Arkitektúr og túrismi – annar hluti Dagur Eggertsson skrifar 22. september 2016 07:00 Eins og vikið var að í fyrsta hluta greinarinnar þarf að stórbæta aðstöðu fyrir ferðamenn á landinu svo að náttúruminjar landsins verði ekki fyrir varanlegu tjóni.Hlutverk ríkisins Fjármálaráðherra sagði í blaðaviðtali á dögunum að ríkið ætti að hlúa að þeim sem minna mega sín. Það má heimfæra þetta upp á landeigendur sem ekki hafa efni á að veita nauðsynlega aðstöðu fyrir almenning. Sjálfur lít ég á það sem verðugt og sjálfsagt verkefni fyrir ríkið að stuðla að góðri og heildrænni hugsun um helstu ferðamannastaði landsins enda hefur það verið markmið stjórnvalda með stefnumörkun á sviði mannvirkjagerðar að sýna fordæmi og vera fyrirmynd í að tryggja gæði og vandvirkni ásamt því að stuðla að uppfræðslu og vitundarvakningu um þau verðmæti sem liggja í góðri byggingarlist[i], eins og segir í stefnuskrá íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem verður 10 ára á næsta ári. Ekki þarf að fara langt út fyrir borgarmörkin til að sjá ósamræmið á milli orða og athafna á þessu sviði.Virðisauki hönnunar Fyrir 22 árum hratt vegagerðin í Noregi af stað áætlun sem á íslensku myndi útleggjast Þjóðlegir ferðamannavegir þar sem markmiðið var að laða ferðamenn að óaðgengilegum svæðum og skapa aðlaðandi umhverfi meðfram vegum landsins. Hafði vegagerðin þar þá komist að þeirri niðurstöðu að öryggi á vegum úti væri ekki aðeins fólgið í rúmfræði og verkfræði sjálfra veganna heldur allri upplifuninni sem fylgir því að ferðast milli staða. Var hafist handa um að skipuleggja áningastaði, salernisaðstöðu og útsýnisstaði sem skiptu leiðunum niður í hæfilega langa áfanga sem gerðu það að verkum að reynslan af ferðinni varð ánægjulegri. Fengnir voru arkitektar og landslagsarkitektar í verkin sem túlkuðu staðarhætti og aðlöguðu mannvirkin aðstæðum á hverjum stað. Prógramminu var þegar í stað vel tekið og brátt voru sveitarfélögin komin í biðröð með vænlegar hugmyndir. Ekki hefur það verið mælt hvaða áhrif verkefnið hefur haft á ferðamenn. En skemmst er frá því að segja að vegir þeir sem valdir voru eru orðnir afar vinsælir meðal ferðamanna og mörg af verkefnunum sem byggð hafa verið fengið tilnefningar til – sum hver hlotið mikilvæg hönnunarverðlaun á alþjóðavettvangi. Teiknistofa mín og félaga minna hefur tekið þátt í þróun tveggja slíkra verkefna. Nú á dögunum var verið að vígja nýjasta áningarstaðinn á Gaularfjallveginum í Vestur-Noregi. Í tengslum við opnunina upplýstu norskir fjölmiðlar að fjöldi ferðamanna á svæðinu hefði þegar margfaldast[ii] og ef þróunin verður svipuð og á öðrum Þjóðlegum ferðamannavegum mun þetta leiða til fjölda nýrra atvinnutækifæra. David Basulto, stofnandi hins heimsþekkta veftímarits um arkitektúr ArchDaily, sagði við opnun Feneyjatvíæringsins í vor að áætlun þessi sé gott dæmi um að arkitektúr er afgerandi þáttur í verðmætasköpun, jafnframt því sem hann stuðlar að vellíðan meðal þeirra sem hann nota og stolti gagnvart nánasta umhverfi meðal heimamanna[iii]. Prófessor í markaðsfærslu við Verslunarháskóla Noregs, Ragnhild Silkoset, tekur í sama streng í viðtali við Aftenposten nýlega og segir að með því að sýna umheiminum að maður þori að byggja við erfiðar aðstæður og gefi ungum arkitektum færi á að spreyta sig hafi Þjóðlegir ferðamannavegir markaðsfært Noreg á mjög jákvæðan hátt bæði sem ferðamanna- og iðnaðarþjóð[iv]. Þetta fordæmi ættu Íslendingar að færa sér í nyt við þróun ferðamannastaða. Til þess að náttúru Íslands verði hlíft fyrir ágangi ferðamanna er engum vafa undirorpið að leggja verður í fjárfestingar á næstu árum. Forvitnilegt verður að sjá hvort næsta ríkisstjórn Íslands sýni festu með því að taka til við að móta heildræna stefnu í ferðamannaiðnaðinum og veiti fjármagn í verðug verkefni þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vel hannað umhverfi. [i] Menningarstefna í mannvirkjagerð - Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist; Menntamálaráðuneytið 2007, síða 9. https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/umhverfismal/j-menningarstefna_i_mannvirkjagerd.pdf [ii] https://tv.nrk.no/serie/dagsrevyen-21#t=10m52s [iii] https://www.aftenposten.no/kultur/Spektakular-utsikt-skaper-ny-naring-198302b.html [iv] http://www.aftenposten.no/reise/Her-er-Norges-nyeste-landemerke-722637_1.sndÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og vikið var að í fyrsta hluta greinarinnar þarf að stórbæta aðstöðu fyrir ferðamenn á landinu svo að náttúruminjar landsins verði ekki fyrir varanlegu tjóni.Hlutverk ríkisins Fjármálaráðherra sagði í blaðaviðtali á dögunum að ríkið ætti að hlúa að þeim sem minna mega sín. Það má heimfæra þetta upp á landeigendur sem ekki hafa efni á að veita nauðsynlega aðstöðu fyrir almenning. Sjálfur lít ég á það sem verðugt og sjálfsagt verkefni fyrir ríkið að stuðla að góðri og heildrænni hugsun um helstu ferðamannastaði landsins enda hefur það verið markmið stjórnvalda með stefnumörkun á sviði mannvirkjagerðar að sýna fordæmi og vera fyrirmynd í að tryggja gæði og vandvirkni ásamt því að stuðla að uppfræðslu og vitundarvakningu um þau verðmæti sem liggja í góðri byggingarlist[i], eins og segir í stefnuskrá íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem verður 10 ára á næsta ári. Ekki þarf að fara langt út fyrir borgarmörkin til að sjá ósamræmið á milli orða og athafna á þessu sviði.Virðisauki hönnunar Fyrir 22 árum hratt vegagerðin í Noregi af stað áætlun sem á íslensku myndi útleggjast Þjóðlegir ferðamannavegir þar sem markmiðið var að laða ferðamenn að óaðgengilegum svæðum og skapa aðlaðandi umhverfi meðfram vegum landsins. Hafði vegagerðin þar þá komist að þeirri niðurstöðu að öryggi á vegum úti væri ekki aðeins fólgið í rúmfræði og verkfræði sjálfra veganna heldur allri upplifuninni sem fylgir því að ferðast milli staða. Var hafist handa um að skipuleggja áningastaði, salernisaðstöðu og útsýnisstaði sem skiptu leiðunum niður í hæfilega langa áfanga sem gerðu það að verkum að reynslan af ferðinni varð ánægjulegri. Fengnir voru arkitektar og landslagsarkitektar í verkin sem túlkuðu staðarhætti og aðlöguðu mannvirkin aðstæðum á hverjum stað. Prógramminu var þegar í stað vel tekið og brátt voru sveitarfélögin komin í biðröð með vænlegar hugmyndir. Ekki hefur það verið mælt hvaða áhrif verkefnið hefur haft á ferðamenn. En skemmst er frá því að segja að vegir þeir sem valdir voru eru orðnir afar vinsælir meðal ferðamanna og mörg af verkefnunum sem byggð hafa verið fengið tilnefningar til – sum hver hlotið mikilvæg hönnunarverðlaun á alþjóðavettvangi. Teiknistofa mín og félaga minna hefur tekið þátt í þróun tveggja slíkra verkefna. Nú á dögunum var verið að vígja nýjasta áningarstaðinn á Gaularfjallveginum í Vestur-Noregi. Í tengslum við opnunina upplýstu norskir fjölmiðlar að fjöldi ferðamanna á svæðinu hefði þegar margfaldast[ii] og ef þróunin verður svipuð og á öðrum Þjóðlegum ferðamannavegum mun þetta leiða til fjölda nýrra atvinnutækifæra. David Basulto, stofnandi hins heimsþekkta veftímarits um arkitektúr ArchDaily, sagði við opnun Feneyjatvíæringsins í vor að áætlun þessi sé gott dæmi um að arkitektúr er afgerandi þáttur í verðmætasköpun, jafnframt því sem hann stuðlar að vellíðan meðal þeirra sem hann nota og stolti gagnvart nánasta umhverfi meðal heimamanna[iii]. Prófessor í markaðsfærslu við Verslunarháskóla Noregs, Ragnhild Silkoset, tekur í sama streng í viðtali við Aftenposten nýlega og segir að með því að sýna umheiminum að maður þori að byggja við erfiðar aðstæður og gefi ungum arkitektum færi á að spreyta sig hafi Þjóðlegir ferðamannavegir markaðsfært Noreg á mjög jákvæðan hátt bæði sem ferðamanna- og iðnaðarþjóð[iv]. Þetta fordæmi ættu Íslendingar að færa sér í nyt við þróun ferðamannastaða. Til þess að náttúru Íslands verði hlíft fyrir ágangi ferðamanna er engum vafa undirorpið að leggja verður í fjárfestingar á næstu árum. Forvitnilegt verður að sjá hvort næsta ríkisstjórn Íslands sýni festu með því að taka til við að móta heildræna stefnu í ferðamannaiðnaðinum og veiti fjármagn í verðug verkefni þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vel hannað umhverfi. [i] Menningarstefna í mannvirkjagerð - Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist; Menntamálaráðuneytið 2007, síða 9. https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/umhverfismal/j-menningarstefna_i_mannvirkjagerd.pdf [ii] https://tv.nrk.no/serie/dagsrevyen-21#t=10m52s [iii] https://www.aftenposten.no/kultur/Spektakular-utsikt-skaper-ny-naring-198302b.html [iv] http://www.aftenposten.no/reise/Her-er-Norges-nyeste-landemerke-722637_1.sndÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar