Arkitektúr og túrismi – annar hluti Dagur Eggertsson skrifar 22. september 2016 07:00 Eins og vikið var að í fyrsta hluta greinarinnar þarf að stórbæta aðstöðu fyrir ferðamenn á landinu svo að náttúruminjar landsins verði ekki fyrir varanlegu tjóni.Hlutverk ríkisins Fjármálaráðherra sagði í blaðaviðtali á dögunum að ríkið ætti að hlúa að þeim sem minna mega sín. Það má heimfæra þetta upp á landeigendur sem ekki hafa efni á að veita nauðsynlega aðstöðu fyrir almenning. Sjálfur lít ég á það sem verðugt og sjálfsagt verkefni fyrir ríkið að stuðla að góðri og heildrænni hugsun um helstu ferðamannastaði landsins enda hefur það verið markmið stjórnvalda með stefnumörkun á sviði mannvirkjagerðar að sýna fordæmi og vera fyrirmynd í að tryggja gæði og vandvirkni ásamt því að stuðla að uppfræðslu og vitundarvakningu um þau verðmæti sem liggja í góðri byggingarlist[i], eins og segir í stefnuskrá íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem verður 10 ára á næsta ári. Ekki þarf að fara langt út fyrir borgarmörkin til að sjá ósamræmið á milli orða og athafna á þessu sviði.Virðisauki hönnunar Fyrir 22 árum hratt vegagerðin í Noregi af stað áætlun sem á íslensku myndi útleggjast Þjóðlegir ferðamannavegir þar sem markmiðið var að laða ferðamenn að óaðgengilegum svæðum og skapa aðlaðandi umhverfi meðfram vegum landsins. Hafði vegagerðin þar þá komist að þeirri niðurstöðu að öryggi á vegum úti væri ekki aðeins fólgið í rúmfræði og verkfræði sjálfra veganna heldur allri upplifuninni sem fylgir því að ferðast milli staða. Var hafist handa um að skipuleggja áningastaði, salernisaðstöðu og útsýnisstaði sem skiptu leiðunum niður í hæfilega langa áfanga sem gerðu það að verkum að reynslan af ferðinni varð ánægjulegri. Fengnir voru arkitektar og landslagsarkitektar í verkin sem túlkuðu staðarhætti og aðlöguðu mannvirkin aðstæðum á hverjum stað. Prógramminu var þegar í stað vel tekið og brátt voru sveitarfélögin komin í biðröð með vænlegar hugmyndir. Ekki hefur það verið mælt hvaða áhrif verkefnið hefur haft á ferðamenn. En skemmst er frá því að segja að vegir þeir sem valdir voru eru orðnir afar vinsælir meðal ferðamanna og mörg af verkefnunum sem byggð hafa verið fengið tilnefningar til – sum hver hlotið mikilvæg hönnunarverðlaun á alþjóðavettvangi. Teiknistofa mín og félaga minna hefur tekið þátt í þróun tveggja slíkra verkefna. Nú á dögunum var verið að vígja nýjasta áningarstaðinn á Gaularfjallveginum í Vestur-Noregi. Í tengslum við opnunina upplýstu norskir fjölmiðlar að fjöldi ferðamanna á svæðinu hefði þegar margfaldast[ii] og ef þróunin verður svipuð og á öðrum Þjóðlegum ferðamannavegum mun þetta leiða til fjölda nýrra atvinnutækifæra. David Basulto, stofnandi hins heimsþekkta veftímarits um arkitektúr ArchDaily, sagði við opnun Feneyjatvíæringsins í vor að áætlun þessi sé gott dæmi um að arkitektúr er afgerandi þáttur í verðmætasköpun, jafnframt því sem hann stuðlar að vellíðan meðal þeirra sem hann nota og stolti gagnvart nánasta umhverfi meðal heimamanna[iii]. Prófessor í markaðsfærslu við Verslunarháskóla Noregs, Ragnhild Silkoset, tekur í sama streng í viðtali við Aftenposten nýlega og segir að með því að sýna umheiminum að maður þori að byggja við erfiðar aðstæður og gefi ungum arkitektum færi á að spreyta sig hafi Þjóðlegir ferðamannavegir markaðsfært Noreg á mjög jákvæðan hátt bæði sem ferðamanna- og iðnaðarþjóð[iv]. Þetta fordæmi ættu Íslendingar að færa sér í nyt við þróun ferðamannastaða. Til þess að náttúru Íslands verði hlíft fyrir ágangi ferðamanna er engum vafa undirorpið að leggja verður í fjárfestingar á næstu árum. Forvitnilegt verður að sjá hvort næsta ríkisstjórn Íslands sýni festu með því að taka til við að móta heildræna stefnu í ferðamannaiðnaðinum og veiti fjármagn í verðug verkefni þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vel hannað umhverfi. [i] Menningarstefna í mannvirkjagerð - Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist; Menntamálaráðuneytið 2007, síða 9. https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/umhverfismal/j-menningarstefna_i_mannvirkjagerd.pdf [ii] https://tv.nrk.no/serie/dagsrevyen-21#t=10m52s [iii] https://www.aftenposten.no/kultur/Spektakular-utsikt-skaper-ny-naring-198302b.html [iv] http://www.aftenposten.no/reise/Her-er-Norges-nyeste-landemerke-722637_1.sndÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Eins og vikið var að í fyrsta hluta greinarinnar þarf að stórbæta aðstöðu fyrir ferðamenn á landinu svo að náttúruminjar landsins verði ekki fyrir varanlegu tjóni.Hlutverk ríkisins Fjármálaráðherra sagði í blaðaviðtali á dögunum að ríkið ætti að hlúa að þeim sem minna mega sín. Það má heimfæra þetta upp á landeigendur sem ekki hafa efni á að veita nauðsynlega aðstöðu fyrir almenning. Sjálfur lít ég á það sem verðugt og sjálfsagt verkefni fyrir ríkið að stuðla að góðri og heildrænni hugsun um helstu ferðamannastaði landsins enda hefur það verið markmið stjórnvalda með stefnumörkun á sviði mannvirkjagerðar að sýna fordæmi og vera fyrirmynd í að tryggja gæði og vandvirkni ásamt því að stuðla að uppfræðslu og vitundarvakningu um þau verðmæti sem liggja í góðri byggingarlist[i], eins og segir í stefnuskrá íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem verður 10 ára á næsta ári. Ekki þarf að fara langt út fyrir borgarmörkin til að sjá ósamræmið á milli orða og athafna á þessu sviði.Virðisauki hönnunar Fyrir 22 árum hratt vegagerðin í Noregi af stað áætlun sem á íslensku myndi útleggjast Þjóðlegir ferðamannavegir þar sem markmiðið var að laða ferðamenn að óaðgengilegum svæðum og skapa aðlaðandi umhverfi meðfram vegum landsins. Hafði vegagerðin þar þá komist að þeirri niðurstöðu að öryggi á vegum úti væri ekki aðeins fólgið í rúmfræði og verkfræði sjálfra veganna heldur allri upplifuninni sem fylgir því að ferðast milli staða. Var hafist handa um að skipuleggja áningastaði, salernisaðstöðu og útsýnisstaði sem skiptu leiðunum niður í hæfilega langa áfanga sem gerðu það að verkum að reynslan af ferðinni varð ánægjulegri. Fengnir voru arkitektar og landslagsarkitektar í verkin sem túlkuðu staðarhætti og aðlöguðu mannvirkin aðstæðum á hverjum stað. Prógramminu var þegar í stað vel tekið og brátt voru sveitarfélögin komin í biðröð með vænlegar hugmyndir. Ekki hefur það verið mælt hvaða áhrif verkefnið hefur haft á ferðamenn. En skemmst er frá því að segja að vegir þeir sem valdir voru eru orðnir afar vinsælir meðal ferðamanna og mörg af verkefnunum sem byggð hafa verið fengið tilnefningar til – sum hver hlotið mikilvæg hönnunarverðlaun á alþjóðavettvangi. Teiknistofa mín og félaga minna hefur tekið þátt í þróun tveggja slíkra verkefna. Nú á dögunum var verið að vígja nýjasta áningarstaðinn á Gaularfjallveginum í Vestur-Noregi. Í tengslum við opnunina upplýstu norskir fjölmiðlar að fjöldi ferðamanna á svæðinu hefði þegar margfaldast[ii] og ef þróunin verður svipuð og á öðrum Þjóðlegum ferðamannavegum mun þetta leiða til fjölda nýrra atvinnutækifæra. David Basulto, stofnandi hins heimsþekkta veftímarits um arkitektúr ArchDaily, sagði við opnun Feneyjatvíæringsins í vor að áætlun þessi sé gott dæmi um að arkitektúr er afgerandi þáttur í verðmætasköpun, jafnframt því sem hann stuðlar að vellíðan meðal þeirra sem hann nota og stolti gagnvart nánasta umhverfi meðal heimamanna[iii]. Prófessor í markaðsfærslu við Verslunarháskóla Noregs, Ragnhild Silkoset, tekur í sama streng í viðtali við Aftenposten nýlega og segir að með því að sýna umheiminum að maður þori að byggja við erfiðar aðstæður og gefi ungum arkitektum færi á að spreyta sig hafi Þjóðlegir ferðamannavegir markaðsfært Noreg á mjög jákvæðan hátt bæði sem ferðamanna- og iðnaðarþjóð[iv]. Þetta fordæmi ættu Íslendingar að færa sér í nyt við þróun ferðamannastaða. Til þess að náttúru Íslands verði hlíft fyrir ágangi ferðamanna er engum vafa undirorpið að leggja verður í fjárfestingar á næstu árum. Forvitnilegt verður að sjá hvort næsta ríkisstjórn Íslands sýni festu með því að taka til við að móta heildræna stefnu í ferðamannaiðnaðinum og veiti fjármagn í verðug verkefni þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vel hannað umhverfi. [i] Menningarstefna í mannvirkjagerð - Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist; Menntamálaráðuneytið 2007, síða 9. https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/umhverfismal/j-menningarstefna_i_mannvirkjagerd.pdf [ii] https://tv.nrk.no/serie/dagsrevyen-21#t=10m52s [iii] https://www.aftenposten.no/kultur/Spektakular-utsikt-skaper-ny-naring-198302b.html [iv] http://www.aftenposten.no/reise/Her-er-Norges-nyeste-landemerke-722637_1.sndÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar