Hvar er eiginlega best að hjálpa fátæku og stríðshrjáðu fólki? Atli Viðar Thorstensen skrifar 22. september 2016 07:00 Enginn flýr heimaland sitt að gamni sínu og leggur líf sitt (og jafnvel barna sinna) í hendur smyglara til að komast inn í rammgerða Evrópu. Samt sem áður hafa hundruð þúsunda karla, kvenna og barna orðið að gera það á þessu ári og þúsundir þeirra hafa týnt lífi sínu á Miðjarðarhafinu eða orðið fyrir miklu ofbeldi í leit sinni að öruggu skjóli. Það varð fólk að gera vegna þess að það átti ekki annarra kosta völ. Til Íslands leitar svo brotabrot af því fólki sem flýr til Evrópu undan stríðsátökum og ofsóknum. Í ár eru það rétt um 400 manns. Þá heyrast stöku raddir um að Ísland hafi ekki efni á að hjálpa þessu fólki og að betur sé fénu varið í að hjálpa því á eigin heimaslóðum. En er það hægt? Og það á sama tíma og Ísland leggur tiltölulega lítið fé og að meðaltali lægra hlutfall í alþjóðlegt hjálparstarf en önnur OECD-ríki. En alþjóðlegt hjálparstarf á einmitt að stuðla að stöðugleika og þróun heima fyrir svo fólk þurfi ekki að flýja. Og gleymum heldur ekki, að þegar kemur að því að hjálpa berskjölduðu fólki á eitt ekki að útiloka annað. Það er bæði hægt að aðstoða fólk sem kýs að yfirgefa ekki heimalandið þrátt fyrir að þar búi það við stöðuga lífshættu og fólk sem ákveður að leita skjóls annars staðar.Ísland er eyja en ekki eyland Við höfum byggt upp hagsæld okkar og öryggi á samvinnu við önnur ríki. Við þáðum sjálf gríðarlega mikla fjárhagsaðstoð í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari í formi Marshall-aðstoðarinnar. Við þáðum einnig þróunaraðstoð og hættum því reyndar ekki fyrr en 1976. Getur verið að við viljum allt fyrir ekkert? Þiggja mikla aðstoð sjálf, en ekki að taka á móti flóttafólki og heldur ekki að veita fátækum og óstöðugum ríkjum þróunar- og mannúðaraðstoð í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um 0,7% af vergum þjóðartekjum? Verum stolt af því að vera auðugt ríki og friðsælt. Verum ekki síður stolt af því að geta gefið til baka af því sem við sjálf fengum. Nýtum mannauð þeirra flóttamanna sem hingað leita. Og hjálpum á sama tíma því fólki sem áfram vill vera í eigin heimaríki með því að veita þróunar- og mannúðaraðstoð til fátækra ríkja og óstöðugra. Því hafa íslensk stjórnvöld lofað í rúma þrjá áratugi. Er ekki kominn tími til að við það verði staðið svo fólk þurfi ekki að flýja fátækt og stríðsátök?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kári Stefánsson, gættu þín Sæll Kári. Syndaaflausnarsamtal þitt í STUNDINNI, þ. 25 ágúst var fróðlegt. Þú lýsir þar og viðurkennir ýmsa skapgerðarþætti sem mörgum eru löngu ljósir en hefðu ekki þorað að nefna af ótta við málsókn. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn flýr heimaland sitt að gamni sínu og leggur líf sitt (og jafnvel barna sinna) í hendur smyglara til að komast inn í rammgerða Evrópu. Samt sem áður hafa hundruð þúsunda karla, kvenna og barna orðið að gera það á þessu ári og þúsundir þeirra hafa týnt lífi sínu á Miðjarðarhafinu eða orðið fyrir miklu ofbeldi í leit sinni að öruggu skjóli. Það varð fólk að gera vegna þess að það átti ekki annarra kosta völ. Til Íslands leitar svo brotabrot af því fólki sem flýr til Evrópu undan stríðsátökum og ofsóknum. Í ár eru það rétt um 400 manns. Þá heyrast stöku raddir um að Ísland hafi ekki efni á að hjálpa þessu fólki og að betur sé fénu varið í að hjálpa því á eigin heimaslóðum. En er það hægt? Og það á sama tíma og Ísland leggur tiltölulega lítið fé og að meðaltali lægra hlutfall í alþjóðlegt hjálparstarf en önnur OECD-ríki. En alþjóðlegt hjálparstarf á einmitt að stuðla að stöðugleika og þróun heima fyrir svo fólk þurfi ekki að flýja. Og gleymum heldur ekki, að þegar kemur að því að hjálpa berskjölduðu fólki á eitt ekki að útiloka annað. Það er bæði hægt að aðstoða fólk sem kýs að yfirgefa ekki heimalandið þrátt fyrir að þar búi það við stöðuga lífshættu og fólk sem ákveður að leita skjóls annars staðar.Ísland er eyja en ekki eyland Við höfum byggt upp hagsæld okkar og öryggi á samvinnu við önnur ríki. Við þáðum sjálf gríðarlega mikla fjárhagsaðstoð í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari í formi Marshall-aðstoðarinnar. Við þáðum einnig þróunaraðstoð og hættum því reyndar ekki fyrr en 1976. Getur verið að við viljum allt fyrir ekkert? Þiggja mikla aðstoð sjálf, en ekki að taka á móti flóttafólki og heldur ekki að veita fátækum og óstöðugum ríkjum þróunar- og mannúðaraðstoð í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um 0,7% af vergum þjóðartekjum? Verum stolt af því að vera auðugt ríki og friðsælt. Verum ekki síður stolt af því að geta gefið til baka af því sem við sjálf fengum. Nýtum mannauð þeirra flóttamanna sem hingað leita. Og hjálpum á sama tíma því fólki sem áfram vill vera í eigin heimaríki með því að veita þróunar- og mannúðaraðstoð til fátækra ríkja og óstöðugra. Því hafa íslensk stjórnvöld lofað í rúma þrjá áratugi. Er ekki kominn tími til að við það verði staðið svo fólk þurfi ekki að flýja fátækt og stríðsátök?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kári Stefánsson, gættu þín Sæll Kári. Syndaaflausnarsamtal þitt í STUNDINNI, þ. 25 ágúst var fróðlegt. Þú lýsir þar og viðurkennir ýmsa skapgerðarþætti sem mörgum eru löngu ljósir en hefðu ekki þorað að nefna af ótta við málsókn. 22. september 2016 07:00
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun