Hlutverk drukkna mannsins Einar Örn Gunnarsson skrifar 22. september 2016 07:00 Í greinasafninu Ég vildi að ég kynni að dansa eftir Guðmund Andra Thorsson er að finna pistil um hlutverk rithöfunda í samfélaginu. Þar leggur hann út frá sögu af drukknum manni sem hagar sér óðslega, klifrar upp í staur og öskrar. Maðurinn er að gera upp sakir við fyrrum eiginkonu sína. Þegar hann er kominn upp á þak og hótar að stökkva hringir konan í fyrrum tengdamóður sína sem mætir á staðinn og nær tökum á vitfirrtum syninum. Guðmundur Andri segir að rithöfundar ættu að vera í hlutverki gömlu konunnar „sem brýnir hinn ærða mann til að hugsa“. Hins vegar telur hann að rithöfundar séu oftast í hlutverki drukkna mannsins sem m.a. ryðst með skarkala og látum fyrirvaralaust inn í líf fólks við lítinn fögnuð. Við lestur greinar Guðmundar Andra sem birtist í Fréttablaðinu þann 5. september á blaðsíðu 11 er ljóst að honum tekst sérlega vel upp í hlutverki drukkna mannsins sem úthýst hefur dómgreindinni. Í greininni er að finna ómaklegar og órökstuddar fullyrðingar um atvinnugrein sem nú er í uppbyggingu. Tilhæfulausar staðhæfingar á borð við þá að Norðmenn horfi til laxeldis á Íslandi því hér þurfi þeir ekki að lúta ströngum reglum og stífu eftirliti. Það er ljóst að Guðmundur Andri hefur ekki kynnt sér regluverk greinarinnar, hvorki hér á landi né í Noregi. Mikilvægt er að halda því til haga að yfirvöld á Íslandi gera ríkar kröfur jafnt til undirbúnings framkvæmda sem og til starfseminnar. Engar forsendur væru því fyrir norska aðila að færa starfsemi til Íslands með það fyrir augum að lúta ekki jafn ströngu regluverki.Langt frá raunveruleikanum Það vekur undrun að maður sem vill láta taka sig alvarlega í þjóðfélagsumræðu skuli ekki hafa metnað til að kynna sér grundvallaratriði þeirra mála sem hann fjallar um. Hann kýs heldur að ryðjast fram á ritvöllinn með afar takmarkaða þekkingu, ekkert innsæi og brjóstvitið að vopni. Framsetning greinarinnar og málflutningur er að stórum hluta í dylgjustíl þar sem fullyrt er t.d. að menn treysti á „Guð og lukkuna en þó einkum á norskt hugvit“. Hugmyndir Guðmundar um að aðferðir Norðmanna í laxeldi séu úreltar eru á engan hátt rökstuddar og ekki er með nokkrum hætti leitast við að segja í hverju sú úrelding ætti að vera fólgin. Norskt laxeldi er hátækniiðnaður í dag sem er í sífelldri framþróun. Lýsingar Guðmundar Andra á ástandi norskra fjarða eru langt frá raunveruleikanum og erfitt er að átta sig á hvað vakir fyrir höfundi að setja svo augljósar rangfærslur á prent. Er lengra líður á lestur greinarinnar koma fram fullyrðingar sem sveipa textann ögn ofsóknarkenndum blæ. Guðmundur lætur ekki staðar numið heldur lýsir því yfir að Norðmenn muni gjöreyða íslenskum fjörðum og eyðileggingarmátturinn muni líklega teygja sig til Grænlands. Eyðileggingin sem Guðmundur trúir að sé raunveruleg á að eiga sér stað fyrir tilstillti sveitarstjórna og hins opinbera. Á einum stað nefnir Guðmundur þá menn sem „trúa ekki náttúruvísindamönnum“ en um leið gerist hann sekur um það sjálfur. Hann telur að leyfi til framkvæmda séu gefin út án fyrirhyggju og að menn ætli að rannsaka náttúruna síðar. Að baki útgáfu starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis er langt og strangt ferli þar sem fjöldi hámenntaðra náttúrufræðinga og vísindamanna sem starfa hjá fagstofnunum ríkisins fjalla um eðliseiginleika framkvæmda. Skila þarf ítarlegum gögnum um náttúru fjarðanna og möguleg áhrif framkvæmda á lífríki. Þetta ferli er gagnsætt og opið fyrir athugasemdum almennings sem og fagaðila. Í greininni gerir höfundur heiðarlegu fólki upp varasamt hugarfar. Í pistli Guðmundar Andra úr áðurnefndu greinasafni segir hann að rithöfunda dreymi um að vera hvort tvegga í hlutverki hins drukkna manns og móðurinnar. Í fréttablaðsgreininni var hinn drukkni og vitfirrti maður fyrirferðarmikill en skynsöm móðirin var víðs fjarrri. Sú kona sem kom hins vegar upp í huga lesandans var ekki af ætt Sókratesar en lifði á árum áður góðu lífi í Velvakanda Morgunblaðsins undir nafninu Kona úr Vesturbænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í greinasafninu Ég vildi að ég kynni að dansa eftir Guðmund Andra Thorsson er að finna pistil um hlutverk rithöfunda í samfélaginu. Þar leggur hann út frá sögu af drukknum manni sem hagar sér óðslega, klifrar upp í staur og öskrar. Maðurinn er að gera upp sakir við fyrrum eiginkonu sína. Þegar hann er kominn upp á þak og hótar að stökkva hringir konan í fyrrum tengdamóður sína sem mætir á staðinn og nær tökum á vitfirrtum syninum. Guðmundur Andri segir að rithöfundar ættu að vera í hlutverki gömlu konunnar „sem brýnir hinn ærða mann til að hugsa“. Hins vegar telur hann að rithöfundar séu oftast í hlutverki drukkna mannsins sem m.a. ryðst með skarkala og látum fyrirvaralaust inn í líf fólks við lítinn fögnuð. Við lestur greinar Guðmundar Andra sem birtist í Fréttablaðinu þann 5. september á blaðsíðu 11 er ljóst að honum tekst sérlega vel upp í hlutverki drukkna mannsins sem úthýst hefur dómgreindinni. Í greininni er að finna ómaklegar og órökstuddar fullyrðingar um atvinnugrein sem nú er í uppbyggingu. Tilhæfulausar staðhæfingar á borð við þá að Norðmenn horfi til laxeldis á Íslandi því hér þurfi þeir ekki að lúta ströngum reglum og stífu eftirliti. Það er ljóst að Guðmundur Andri hefur ekki kynnt sér regluverk greinarinnar, hvorki hér á landi né í Noregi. Mikilvægt er að halda því til haga að yfirvöld á Íslandi gera ríkar kröfur jafnt til undirbúnings framkvæmda sem og til starfseminnar. Engar forsendur væru því fyrir norska aðila að færa starfsemi til Íslands með það fyrir augum að lúta ekki jafn ströngu regluverki.Langt frá raunveruleikanum Það vekur undrun að maður sem vill láta taka sig alvarlega í þjóðfélagsumræðu skuli ekki hafa metnað til að kynna sér grundvallaratriði þeirra mála sem hann fjallar um. Hann kýs heldur að ryðjast fram á ritvöllinn með afar takmarkaða þekkingu, ekkert innsæi og brjóstvitið að vopni. Framsetning greinarinnar og málflutningur er að stórum hluta í dylgjustíl þar sem fullyrt er t.d. að menn treysti á „Guð og lukkuna en þó einkum á norskt hugvit“. Hugmyndir Guðmundar um að aðferðir Norðmanna í laxeldi séu úreltar eru á engan hátt rökstuddar og ekki er með nokkrum hætti leitast við að segja í hverju sú úrelding ætti að vera fólgin. Norskt laxeldi er hátækniiðnaður í dag sem er í sífelldri framþróun. Lýsingar Guðmundar Andra á ástandi norskra fjarða eru langt frá raunveruleikanum og erfitt er að átta sig á hvað vakir fyrir höfundi að setja svo augljósar rangfærslur á prent. Er lengra líður á lestur greinarinnar koma fram fullyrðingar sem sveipa textann ögn ofsóknarkenndum blæ. Guðmundur lætur ekki staðar numið heldur lýsir því yfir að Norðmenn muni gjöreyða íslenskum fjörðum og eyðileggingarmátturinn muni líklega teygja sig til Grænlands. Eyðileggingin sem Guðmundur trúir að sé raunveruleg á að eiga sér stað fyrir tilstillti sveitarstjórna og hins opinbera. Á einum stað nefnir Guðmundur þá menn sem „trúa ekki náttúruvísindamönnum“ en um leið gerist hann sekur um það sjálfur. Hann telur að leyfi til framkvæmda séu gefin út án fyrirhyggju og að menn ætli að rannsaka náttúruna síðar. Að baki útgáfu starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis er langt og strangt ferli þar sem fjöldi hámenntaðra náttúrufræðinga og vísindamanna sem starfa hjá fagstofnunum ríkisins fjalla um eðliseiginleika framkvæmda. Skila þarf ítarlegum gögnum um náttúru fjarðanna og möguleg áhrif framkvæmda á lífríki. Þetta ferli er gagnsætt og opið fyrir athugasemdum almennings sem og fagaðila. Í greininni gerir höfundur heiðarlegu fólki upp varasamt hugarfar. Í pistli Guðmundar Andra úr áðurnefndu greinasafni segir hann að rithöfunda dreymi um að vera hvort tvegga í hlutverki hins drukkna manns og móðurinnar. Í fréttablaðsgreininni var hinn drukkni og vitfirrti maður fyrirferðarmikill en skynsöm móðirin var víðs fjarrri. Sú kona sem kom hins vegar upp í huga lesandans var ekki af ætt Sókratesar en lifði á árum áður góðu lífi í Velvakanda Morgunblaðsins undir nafninu Kona úr Vesturbænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun