Markaðssetning á matvöru má ekki blekkja Katrín Guðjónsdóttir skrifar 1. maí 2013 07:00 Flestir kannast við að fá ýmsar upplýsingar um matvörur og fæðubótarefni sem vísa til jákvæðra áhrifa þeirra á líkamsstarfsemina. Þessar upplýsingar geta komið fram á umbúðum vörunnar, í auglýsingum og/eða á dreifimiðum. Það getur skipt máli að umræddar upplýsingar eru ekki að koma frá hlutlausum aðilum og því mikilvægt að regluverk varðandi upplýsingamiðlun til neytenda tryggi að þeir séu ekki blekktir. Það er til að mynda réttur neytenda að fá upplýsingar um innihald matvara samkvæmt lögum en þess utan merkja stundum matvælaframleiðendur vörur sínar með upplýsingum sem ekki er skylt að gera. Slík merking gæti verið „fullyrðing“ sem er skilgreind sem sérhver boðskapur eða framsetning sem gefur til kynna einhverja tiltekna eiginleika matvörunnar. Dæmi: Varan er trefjarík. Þegar fullyrðing er notuð við markaðssetningu matvara er algengt að verið sé að vísa til þess að matvaran eða innihaldsefni í vörunni hafi jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina. Fullyrðingum er þó skipt í tvo flokka, annars vegar næringarfullyrðingar og hins vegar heilsufullyrðingar. Reglugerð Evrópusambandsins um næringar- og heilsufullyrðingar fyrir matvæli var innleidd á Íslandi árið 2010 með reglugerð nr. 406/2010 og tekur hún til þeirra þátta sem lúta að markaðssetningu matvara þegar fullyrðing er notuð. Næringarfullyrðingar Ef fram kemur á umbúðum matvöru að hún hafi jákvæða næringarlega eiginleika þá telst það næringarfullyrðing. Slík fullyrðing er til dæmis notuð þegar búið er að minnka eða fjarlægja næringarefni sem ekki eru talin æskileg í miklu magni. Má þar nefna mettaða fitu eða viðbættan sykur. Einnig er hægt að nota næringarfullyrðingar þegar vakin er athygli á því að matvara innihaldi mikið magn af t.d. vítamínum, steinefnum, próteinum og/eða trefjum. Til þess að mega nota næringarfullyrðingar þá þarf umrædd vara að uppfylla ákveðin skilyrði. Dæmi: ef vara er merkt sem „sykurskert“ þá þarf skerðingin á sykurmagninu að vera 30% miðað við sambærilega vöru. Heilsufullyrðingar Ef fullyrt er, látið að því liggja eða gefið í skyn að tengsl séu milli heilbrigðis og ákveðinnar matvöru eða eins af innihaldsefnum hennar þá telst það heilsufullyrðing. Dæmi: „Varan X er góð fyrir æðakerfið“ og „efni Y og Z styrkja varnir líkamans og draga úr blóðsykursveiflum“. Hins vegar er óheimilt samkvæmt matvælalögum að eigna matvælum þá eiginleika að fyrirbyggja eða vinna á sjúkdómum manna, hafa lækningarmátt eða vísa til þess háttar eiginleika. Dæmi um ólöglega fullyrðingu: „Efnið C verndar gegn krabbameini“. Það telst þó í lagi að fjalla um hvernig draga megi úr sjúkdómsáhættu ef næg vísindaleg gögn eru fyrir hendi. Dæmi um mögulega leyfilega fullyrðingu: „Efnið C dregur úr líkunum á krabbameini“. Til að tryggja sannleiksgildi heilsufullyrðingar þarf að sækja um leyfi fyrir notkun hennar til Evrópusambandsins og leggja fram vísindaleg gögn sem styðja það. Í fullyrðingaskrá Evrópusambandsins http://ec.europa.eu/nuhclaims/ má finna lista yfir leyfilegar fullyrðingar og jafnframt þeim sem hefur verið hafnað. Þess utan má nefna að það er ólöglegt að nota meðmæli einstakra lækna eða fagfólks í heilbrigðisþjónustu við markaðssetningu vara. Einnig eru fullyrðingar óleyfilegar sem vísa til meðmæla frá öðrum samtökum en landssamtökum lækna, næringarfræðinga og næringarráðgjafa og góðgerðarsamtaka á heilbrigðissviði. Frá 14. desember 2012 hefur verið óheimilt að markaðssetja matvæli á Íslandi með heilsufullyrðingum sem búið er að hafna af Evrópusambandinu. Við markaðssetningu matvæla og fæðubótarefna má einungis fullyrða um jákvæða heilsufarslega eiginleika vörunnar svo framarlega sem traust vísindaleg gögn styðja það. Matvælaöryggisstofnun Evrópu er eini aðilinn sem má meta hvort vísindaleg gögn fyrir hverja heilsufarsfullyrðingu séu fullnægjandi. Óleyfilegar fullyrðingar er hægt að tilkynna til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og/eða Matvælastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Flestir kannast við að fá ýmsar upplýsingar um matvörur og fæðubótarefni sem vísa til jákvæðra áhrifa þeirra á líkamsstarfsemina. Þessar upplýsingar geta komið fram á umbúðum vörunnar, í auglýsingum og/eða á dreifimiðum. Það getur skipt máli að umræddar upplýsingar eru ekki að koma frá hlutlausum aðilum og því mikilvægt að regluverk varðandi upplýsingamiðlun til neytenda tryggi að þeir séu ekki blekktir. Það er til að mynda réttur neytenda að fá upplýsingar um innihald matvara samkvæmt lögum en þess utan merkja stundum matvælaframleiðendur vörur sínar með upplýsingum sem ekki er skylt að gera. Slík merking gæti verið „fullyrðing“ sem er skilgreind sem sérhver boðskapur eða framsetning sem gefur til kynna einhverja tiltekna eiginleika matvörunnar. Dæmi: Varan er trefjarík. Þegar fullyrðing er notuð við markaðssetningu matvara er algengt að verið sé að vísa til þess að matvaran eða innihaldsefni í vörunni hafi jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina. Fullyrðingum er þó skipt í tvo flokka, annars vegar næringarfullyrðingar og hins vegar heilsufullyrðingar. Reglugerð Evrópusambandsins um næringar- og heilsufullyrðingar fyrir matvæli var innleidd á Íslandi árið 2010 með reglugerð nr. 406/2010 og tekur hún til þeirra þátta sem lúta að markaðssetningu matvara þegar fullyrðing er notuð. Næringarfullyrðingar Ef fram kemur á umbúðum matvöru að hún hafi jákvæða næringarlega eiginleika þá telst það næringarfullyrðing. Slík fullyrðing er til dæmis notuð þegar búið er að minnka eða fjarlægja næringarefni sem ekki eru talin æskileg í miklu magni. Má þar nefna mettaða fitu eða viðbættan sykur. Einnig er hægt að nota næringarfullyrðingar þegar vakin er athygli á því að matvara innihaldi mikið magn af t.d. vítamínum, steinefnum, próteinum og/eða trefjum. Til þess að mega nota næringarfullyrðingar þá þarf umrædd vara að uppfylla ákveðin skilyrði. Dæmi: ef vara er merkt sem „sykurskert“ þá þarf skerðingin á sykurmagninu að vera 30% miðað við sambærilega vöru. Heilsufullyrðingar Ef fullyrt er, látið að því liggja eða gefið í skyn að tengsl séu milli heilbrigðis og ákveðinnar matvöru eða eins af innihaldsefnum hennar þá telst það heilsufullyrðing. Dæmi: „Varan X er góð fyrir æðakerfið“ og „efni Y og Z styrkja varnir líkamans og draga úr blóðsykursveiflum“. Hins vegar er óheimilt samkvæmt matvælalögum að eigna matvælum þá eiginleika að fyrirbyggja eða vinna á sjúkdómum manna, hafa lækningarmátt eða vísa til þess háttar eiginleika. Dæmi um ólöglega fullyrðingu: „Efnið C verndar gegn krabbameini“. Það telst þó í lagi að fjalla um hvernig draga megi úr sjúkdómsáhættu ef næg vísindaleg gögn eru fyrir hendi. Dæmi um mögulega leyfilega fullyrðingu: „Efnið C dregur úr líkunum á krabbameini“. Til að tryggja sannleiksgildi heilsufullyrðingar þarf að sækja um leyfi fyrir notkun hennar til Evrópusambandsins og leggja fram vísindaleg gögn sem styðja það. Í fullyrðingaskrá Evrópusambandsins http://ec.europa.eu/nuhclaims/ má finna lista yfir leyfilegar fullyrðingar og jafnframt þeim sem hefur verið hafnað. Þess utan má nefna að það er ólöglegt að nota meðmæli einstakra lækna eða fagfólks í heilbrigðisþjónustu við markaðssetningu vara. Einnig eru fullyrðingar óleyfilegar sem vísa til meðmæla frá öðrum samtökum en landssamtökum lækna, næringarfræðinga og næringarráðgjafa og góðgerðarsamtaka á heilbrigðissviði. Frá 14. desember 2012 hefur verið óheimilt að markaðssetja matvæli á Íslandi með heilsufullyrðingum sem búið er að hafna af Evrópusambandinu. Við markaðssetningu matvæla og fæðubótarefna má einungis fullyrða um jákvæða heilsufarslega eiginleika vörunnar svo framarlega sem traust vísindaleg gögn styðja það. Matvælaöryggisstofnun Evrópu er eini aðilinn sem má meta hvort vísindaleg gögn fyrir hverja heilsufarsfullyrðingu séu fullnægjandi. Óleyfilegar fullyrðingar er hægt að tilkynna til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og/eða Matvælastofnunar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun