EF kláfferjuferðir upp á Esjuna Sigþór Magnússon skrifar 23. september 2016 07:00 Þau láta ekki alltaf mikið yfir sér ef-in sem við setjum fram í umræðunni. Þegar upp er staðið eru það þó þau sem gera oft gæfumuninn. Magnús Skarphéðinsson skrifaði litla grein í Fréttablaðið, „Auðvitað kláfferjuferðir upp á Esjuna“. Þar rómar hann hugmyndir um kláfferju, að því er virðist án þess að hafa kynnt sér málið vel. Sem betur fer lætur hann efasemdir sínar í ljós: „ef vel væri að verkefninu staðið, og verðinu yrði stillt í hóf“. En það er ekki vel að verkinu staðið og náttúran er ekki að njóta vafans frekar en hvalirnir forðum og þá dugðu okkur ekki rökin að stilla veiðum í hóf. Borgin er heldur ekki að fara að standa að þessari framkvæmd, hún er að gera einkaaðilum kleift að eigna sér hluta af Esjunni til að ryðja í hana 40 til 50 m breiða braut með 37-45 m háum möstrum. (Á heimasíðu sinni segir Landsnet m.a. um Fljótsdalslínu: „Snjóflóðamöstrin eru engin smásmíð en meðalhæð þeirra er í kringum 30 metrar“ og þykir þeim nóg um.) Til glöggvunar má einnig nefna að Garðskagaviti er 28,6 m hár. Það á ekki bara að gera þessa braut heldur leggja sjö metra breiðan veg upp í mitt fjall og reisa 1.000 til 1.500 m2 byggingu í upphafsstöð sem væri allt að 15 m há, 800 til 1.000 m2 byggingu á Rauðhól sem er 470 m yfir sjávarmáli sem einnig gæti verið 15 m há og síðan 300 til 500?m2 byggingu uppi á topp Esjunnar. Glöggur maður eins og Magnús hlýtur að átta sig á að kláfferja sem á að taka allt að 80 manns og er á stærð við stærstu strætisvagna veldur umhverfisáhrifum margfalt á við það „þegar nýjar biðstöðvar eru settar upp“ hjá Strætó. Magnús bendir á að við höfum vítin til að varast einkaframkvæmdir á náttúruperlum. Hann bendir á Bláa lónið en einnig má benda á Þríhnjúkagíg þar sem aðgangseyrir er 42 þúsund krónur á mann. Dýr væri sú fjölskylduferð. Þetta mál snýst ekki um útsýni eða aðgengi að útsýni. Það eru ótal leiðir til að sjá yfir Reykjavíkursvæðið hvort sem er ofan af Úlfarsfelli, úr Hallgrímskirkjuturni, af svölum Perlunnar eða af Bláfjöllum eins og Ómar Ragnarsson hefur bent á. Þetta mál snýst um stjórnsýslu borgarinnar og náttúruvernd. Er eitthvað að marka loforð og áætlanir um Grænan trefil ef græðgi og skammsýni fær forgang þrátt fyrir viðvarnir frá öllum umsagnaraðilum í borgarkerfinu og stofnunum ríkisins?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þau láta ekki alltaf mikið yfir sér ef-in sem við setjum fram í umræðunni. Þegar upp er staðið eru það þó þau sem gera oft gæfumuninn. Magnús Skarphéðinsson skrifaði litla grein í Fréttablaðið, „Auðvitað kláfferjuferðir upp á Esjuna“. Þar rómar hann hugmyndir um kláfferju, að því er virðist án þess að hafa kynnt sér málið vel. Sem betur fer lætur hann efasemdir sínar í ljós: „ef vel væri að verkefninu staðið, og verðinu yrði stillt í hóf“. En það er ekki vel að verkinu staðið og náttúran er ekki að njóta vafans frekar en hvalirnir forðum og þá dugðu okkur ekki rökin að stilla veiðum í hóf. Borgin er heldur ekki að fara að standa að þessari framkvæmd, hún er að gera einkaaðilum kleift að eigna sér hluta af Esjunni til að ryðja í hana 40 til 50 m breiða braut með 37-45 m háum möstrum. (Á heimasíðu sinni segir Landsnet m.a. um Fljótsdalslínu: „Snjóflóðamöstrin eru engin smásmíð en meðalhæð þeirra er í kringum 30 metrar“ og þykir þeim nóg um.) Til glöggvunar má einnig nefna að Garðskagaviti er 28,6 m hár. Það á ekki bara að gera þessa braut heldur leggja sjö metra breiðan veg upp í mitt fjall og reisa 1.000 til 1.500 m2 byggingu í upphafsstöð sem væri allt að 15 m há, 800 til 1.000 m2 byggingu á Rauðhól sem er 470 m yfir sjávarmáli sem einnig gæti verið 15 m há og síðan 300 til 500?m2 byggingu uppi á topp Esjunnar. Glöggur maður eins og Magnús hlýtur að átta sig á að kláfferja sem á að taka allt að 80 manns og er á stærð við stærstu strætisvagna veldur umhverfisáhrifum margfalt á við það „þegar nýjar biðstöðvar eru settar upp“ hjá Strætó. Magnús bendir á að við höfum vítin til að varast einkaframkvæmdir á náttúruperlum. Hann bendir á Bláa lónið en einnig má benda á Þríhnjúkagíg þar sem aðgangseyrir er 42 þúsund krónur á mann. Dýr væri sú fjölskylduferð. Þetta mál snýst ekki um útsýni eða aðgengi að útsýni. Það eru ótal leiðir til að sjá yfir Reykjavíkursvæðið hvort sem er ofan af Úlfarsfelli, úr Hallgrímskirkjuturni, af svölum Perlunnar eða af Bláfjöllum eins og Ómar Ragnarsson hefur bent á. Þetta mál snýst um stjórnsýslu borgarinnar og náttúruvernd. Er eitthvað að marka loforð og áætlanir um Grænan trefil ef græðgi og skammsýni fær forgang þrátt fyrir viðvarnir frá öllum umsagnaraðilum í borgarkerfinu og stofnunum ríkisins?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun