Ég nenni ekki að bíða eftir bílnum – saga um ferðaþjónustu Strætó og aðgengi Þórey Rut Jóhannesdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Ég hef mikinn áhuga á aðgengismálum. Níunda grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fjallar um aðgengi. Þar segir að aðgengi að ferðaþjónustu skuli vera ódýrt og gott. Ferðaþjónustan hefur verið mikið gagnrýnd frá því að Strætó tók við þjónustunni og það hefur gengið á ýmsu og margir hafa verið ósáttir eins og flestir þekkja. Sumt er þó gott, það er til dæmis gott að fá sms þegar það eru 15 mínútur í að bíllinn komi. Það er líka gott að geta hringt á kvöldin og pantað bíl og það er jákvætt að geta pantað bíl með styttri fyrirvara en áður. En það er líka margt sem má bæta eins og til dæmis er biðtíminn eftir að bíllinn komi stundum of langur. Ég var til dæmis að fara í matarboð um daginn og átti pantaðan bíl klukkan 18.30, hann kom ekki fyrr en rúmlega 19.00 og ég kom allt of seint í matarboðið. Stundum finnst mér að það sé ekki borin virðing fyrir tíma mínum og mér leiðist mikið að bíða eftir bílnum. Tíminn minn er líka dýrmætur, það má ekki gleymast. Ég fékk góða hugmynd um að athuga hvort Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, væri til í að prófa að nota hjólastól og ferðast með ferðaþjónustubíl í einn dag. Mér fannst mikilvægt að Jóhannes myndi fá tækifæri til að upplifa sjálfur hvernig það sé að vera í hjólastól því þeir sem ekki hafa prófað að sitja í hjólastól í ferðaþjónustubíl átta sig ekki endilega á því að þeir sem nota hjólastól finna meira fyrir aksturslagi, holóttum vegum og hraðahindrunum.Aðgengið skelfilegt Jóhannes tók strax vel í þetta og svo varð að fulltrúar Sendiherranna fóru á rúntinn með honum á Ferðaþjónustubíl númer 508. Fyrsti viðkomustaður var í götunni heima hjá mér. Færðin hafði verið slæm og göturnar voru holóttar. Næst fórum við á Háaleitisbrautina, þangað fer ég í sjúkraþjálfun í hverri viku. Háaleitisbrautin er sérstaklega holótt og þar eru margar hraðahindranir. Mér finnst mjög óþægilegt að fara yfir hraðahindranir því þá kemur mikill hristingur því bílarnir eru svo hastir. Það hefur áhrif á mig og ég fæ illt í bakið. Við keyrðum næst í miðbæinn og fórum út hjá Hinu húsinu. Litlu þröngu göturnar í miðbænum eru líka holóttar. Aðgengið í miðbænum er skelfilegt fyrir fólk sem notar hjólastól. Ég fer því mjög sjaldan í miðbæinn vegna þess hve aðgengið þar er slæmt. Margir staðir þar, verslanir, kaffihús og veitingastaðir eru ekki með aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastól. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki farið í miðbæinn eins og aðrir. Í staðinn fer ég í Kringluna eða Smáralind því þar er aðgengið gott. Í lok dagsins hittum við Margréti Erlu Maack og hún tók viðtal við okkur sem svo birtist í Íslandi í dag. Þar sagði Jóhannes að dagurinn hefði verið lærdómsríkur, hann væri orðinn þreyttur í bakinu og að þetta væri erfiðara heldur en hann hafði búist við. Við enduðum svo daginn saman á kaffihúsinu Te og kaffi í Kringlunni. Dagurinn var fínn og lærdómsríkur fyrir okkur öll. Ég vil nota tækifærið og skora á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, til að prófa að nota hjólastól og vera með okkur Sendiherrunum part úr degi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef mikinn áhuga á aðgengismálum. Níunda grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fjallar um aðgengi. Þar segir að aðgengi að ferðaþjónustu skuli vera ódýrt og gott. Ferðaþjónustan hefur verið mikið gagnrýnd frá því að Strætó tók við þjónustunni og það hefur gengið á ýmsu og margir hafa verið ósáttir eins og flestir þekkja. Sumt er þó gott, það er til dæmis gott að fá sms þegar það eru 15 mínútur í að bíllinn komi. Það er líka gott að geta hringt á kvöldin og pantað bíl og það er jákvætt að geta pantað bíl með styttri fyrirvara en áður. En það er líka margt sem má bæta eins og til dæmis er biðtíminn eftir að bíllinn komi stundum of langur. Ég var til dæmis að fara í matarboð um daginn og átti pantaðan bíl klukkan 18.30, hann kom ekki fyrr en rúmlega 19.00 og ég kom allt of seint í matarboðið. Stundum finnst mér að það sé ekki borin virðing fyrir tíma mínum og mér leiðist mikið að bíða eftir bílnum. Tíminn minn er líka dýrmætur, það má ekki gleymast. Ég fékk góða hugmynd um að athuga hvort Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, væri til í að prófa að nota hjólastól og ferðast með ferðaþjónustubíl í einn dag. Mér fannst mikilvægt að Jóhannes myndi fá tækifæri til að upplifa sjálfur hvernig það sé að vera í hjólastól því þeir sem ekki hafa prófað að sitja í hjólastól í ferðaþjónustubíl átta sig ekki endilega á því að þeir sem nota hjólastól finna meira fyrir aksturslagi, holóttum vegum og hraðahindrunum.Aðgengið skelfilegt Jóhannes tók strax vel í þetta og svo varð að fulltrúar Sendiherranna fóru á rúntinn með honum á Ferðaþjónustubíl númer 508. Fyrsti viðkomustaður var í götunni heima hjá mér. Færðin hafði verið slæm og göturnar voru holóttar. Næst fórum við á Háaleitisbrautina, þangað fer ég í sjúkraþjálfun í hverri viku. Háaleitisbrautin er sérstaklega holótt og þar eru margar hraðahindranir. Mér finnst mjög óþægilegt að fara yfir hraðahindranir því þá kemur mikill hristingur því bílarnir eru svo hastir. Það hefur áhrif á mig og ég fæ illt í bakið. Við keyrðum næst í miðbæinn og fórum út hjá Hinu húsinu. Litlu þröngu göturnar í miðbænum eru líka holóttar. Aðgengið í miðbænum er skelfilegt fyrir fólk sem notar hjólastól. Ég fer því mjög sjaldan í miðbæinn vegna þess hve aðgengið þar er slæmt. Margir staðir þar, verslanir, kaffihús og veitingastaðir eru ekki með aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastól. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki farið í miðbæinn eins og aðrir. Í staðinn fer ég í Kringluna eða Smáralind því þar er aðgengið gott. Í lok dagsins hittum við Margréti Erlu Maack og hún tók viðtal við okkur sem svo birtist í Íslandi í dag. Þar sagði Jóhannes að dagurinn hefði verið lærdómsríkur, hann væri orðinn þreyttur í bakinu og að þetta væri erfiðara heldur en hann hafði búist við. Við enduðum svo daginn saman á kaffihúsinu Te og kaffi í Kringlunni. Dagurinn var fínn og lærdómsríkur fyrir okkur öll. Ég vil nota tækifærið og skora á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, til að prófa að nota hjólastól og vera með okkur Sendiherrunum part úr degi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar