Hvar er eiginlega best að hjálpa fátæku og stríðshrjáðu fólki? Atli Viðar Thorstensen skrifar 22. september 2016 07:00 Enginn flýr heimaland sitt að gamni sínu og leggur líf sitt (og jafnvel barna sinna) í hendur smyglara til að komast inn í rammgerða Evrópu. Samt sem áður hafa hundruð þúsunda karla, kvenna og barna orðið að gera það á þessu ári og þúsundir þeirra hafa týnt lífi sínu á Miðjarðarhafinu eða orðið fyrir miklu ofbeldi í leit sinni að öruggu skjóli. Það varð fólk að gera vegna þess að það átti ekki annarra kosta völ. Til Íslands leitar svo brotabrot af því fólki sem flýr til Evrópu undan stríðsátökum og ofsóknum. Í ár eru það rétt um 400 manns. Þá heyrast stöku raddir um að Ísland hafi ekki efni á að hjálpa þessu fólki og að betur sé fénu varið í að hjálpa því á eigin heimaslóðum. En er það hægt? Og það á sama tíma og Ísland leggur tiltölulega lítið fé og að meðaltali lægra hlutfall í alþjóðlegt hjálparstarf en önnur OECD-ríki. En alþjóðlegt hjálparstarf á einmitt að stuðla að stöðugleika og þróun heima fyrir svo fólk þurfi ekki að flýja. Og gleymum heldur ekki, að þegar kemur að því að hjálpa berskjölduðu fólki á eitt ekki að útiloka annað. Það er bæði hægt að aðstoða fólk sem kýs að yfirgefa ekki heimalandið þrátt fyrir að þar búi það við stöðuga lífshættu og fólk sem ákveður að leita skjóls annars staðar.Ísland er eyja en ekki eyland Við höfum byggt upp hagsæld okkar og öryggi á samvinnu við önnur ríki. Við þáðum sjálf gríðarlega mikla fjárhagsaðstoð í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari í formi Marshall-aðstoðarinnar. Við þáðum einnig þróunaraðstoð og hættum því reyndar ekki fyrr en 1976. Getur verið að við viljum allt fyrir ekkert? Þiggja mikla aðstoð sjálf, en ekki að taka á móti flóttafólki og heldur ekki að veita fátækum og óstöðugum ríkjum þróunar- og mannúðaraðstoð í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um 0,7% af vergum þjóðartekjum? Verum stolt af því að vera auðugt ríki og friðsælt. Verum ekki síður stolt af því að geta gefið til baka af því sem við sjálf fengum. Nýtum mannauð þeirra flóttamanna sem hingað leita. Og hjálpum á sama tíma því fólki sem áfram vill vera í eigin heimaríki með því að veita þróunar- og mannúðaraðstoð til fátækra ríkja og óstöðugra. Því hafa íslensk stjórnvöld lofað í rúma þrjá áratugi. Er ekki kominn tími til að við það verði staðið svo fólk þurfi ekki að flýja fátækt og stríðsátök?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kári Stefánsson, gættu þín Sæll Kári. Syndaaflausnarsamtal þitt í STUNDINNI, þ. 25 ágúst var fróðlegt. Þú lýsir þar og viðurkennir ýmsa skapgerðarþætti sem mörgum eru löngu ljósir en hefðu ekki þorað að nefna af ótta við málsókn. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Enginn flýr heimaland sitt að gamni sínu og leggur líf sitt (og jafnvel barna sinna) í hendur smyglara til að komast inn í rammgerða Evrópu. Samt sem áður hafa hundruð þúsunda karla, kvenna og barna orðið að gera það á þessu ári og þúsundir þeirra hafa týnt lífi sínu á Miðjarðarhafinu eða orðið fyrir miklu ofbeldi í leit sinni að öruggu skjóli. Það varð fólk að gera vegna þess að það átti ekki annarra kosta völ. Til Íslands leitar svo brotabrot af því fólki sem flýr til Evrópu undan stríðsátökum og ofsóknum. Í ár eru það rétt um 400 manns. Þá heyrast stöku raddir um að Ísland hafi ekki efni á að hjálpa þessu fólki og að betur sé fénu varið í að hjálpa því á eigin heimaslóðum. En er það hægt? Og það á sama tíma og Ísland leggur tiltölulega lítið fé og að meðaltali lægra hlutfall í alþjóðlegt hjálparstarf en önnur OECD-ríki. En alþjóðlegt hjálparstarf á einmitt að stuðla að stöðugleika og þróun heima fyrir svo fólk þurfi ekki að flýja. Og gleymum heldur ekki, að þegar kemur að því að hjálpa berskjölduðu fólki á eitt ekki að útiloka annað. Það er bæði hægt að aðstoða fólk sem kýs að yfirgefa ekki heimalandið þrátt fyrir að þar búi það við stöðuga lífshættu og fólk sem ákveður að leita skjóls annars staðar.Ísland er eyja en ekki eyland Við höfum byggt upp hagsæld okkar og öryggi á samvinnu við önnur ríki. Við þáðum sjálf gríðarlega mikla fjárhagsaðstoð í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari í formi Marshall-aðstoðarinnar. Við þáðum einnig þróunaraðstoð og hættum því reyndar ekki fyrr en 1976. Getur verið að við viljum allt fyrir ekkert? Þiggja mikla aðstoð sjálf, en ekki að taka á móti flóttafólki og heldur ekki að veita fátækum og óstöðugum ríkjum þróunar- og mannúðaraðstoð í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um 0,7% af vergum þjóðartekjum? Verum stolt af því að vera auðugt ríki og friðsælt. Verum ekki síður stolt af því að geta gefið til baka af því sem við sjálf fengum. Nýtum mannauð þeirra flóttamanna sem hingað leita. Og hjálpum á sama tíma því fólki sem áfram vill vera í eigin heimaríki með því að veita þróunar- og mannúðaraðstoð til fátækra ríkja og óstöðugra. Því hafa íslensk stjórnvöld lofað í rúma þrjá áratugi. Er ekki kominn tími til að við það verði staðið svo fólk þurfi ekki að flýja fátækt og stríðsátök?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kári Stefánsson, gættu þín Sæll Kári. Syndaaflausnarsamtal þitt í STUNDINNI, þ. 25 ágúst var fróðlegt. Þú lýsir þar og viðurkennir ýmsa skapgerðarþætti sem mörgum eru löngu ljósir en hefðu ekki þorað að nefna af ótta við málsókn. 22. september 2016 07:00
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun