Fleiri fréttir

Eftirlit með bótagreiðslum

Runólfur Birgir Leifsson skrifar

Almannatryggingakerfið er ein af þeim grunnstoðum sem sameiginlegt velferðarkerfi okkar Íslendinga byggir á. Tryggingastofnun annast viðamikla þætti almannatrygginganna og greiðir árlega um 100 milljarða króna til einstaklinga af skatttekjum ríkissjóðs, en það samsvarar um það bil fimmtungi af fjárlögum ríkisins. Fyrst og fremst er hér um að ræða lífeyrisgreiðslur til ellilífeyrisþega og öryrkja, meðlagsgreiðslur og greiðslur til vistmanna á öldrunarstofnunum. Í hverjum mánuði fá um 55 þúsund einstaklingar greiðslur frá Tryggingastofnun, flestir fá greiðslur mánaðarlega og aðrir sjaldnar. Yfir árið fá um 70 þúsund manns einhverjar greiðslur frá Tryggingastofnun, en það jafngildir ríflega fimmtungi allrar þjóðarinnar.

Nýtum allan mannauðinn – líka í fjölmiðlum

Rakel Sveinsdóttir skrifar

Ef ég man hlutföllin rétt þá voru um 97% viðmælenda bankafrétta árin fyrir hrun karlmenn. Þessi niðurstaða kom fram í fjölmiðlakafla skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og þótti sláandi. Fjölmiðlarnir voru gagnrýndir fyrir að láta „mata“ sig af örfáum mönnum og viðkomandi bankaviðmælendur voru gagnrýndir fyrir að upplýsa þjóðina ekki rétt. Hefur eitthvað breyst?

Vegabréf á vefslóðum

Þorleifur Gunnarsson skrifar

Að beiðni innanríkisráðherra hefur Þjóðskrá Íslands þróað nýja rafræna auðkenningarleið inn á einstaklingsmiðaða vefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Óhætt er að segja að um sé að ræða tímamót í rafrænni stjórnsýslu en auðkenningarleiðina hefur Þjóðskrá nefnt Íslykil. Íslykill samanstendur af kennitölu og lykilorði, en ef þörf er á auknu öryggi er hægt að styrkja Íslykilinn með talnarunu sem send er sem SMS í farsíma.

Skuldarar leiti álits óháðs þriðja aðila

Óskar Sigurðsson skrifar

Þegar fjölskyldur landsins ganga að samningum við Umboðsmann skuldara eiga þær alls ekki að samþykkja það sem fram kemur hjá honum án álits þriðja aðila. Mælist ég til þess að fólk fari á fund með óháðum sérfræðingi, sem fer yfir þeirra stöðu. Þó svo að Umboðsmaður skuldara eigi að vera réttargæslumaður er alltaf betra að fá álit þriðja aðila á málinu þótt það kosti smá pening, því þegar upp er staðið borgar sig að fá rétta vissu um sína stöðu með mati óháðs sérfræðings.

Jákvæð mismunun í Kauphöll Íslands

Mikael Torfason skrifar

Fyrir fimm árum var aðeins einn af hverjum tíu stjórnarmönnum í fyrirtækjum skráðum í Kauphöll Íslands kona. Ein af hverjum tíu. Þrátt fyrir allt tal um jafnrétti, nýja tíð og framsýna hugsun komumst við ekki lengra. Fyrr en nú, þegar búið er að samþykkja lög um kynjahlutföll sem taka gildi í haust.

Formennirnir í lífi mínu

Svavar Hávarðsson skrifar

Nú er svo komið að í hvert sinn sem ég fer úr fötunum verður mér hugsað til Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi forsætisráðherra. Ég get útskýrt.

1. maí – framtíðarsýn Bandalags háskólamanna

Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar

Íslenskur vinnumarkaður er auðlindadrifinn, framleiðni lág og vinnutími langur. Þannig má í stuttu máli draga saman niðurstöður greiningar McKinsey-ráðgjafahópsins, sem gaf frá sér skýrslu um hagsæld og vaxtarmöguleika Íslands síðastliðið haust. Sóknarfæri felast öðru fremur í eflingu hins alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki er háður landfræðilegum auðlindum. Það kallar á hærra menntunarstig og markvissara samspil menntunar og atvinnulífs.

Samstaða um afnám gjaldeyrishafta

Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar

Á Íslandi hefur náðst markverður árangur í að vinna úr því efnahagshruni sem varð árið 2008. Helstu hagvísar eru til sannindamerkis um þessa breytingu. Vextir eru 6%, verðbólga um 3%, hagvöxtur nálægt 2%, ríkissjóður nær hallalaus, gengi krónunnar hefur styrkst og ríkið getur fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. En þó að þjóðin sé komin langan veg frá því hruni og góður grunnur lagður að lífskjarasókn standa eftir mörg óleyst verkefni, sem munu hafa áhrif á hversu vel okkur mun farnast.

Að byggja eða ekki byggja nýjan Landspítala

Guðlaug Einarsdóttir skrifar

Í aðdraganda kosninga snerist umræða um heilbrigðismál að mestu um afstöðu framboða til byggingar nýs Landspítala. Að byggja eða ekki byggja. Flest framboðin eru fylgjandi þeirri stefnu sem alið hefur verið á síðustu ár, að þjóðin þurfi nýjan

„Hin breiða skírskotun“

Ingvar Gíslason skrifar

Ekki þarf neinn að undra þótt maður í minni stöðu með langa ævi að baki hafi fylgst af áhuga og spenningi með kosningadagskrá sjónvarpsins aðfaranótt sunnudags. Spenningurinn var reyndar slævður af því að sýnilega mátti ráða af líkum að ríkisstjórnin væri á fallanda fæti, hún átti sér ekki viðreisnar von. Stjórnarflokkarnir voru sundraðir innbyrðis og í milliflokkasamkomulagi. Þess vegna voru endalok ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ekki öðrum að kenna en þeim sem að henni stóðu. Slíkt ástand er ekki líklegt til kosningasigra.

Kæri Jón, friðum Úlfarsfellið!

Þórdís Hauksdóttir skrifar

Af því tilefni að friðun dýrmætra útivistarsvæða borgarbúa er til umfjöllunar skorar undirrituð, íbúi í Reykjavík, á þig, kæri borgarstjóri, að snúa leiftursnöggt við markvissum lögbrotum á hinni einstöku útivistarperlu Úlfarsfelli. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi byggingarleyfi fyrir fjarskiptamöstrum á toppi fellsins fyrir

Að kunna að tapa

Margrét S. Björnsdóttir skrifar

Samfylkingin beið fyrirséð afhroð í þingkosningunum. Það er list að sigra, en meiri að kunna að taka ósigri. Algeng, en ekki uppbyggileg viðbrögð, eru að benda á aðra, ekki horfa í eigin barm. Ýmsir félagar Samfylkingarinnar hafa beint sjónum að formanni flokksins sem tók við fyrir aðeins tólf vikum, þegar flokkurinn var með 12% fylgi í

Flippað fjarnám?

Sölvi Sveinsson skrifar

Svo lengi lærir sem lifir: nú er það spegluð kennsla sem bættist í hugtakasafnið, flipped classroom upp á ensku, eftir lestur greinar Hjálmars Árnasonar í Fréttablaðinu 3. apríl sl. En ekkert er nýtt undir sólinni. Ég fæ ekki betur séð en röksemdir hans með þessu vinnuferli eigi prýðilega við það fjarnám sem ég þekki best, í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og í Verzlunarskólanum. „Þitt nám þegar þér hentar“ var auglýst og „þitt nám á þínum hraða“.

Markaðssetning á matvöru má ekki blekkja

Katrín Guðjónsdóttir skrifar

Flestir kannast við að fá ýmsar upplýsingar um matvörur og fæðubótarefni sem vísa til jákvæðra áhrifa þeirra á líkamsstarfsemina. Þessar upplýsingar geta komið fram á umbúðum vörunnar, í auglýsingum og/eða á dreifimiðum. Það getur skipt máli að umræddar upplýsingar eru ekki að koma frá hlutlausum aðilum og því mikilvægt að regluverk varðandi upplýsingamiðlun til neytenda tryggi að þeir séu ekki blekktir.

Brottfall barna

Mikael Torfason skrifar

Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá því að hundruð nemenda hrekjast úr námi á ári hverju vegna andlegra veikinda. Á Íslandi er brottfall úr framhaldsskólum með því hæsta í Evrópu samkvæmt Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Þriðjungur þeirra ungmenna sem hefja nám í menntaskólum landsins lýkur því ekki.

Allir vinna, enginn tapar

Sara McMahon skrifar

Þegar ég var tiltölulega nýskriðin á þrítugsaldurinn nam ég markaðsfræði við skóla einn í Danmörku. Stuttu eftir að önnin hófst kom í ljós að áhugi minn á mörkuðum, hagkerfum og tölfræði var takmarkaður og ég var fljót að fá mig fullsadda á náminu. Tölfræðin gleymdist fyrst, hagfræðin næst en ég man enn eitt úr markaðsfræðitímanum; umfjöllun kennarans um karl- og kvenlæg lönd og markaði.

Baráttan gegn atvinnuleysinu

Runólfur Ágústsson skrifar

Á Íslandi hefur náðst einstakur árangur í baráttunni gegn fjöldaatvinnuleysi. Eftir hrun var einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum án vinnu en atvinnuleysi er nú með því lægsta í vestrænum ríkjum, nokkru hærra en í Austurríki og Noregi en á pari við Þýskaland og Holland.

Engrar starfsreynslu krafist

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Tuttugu og sjö nýir þingmenn munu mæta til vinnu í Alþingishúsinu á setningardegi þingsins í haust. Alls konar fólk úr öllum geirum þjóðfélagsins, alls staðar að af landinu. Fólk sem á lítið sem ekkert sameiginlegt nema það að vera að byrja í nýrri vinnu sem það hefur takmarkaða þekkingu á.

Er þrýstingurinn í lagi?

Teitur Guðmundsson skrifar

Það mætti segja mér að ventilinn hafi flautað á nokkrum undanfarna daga og er ekki að undra miðað við þá spennu sem fylgir kosningum, sérstaklega fyrir þá sem eru í framboði til hins háa Alþingis. Ekki komust þó allir að sem vildu, enn aðrir þurftu að yfirgefa leikvöllinn, svipað eins og að vera dæmdur úr leik, í bili að minnsta kosti.

Sykursýki 1 hjá börnum – baldinn lífsförunautur

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir skrifar

Þegar tuttugu mánaða dóttir mín greindist með sykursýki tegund 1 fyrir átta árum fannst mér fjölskyldan vera bara nokkuð „heppin“ með langvinnan alvarlegan sjúkdóm. Fyrst barnið mitt þurfti að fá alvarlegan sjúkdóm þá var sykursýki sennilega sá illskásti. Fagfólk Landspítalans sinnir börnum með sykursýki auk þess sem rannsóknum og framþróun á sjúkdómnum fleytir fram. Eftir greininguna fórum við í apótek þar sem við vorum græjuð upp, við fengum insúlínið frítt!

Upphlaup formanns Gerplu

Ármann Kr. Ólafsson skrifar

Jón Finnbogason, formaður Gerplu í Kópavogi, fór mikinn í Fréttablaðinu í gær, þar sem hann með rakalausum málflutningi heldur því fram að vísa þurfi börnum frá íþróttaiðkun vegna óbilgirni Kópavogsbæjar.

Ótrúverðug loforð menntamálaráðherra

Ólafur Haukur Johnson skrifar

Ótrúleg grein birtist í Fréttablaðinu 17. apríl eftir Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og formann VG, undir fyrirsögninni: „Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs á oddinn.“

Eru feður feðrum verstir?

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar

Þann 4. maí n.k. er ár síðan Samtök meðlagsgreiðenda voru stofnuð. Á þessum 12 mánuðum hafa samtökin náð ótvíræðum árangri við að vekja athygli á örbirgð og bágum réttindum meðlagsgreiðenda, einkum þeirra sem einstæðir eru.

Alþjóðlegi dansdagurinn 2013

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir skrifar

Í dag er Alþjóðlegi Dansdagurinn og því við hæfi að dansari skrifi nokkur orð. Meðallengd dansnáms þegar dansari útskrifast er sautján ár og á þeim tíma hefur dansari lært að stjórna smæstu hreyfingum, ýkja og nota þær stærstu

Mitt Ísland og hitt Ísland

Saga Garðarsdóttir skrifar

Þegar þessi pistill er skrifaður eiga kosningar til Alþingis 2013 eftir að fara fram. Þegar þú hins vegar lest þessi orð eru þær afstaðnar og ný ríkistjórn yfirvofandi.

