Ég nenni ekki að bíða eftir bílnum – saga um ferðaþjónustu Strætó og aðgengi Þórey Rut Jóhannesdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Ég hef mikinn áhuga á aðgengismálum. Níunda grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fjallar um aðgengi. Þar segir að aðgengi að ferðaþjónustu skuli vera ódýrt og gott. Ferðaþjónustan hefur verið mikið gagnrýnd frá því að Strætó tók við þjónustunni og það hefur gengið á ýmsu og margir hafa verið ósáttir eins og flestir þekkja. Sumt er þó gott, það er til dæmis gott að fá sms þegar það eru 15 mínútur í að bíllinn komi. Það er líka gott að geta hringt á kvöldin og pantað bíl og það er jákvætt að geta pantað bíl með styttri fyrirvara en áður. En það er líka margt sem má bæta eins og til dæmis er biðtíminn eftir að bíllinn komi stundum of langur. Ég var til dæmis að fara í matarboð um daginn og átti pantaðan bíl klukkan 18.30, hann kom ekki fyrr en rúmlega 19.00 og ég kom allt of seint í matarboðið. Stundum finnst mér að það sé ekki borin virðing fyrir tíma mínum og mér leiðist mikið að bíða eftir bílnum. Tíminn minn er líka dýrmætur, það má ekki gleymast. Ég fékk góða hugmynd um að athuga hvort Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, væri til í að prófa að nota hjólastól og ferðast með ferðaþjónustubíl í einn dag. Mér fannst mikilvægt að Jóhannes myndi fá tækifæri til að upplifa sjálfur hvernig það sé að vera í hjólastól því þeir sem ekki hafa prófað að sitja í hjólastól í ferðaþjónustubíl átta sig ekki endilega á því að þeir sem nota hjólastól finna meira fyrir aksturslagi, holóttum vegum og hraðahindrunum.Aðgengið skelfilegt Jóhannes tók strax vel í þetta og svo varð að fulltrúar Sendiherranna fóru á rúntinn með honum á Ferðaþjónustubíl númer 508. Fyrsti viðkomustaður var í götunni heima hjá mér. Færðin hafði verið slæm og göturnar voru holóttar. Næst fórum við á Háaleitisbrautina, þangað fer ég í sjúkraþjálfun í hverri viku. Háaleitisbrautin er sérstaklega holótt og þar eru margar hraðahindranir. Mér finnst mjög óþægilegt að fara yfir hraðahindranir því þá kemur mikill hristingur því bílarnir eru svo hastir. Það hefur áhrif á mig og ég fæ illt í bakið. Við keyrðum næst í miðbæinn og fórum út hjá Hinu húsinu. Litlu þröngu göturnar í miðbænum eru líka holóttar. Aðgengið í miðbænum er skelfilegt fyrir fólk sem notar hjólastól. Ég fer því mjög sjaldan í miðbæinn vegna þess hve aðgengið þar er slæmt. Margir staðir þar, verslanir, kaffihús og veitingastaðir eru ekki með aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastól. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki farið í miðbæinn eins og aðrir. Í staðinn fer ég í Kringluna eða Smáralind því þar er aðgengið gott. Í lok dagsins hittum við Margréti Erlu Maack og hún tók viðtal við okkur sem svo birtist í Íslandi í dag. Þar sagði Jóhannes að dagurinn hefði verið lærdómsríkur, hann væri orðinn þreyttur í bakinu og að þetta væri erfiðara heldur en hann hafði búist við. Við enduðum svo daginn saman á kaffihúsinu Te og kaffi í Kringlunni. Dagurinn var fínn og lærdómsríkur fyrir okkur öll. Ég vil nota tækifærið og skora á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, til að prófa að nota hjólastól og vera með okkur Sendiherrunum part úr degi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég hef mikinn áhuga á aðgengismálum. Níunda grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fjallar um aðgengi. Þar segir að aðgengi að ferðaþjónustu skuli vera ódýrt og gott. Ferðaþjónustan hefur verið mikið gagnrýnd frá því að Strætó tók við þjónustunni og það hefur gengið á ýmsu og margir hafa verið ósáttir eins og flestir þekkja. Sumt er þó gott, það er til dæmis gott að fá sms þegar það eru 15 mínútur í að bíllinn komi. Það er líka gott að geta hringt á kvöldin og pantað bíl og það er jákvætt að geta pantað bíl með styttri fyrirvara en áður. En það er líka margt sem má bæta eins og til dæmis er biðtíminn eftir að bíllinn komi stundum of langur. Ég var til dæmis að fara í matarboð um daginn og átti pantaðan bíl klukkan 18.30, hann kom ekki fyrr en rúmlega 19.00 og ég kom allt of seint í matarboðið. Stundum finnst mér að það sé ekki borin virðing fyrir tíma mínum og mér leiðist mikið að bíða eftir bílnum. Tíminn minn er líka dýrmætur, það má ekki gleymast. Ég fékk góða hugmynd um að athuga hvort Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, væri til í að prófa að nota hjólastól og ferðast með ferðaþjónustubíl í einn dag. Mér fannst mikilvægt að Jóhannes myndi fá tækifæri til að upplifa sjálfur hvernig það sé að vera í hjólastól því þeir sem ekki hafa prófað að sitja í hjólastól í ferðaþjónustubíl átta sig ekki endilega á því að þeir sem nota hjólastól finna meira fyrir aksturslagi, holóttum vegum og hraðahindrunum.Aðgengið skelfilegt Jóhannes tók strax vel í þetta og svo varð að fulltrúar Sendiherranna fóru á rúntinn með honum á Ferðaþjónustubíl númer 508. Fyrsti viðkomustaður var í götunni heima hjá mér. Færðin hafði verið slæm og göturnar voru holóttar. Næst fórum við á Háaleitisbrautina, þangað fer ég í sjúkraþjálfun í hverri viku. Háaleitisbrautin er sérstaklega holótt og þar eru margar hraðahindranir. Mér finnst mjög óþægilegt að fara yfir hraðahindranir því þá kemur mikill hristingur því bílarnir eru svo hastir. Það hefur áhrif á mig og ég fæ illt í bakið. Við keyrðum næst í miðbæinn og fórum út hjá Hinu húsinu. Litlu þröngu göturnar í miðbænum eru líka holóttar. Aðgengið í miðbænum er skelfilegt fyrir fólk sem notar hjólastól. Ég fer því mjög sjaldan í miðbæinn vegna þess hve aðgengið þar er slæmt. Margir staðir þar, verslanir, kaffihús og veitingastaðir eru ekki með aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastól. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki farið í miðbæinn eins og aðrir. Í staðinn fer ég í Kringluna eða Smáralind því þar er aðgengið gott. Í lok dagsins hittum við Margréti Erlu Maack og hún tók viðtal við okkur sem svo birtist í Íslandi í dag. Þar sagði Jóhannes að dagurinn hefði verið lærdómsríkur, hann væri orðinn þreyttur í bakinu og að þetta væri erfiðara heldur en hann hafði búist við. Við enduðum svo daginn saman á kaffihúsinu Te og kaffi í Kringlunni. Dagurinn var fínn og lærdómsríkur fyrir okkur öll. Ég vil nota tækifærið og skora á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, til að prófa að nota hjólastól og vera með okkur Sendiherrunum part úr degi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun