Skoðun

Til hamingju Ísland!

Inga Björk Bjarnadóttir skrifar

Það er kannski erfitt að átta sig á því fyrir hinn almenna leikmann en daginn eftir að Alþingi samþykkti að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fannst mér önnur lykt í loftinu og eins og fjöllin litu öðruvísi út.  

Sama dag hitti ég kunningjakonu mína sem líka er fötluð og hún lýsti sömu tilfinningu. Allt var aðeins fallegra þó ekkert hefði í raun breyst — því fyrir okkur hafði allt breyst. Loksins höfum við réttindi til jafns við aðra í íslensku samfélagi og getum gert kröfu um mannréttindi og þá þjónustu sem við þurfum. Fullgilding samningsins auðveldar fötluðu fólki að sækja rétt sinn fyrir dómstólum og með valfrjálsri bókun opnast gátt til þess að áfrýja bregðist íslenskir dómstólar. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er stórt framfaraskref sem tók alltof langan tíma. Málið var næstum áratug í fórum þingsins og margt fatlað fólk hefur unnið sleitulaust við að þrýsta á málið fari í gegn svo fatlað fólk geti leitað réttar síns. 

Þessi áfangi markar ekki endastöð heldur upphaf því nú getur fatlað fólk raunverulega hafið baráttuna. 

Til hamingju Ísland með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks!

 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Bestu árin

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Sigríður Gísladóttir skrifar

Sjá meira


×