Afgerandi úrslit

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sjaldgæft er að kosningaúrslit séu jafnafgerandi og þau sem nú liggja fyrir eftir þingkosningarnar í fyrradag. Stjórnarflokkarnir biðu algjört afhroð og njóta nú stuðnings innan við fjórðungs kjósenda. Þau ?hugmyndafræðilegu vatnaskil? sem þáverandi formaður Vinstri grænna boðaði fyrir kosningarnar 2009 voru ekki varanleg. Tilraun til að reka harða og hreinræktaða vinstripólitík á Íslandi féll ekki í kramið hjá kjósendum.

Samfylkingarblús

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Samfylkingin sat í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og kannski var þetta bara orðið ágætt. Vissulega var þetta verri útreið en flokkurinn átti skilið – það var nánast eins og það væri orðið nýjasta tískuæðið í landinu að kjósa ekki Samfylkinguna.

Lofum 50% lækkun eldsneytiskostnaðar

Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.

Hvað kostar frelsið?

Viktor Hrafn Guðmundsson skrifar

Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum.

Fæðuöryggi inn í kjörklefann

Svala Georgsdóttir skrifar

Undanfarið hefur hrina af uppljóstrunum í matvælaiðnaðinum gengið yfir. Ýmist er rangt kjöt í matvælunum eða þá hefur kjötið hreinlega vantað með öllu.

Hjálpum þeim

Natan Kolbeinsson skrifar

Á Íslandi er ekki góðæri en hér er ekki hungursneið, mikil fátækt eða lítið aðgegni að vatni sem hægt er að drekka. Þetta er samt sem áður staðreynd í ríkjum sem Íslendingar hjálpa árlega með því að veita þróunaraðstoð sem núna er að fara í 24 milljarða næstu fjögur árin.

Brotvænt Ísland

Halldór Berg Harðarson skrifar

Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið.

Málefni í eintölu

Þorsteinn Pálsson skrifar

Kosningabaráttan sem nú er á enda hefur vissulega snúist um málefni; en bara í eintölu. Í aðdraganda kosninganna 2009 var á það bent að hætta væri á að kjörtímabilið myndi fara fyrir lítið.

Reykingar eru fíknisjúkdómur

Mikael Torfason skrifar

Um þrjátíu og sex þúsund Íslendingar reykja, en það eru innan við fimmtán prósent þjóðarinnar. Samkvæmt alþjóðlegum tölum reykir yfir milljarður jarðarbúa. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að berjast við alvarlegan fíknisjúkdóm. Samkvæmt rannsóknum má rekja eitt af hverjum tíu dauðsföllum fullorðinna í heiminum til reykinga. Fleiri deyja af völdum þessa sjúkdóms en deyja úr alnæmi, ofneyslu lyfja, vegna umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt.

Að skjóta sig í fótinn

Kristján E. Guðmundsson skrifar

Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins.

Hugsaðu áður en þú skrifar

Einar Þór Karlsson skrifar

Í Fréttablaðinu 4. mars 2013 birtist grein eftir Guðmund Andra Thorsson sem hann nefnir Er íslenska útlenska? og fjallar um skoðanir hans á málnotkun og kennsluaðferðum. Ég veit ekki hvaðan Guðmundur hefur hugmyndir sínar um kennara og kennsluaðferðir, hvort þær byggja á hans eigin reynslu og, eða, annarra, en það sem hann segir á ekki við mig eða þá kennara sem ég þekki. Ég vil hér svara því sem Guðmundur (innan gæsalappa) segir:

Þingvallastjórnin

Karen Kjartansdóttir skrifar

Vorið 2007 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við völdum. Ég man þá ljúfu tilfinningu sem greip mig við að sjá fréttaljósmyndir af formönnum flokkanna, þeim Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem höfðu hamast við að mynda stjórn á Þingvöllum, að kyssast undir bláum himni eins og samlynd hjón.

Friðhelgi einkalífs kvenna og kynferðisbrot

Atli Gíslason og Friðrik Atlason skrifar

Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu eru meðal dýrmætustu réttinda hvers einstaklings. Þar trónir efst rétturinn til lífsins en síðan til líkama og sálarlífs, þar með talið kynfrelsið. Þessi réttindi verða ýmist alls ekki skert eða aðeins skert að uppfylltum ströngum skilyrðum.

Fyrir fólkið í landinu

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð talsverðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður. Stórbætt staða ríkissjóðs og íslensks efnhagslífs er árangur þess erfiðis. Þessi árangur hefur skapað forsendur fyrir því að nú er raunhæft að hefja sókn að bættum lífskjörum. Þar skiptir máli hvaða leið er farin.

Sjá næstu 50 greinar