Flippað fjarnám? Sölvi Sveinsson skrifar 1. maí 2013 07:00 Svo lengi lærir sem lifir: nú er það spegluð kennsla sem bættist í hugtakasafnið, flipped classroom upp á ensku, eftir lestur greinar Hjálmars Árnasonar í Fréttablaðinu 3. apríl sl. En ekkert er nýtt undir sólinni. Ég fæ ekki betur séð en röksemdir hans með þessu vinnuferli eigi prýðilega við það fjarnám sem ég þekki best, í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og í Verzlunarskólanum. „Þitt nám þegar þér hentar“ var auglýst og „þitt nám á þínum hraða“. Góðir fjarkennarar eiga frábært námsumhverfi á neti og nota margvíslega gagnvirka miðla til þess að hafa samband við fjarnemendur. Þeir fjalla um efnið frá ýmsum sjónarhornum, svara ótal spurningum og safna í sarpinn. Fjarnemendur geta t.d. horft og hlustað á kennara sinn reikna sama dæmið eins oft og þeir þurfa til þess að skilja og ef það dugir ekki senda þeir fyrirspurn og fá svar. Stundum eru staðbundnar lotur þar sem nemendur geta farið í saumana á einstökum úrlausnarefnum með kennara sínum. Því er enn við að bæta, að flestir fjarnámskennarar kenna námsefni sitt líka í kennslustofu og opna þá fjarnámsumhverfi sitt fyrir dagskólanemendum sem þannig geta nálgast efnið heiman frá sér – í fylgd með foreldrum ef þeir hafa áhuga. Allt eykur þetta virkni nemenda, færri falla fyrir vikið, og fleiri geta stundað nám. Það voru hrapalleg mistök að skerða fjarnám um helming í kjölfar hruns. Brottfallsumræða er allt önnur Ella. Brottfall stafar hér einkum af því að námsframboð framhaldsskóla er allt of bókmiðað og dulda námskráin stýrir alltof mörgum í bóknám sem þangað eiga ekki erindi. Stjórnmálamenn staglast á því að efla þurfi starfs- og verknám, en ekkert gerist þótt þeir setjist í valdastóla. Nýir skólar í Mosfellsbæ, Borgarnesi, Grundarfirði og í Fjallabyggð eru allir bóknámsmiðaðir. Ekki var pólitískur vilji til þess að stofna Listmenntaskóla Íslands sem bráðvantar til þess að bæta úr brýnni þörf – t.d. ef menn vilja minnka brottfall og efla verknám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Svo lengi lærir sem lifir: nú er það spegluð kennsla sem bættist í hugtakasafnið, flipped classroom upp á ensku, eftir lestur greinar Hjálmars Árnasonar í Fréttablaðinu 3. apríl sl. En ekkert er nýtt undir sólinni. Ég fæ ekki betur séð en röksemdir hans með þessu vinnuferli eigi prýðilega við það fjarnám sem ég þekki best, í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og í Verzlunarskólanum. „Þitt nám þegar þér hentar“ var auglýst og „þitt nám á þínum hraða“. Góðir fjarkennarar eiga frábært námsumhverfi á neti og nota margvíslega gagnvirka miðla til þess að hafa samband við fjarnemendur. Þeir fjalla um efnið frá ýmsum sjónarhornum, svara ótal spurningum og safna í sarpinn. Fjarnemendur geta t.d. horft og hlustað á kennara sinn reikna sama dæmið eins oft og þeir þurfa til þess að skilja og ef það dugir ekki senda þeir fyrirspurn og fá svar. Stundum eru staðbundnar lotur þar sem nemendur geta farið í saumana á einstökum úrlausnarefnum með kennara sínum. Því er enn við að bæta, að flestir fjarnámskennarar kenna námsefni sitt líka í kennslustofu og opna þá fjarnámsumhverfi sitt fyrir dagskólanemendum sem þannig geta nálgast efnið heiman frá sér – í fylgd með foreldrum ef þeir hafa áhuga. Allt eykur þetta virkni nemenda, færri falla fyrir vikið, og fleiri geta stundað nám. Það voru hrapalleg mistök að skerða fjarnám um helming í kjölfar hruns. Brottfallsumræða er allt önnur Ella. Brottfall stafar hér einkum af því að námsframboð framhaldsskóla er allt of bókmiðað og dulda námskráin stýrir alltof mörgum í bóknám sem þangað eiga ekki erindi. Stjórnmálamenn staglast á því að efla þurfi starfs- og verknám, en ekkert gerist þótt þeir setjist í valdastóla. Nýir skólar í Mosfellsbæ, Borgarnesi, Grundarfirði og í Fjallabyggð eru allir bóknámsmiðaðir. Ekki var pólitískur vilji til þess að stofna Listmenntaskóla Íslands sem bráðvantar til þess að bæta úr brýnni þörf – t.d. ef menn vilja minnka brottfall og efla verknám.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar