Vandræðagangur Pétur Gunnarsson skrifar 26. september 2016 07:00 Hvað á að segja um vandræðaganginn sem ríkir í ferðaþjónustunni? Minnir hann ekki á söguna af fátæku hjónunum sem alls óvænt stóð til boða að fá þrjár óskir uppfylltar? Og konan, sem var svöng, óskaði sér bjúga. Við það trylltist bóndinn og í hefndarskyni óskaði hann að bjúgað hoppaði upp á nefið á konunni. Og honum varð að ósk sinni. Þá var aðeins ein ósk eftir og auðmjúk fóru þau fram á að bjúgað hyrfi af nefi kerlingar. Í sárabætur skulum við gera ráð fyrir að þau hafi fengið að éta bjúgað sem eftir stóð. Handarbakavinnan, vindhöggin og vandræðagangurinn sem ríkir í ferðamálum okkar er með hreinum ólíkindum. Staðan er þessi: vel á aðra milljón erlendra ferðamanna steypast yfir landið þessi misserin og viðbúnaður af hálfu hins opinbera er enginn. Ég tel ekki með þegar ráðherra málaflokksins smíðaði apparat utan um flokksgæðing á ofurlaunum sem ungaði út einni tillögu: að einkavæða náðhús hringinn í kringum landið. En vegakerfið, til að mynda, sem á að flytja allt þetta fólk út í dásemdina er með öllu vanbúið, enda deyja erlendir ferðamenn hér eins og flugur, eða öllu heldur eins og farfuglarnir sem umferðin straujar yfir um hásumartímann. Þjónustugeirinn er sá eini sem þekkir sinn vitjunartíma, lundabúðir leggja undir sig miðbæinn, veitingastaðir og barir – og hótel. Rándýrar hótelbyggingar þjóta upp eins og gorkúlur – og munu standa eftir eins og fallnir kúalubbar þegar ferðamannabylgjan hefur fjarað út – því það mun hún gera fyrr eða síðar. Ríkið aftur á móti situr uppi með smáaura í skatttekjur.Ísland hefur breyst í skemmtistað Blasir ekki við að Ísland er þjóðgarður? Innkomugjald á að innheimta með líkum hætti og flugvallarskatt. „Já, en það fælir frá,“ segja ferðaskrifstofurnar, „við erum í samkeppni.“ Og hvað með það, við þurfum einmitt að fækka ferðamönnum, talsvert. Það er ekki hægt að hleypa inn á skemmtistað löngu eftir að hann er orðinn fullur og Ísland hefur breyst í skemmtistað. En hvernig stendur á að okkur er svo fyrirmunað að njóta góðs af gæftum þessa lands? Einhver auðugustu fiskimið í heimi eru notuð til þess að rústa sjávarplássunum og arðurinn settur í troðna og skekna vasa örfárra sem þurfa háþróuð fjármálavísindi til að koma honum fyrir, helst í skattaskjólum. Raforka fallvatnanna er boðin erlendum álrisum sem með gabbhreyfingu koma ofurgróðanum í til þess gerð dótturfélög … Hvernig má þetta vera? Getur verið að svarið sé að við vorum nýlenda í sjö aldir? Við höfum ekki verið sjálfstæð nema í örfá ár. Enn er á meðal okkar fólk sem fæddist árið sem við urðum sjálfstæð, 1918. Við erum byrjendur. Aftur á móti höfum við margra alda reynslu í því að láta traðka á okkur. Og ef við missum hina útlendu herra komum við okkur upp innlendum. Hvað heitir á máli sálfræðinnar þegar menn hafa nautn af því að vera kvaldir? Masókismi? Eða jafnvel sadó-masókismi, þegar kvalalosti og sjálfspíslarhvöt fara saman. Góðir landsmenn, er ekki mál að rísa upp af gólfinu?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hvað á að segja um vandræðaganginn sem ríkir í ferðaþjónustunni? Minnir hann ekki á söguna af fátæku hjónunum sem alls óvænt stóð til boða að fá þrjár óskir uppfylltar? Og konan, sem var svöng, óskaði sér bjúga. Við það trylltist bóndinn og í hefndarskyni óskaði hann að bjúgað hoppaði upp á nefið á konunni. Og honum varð að ósk sinni. Þá var aðeins ein ósk eftir og auðmjúk fóru þau fram á að bjúgað hyrfi af nefi kerlingar. Í sárabætur skulum við gera ráð fyrir að þau hafi fengið að éta bjúgað sem eftir stóð. Handarbakavinnan, vindhöggin og vandræðagangurinn sem ríkir í ferðamálum okkar er með hreinum ólíkindum. Staðan er þessi: vel á aðra milljón erlendra ferðamanna steypast yfir landið þessi misserin og viðbúnaður af hálfu hins opinbera er enginn. Ég tel ekki með þegar ráðherra málaflokksins smíðaði apparat utan um flokksgæðing á ofurlaunum sem ungaði út einni tillögu: að einkavæða náðhús hringinn í kringum landið. En vegakerfið, til að mynda, sem á að flytja allt þetta fólk út í dásemdina er með öllu vanbúið, enda deyja erlendir ferðamenn hér eins og flugur, eða öllu heldur eins og farfuglarnir sem umferðin straujar yfir um hásumartímann. Þjónustugeirinn er sá eini sem þekkir sinn vitjunartíma, lundabúðir leggja undir sig miðbæinn, veitingastaðir og barir – og hótel. Rándýrar hótelbyggingar þjóta upp eins og gorkúlur – og munu standa eftir eins og fallnir kúalubbar þegar ferðamannabylgjan hefur fjarað út – því það mun hún gera fyrr eða síðar. Ríkið aftur á móti situr uppi með smáaura í skatttekjur.Ísland hefur breyst í skemmtistað Blasir ekki við að Ísland er þjóðgarður? Innkomugjald á að innheimta með líkum hætti og flugvallarskatt. „Já, en það fælir frá,“ segja ferðaskrifstofurnar, „við erum í samkeppni.“ Og hvað með það, við þurfum einmitt að fækka ferðamönnum, talsvert. Það er ekki hægt að hleypa inn á skemmtistað löngu eftir að hann er orðinn fullur og Ísland hefur breyst í skemmtistað. En hvernig stendur á að okkur er svo fyrirmunað að njóta góðs af gæftum þessa lands? Einhver auðugustu fiskimið í heimi eru notuð til þess að rústa sjávarplássunum og arðurinn settur í troðna og skekna vasa örfárra sem þurfa háþróuð fjármálavísindi til að koma honum fyrir, helst í skattaskjólum. Raforka fallvatnanna er boðin erlendum álrisum sem með gabbhreyfingu koma ofurgróðanum í til þess gerð dótturfélög … Hvernig má þetta vera? Getur verið að svarið sé að við vorum nýlenda í sjö aldir? Við höfum ekki verið sjálfstæð nema í örfá ár. Enn er á meðal okkar fólk sem fæddist árið sem við urðum sjálfstæð, 1918. Við erum byrjendur. Aftur á móti höfum við margra alda reynslu í því að láta traðka á okkur. Og ef við missum hina útlendu herra komum við okkur upp innlendum. Hvað heitir á máli sálfræðinnar þegar menn hafa nautn af því að vera kvaldir? Masókismi? Eða jafnvel sadó-masókismi, þegar kvalalosti og sjálfspíslarhvöt fara saman. Góðir landsmenn, er ekki mál að rísa upp af gólfinu?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun