Tími til að tengja? Kristín Ingólfsdóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Á undanförnum tíu árum hafa orðið byltingarkenndar breytingar á daglegu hegðunarmynstri okkar - hvernig við nálgumst upplýsingar, þjónustu og hvert annað. Síminn í vasa okkar hefur breyst í ofurtölvu sem gerir hann jafnframt að alfræðiorðabók, bankaútibúi, tónlistarsafni, myndasafni, innkaupakörfu, myndavél, fjölmiðlagátt, ferðaskrifstofu og bókasafni. Listinn gæti verið miklu lengri og lengist sífellt. Á þessum tíu árum höfum við séð framfarir á ótalmörgum sviðum, en jafnframt röskun heilla atvinnugreina. Því er spáð að tækniþróun verði nú hraðari og umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr og muni geta haft mun afdrifaríkari áhrif á lífsviðurværi fólks en áður. Með aukinni „greind“ tölva og sjálfvirkni muni eftirspurn eftir tiltekinni þekkingu og færni sem fólk hefur öðlast í námi og starfi nánast hverfa. Dæmi um þetta sjást jafnvel í tæknigreinum. Framsækin fyrirtæki í þróun tölvutækni eru nú mörg að endurskipuleggja starfsemi sína og segja upp þúsundum starfsmanna vegna þess að tæknin hefur gerbreytt rekstrarumhverfinu sem þau áttu þátt í að innleiða. Hvernig getum við Íslendingar tryggt að við nýtum tækifærin sem tækniþróun skapar? Hvernig getum við forðað að samfélagið skiptist í þá sem skilja nýja tíma og ná tökum á nýrri tækni og hina sem sitja eftir? Eitt er víst. Það hefur aldrei verið brýnna að tengja þarfir framtíðar við stefnumótun nútíðar. Aldrei verið brýnna að skapa nýjar tegundir starfa og ný verðmæti. Það þarf að mennta með nýjum hætti og það þarf að finna nýjar leiðir til símenntunar til að auðvelda tilfærslu milli starfa á lífsleiðinni. Það er lykilatriði að forystumenn þjóðarinnar í stjórnmálum, atvinnulífi og menntamálum skilji hvert stefnir, hafi getu til að móta skýr og ögrandi markmið og hugrekki til að forgangsraða fjármagni til að leiða samfélagið á nýjar brautir. Íslenskt samfélag stendur á mikilvægum tímamótum. Kröfurnar um aukna velferð og samfélagsleg gæði hafa aldrei verið háværari. Viðfangsefnin verða þó sífellt flóknari og örðugri viðfangs með breyttri aldurssamsetningu og öldrun þjóðarinnar. Geta til að skilja hvert stefnir í þróun atvinnulífs og menningar, geta til að skilja hvert tækniþróunin er að leiða alþjóðasamfélagið og geta til að búa okkur undir þessa framtíð með fjárfestingu í menntun og vísindum ræður því hvort okkur tekst áfram að bæta hér lífskjör og auka velferð. Það þarf að forgangsraða. Það þarf að styrkja skólakerfi, háskóla og vísindastofnanir og vinna á sama tíma að því að sníða starf þeirra í takt við þarfir nýrra tíma. Það verður að stuðla í auknum mæli að nýliðun og aukinni þekkingarsköpun og stuðningi við þá sem vilja og geta skapað verðmæti á grundvelli hugvits og rannsókna. Við þurfum stjórnmálaleiðtoga sem skilja kall tímans, setja markið hátt og sækja að því af einurð og festu. Við munum ekki njóta ávaxtanna nema leggja nokkuð undir. Er ekki kominn tími til að tengja?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum tíu árum hafa orðið byltingarkenndar breytingar á daglegu hegðunarmynstri okkar - hvernig við nálgumst upplýsingar, þjónustu og hvert annað. Síminn í vasa okkar hefur breyst í ofurtölvu sem gerir hann jafnframt að alfræðiorðabók, bankaútibúi, tónlistarsafni, myndasafni, innkaupakörfu, myndavél, fjölmiðlagátt, ferðaskrifstofu og bókasafni. Listinn gæti verið miklu lengri og lengist sífellt. Á þessum tíu árum höfum við séð framfarir á ótalmörgum sviðum, en jafnframt röskun heilla atvinnugreina. Því er spáð að tækniþróun verði nú hraðari og umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr og muni geta haft mun afdrifaríkari áhrif á lífsviðurværi fólks en áður. Með aukinni „greind“ tölva og sjálfvirkni muni eftirspurn eftir tiltekinni þekkingu og færni sem fólk hefur öðlast í námi og starfi nánast hverfa. Dæmi um þetta sjást jafnvel í tæknigreinum. Framsækin fyrirtæki í þróun tölvutækni eru nú mörg að endurskipuleggja starfsemi sína og segja upp þúsundum starfsmanna vegna þess að tæknin hefur gerbreytt rekstrarumhverfinu sem þau áttu þátt í að innleiða. Hvernig getum við Íslendingar tryggt að við nýtum tækifærin sem tækniþróun skapar? Hvernig getum við forðað að samfélagið skiptist í þá sem skilja nýja tíma og ná tökum á nýrri tækni og hina sem sitja eftir? Eitt er víst. Það hefur aldrei verið brýnna að tengja þarfir framtíðar við stefnumótun nútíðar. Aldrei verið brýnna að skapa nýjar tegundir starfa og ný verðmæti. Það þarf að mennta með nýjum hætti og það þarf að finna nýjar leiðir til símenntunar til að auðvelda tilfærslu milli starfa á lífsleiðinni. Það er lykilatriði að forystumenn þjóðarinnar í stjórnmálum, atvinnulífi og menntamálum skilji hvert stefnir, hafi getu til að móta skýr og ögrandi markmið og hugrekki til að forgangsraða fjármagni til að leiða samfélagið á nýjar brautir. Íslenskt samfélag stendur á mikilvægum tímamótum. Kröfurnar um aukna velferð og samfélagsleg gæði hafa aldrei verið háværari. Viðfangsefnin verða þó sífellt flóknari og örðugri viðfangs með breyttri aldurssamsetningu og öldrun þjóðarinnar. Geta til að skilja hvert stefnir í þróun atvinnulífs og menningar, geta til að skilja hvert tækniþróunin er að leiða alþjóðasamfélagið og geta til að búa okkur undir þessa framtíð með fjárfestingu í menntun og vísindum ræður því hvort okkur tekst áfram að bæta hér lífskjör og auka velferð. Það þarf að forgangsraða. Það þarf að styrkja skólakerfi, háskóla og vísindastofnanir og vinna á sama tíma að því að sníða starf þeirra í takt við þarfir nýrra tíma. Það verður að stuðla í auknum mæli að nýliðun og aukinni þekkingarsköpun og stuðningi við þá sem vilja og geta skapað verðmæti á grundvelli hugvits og rannsókna. Við þurfum stjórnmálaleiðtoga sem skilja kall tímans, setja markið hátt og sækja að því af einurð og festu. Við munum ekki njóta ávaxtanna nema leggja nokkuð undir. Er ekki kominn tími til að tengja?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun