Jafnrétti með táknmálsrannsóknum Rannveig Sverrisdóttir skrifar 23. september 2016 07:00 Nú stendur yfir alþjóðleg baráttuvika döff (þeirra sem eiga táknmál að móðurmáli) og er yfirskrift vikunnar „táknmál gerir mig að jafningja“. Svipuð yfirskrift eða öllu heldur markmið hafði evrópskt samstarfsverkefni (styrkt af COST) sem miðaði að því að skrifa mállýsingar fyrir táknmál í Evrópu. Verkefnið leiddi saman rannsakendur frá 15 löndum sem fengust við enn fleiri táknmál og unnu þeir saman á fjögurra ára tímabili að því að skrifa leiðarvísa sem nota mætti til að vinna mállýsingar fyrir ólík táknmál. En markmiðin voru víðtækari, með því að varpa ljósi á málfræði evrópskra táknmála og gera mállýsingar raunhæfar er um leið verið að opna leiðir að fullri þátttöku heyrnarlausra (döff) í samfélaginu. Með mállýsingum verður málfræði táknmála aðgengileg táknmálssamfélögum, málfræðingum, kennurum og þjóðfélaginu almennt sem styrkt getur stöðu táknmáls í hverju landi. Jafnframt stuðla mállýsingar að varðveislu á tungumálum döff og málarfleifð og gefa börnum á máltökualdri möguleika á tileinkun málsins. Eins og yfirskrift vikunnar segir þá eru það einmitt táknmálin, þekking á þeim og kunnátta í þeim, sem gera döff jafna heyrandi. Mállýsingar eru fróðlegar fyrir málvísindamenn sem hafa áhuga á samanburði tungumála, bæði raddmála og táknmála, en þær hafa víðtækara gildi. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að móta málstefnu táknmála en þekking á tungumáli er grundvöllur málstefnu. Með mállýsingum má einnig byggja kennslu og semja og þróa námsefni, bæði fyrir móðurmálskennslu þeirra sem hafa táknmál að móðurmáli en einnig kennslu og námsefni fyrir þá sem læra táknmál sem annað mál, hvort sem um er að ræða fjölskyldur heyrnarlausra, táknmálstúlkanema eða bara áhugamenn um tungumál. Mállýsingar eru einnig mikilvæg heimild um mál og menningu hópanna sem málið tala en lítið er til af heimildum um mál og menningu flestra táknmálssamfélaga, merkilegur menningararfur sem alls ekki má týnast. Fyrrnefndir leiðarvísar eru því gott dæmi um það hvernig rannsóknir á sviði hugvísinda hafa hagnýtt gildi á fjölbreyttan hátt.Stuðla að samvinnu og skilningi Opinber skrá yfir táknmál heimsins telur þau 138 en þau eru líklega töluvert fleiri þar sem aðeins lítill hluti þeirra hefur verið rannsakaður og mörg eru líklega enn óþekkt utan samfélaganna sem þau tala. Þessi 138 táknmál fyrirfinnast vítt og breitt um allan heiminn, frá Íslandi til Ástralíu og frá Malasíu til Venesúela svo eitthvað sé nefnt. Það er í raun undarleg staðreynd hversu lík að uppbyggingu þau táknmál sem rannsökuð hafa verið eru, dreifing þeirra og ólík menningarsamfélög fá mann til að gera ráð fyrir því gagnstæða. En einmitt þessi staðreynd, að bygging þeirra er lík, auðveldar samvinnu fólks úr ólíkum málsamfélögum. Að lokum má minnast á þann gróða sem það að læra táknmálið getur fært hverjum og einum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það að læra táknmál er stórkostleg þjálfun fyrir heilann og getur auðveldað ýmsa skynjun auk þess að hafa jákvæð áhrif á minni fólks. Táknmál gera því meira en að stuðla að jafnrétti, þau virkja líka heilann og stuðla að samvinnu og skilningi þvert á landamæri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir alþjóðleg baráttuvika döff (þeirra sem eiga táknmál að móðurmáli) og er yfirskrift vikunnar „táknmál gerir mig að jafningja“. Svipuð yfirskrift eða öllu heldur markmið hafði evrópskt samstarfsverkefni (styrkt af COST) sem miðaði að því að skrifa mállýsingar fyrir táknmál í Evrópu. Verkefnið leiddi saman rannsakendur frá 15 löndum sem fengust við enn fleiri táknmál og unnu þeir saman á fjögurra ára tímabili að því að skrifa leiðarvísa sem nota mætti til að vinna mállýsingar fyrir ólík táknmál. En markmiðin voru víðtækari, með því að varpa ljósi á málfræði evrópskra táknmála og gera mállýsingar raunhæfar er um leið verið að opna leiðir að fullri þátttöku heyrnarlausra (döff) í samfélaginu. Með mállýsingum verður málfræði táknmála aðgengileg táknmálssamfélögum, málfræðingum, kennurum og þjóðfélaginu almennt sem styrkt getur stöðu táknmáls í hverju landi. Jafnframt stuðla mállýsingar að varðveislu á tungumálum döff og málarfleifð og gefa börnum á máltökualdri möguleika á tileinkun málsins. Eins og yfirskrift vikunnar segir þá eru það einmitt táknmálin, þekking á þeim og kunnátta í þeim, sem gera döff jafna heyrandi. Mállýsingar eru fróðlegar fyrir málvísindamenn sem hafa áhuga á samanburði tungumála, bæði raddmála og táknmála, en þær hafa víðtækara gildi. Þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að móta málstefnu táknmála en þekking á tungumáli er grundvöllur málstefnu. Með mállýsingum má einnig byggja kennslu og semja og þróa námsefni, bæði fyrir móðurmálskennslu þeirra sem hafa táknmál að móðurmáli en einnig kennslu og námsefni fyrir þá sem læra táknmál sem annað mál, hvort sem um er að ræða fjölskyldur heyrnarlausra, táknmálstúlkanema eða bara áhugamenn um tungumál. Mállýsingar eru einnig mikilvæg heimild um mál og menningu hópanna sem málið tala en lítið er til af heimildum um mál og menningu flestra táknmálssamfélaga, merkilegur menningararfur sem alls ekki má týnast. Fyrrnefndir leiðarvísar eru því gott dæmi um það hvernig rannsóknir á sviði hugvísinda hafa hagnýtt gildi á fjölbreyttan hátt.Stuðla að samvinnu og skilningi Opinber skrá yfir táknmál heimsins telur þau 138 en þau eru líklega töluvert fleiri þar sem aðeins lítill hluti þeirra hefur verið rannsakaður og mörg eru líklega enn óþekkt utan samfélaganna sem þau tala. Þessi 138 táknmál fyrirfinnast vítt og breitt um allan heiminn, frá Íslandi til Ástralíu og frá Malasíu til Venesúela svo eitthvað sé nefnt. Það er í raun undarleg staðreynd hversu lík að uppbyggingu þau táknmál sem rannsökuð hafa verið eru, dreifing þeirra og ólík menningarsamfélög fá mann til að gera ráð fyrir því gagnstæða. En einmitt þessi staðreynd, að bygging þeirra er lík, auðveldar samvinnu fólks úr ólíkum málsamfélögum. Að lokum má minnast á þann gróða sem það að læra táknmálið getur fært hverjum og einum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það að læra táknmál er stórkostleg þjálfun fyrir heilann og getur auðveldað ýmsa skynjun auk þess að hafa jákvæð áhrif á minni fólks. Táknmál gera því meira en að stuðla að jafnrétti, þau virkja líka heilann og stuðla að samvinnu og skilningi þvert á landamæri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun