Að byggja eða ekki byggja nýjan Landspítala Guðlaug Einarsdóttir skrifar 1. maí 2013 07:00 Í aðdraganda kosninga snerist umræða um heilbrigðismál að mestu um afstöðu framboða til byggingar nýs Landspítala. Að byggja eða ekki byggja. Flest framboðin eru fylgjandi þeirri stefnu sem alið hefur verið á síðustu ár, að þjóðin þurfi nýjan Landspítala. Slagorð tilvonandi framkvæmdar eru fyrir nokkru orðin mantra þjóðarinnar: Úreltur tækjakostur og Landspítalinn er starfræktur á 17 stöðum, þar af leiðandi þarf þjóðin nýjan Landspítala af þegar skilgreindri stærðargráðu. Heilbrigðisþjónustan þarf á innspýtingu að halda. Það geta allir verið sammála um, hvaða flokk sem þeir styðja. Hins vegar hafa aðrir valmöguleikar við nýjan Landspítala ekki verið settir fram og engu líkara en laga eigi heilbrigðisþjónustu þjóðarinnar í eitt skipti fyrir öll með þeirri stöku framkvæmd. Heilbrigðisstarfsmenn eru því í erfiðri stöðu þegar þeim er boðin þessi stóra framkvæmd eftir áratugalangt svelti. Það segir því enginn „nei takk“ því það eru engir aðrir valmöguleikar settir fram.Er bygging þarfasta framkvæmdin? En er bygging nýs Landspítala þarfasta framkvæmdin í eflingu heilbrigðisþjónustunnar? Tækjakostur íslenskrar heilbrigðisþjónustu er síst minni en annarra OECD-landa og sömuleiðis er notkun þessara tækja meiri en þekkist meðal viðmiðunarþjóða okkar innan OECD. Starfsstöðvafjöldi Landspítalans er einnig hluti af möntrunni um nauðsyn byggingar nýs spítala. Í því samhengi væri fróðlegt að bera það saman við aðrar stofnanir eins og t.d. Háskóla Íslands – hvað ætli hann sé rekinn á mörgum stöðum? Það þarf ekki endilega að vera slæmt. Ein rökin sem nefnd hafa verið fyrir byggingu nýs Landspítala er að eftirstríðskynslóðirnar stóru, sem sprengdu grunn-, framhalds- og háskólana á sínum tíma, þurfi nú stærri spítala þar sem þær þurfi nú á vaxandi heilbrigðisþjónustu að halda. Aldrað fólk þarf ekki lækningu á spítala, þó þörf þess fyrir heilbrigðisþjónustu aukist. Aldraðir þurfa fyrst og fremst grunnheilbrigðisþjónustu sem undirbúa þarf með eflingu heilsugæslunnar og félagsþjónustunnar, sem og fjölgun hjúkrunarrýma.Ofuráhersla á byggingu Gildandi lög um heilbrigðismál og heilbrigðisáætlun velferðarráðuneytisins sem mótar framtíðarsýn og setur markmið í heilbrigðismálum fram til ársins 2020, undirstrika að tryggja eigi grunnheilbrigðisþjónustu, sem hérlendis er byggð upp af heilsugæslustöðvum. Ofuráhersla á byggingu nýs spítala til að koma heilbrigðisþjónustu þjóðarinnar til bjargar hefur réttilega verið kallað stefnurek (e. policy drift) heilbrigðisþjónustunnar, þar sem lagasetning og heilbrigðisáætlun taka mið af tryggingu grunnheilbrigðisþjónustu en framkvæmdaþátturinn stangast hins vegar á við það og miðast fyrst og fremst að því að styrkja sérhæfða heilbrigðisþjónustu með byggingu nýs Landspítala. Í fullkomnum heimi gætum við gert hvort tveggja, ráðist í stórar framkvæmdir til að styrkja bæði sérhæfða heilbrigðisþjónustu og grunnheilbrigðisþjónustu, því þörfin er vissulega fyrir hendi á báðum stöðum. En það er því miður ekki veruleiki okkar, síst af öllu í hægu bataferli eftir efnahagslegt hrun. Hætt er við því að ekki verði meira til skiptanna fyrir eflingu heilbrigðisþjónustu í fjárlögum næstu ára, ef af þessari dýru framkvæmd verður. Sú framtíðarsýn er uggvænleg fyrir grunnheilbrigðisþjónustu sem þegar þarf sárlega á styrkingu að halda. Því hljótum við að verða að spyrja okkur, er bygging nýs Landspítala þarfasta framkvæmdin í eflingu heilbrigðisþjónustunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga snerist umræða um heilbrigðismál að mestu um afstöðu framboða til byggingar nýs Landspítala. Að byggja eða ekki byggja. Flest framboðin eru fylgjandi þeirri stefnu sem alið hefur verið á síðustu ár, að þjóðin þurfi nýjan Landspítala. Slagorð tilvonandi framkvæmdar eru fyrir nokkru orðin mantra þjóðarinnar: Úreltur tækjakostur og Landspítalinn er starfræktur á 17 stöðum, þar af leiðandi þarf þjóðin nýjan Landspítala af þegar skilgreindri stærðargráðu. Heilbrigðisþjónustan þarf á innspýtingu að halda. Það geta allir verið sammála um, hvaða flokk sem þeir styðja. Hins vegar hafa aðrir valmöguleikar við nýjan Landspítala ekki verið settir fram og engu líkara en laga eigi heilbrigðisþjónustu þjóðarinnar í eitt skipti fyrir öll með þeirri stöku framkvæmd. Heilbrigðisstarfsmenn eru því í erfiðri stöðu þegar þeim er boðin þessi stóra framkvæmd eftir áratugalangt svelti. Það segir því enginn „nei takk“ því það eru engir aðrir valmöguleikar settir fram.Er bygging þarfasta framkvæmdin? En er bygging nýs Landspítala þarfasta framkvæmdin í eflingu heilbrigðisþjónustunnar? Tækjakostur íslenskrar heilbrigðisþjónustu er síst minni en annarra OECD-landa og sömuleiðis er notkun þessara tækja meiri en þekkist meðal viðmiðunarþjóða okkar innan OECD. Starfsstöðvafjöldi Landspítalans er einnig hluti af möntrunni um nauðsyn byggingar nýs spítala. Í því samhengi væri fróðlegt að bera það saman við aðrar stofnanir eins og t.d. Háskóla Íslands – hvað ætli hann sé rekinn á mörgum stöðum? Það þarf ekki endilega að vera slæmt. Ein rökin sem nefnd hafa verið fyrir byggingu nýs Landspítala er að eftirstríðskynslóðirnar stóru, sem sprengdu grunn-, framhalds- og háskólana á sínum tíma, þurfi nú stærri spítala þar sem þær þurfi nú á vaxandi heilbrigðisþjónustu að halda. Aldrað fólk þarf ekki lækningu á spítala, þó þörf þess fyrir heilbrigðisþjónustu aukist. Aldraðir þurfa fyrst og fremst grunnheilbrigðisþjónustu sem undirbúa þarf með eflingu heilsugæslunnar og félagsþjónustunnar, sem og fjölgun hjúkrunarrýma.Ofuráhersla á byggingu Gildandi lög um heilbrigðismál og heilbrigðisáætlun velferðarráðuneytisins sem mótar framtíðarsýn og setur markmið í heilbrigðismálum fram til ársins 2020, undirstrika að tryggja eigi grunnheilbrigðisþjónustu, sem hérlendis er byggð upp af heilsugæslustöðvum. Ofuráhersla á byggingu nýs spítala til að koma heilbrigðisþjónustu þjóðarinnar til bjargar hefur réttilega verið kallað stefnurek (e. policy drift) heilbrigðisþjónustunnar, þar sem lagasetning og heilbrigðisáætlun taka mið af tryggingu grunnheilbrigðisþjónustu en framkvæmdaþátturinn stangast hins vegar á við það og miðast fyrst og fremst að því að styrkja sérhæfða heilbrigðisþjónustu með byggingu nýs Landspítala. Í fullkomnum heimi gætum við gert hvort tveggja, ráðist í stórar framkvæmdir til að styrkja bæði sérhæfða heilbrigðisþjónustu og grunnheilbrigðisþjónustu, því þörfin er vissulega fyrir hendi á báðum stöðum. En það er því miður ekki veruleiki okkar, síst af öllu í hægu bataferli eftir efnahagslegt hrun. Hætt er við því að ekki verði meira til skiptanna fyrir eflingu heilbrigðisþjónustu í fjárlögum næstu ára, ef af þessari dýru framkvæmd verður. Sú framtíðarsýn er uggvænleg fyrir grunnheilbrigðisþjónustu sem þegar þarf sárlega á styrkingu að halda. Því hljótum við að verða að spyrja okkur, er bygging nýs Landspítala þarfasta framkvæmdin í eflingu heilbrigðisþjónustunnar?
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar