Lífsógn í boði stjórnvalda? Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Þegar fólk stendur frammi fyrir lífsógnandi sjúkdómum leitar það allra leiða til að fá bót sinna meina. Krabbamein er sá sjúkdómur sem margir berjast við og til allrar hamingju hefur læknavísindunum fleygt það mikið fram að margir læknast af krabbameini eða geta lifað með sjúkdómi sínum. Við Íslendingar búum við þá gæfu að hér starfa einir færustu krabbameinslæknar í heiminum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lækna sjúklinga sína. En til þess að ná hámarksárangri þurfum við að hafa aðgang að bestu krabbameinslyfjum sem völ er á hverju sinni. Því miður er ekki svo í reynd. Nú berast fréttir af því að peningar, sem ætlaðir voru í sjúkrahúslyf á þessu ári, séu uppurnir. Þetta hefur Guðrún Gylfadóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar ríkisins, staðfest i viðtali við Fréttablaðið þar sem fram kemur að í flestum tilfellum sé um að ræða lyf sem komin eru í notkun annars staðar á Norðurlöndunum. Það þýðir einfaldlega að íslenska heilbrigðiskerfið býður krabbameinsveiku fólki ekki sömu úrræði í meðferð og slíkir sjúklingar fá í nágrannalöndunum.Líf og heilsa í fyrsta sæti Í þriðju grein laga um réttindi sjúklinga stendur skýrum stöfum: „Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.“ Í Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins stendur jafnframt í 76. grein: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Þessi ákvæði eru alveg skýr og fæ ég ekki séð hvernig meintur skortur á fjármunum ríkisins ættu að ganga lengra en gildandi lög. Þegar ákveðið er hvernig fjármunum ríkisins er ráðstafað á hverju ári er það alveg skýlaus krafa okkar allra að líf og heilsa sé í fyrsta sæti. Þótt ákveðinn kvóti hafi verið áætlaður í kaup á lyfjum, er alveg ljóst að aldrei er hægt að segja fyrir um hversu margir veikjast á hverju ári. Hvers eiga þeir að gjalda sem veikjast eftir að kvótinn er búinn? Við, sem störfum hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, upplifum ótta og öryggisleysi skjólstæðinga okkar sem flestir eru afar vel upplýstir og hafa kynnt sér hvernig staðið er að meðferðum krabbameinsveikra í nágrannalöndunum. Það er sárara en tárum taki að þurfa að segja þeim að heilbrigðisyfirvöld beri fyrir sig fjárskort sem rök fyrir því að þessi lyf séu ekki til staðar hér á landi. Líf liggur við og ekkert er mikilvægara en líf og heilsa fólks. Þess vegna þarf að forgangsraða upp á nýtt og taka peningana þar sem þeirra er síður þörf og verja þeim í þá heilbrigðisþjónustu sem við sannarlega eigum rétt á samkvæmt lögum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk stendur frammi fyrir lífsógnandi sjúkdómum leitar það allra leiða til að fá bót sinna meina. Krabbamein er sá sjúkdómur sem margir berjast við og til allrar hamingju hefur læknavísindunum fleygt það mikið fram að margir læknast af krabbameini eða geta lifað með sjúkdómi sínum. Við Íslendingar búum við þá gæfu að hér starfa einir færustu krabbameinslæknar í heiminum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lækna sjúklinga sína. En til þess að ná hámarksárangri þurfum við að hafa aðgang að bestu krabbameinslyfjum sem völ er á hverju sinni. Því miður er ekki svo í reynd. Nú berast fréttir af því að peningar, sem ætlaðir voru í sjúkrahúslyf á þessu ári, séu uppurnir. Þetta hefur Guðrún Gylfadóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar ríkisins, staðfest i viðtali við Fréttablaðið þar sem fram kemur að í flestum tilfellum sé um að ræða lyf sem komin eru í notkun annars staðar á Norðurlöndunum. Það þýðir einfaldlega að íslenska heilbrigðiskerfið býður krabbameinsveiku fólki ekki sömu úrræði í meðferð og slíkir sjúklingar fá í nágrannalöndunum.Líf og heilsa í fyrsta sæti Í þriðju grein laga um réttindi sjúklinga stendur skýrum stöfum: „Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.“ Í Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins stendur jafnframt í 76. grein: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Þessi ákvæði eru alveg skýr og fæ ég ekki séð hvernig meintur skortur á fjármunum ríkisins ættu að ganga lengra en gildandi lög. Þegar ákveðið er hvernig fjármunum ríkisins er ráðstafað á hverju ári er það alveg skýlaus krafa okkar allra að líf og heilsa sé í fyrsta sæti. Þótt ákveðinn kvóti hafi verið áætlaður í kaup á lyfjum, er alveg ljóst að aldrei er hægt að segja fyrir um hversu margir veikjast á hverju ári. Hvers eiga þeir að gjalda sem veikjast eftir að kvótinn er búinn? Við, sem störfum hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, upplifum ótta og öryggisleysi skjólstæðinga okkar sem flestir eru afar vel upplýstir og hafa kynnt sér hvernig staðið er að meðferðum krabbameinsveikra í nágrannalöndunum. Það er sárara en tárum taki að þurfa að segja þeim að heilbrigðisyfirvöld beri fyrir sig fjárskort sem rök fyrir því að þessi lyf séu ekki til staðar hér á landi. Líf liggur við og ekkert er mikilvægara en líf og heilsa fólks. Þess vegna þarf að forgangsraða upp á nýtt og taka peningana þar sem þeirra er síður þörf og verja þeim í þá heilbrigðisþjónustu sem við sannarlega eigum rétt á samkvæmt lögum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun