Lífsógn í boði stjórnvalda? Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Þegar fólk stendur frammi fyrir lífsógnandi sjúkdómum leitar það allra leiða til að fá bót sinna meina. Krabbamein er sá sjúkdómur sem margir berjast við og til allrar hamingju hefur læknavísindunum fleygt það mikið fram að margir læknast af krabbameini eða geta lifað með sjúkdómi sínum. Við Íslendingar búum við þá gæfu að hér starfa einir færustu krabbameinslæknar í heiminum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lækna sjúklinga sína. En til þess að ná hámarksárangri þurfum við að hafa aðgang að bestu krabbameinslyfjum sem völ er á hverju sinni. Því miður er ekki svo í reynd. Nú berast fréttir af því að peningar, sem ætlaðir voru í sjúkrahúslyf á þessu ári, séu uppurnir. Þetta hefur Guðrún Gylfadóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar ríkisins, staðfest i viðtali við Fréttablaðið þar sem fram kemur að í flestum tilfellum sé um að ræða lyf sem komin eru í notkun annars staðar á Norðurlöndunum. Það þýðir einfaldlega að íslenska heilbrigðiskerfið býður krabbameinsveiku fólki ekki sömu úrræði í meðferð og slíkir sjúklingar fá í nágrannalöndunum.Líf og heilsa í fyrsta sæti Í þriðju grein laga um réttindi sjúklinga stendur skýrum stöfum: „Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.“ Í Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins stendur jafnframt í 76. grein: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Þessi ákvæði eru alveg skýr og fæ ég ekki séð hvernig meintur skortur á fjármunum ríkisins ættu að ganga lengra en gildandi lög. Þegar ákveðið er hvernig fjármunum ríkisins er ráðstafað á hverju ári er það alveg skýlaus krafa okkar allra að líf og heilsa sé í fyrsta sæti. Þótt ákveðinn kvóti hafi verið áætlaður í kaup á lyfjum, er alveg ljóst að aldrei er hægt að segja fyrir um hversu margir veikjast á hverju ári. Hvers eiga þeir að gjalda sem veikjast eftir að kvótinn er búinn? Við, sem störfum hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, upplifum ótta og öryggisleysi skjólstæðinga okkar sem flestir eru afar vel upplýstir og hafa kynnt sér hvernig staðið er að meðferðum krabbameinsveikra í nágrannalöndunum. Það er sárara en tárum taki að þurfa að segja þeim að heilbrigðisyfirvöld beri fyrir sig fjárskort sem rök fyrir því að þessi lyf séu ekki til staðar hér á landi. Líf liggur við og ekkert er mikilvægara en líf og heilsa fólks. Þess vegna þarf að forgangsraða upp á nýtt og taka peningana þar sem þeirra er síður þörf og verja þeim í þá heilbrigðisþjónustu sem við sannarlega eigum rétt á samkvæmt lögum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk stendur frammi fyrir lífsógnandi sjúkdómum leitar það allra leiða til að fá bót sinna meina. Krabbamein er sá sjúkdómur sem margir berjast við og til allrar hamingju hefur læknavísindunum fleygt það mikið fram að margir læknast af krabbameini eða geta lifað með sjúkdómi sínum. Við Íslendingar búum við þá gæfu að hér starfa einir færustu krabbameinslæknar í heiminum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lækna sjúklinga sína. En til þess að ná hámarksárangri þurfum við að hafa aðgang að bestu krabbameinslyfjum sem völ er á hverju sinni. Því miður er ekki svo í reynd. Nú berast fréttir af því að peningar, sem ætlaðir voru í sjúkrahúslyf á þessu ári, séu uppurnir. Þetta hefur Guðrún Gylfadóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar ríkisins, staðfest i viðtali við Fréttablaðið þar sem fram kemur að í flestum tilfellum sé um að ræða lyf sem komin eru í notkun annars staðar á Norðurlöndunum. Það þýðir einfaldlega að íslenska heilbrigðiskerfið býður krabbameinsveiku fólki ekki sömu úrræði í meðferð og slíkir sjúklingar fá í nágrannalöndunum.Líf og heilsa í fyrsta sæti Í þriðju grein laga um réttindi sjúklinga stendur skýrum stöfum: „Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.“ Í Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins stendur jafnframt í 76. grein: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Þessi ákvæði eru alveg skýr og fæ ég ekki séð hvernig meintur skortur á fjármunum ríkisins ættu að ganga lengra en gildandi lög. Þegar ákveðið er hvernig fjármunum ríkisins er ráðstafað á hverju ári er það alveg skýlaus krafa okkar allra að líf og heilsa sé í fyrsta sæti. Þótt ákveðinn kvóti hafi verið áætlaður í kaup á lyfjum, er alveg ljóst að aldrei er hægt að segja fyrir um hversu margir veikjast á hverju ári. Hvers eiga þeir að gjalda sem veikjast eftir að kvótinn er búinn? Við, sem störfum hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, upplifum ótta og öryggisleysi skjólstæðinga okkar sem flestir eru afar vel upplýstir og hafa kynnt sér hvernig staðið er að meðferðum krabbameinsveikra í nágrannalöndunum. Það er sárara en tárum taki að þurfa að segja þeim að heilbrigðisyfirvöld beri fyrir sig fjárskort sem rök fyrir því að þessi lyf séu ekki til staðar hér á landi. Líf liggur við og ekkert er mikilvægara en líf og heilsa fólks. Þess vegna þarf að forgangsraða upp á nýtt og taka peningana þar sem þeirra er síður þörf og verja þeim í þá heilbrigðisþjónustu sem við sannarlega eigum rétt á samkvæmt lögum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar