Hlutverk drukkna mannsins Einar Örn Gunnarsson skrifar 22. september 2016 07:00 Í greinasafninu Ég vildi að ég kynni að dansa eftir Guðmund Andra Thorsson er að finna pistil um hlutverk rithöfunda í samfélaginu. Þar leggur hann út frá sögu af drukknum manni sem hagar sér óðslega, klifrar upp í staur og öskrar. Maðurinn er að gera upp sakir við fyrrum eiginkonu sína. Þegar hann er kominn upp á þak og hótar að stökkva hringir konan í fyrrum tengdamóður sína sem mætir á staðinn og nær tökum á vitfirrtum syninum. Guðmundur Andri segir að rithöfundar ættu að vera í hlutverki gömlu konunnar „sem brýnir hinn ærða mann til að hugsa“. Hins vegar telur hann að rithöfundar séu oftast í hlutverki drukkna mannsins sem m.a. ryðst með skarkala og látum fyrirvaralaust inn í líf fólks við lítinn fögnuð. Við lestur greinar Guðmundar Andra sem birtist í Fréttablaðinu þann 5. september á blaðsíðu 11 er ljóst að honum tekst sérlega vel upp í hlutverki drukkna mannsins sem úthýst hefur dómgreindinni. Í greininni er að finna ómaklegar og órökstuddar fullyrðingar um atvinnugrein sem nú er í uppbyggingu. Tilhæfulausar staðhæfingar á borð við þá að Norðmenn horfi til laxeldis á Íslandi því hér þurfi þeir ekki að lúta ströngum reglum og stífu eftirliti. Það er ljóst að Guðmundur Andri hefur ekki kynnt sér regluverk greinarinnar, hvorki hér á landi né í Noregi. Mikilvægt er að halda því til haga að yfirvöld á Íslandi gera ríkar kröfur jafnt til undirbúnings framkvæmda sem og til starfseminnar. Engar forsendur væru því fyrir norska aðila að færa starfsemi til Íslands með það fyrir augum að lúta ekki jafn ströngu regluverki.Langt frá raunveruleikanum Það vekur undrun að maður sem vill láta taka sig alvarlega í þjóðfélagsumræðu skuli ekki hafa metnað til að kynna sér grundvallaratriði þeirra mála sem hann fjallar um. Hann kýs heldur að ryðjast fram á ritvöllinn með afar takmarkaða þekkingu, ekkert innsæi og brjóstvitið að vopni. Framsetning greinarinnar og málflutningur er að stórum hluta í dylgjustíl þar sem fullyrt er t.d. að menn treysti á „Guð og lukkuna en þó einkum á norskt hugvit“. Hugmyndir Guðmundar um að aðferðir Norðmanna í laxeldi séu úreltar eru á engan hátt rökstuddar og ekki er með nokkrum hætti leitast við að segja í hverju sú úrelding ætti að vera fólgin. Norskt laxeldi er hátækniiðnaður í dag sem er í sífelldri framþróun. Lýsingar Guðmundar Andra á ástandi norskra fjarða eru langt frá raunveruleikanum og erfitt er að átta sig á hvað vakir fyrir höfundi að setja svo augljósar rangfærslur á prent. Er lengra líður á lestur greinarinnar koma fram fullyrðingar sem sveipa textann ögn ofsóknarkenndum blæ. Guðmundur lætur ekki staðar numið heldur lýsir því yfir að Norðmenn muni gjöreyða íslenskum fjörðum og eyðileggingarmátturinn muni líklega teygja sig til Grænlands. Eyðileggingin sem Guðmundur trúir að sé raunveruleg á að eiga sér stað fyrir tilstillti sveitarstjórna og hins opinbera. Á einum stað nefnir Guðmundur þá menn sem „trúa ekki náttúruvísindamönnum“ en um leið gerist hann sekur um það sjálfur. Hann telur að leyfi til framkvæmda séu gefin út án fyrirhyggju og að menn ætli að rannsaka náttúruna síðar. Að baki útgáfu starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis er langt og strangt ferli þar sem fjöldi hámenntaðra náttúrufræðinga og vísindamanna sem starfa hjá fagstofnunum ríkisins fjalla um eðliseiginleika framkvæmda. Skila þarf ítarlegum gögnum um náttúru fjarðanna og möguleg áhrif framkvæmda á lífríki. Þetta ferli er gagnsætt og opið fyrir athugasemdum almennings sem og fagaðila. Í greininni gerir höfundur heiðarlegu fólki upp varasamt hugarfar. Í pistli Guðmundar Andra úr áðurnefndu greinasafni segir hann að rithöfunda dreymi um að vera hvort tvegga í hlutverki hins drukkna manns og móðurinnar. Í fréttablaðsgreininni var hinn drukkni og vitfirrti maður fyrirferðarmikill en skynsöm móðirin var víðs fjarrri. Sú kona sem kom hins vegar upp í huga lesandans var ekki af ætt Sókratesar en lifði á árum áður góðu lífi í Velvakanda Morgunblaðsins undir nafninu Kona úr Vesturbænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í greinasafninu Ég vildi að ég kynni að dansa eftir Guðmund Andra Thorsson er að finna pistil um hlutverk rithöfunda í samfélaginu. Þar leggur hann út frá sögu af drukknum manni sem hagar sér óðslega, klifrar upp í staur og öskrar. Maðurinn er að gera upp sakir við fyrrum eiginkonu sína. Þegar hann er kominn upp á þak og hótar að stökkva hringir konan í fyrrum tengdamóður sína sem mætir á staðinn og nær tökum á vitfirrtum syninum. Guðmundur Andri segir að rithöfundar ættu að vera í hlutverki gömlu konunnar „sem brýnir hinn ærða mann til að hugsa“. Hins vegar telur hann að rithöfundar séu oftast í hlutverki drukkna mannsins sem m.a. ryðst með skarkala og látum fyrirvaralaust inn í líf fólks við lítinn fögnuð. Við lestur greinar Guðmundar Andra sem birtist í Fréttablaðinu þann 5. september á blaðsíðu 11 er ljóst að honum tekst sérlega vel upp í hlutverki drukkna mannsins sem úthýst hefur dómgreindinni. Í greininni er að finna ómaklegar og órökstuddar fullyrðingar um atvinnugrein sem nú er í uppbyggingu. Tilhæfulausar staðhæfingar á borð við þá að Norðmenn horfi til laxeldis á Íslandi því hér þurfi þeir ekki að lúta ströngum reglum og stífu eftirliti. Það er ljóst að Guðmundur Andri hefur ekki kynnt sér regluverk greinarinnar, hvorki hér á landi né í Noregi. Mikilvægt er að halda því til haga að yfirvöld á Íslandi gera ríkar kröfur jafnt til undirbúnings framkvæmda sem og til starfseminnar. Engar forsendur væru því fyrir norska aðila að færa starfsemi til Íslands með það fyrir augum að lúta ekki jafn ströngu regluverki.Langt frá raunveruleikanum Það vekur undrun að maður sem vill láta taka sig alvarlega í þjóðfélagsumræðu skuli ekki hafa metnað til að kynna sér grundvallaratriði þeirra mála sem hann fjallar um. Hann kýs heldur að ryðjast fram á ritvöllinn með afar takmarkaða þekkingu, ekkert innsæi og brjóstvitið að vopni. Framsetning greinarinnar og málflutningur er að stórum hluta í dylgjustíl þar sem fullyrt er t.d. að menn treysti á „Guð og lukkuna en þó einkum á norskt hugvit“. Hugmyndir Guðmundar um að aðferðir Norðmanna í laxeldi séu úreltar eru á engan hátt rökstuddar og ekki er með nokkrum hætti leitast við að segja í hverju sú úrelding ætti að vera fólgin. Norskt laxeldi er hátækniiðnaður í dag sem er í sífelldri framþróun. Lýsingar Guðmundar Andra á ástandi norskra fjarða eru langt frá raunveruleikanum og erfitt er að átta sig á hvað vakir fyrir höfundi að setja svo augljósar rangfærslur á prent. Er lengra líður á lestur greinarinnar koma fram fullyrðingar sem sveipa textann ögn ofsóknarkenndum blæ. Guðmundur lætur ekki staðar numið heldur lýsir því yfir að Norðmenn muni gjöreyða íslenskum fjörðum og eyðileggingarmátturinn muni líklega teygja sig til Grænlands. Eyðileggingin sem Guðmundur trúir að sé raunveruleg á að eiga sér stað fyrir tilstillti sveitarstjórna og hins opinbera. Á einum stað nefnir Guðmundur þá menn sem „trúa ekki náttúruvísindamönnum“ en um leið gerist hann sekur um það sjálfur. Hann telur að leyfi til framkvæmda séu gefin út án fyrirhyggju og að menn ætli að rannsaka náttúruna síðar. Að baki útgáfu starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis er langt og strangt ferli þar sem fjöldi hámenntaðra náttúrufræðinga og vísindamanna sem starfa hjá fagstofnunum ríkisins fjalla um eðliseiginleika framkvæmda. Skila þarf ítarlegum gögnum um náttúru fjarðanna og möguleg áhrif framkvæmda á lífríki. Þetta ferli er gagnsætt og opið fyrir athugasemdum almennings sem og fagaðila. Í greininni gerir höfundur heiðarlegu fólki upp varasamt hugarfar. Í pistli Guðmundar Andra úr áðurnefndu greinasafni segir hann að rithöfunda dreymi um að vera hvort tvegga í hlutverki hins drukkna manns og móðurinnar. Í fréttablaðsgreininni var hinn drukkni og vitfirrti maður fyrirferðarmikill en skynsöm móðirin var víðs fjarrri. Sú kona sem kom hins vegar upp í huga lesandans var ekki af ætt Sókratesar en lifði á árum áður góðu lífi í Velvakanda Morgunblaðsins undir nafninu Kona úr Vesturbænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar