Samstaða um afnám gjaldeyrishafta Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 1. maí 2013 07:00 Á Íslandi hefur náðst markverður árangur í að vinna úr því efnahagshruni sem varð árið 2008. Helstu hagvísar eru til sannindamerkis um þessa breytingu. Vextir eru 6%, verðbólga um 3%, hagvöxtur nálægt 2%, ríkissjóður nær hallalaus, gengi krónunnar hefur styrkst og ríkið getur fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. En þó að þjóðin sé komin langan veg frá því hruni og góður grunnur lagður að lífskjarasókn standa eftir mörg óleyst verkefni, sem munu hafa áhrif á hversu vel okkur mun farnast. Langstærsta verkefni næsta kjörtímabils er að ná árangri í afnámi gjaldeyrishafta til að ljúka megi því efnahagslega uppgjöri sem varð við fall stóru viðskiptabankanna. Umfang þess er stjarnfræðilegt hvernig sem á það er litið en hagkerfi þrotabúanna losar líklega um 2.700 milljarða króna, sem er rúmlega ein og hálf landsframleiðsla. Ekki er bráð hætta af umfangi þessa hagkerfis og hluti þess er erlendar eignir.Töf veldur þrýstingi á krónu Aftur á móti vex stór hluti eignanna og býr sífellt til nýjar „aflandskrónur“ innan hafta eða krónur sem vilja rata aftur til erlendu eigenda sinna og skapa því þrýsting á gengi krónunnar. Því lengur sem það tekur að afnema höftin því meira vex þessi krónueign, sem þýðir að enn meiri þrýstingur skapast á gengi krónunnar. Fyrir utan þessa sístækkandi krónueign eru fram undan gjalddagar orkufyrirtækja í erlendri mynt, afborganir ríkissjóðs og sveitarfélaga á erlendum lánum. Erfitt er að sjá þegar allir þessir þættir leggjast saman að afgangur af vöruskiptum dugi til að standa undir útgreiðslum sem og er gert ráð fyrir að innflutningur eigi eftir að aukast.Ríkt hagsmunamál Ef illa tekst til við afnám hafta mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf. Of mikill þrýstingur á krónuna vegna útgreiðslna í erlendri mynt myndi þýða fall hennar. Fyrir heimilin í landinu þýddi fall hennar mikla lífskjaraskerðingu vegna þess verðbólguskots sem fylgdi í kjölfarið. Viðlíka vaxtahækkun við slíkt verðbólguskot, eins og ráðist var í í hruninu, myndi að öllum líkindum endanlega kæfa hagkerfið. Þessi dökka mynd er ekki sett fram til að vekja ótta hjá neinum heldur einungis til að útskýra hversu ríkt hagsmunamál það er að vel takist til við afnám gjaldeyrishafta.Samstillt átak tryggir árangur Það er líka full ástæða til að ætla að með samstilltu átaki geti náðst farsæl niðurstaða í afnámi hafta. Í dag starfar þverpólitísk nefnd um afnám hafta en innan þeirrar nefndar hefur verið rík samstaða um þau markmið sem skal hafa að leiðarljósi við ferlið. Þau eru að höftin verða ekki afnumin nema heildræn lausn finnist sem tryggi hagsmuni þjóðarbúsins fyrst og síðast. Slíkt gæti m.a. þýtt samninga við kröfuhafa um skilmála útgreiðslna þar sem krónueignir eru verðfelldar eða skattlagningu við útgreiðslu. Allavega er ljóst að kröfuhafar eru ekki í forgangi þegar kemur að afnámsferlinu heldur einungis það sem tryggir hér fjármála- og gengisstöðugleika. Afnámsferli sem gjaldfellir krónur hér innanlands til að tryggja kröfuhöfum útgreiðslur er misheppnað afnámsferli. Skilningur á þessu atriði tryggir þá nauðsynlegu samstöðu sem þarf til að ná árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur náðst markverður árangur í að vinna úr því efnahagshruni sem varð árið 2008. Helstu hagvísar eru til sannindamerkis um þessa breytingu. Vextir eru 6%, verðbólga um 3%, hagvöxtur nálægt 2%, ríkissjóður nær hallalaus, gengi krónunnar hefur styrkst og ríkið getur fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. En þó að þjóðin sé komin langan veg frá því hruni og góður grunnur lagður að lífskjarasókn standa eftir mörg óleyst verkefni, sem munu hafa áhrif á hversu vel okkur mun farnast. Langstærsta verkefni næsta kjörtímabils er að ná árangri í afnámi gjaldeyrishafta til að ljúka megi því efnahagslega uppgjöri sem varð við fall stóru viðskiptabankanna. Umfang þess er stjarnfræðilegt hvernig sem á það er litið en hagkerfi þrotabúanna losar líklega um 2.700 milljarða króna, sem er rúmlega ein og hálf landsframleiðsla. Ekki er bráð hætta af umfangi þessa hagkerfis og hluti þess er erlendar eignir.Töf veldur þrýstingi á krónu Aftur á móti vex stór hluti eignanna og býr sífellt til nýjar „aflandskrónur“ innan hafta eða krónur sem vilja rata aftur til erlendu eigenda sinna og skapa því þrýsting á gengi krónunnar. Því lengur sem það tekur að afnema höftin því meira vex þessi krónueign, sem þýðir að enn meiri þrýstingur skapast á gengi krónunnar. Fyrir utan þessa sístækkandi krónueign eru fram undan gjalddagar orkufyrirtækja í erlendri mynt, afborganir ríkissjóðs og sveitarfélaga á erlendum lánum. Erfitt er að sjá þegar allir þessir þættir leggjast saman að afgangur af vöruskiptum dugi til að standa undir útgreiðslum sem og er gert ráð fyrir að innflutningur eigi eftir að aukast.Ríkt hagsmunamál Ef illa tekst til við afnám hafta mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf. Of mikill þrýstingur á krónuna vegna útgreiðslna í erlendri mynt myndi þýða fall hennar. Fyrir heimilin í landinu þýddi fall hennar mikla lífskjaraskerðingu vegna þess verðbólguskots sem fylgdi í kjölfarið. Viðlíka vaxtahækkun við slíkt verðbólguskot, eins og ráðist var í í hruninu, myndi að öllum líkindum endanlega kæfa hagkerfið. Þessi dökka mynd er ekki sett fram til að vekja ótta hjá neinum heldur einungis til að útskýra hversu ríkt hagsmunamál það er að vel takist til við afnám gjaldeyrishafta.Samstillt átak tryggir árangur Það er líka full ástæða til að ætla að með samstilltu átaki geti náðst farsæl niðurstaða í afnámi hafta. Í dag starfar þverpólitísk nefnd um afnám hafta en innan þeirrar nefndar hefur verið rík samstaða um þau markmið sem skal hafa að leiðarljósi við ferlið. Þau eru að höftin verða ekki afnumin nema heildræn lausn finnist sem tryggi hagsmuni þjóðarbúsins fyrst og síðast. Slíkt gæti m.a. þýtt samninga við kröfuhafa um skilmála útgreiðslna þar sem krónueignir eru verðfelldar eða skattlagningu við útgreiðslu. Allavega er ljóst að kröfuhafar eru ekki í forgangi þegar kemur að afnámsferlinu heldur einungis það sem tryggir hér fjármála- og gengisstöðugleika. Afnámsferli sem gjaldfellir krónur hér innanlands til að tryggja kröfuhöfum útgreiðslur er misheppnað afnámsferli. Skilningur á þessu atriði tryggir þá nauðsynlegu samstöðu sem þarf til að ná árangri.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar