Nýtum allan mannauðinn – líka í fjölmiðlum Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. maí 2013 09:00 Ef ég man hlutföllin rétt þá voru um 97% viðmælenda bankafrétta árin fyrir hrun karlmenn. Þessi niðurstaða kom fram í fjölmiðlakafla skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og þótti sláandi. Fjölmiðlarnir voru gagnrýndir fyrir að láta „mata“ sig af örfáum mönnum og viðkomandi bankaviðmælendur voru gagnrýndir fyrir að upplýsa þjóðina ekki rétt. Hefur eitthvað breyst? Fjórum árum síðar fórum við 12 konur af stað með fyrsta sérhæfða samskiptamiðilinn á Íslandi, spyr.is. Við völdum opnunardaginn 6. október 2012, þ.e. hinn margfræga „Guð blessi Ísland“ dag. Á tæpum sex mánuðum höfum við lært að opnun fyrirspurnargáttar fyrir almenning var ekki bara tímabær heldur er að vekja athygli erlendis sem fyrsti samskiptamiðillinn í heimi sem formlega hefur það hlutverk að óska eftir svörum fyrir almenning. Hátt í fjögur hundruð aðilar hafa nú svarað spurningum á spyr.is og voru kynjahlutföll svarenda um síðustu mánaðamót sem hér segir: 48% eru karlmenn, 38% eru konur og 14% eru ókyngreind, þ.e. svör eru birt í nafni fyrirtækis eða stofnunar. Ef ókyngreind svör eru ekki meðtalin væru kynjahlutföllin 56% karlmenn og 44% konur. Á þessum sex mánuðum höfum við hins vegar komist að því að til þess að halda þessum hlutföllum sem jöfnustum þurfum við að leita, finna og velja fréttir með kynjahlutfall svarenda í huga. En ef konur eru sjaldnar viðmælendur í fréttum fjölmiðla, þýðir það þá að konur hafi eitthvað minna að segja en karlmenn?Konur sem hafa vit! Svarið við síðustu spurningu er klárlega nei. Ég nefni hér dæmi frá viðskiptavinum spyr.is þar sem stór íslensk fyrirtæki eru með stolti að tefla fram flottum konum og ráðgjöfum: Ásdís B. Jónsdóttir, gæðastjóri hjá N1, hefur verið forsvarsmaður N1 í að miðla þekkingu er varðar gæði og öryggismál stórfyrirtækja. Ekki er hægt að segja annað en að Ásdís starfi í mjög karllægu umhverfi olíu og bifreiða. Annað gott dæmi er ráðgjafar KPMG. Á fyrsta birtingarmánuði KPMG á spyr.is tefldi KPMG fram þremur konum á sínum vegum fyrir upplýsingamiðlun og ráðgjöf en það voru Guðrún B. Bragadóttir, Berglind Guðmundsdóttir og Soffía Björgvinsdóttir. Hjá Landsbankanum hafa tvær konur verið í samskiptum við lesendur, þær Margrét O. Ásgeirsdóttir og Steinunn Pálmadóttir. Spurningum til Símans hefur verið svarað af Gunnhildi Ö. Gunnarsdóttur, fyrrverandi blaðamanni. Og eru þá ekki upp talin samskiptin sem þjálfararnir hjá World Class eða Lukka á Happ eiga vikulega við lesendur um hollustu og hreysti. Já, það vantar ekki konurnar með þekkinguna en það sem meira er: Það eru fyrirtækin sjálf sem tefla þessum konum fram! En hvers vegna sjáum við konurnar þá ekki meira í fjölmiðlunum sjálfum?Spennandi tækifæri Hér eins og víða er fréttastofum og ritstjórnum fjölmiðla stjórnað af karlmönnum. Auðvitað hefur þetta áhrif, sama hvað þessir karlmenn halda kannski sjálfir. Að mínu mati yrði hvoru tveggja reyndar til góðs, að fjölga konum á fjölmiðlum og að fjölga konum í fjölmiðlum. Að þessu sinni læt ég það þó nægja að mæla með því að fjölmiðlar finni fleiri konur í fréttir, ekki bara í sparidagskrárþættina. Fyrir vikið fáum við fjölbreyttari fréttir og eflaust málefnalegri umræður líka þar sem mannauðurinn yrði nýttur betur en nú. Ef einhverjir fjölmiðlar líta á þessa grein sem enn eitt kvennarausið, eru kannski sannfærðir um að konur séu tregar við að mæta í viðtöl, að fjölmiðlarnir séu eingöngu að endurspegla ytra umhverfi eða trúa því að karlmenn séu hreinlega hæfastir til að stýra fjölmiðlunum, þá eiga þeir það bara við sig. Staðreyndin er að konum hefur fjölgað á þingi, jöfn kynjaskipting í ríkisstjórn telst eðlileg krafa, kynjakvótalög hafa verið sett fyrir stjórnir stærri fyrirtækja og nú er hreinlega komið að því að ræða svolítið fjölmiðlana. Þar liggja mörg spennandi tækifæri og upplagt að benda t.d. á fjölmiðlalista FKA þar sem listuð eru upp nöfn kvenna sem eru tilbúnar til að ræða við fjölmiðla. Eins má líka benda á nafnalistann í þjóðskrá en þar eru kynjahlutföllin 50:50. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ef ég man hlutföllin rétt þá voru um 97% viðmælenda bankafrétta árin fyrir hrun karlmenn. Þessi niðurstaða kom fram í fjölmiðlakafla skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og þótti sláandi. Fjölmiðlarnir voru gagnrýndir fyrir að láta „mata“ sig af örfáum mönnum og viðkomandi bankaviðmælendur voru gagnrýndir fyrir að upplýsa þjóðina ekki rétt. Hefur eitthvað breyst? Fjórum árum síðar fórum við 12 konur af stað með fyrsta sérhæfða samskiptamiðilinn á Íslandi, spyr.is. Við völdum opnunardaginn 6. október 2012, þ.e. hinn margfræga „Guð blessi Ísland“ dag. Á tæpum sex mánuðum höfum við lært að opnun fyrirspurnargáttar fyrir almenning var ekki bara tímabær heldur er að vekja athygli erlendis sem fyrsti samskiptamiðillinn í heimi sem formlega hefur það hlutverk að óska eftir svörum fyrir almenning. Hátt í fjögur hundruð aðilar hafa nú svarað spurningum á spyr.is og voru kynjahlutföll svarenda um síðustu mánaðamót sem hér segir: 48% eru karlmenn, 38% eru konur og 14% eru ókyngreind, þ.e. svör eru birt í nafni fyrirtækis eða stofnunar. Ef ókyngreind svör eru ekki meðtalin væru kynjahlutföllin 56% karlmenn og 44% konur. Á þessum sex mánuðum höfum við hins vegar komist að því að til þess að halda þessum hlutföllum sem jöfnustum þurfum við að leita, finna og velja fréttir með kynjahlutfall svarenda í huga. En ef konur eru sjaldnar viðmælendur í fréttum fjölmiðla, þýðir það þá að konur hafi eitthvað minna að segja en karlmenn?Konur sem hafa vit! Svarið við síðustu spurningu er klárlega nei. Ég nefni hér dæmi frá viðskiptavinum spyr.is þar sem stór íslensk fyrirtæki eru með stolti að tefla fram flottum konum og ráðgjöfum: Ásdís B. Jónsdóttir, gæðastjóri hjá N1, hefur verið forsvarsmaður N1 í að miðla þekkingu er varðar gæði og öryggismál stórfyrirtækja. Ekki er hægt að segja annað en að Ásdís starfi í mjög karllægu umhverfi olíu og bifreiða. Annað gott dæmi er ráðgjafar KPMG. Á fyrsta birtingarmánuði KPMG á spyr.is tefldi KPMG fram þremur konum á sínum vegum fyrir upplýsingamiðlun og ráðgjöf en það voru Guðrún B. Bragadóttir, Berglind Guðmundsdóttir og Soffía Björgvinsdóttir. Hjá Landsbankanum hafa tvær konur verið í samskiptum við lesendur, þær Margrét O. Ásgeirsdóttir og Steinunn Pálmadóttir. Spurningum til Símans hefur verið svarað af Gunnhildi Ö. Gunnarsdóttur, fyrrverandi blaðamanni. Og eru þá ekki upp talin samskiptin sem þjálfararnir hjá World Class eða Lukka á Happ eiga vikulega við lesendur um hollustu og hreysti. Já, það vantar ekki konurnar með þekkinguna en það sem meira er: Það eru fyrirtækin sjálf sem tefla þessum konum fram! En hvers vegna sjáum við konurnar þá ekki meira í fjölmiðlunum sjálfum?Spennandi tækifæri Hér eins og víða er fréttastofum og ritstjórnum fjölmiðla stjórnað af karlmönnum. Auðvitað hefur þetta áhrif, sama hvað þessir karlmenn halda kannski sjálfir. Að mínu mati yrði hvoru tveggja reyndar til góðs, að fjölga konum á fjölmiðlum og að fjölga konum í fjölmiðlum. Að þessu sinni læt ég það þó nægja að mæla með því að fjölmiðlar finni fleiri konur í fréttir, ekki bara í sparidagskrárþættina. Fyrir vikið fáum við fjölbreyttari fréttir og eflaust málefnalegri umræður líka þar sem mannauðurinn yrði nýttur betur en nú. Ef einhverjir fjölmiðlar líta á þessa grein sem enn eitt kvennarausið, eru kannski sannfærðir um að konur séu tregar við að mæta í viðtöl, að fjölmiðlarnir séu eingöngu að endurspegla ytra umhverfi eða trúa því að karlmenn séu hreinlega hæfastir til að stýra fjölmiðlunum, þá eiga þeir það bara við sig. Staðreyndin er að konum hefur fjölgað á þingi, jöfn kynjaskipting í ríkisstjórn telst eðlileg krafa, kynjakvótalög hafa verið sett fyrir stjórnir stærri fyrirtækja og nú er hreinlega komið að því að ræða svolítið fjölmiðlana. Þar liggja mörg spennandi tækifæri og upplagt að benda t.d. á fjölmiðlalista FKA þar sem listuð eru upp nöfn kvenna sem eru tilbúnar til að ræða við fjölmiðla. Eins má líka benda á nafnalistann í þjóðskrá en þar eru kynjahlutföllin 50:50.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar