Samstaða um afnám gjaldeyrishafta Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 1. maí 2013 07:00 Á Íslandi hefur náðst markverður árangur í að vinna úr því efnahagshruni sem varð árið 2008. Helstu hagvísar eru til sannindamerkis um þessa breytingu. Vextir eru 6%, verðbólga um 3%, hagvöxtur nálægt 2%, ríkissjóður nær hallalaus, gengi krónunnar hefur styrkst og ríkið getur fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. En þó að þjóðin sé komin langan veg frá því hruni og góður grunnur lagður að lífskjarasókn standa eftir mörg óleyst verkefni, sem munu hafa áhrif á hversu vel okkur mun farnast. Langstærsta verkefni næsta kjörtímabils er að ná árangri í afnámi gjaldeyrishafta til að ljúka megi því efnahagslega uppgjöri sem varð við fall stóru viðskiptabankanna. Umfang þess er stjarnfræðilegt hvernig sem á það er litið en hagkerfi þrotabúanna losar líklega um 2.700 milljarða króna, sem er rúmlega ein og hálf landsframleiðsla. Ekki er bráð hætta af umfangi þessa hagkerfis og hluti þess er erlendar eignir.Töf veldur þrýstingi á krónu Aftur á móti vex stór hluti eignanna og býr sífellt til nýjar „aflandskrónur“ innan hafta eða krónur sem vilja rata aftur til erlendu eigenda sinna og skapa því þrýsting á gengi krónunnar. Því lengur sem það tekur að afnema höftin því meira vex þessi krónueign, sem þýðir að enn meiri þrýstingur skapast á gengi krónunnar. Fyrir utan þessa sístækkandi krónueign eru fram undan gjalddagar orkufyrirtækja í erlendri mynt, afborganir ríkissjóðs og sveitarfélaga á erlendum lánum. Erfitt er að sjá þegar allir þessir þættir leggjast saman að afgangur af vöruskiptum dugi til að standa undir útgreiðslum sem og er gert ráð fyrir að innflutningur eigi eftir að aukast.Ríkt hagsmunamál Ef illa tekst til við afnám hafta mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf. Of mikill þrýstingur á krónuna vegna útgreiðslna í erlendri mynt myndi þýða fall hennar. Fyrir heimilin í landinu þýddi fall hennar mikla lífskjaraskerðingu vegna þess verðbólguskots sem fylgdi í kjölfarið. Viðlíka vaxtahækkun við slíkt verðbólguskot, eins og ráðist var í í hruninu, myndi að öllum líkindum endanlega kæfa hagkerfið. Þessi dökka mynd er ekki sett fram til að vekja ótta hjá neinum heldur einungis til að útskýra hversu ríkt hagsmunamál það er að vel takist til við afnám gjaldeyrishafta.Samstillt átak tryggir árangur Það er líka full ástæða til að ætla að með samstilltu átaki geti náðst farsæl niðurstaða í afnámi hafta. Í dag starfar þverpólitísk nefnd um afnám hafta en innan þeirrar nefndar hefur verið rík samstaða um þau markmið sem skal hafa að leiðarljósi við ferlið. Þau eru að höftin verða ekki afnumin nema heildræn lausn finnist sem tryggi hagsmuni þjóðarbúsins fyrst og síðast. Slíkt gæti m.a. þýtt samninga við kröfuhafa um skilmála útgreiðslna þar sem krónueignir eru verðfelldar eða skattlagningu við útgreiðslu. Allavega er ljóst að kröfuhafar eru ekki í forgangi þegar kemur að afnámsferlinu heldur einungis það sem tryggir hér fjármála- og gengisstöðugleika. Afnámsferli sem gjaldfellir krónur hér innanlands til að tryggja kröfuhöfum útgreiðslur er misheppnað afnámsferli. Skilningur á þessu atriði tryggir þá nauðsynlegu samstöðu sem þarf til að ná árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur náðst markverður árangur í að vinna úr því efnahagshruni sem varð árið 2008. Helstu hagvísar eru til sannindamerkis um þessa breytingu. Vextir eru 6%, verðbólga um 3%, hagvöxtur nálægt 2%, ríkissjóður nær hallalaus, gengi krónunnar hefur styrkst og ríkið getur fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. En þó að þjóðin sé komin langan veg frá því hruni og góður grunnur lagður að lífskjarasókn standa eftir mörg óleyst verkefni, sem munu hafa áhrif á hversu vel okkur mun farnast. Langstærsta verkefni næsta kjörtímabils er að ná árangri í afnámi gjaldeyrishafta til að ljúka megi því efnahagslega uppgjöri sem varð við fall stóru viðskiptabankanna. Umfang þess er stjarnfræðilegt hvernig sem á það er litið en hagkerfi þrotabúanna losar líklega um 2.700 milljarða króna, sem er rúmlega ein og hálf landsframleiðsla. Ekki er bráð hætta af umfangi þessa hagkerfis og hluti þess er erlendar eignir.Töf veldur þrýstingi á krónu Aftur á móti vex stór hluti eignanna og býr sífellt til nýjar „aflandskrónur“ innan hafta eða krónur sem vilja rata aftur til erlendu eigenda sinna og skapa því þrýsting á gengi krónunnar. Því lengur sem það tekur að afnema höftin því meira vex þessi krónueign, sem þýðir að enn meiri þrýstingur skapast á gengi krónunnar. Fyrir utan þessa sístækkandi krónueign eru fram undan gjalddagar orkufyrirtækja í erlendri mynt, afborganir ríkissjóðs og sveitarfélaga á erlendum lánum. Erfitt er að sjá þegar allir þessir þættir leggjast saman að afgangur af vöruskiptum dugi til að standa undir útgreiðslum sem og er gert ráð fyrir að innflutningur eigi eftir að aukast.Ríkt hagsmunamál Ef illa tekst til við afnám hafta mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf. Of mikill þrýstingur á krónuna vegna útgreiðslna í erlendri mynt myndi þýða fall hennar. Fyrir heimilin í landinu þýddi fall hennar mikla lífskjaraskerðingu vegna þess verðbólguskots sem fylgdi í kjölfarið. Viðlíka vaxtahækkun við slíkt verðbólguskot, eins og ráðist var í í hruninu, myndi að öllum líkindum endanlega kæfa hagkerfið. Þessi dökka mynd er ekki sett fram til að vekja ótta hjá neinum heldur einungis til að útskýra hversu ríkt hagsmunamál það er að vel takist til við afnám gjaldeyrishafta.Samstillt átak tryggir árangur Það er líka full ástæða til að ætla að með samstilltu átaki geti náðst farsæl niðurstaða í afnámi hafta. Í dag starfar þverpólitísk nefnd um afnám hafta en innan þeirrar nefndar hefur verið rík samstaða um þau markmið sem skal hafa að leiðarljósi við ferlið. Þau eru að höftin verða ekki afnumin nema heildræn lausn finnist sem tryggi hagsmuni þjóðarbúsins fyrst og síðast. Slíkt gæti m.a. þýtt samninga við kröfuhafa um skilmála útgreiðslna þar sem krónueignir eru verðfelldar eða skattlagningu við útgreiðslu. Allavega er ljóst að kröfuhafar eru ekki í forgangi þegar kemur að afnámsferlinu heldur einungis það sem tryggir hér fjármála- og gengisstöðugleika. Afnámsferli sem gjaldfellir krónur hér innanlands til að tryggja kröfuhöfum útgreiðslur er misheppnað afnámsferli. Skilningur á þessu atriði tryggir þá nauðsynlegu samstöðu sem þarf til að ná árangri.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar