Samfylkingin og Viðreisn og hanga eins og hundar á roði á skaðlegu, kostnaðarsömu menntakerfi og engu vilja breyta. Undirritaður hefur bæði kennt og rekið skóla í áratugi sem kennari og skólastjórnandi, með mörgum mjög hæfum starfsmönnum. Það er hægt að ná framúrskarandi árangri í mjög blönduðum nemendahópi, hvað námsárangur, líðan og efnahag skólanna varðar. Ef allir skólar á Íslandi sýndu sama árangur og áðurnefndir skólar myndu tekjur heimilanna aukast um 2,5-3,5 milljónir á ári í stað þess að verða af þeim skv. útreikningum sem OECD beitir. Hér er um 5-7 milljóna árlega sveiflu fyrir hvert og eitt heimili. Ekki bara mesta kjarabót samfélagsins heldur fylgir það líka að langflest íslensk grunnskólabörn gætu lesið og reiknað skammlaust eftir grunnskólann. Þetta er hægt með mjög blönduðum nemendahópi eins og dæmin sanna. Það er ekki lögmál að íslenska skólakerfinu hraki ár frá ári, það er val þeirra sem stjórna. Þó að ríkisstjórnin hafi engan áhuga eða metnað fyrir hönd skólabarna hafa foreldrar þeirra og samfélagið það og krefjast tafarlausra raunverulegra aðgerða strax en ekki enn eina stefnuna fulla af orðskrúði bara til að tefja og drepa menntamálum á dreif. Það er ekki í boði að fleiri kynslóðir verði af lögbundinni menntun. Ríkisstjórnin verður að nenna að setja sig inn í málin og það er komi tími til að hún átti sig á því að menntamál eru grjóthart efnahagsmál þó að grunnskólabörn skipti hana engu máli. Ísland er eitt ríkasta land í heimi hefur allar forsendur til þess að búa við besta menntakerfi í heimi, það er hægt og það hefur verið gert. Allir vilja að börn geti lesið og reiknað og það munar alla um 5-7 milljónir á ári. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
OECD metur stöðuna í menntakerfinu þannig að hún geti leitt til þess að hvert einkaheimili í landinu verði af 2,5-3,5 milljónum á ári vegna minni framleiðni. Menntun er grjóthart efnahagsmál sem ríkisstjórnin hefur hvorki getu né þekkingu til að taka á. Þessar tölur koma ekki úr tómarúmi, menntakerfið okkar er í hröðu niðurbroti í veldisvexti. Bara á milli 2018 og 2022 ,,töpuðust“ 2 skólaár af 10 skv. OECD þrátt fyrir að íslenskir skólar hafi verið mest opnir allra heimsins skóla í C-19 faraldrinum. Þessi staða fær enga athygli frá ríkisstjórninni enda hún upptekin að hækka skatta á atvinnulífið. Þessi mikilvægustu mál samfélagsins eru sett í skottið á ráðherrabílunum. Menntamálaráðherra er meira umhugað um komast upp með að skreyta sig með innihaldslausum tískuhugtökum sem engu skila, halda áfram að gera meira af því sama sem skapað hefur núverandi stöðu eða bara að þegja og þagga málin í hel. Þessa nálgun mæra svo Samfylkingin og Viðreisn og hanga eins og hundar á roði á skaðlegu, kostnaðarsömu menntakerfi og engu vilja breyta. Undirritaður hefur bæði kennt og rekið skóla í áratugi sem kennari og skólastjórnandi, með mörgum mjög hæfum starfsmönnum. Það er hægt að ná framúrskarandi árangri í mjög blönduðum nemendahópi, hvað námsárangur, líðan og efnahag skólanna varðar. Ef allir skólar á Íslandi sýndu sama árangur og áðurnefndir skólar myndu tekjur heimilanna aukast um 2,5-3,5 milljónir á ári í stað þess að verða af þeim skv. útreikningum sem OECD beitir. Hér er um 5-7 milljóna árlega sveiflu fyrir hvert og eitt heimili. Ekki bara mesta kjarabót samfélagsins heldur fylgir það líka að langflest íslensk grunnskólabörn gætu lesið og reiknað skammlaust eftir grunnskólann. Þetta er hægt með mjög blönduðum nemendahópi eins og dæmin sanna. Það er ekki lögmál að íslenska skólakerfinu hraki ár frá ári, það er val þeirra sem stjórna. Þó að ríkisstjórnin hafi engan áhuga eða metnað fyrir hönd skólabarna hafa foreldrar þeirra og samfélagið það og krefjast tafarlausra raunverulegra aðgerða strax en ekki enn eina stefnuna fulla af orðskrúði bara til að tefja og drepa menntamálum á dreif. Það er ekki í boði að fleiri kynslóðir verði af lögbundinni menntun. Ríkisstjórnin verður að nenna að setja sig inn í málin og það er komi tími til að hún átti sig á því að menntamál eru grjóthart efnahagsmál þó að grunnskólabörn skipti hana engu máli. Ísland er eitt ríkasta land í heimi hefur allar forsendur til þess að búa við besta menntakerfi í heimi, það er hægt og það hefur verið gert. Allir vilja að börn geti lesið og reiknað og það munar alla um 5-7 milljónir á ári. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun