Brottfall barna Mikael Torfason skrifar 1. maí 2013 07:00 Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá því að hundruð nemenda hrekjast úr námi á ári hverju vegna andlegra veikinda. Á Íslandi er brottfall úr framhaldsskólum með því hæsta í Evrópu samkvæmt Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Þriðjungur þeirra ungmenna sem hefja nám í menntaskólum landsins lýkur því ekki. Peningaleysi og andleg veikindi eru samkvæmt rannsóknum helstu ástæður fyrir því að ungt fólk hættir í námi. Flestir krakkanna falla á mætingu og eru niðurstöður rannsókna áfellisdómur yfir því hvernig við hlúum að framhaldsskólanemendum á Íslandi. Við eigum að gera miklu betur. Á ári hverju byrjar á fimmta þúsund nýnema í framhaldsskólum. Ef brottfallið er þriðjungur má gera ráð fyrir að um fimmtán hundruð af þessum tæpu fimm þúsund ljúki ekki námi. Það er gríðarlega stór hópur og brottfallið raunverulegt fyrir mörgum fjölskyldum. Krakkar í framhaldsskóla eru á viðkvæmum mótunaraldri. Það er mikil hætta á að þeir krakkar sem detta út úr framhaldsskólum upplifi sig sem annars flokks. Við búum nú þegar í samfélagi sem á auðvelt með að jaðarsetja fólk. Þannig á ungmenni sem dettur út úr skóla vegna andlegra veikinda hugsanlega eftir að eiga erfitt uppdráttar. Hér á landi hefur öryrkjum með geðsjúkdóma fjölgað mjög og þeir eiga oft ekki afturkvæmt út í þjóðfélagið. Ólafur H. Sigurjónsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þróunin væri mikið áhyggjuefni. Fyrir hrun hefði verið auðveldara fyrir þessa krakka sem duttu úr skóla að fá vinnu en nú biði ungmennanna atvinnuleysi. Á fyrsta fjórðungi þessa árs var atvinnuleysi ungmenna á aldrinum sextán til tuttugu og fjögurra ára um ellefu prósent en það er helmingi hærra hlutfall en hjá þeim sem eldri eru. Íslenskt samfélag hefur breyst mikið síðustu áratugi. Það er ekki langt síðan það þótti ekkert tiltökumál þótt nemandi hætti í skóla og færi að vinna. Nú er öldin önnur og samfélagið okkar orðið miklu flóknara. Vandamálin sem ungmennin horfa fram á eru allt önnur en fyrri kynslóða. Samkvæmt rannsóknum skiptir fjölskylda og nærumhverfið oft mestu um hvort ungmenni stendur sig í skóla. Ábyrgðin á andlegri líðan barnanna okkar liggur hjá hinum fullorðnu. Ef hundruð framhaldsskólanema eru að hætta í námi á ári hverju vegna andlegra veikinda er eitthvað meira en lítið að hjá okkur fullorðna fólkinu. Við erum einfaldlega ekki að hugsa nógu vel um börnin okkar. Vissulega eru andleg veikindi engum að kenna en þessir krakkar eru ekki allir að berjast við alvarlega geðsjúkdóma. Mörgum þeirra líður bara ekki vel og þeir fá ekki þann stuðning sem þeir þurfa, hvorki heima né í skólanum. Tölurnar sýna að við þurfum að gera miklu betur. Sextán ára barn er í dag miklu meira barn en sextán ára ungmenni var fyrir þrjátíu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá því að hundruð nemenda hrekjast úr námi á ári hverju vegna andlegra veikinda. Á Íslandi er brottfall úr framhaldsskólum með því hæsta í Evrópu samkvæmt Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Þriðjungur þeirra ungmenna sem hefja nám í menntaskólum landsins lýkur því ekki. Peningaleysi og andleg veikindi eru samkvæmt rannsóknum helstu ástæður fyrir því að ungt fólk hættir í námi. Flestir krakkanna falla á mætingu og eru niðurstöður rannsókna áfellisdómur yfir því hvernig við hlúum að framhaldsskólanemendum á Íslandi. Við eigum að gera miklu betur. Á ári hverju byrjar á fimmta þúsund nýnema í framhaldsskólum. Ef brottfallið er þriðjungur má gera ráð fyrir að um fimmtán hundruð af þessum tæpu fimm þúsund ljúki ekki námi. Það er gríðarlega stór hópur og brottfallið raunverulegt fyrir mörgum fjölskyldum. Krakkar í framhaldsskóla eru á viðkvæmum mótunaraldri. Það er mikil hætta á að þeir krakkar sem detta út úr framhaldsskólum upplifi sig sem annars flokks. Við búum nú þegar í samfélagi sem á auðvelt með að jaðarsetja fólk. Þannig á ungmenni sem dettur út úr skóla vegna andlegra veikinda hugsanlega eftir að eiga erfitt uppdráttar. Hér á landi hefur öryrkjum með geðsjúkdóma fjölgað mjög og þeir eiga oft ekki afturkvæmt út í þjóðfélagið. Ólafur H. Sigurjónsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þróunin væri mikið áhyggjuefni. Fyrir hrun hefði verið auðveldara fyrir þessa krakka sem duttu úr skóla að fá vinnu en nú biði ungmennanna atvinnuleysi. Á fyrsta fjórðungi þessa árs var atvinnuleysi ungmenna á aldrinum sextán til tuttugu og fjögurra ára um ellefu prósent en það er helmingi hærra hlutfall en hjá þeim sem eldri eru. Íslenskt samfélag hefur breyst mikið síðustu áratugi. Það er ekki langt síðan það þótti ekkert tiltökumál þótt nemandi hætti í skóla og færi að vinna. Nú er öldin önnur og samfélagið okkar orðið miklu flóknara. Vandamálin sem ungmennin horfa fram á eru allt önnur en fyrri kynslóða. Samkvæmt rannsóknum skiptir fjölskylda og nærumhverfið oft mestu um hvort ungmenni stendur sig í skóla. Ábyrgðin á andlegri líðan barnanna okkar liggur hjá hinum fullorðnu. Ef hundruð framhaldsskólanema eru að hætta í námi á ári hverju vegna andlegra veikinda er eitthvað meira en lítið að hjá okkur fullorðna fólkinu. Við erum einfaldlega ekki að hugsa nógu vel um börnin okkar. Vissulega eru andleg veikindi engum að kenna en þessir krakkar eru ekki allir að berjast við alvarlega geðsjúkdóma. Mörgum þeirra líður bara ekki vel og þeir fá ekki þann stuðning sem þeir þurfa, hvorki heima né í skólanum. Tölurnar sýna að við þurfum að gera miklu betur. Sextán ára barn er í dag miklu meira barn en sextán ára ungmenni var fyrir þrjátíu árum.