1. maí – framtíðarsýn Bandalags háskólamanna Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 1. maí 2013 07:00 Íslenskur vinnumarkaður er auðlindadrifinn, framleiðni lág og vinnutími langur. Þannig má í stuttu máli draga saman niðurstöður greiningar McKinsey-ráðgjafahópsins, sem gaf frá sér skýrslu um hagsæld og vaxtarmöguleika Íslands síðastliðið haust. Sóknarfæri felast öðru fremur í eflingu hins alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki er háður landfræðilegum auðlindum. Það kallar á hærra menntunarstig og markvissara samspil menntunar og atvinnulífs. Framleiðnivandinn er ekki hvað síst í verslun og þjónustu, þar er hagnaður af unnum tímum hvað minnstur. Uppbygging á vinnumarkaði verður að horfa til þess að störf færist frá þessum geira frekar en að bætast þar við. Í alþjóðlegum samanburði á Ísland langt í land hvað varðar áætlanagerð og stefnumótun til langs tíma. Vertíðarhugsun á vissulega sinn sess í sögu okkar hvað varðar lífsafkomu í harðbýlu landi, en hraðar breytingar á undanförnum áratugum ættu þó að leiða okkur inn á nýjar brautir. Að vinna mikið og vinna hratt er ekki lengur eina forsendan fyrir því að komast af og alls ekki vænlegt til árangurs þegar samkeppni við nágrannalöndin er annars vegar.Framþróun á vinnumarkaði Það er mat Bandalags háskólamanna (BHM) að áherslubreyting þurfi að verða í stefnumótun á íslenskum vinnumarkaði. Háskólamenntuðu vinnuafli fer ört fjölgandi og því er brýnt að tillit sé tekið til þess við áætlanagerð í kjaramálum á öllum sviðum. Markviss fjölgun starfa á íslenskum vinnumarkaði má alls ekki horfa fram hjá þessum hópi, enda myndi slíkt bitna á öllum, ekki síst ófaglærðum. Það mun ekki ganga til lengdar að treysta á að vinnumarkaður háskólamenntaðra verði til af sjálfu sér, eins og hingað til hefur verið gert. Uppbyggingu starfa fyrir háskólamenntaða, hvort sem hún er undir merkjum nýsköpunar, sprotastarfs eða skapandi greina, ber síst að skoða sem atlögu að hefðbundnum starfsgreinum. Þvert á móti er það mikill styrkur þegar saman fer rótgróin starfsemi og ný færni.Kjör og réttindi Sögulega séð hefur stærsti viðsemjandi aðildarfélaga BHM verið hið opinbera. Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun félagsmanna á almennum vinnumarkaði, auk þess sem störf hjá hinu opinbera færast frá því að teljast ófaglærð í að krefjast fagþekkingar. Þessar breytingar kalla á nýja nálgun við samningagerð, enda verður samkomulag um laun háskólamenntaðra, hvort sem er á almennum eða opinberum vinnumarkaði, að endurspegla að söluvaran er sérfræðiþekking. Kjarasamningar sem byggja á hugmyndafræði uppmælingar eru illa næmir á verðmæti þekkingar. Þennan tiltekna upphafsdag maímánaðar hlýtur forysta launafólks að vera meðvituð um framkomnar hugmyndir um nýja þjóðarsátt. Ef víxlverkanir launahækkana og gengisfellinga eru að bresta á verður sú samræða óhjákvæmileg. Og þennan maídag, nú sem fyrr, svífur landlægur launamunur kynja yfir vötnum og virðist ekki ætla að hypja sig í bráð. Mun þjóðarsátt um kjör fela í sér samkomulag um stöðnun eða afturför í jafnréttismálum? Og mun ný þjóðarsátt, eins og sú fyrri og nýlegur stöðugleikasáttmáli frá 2009, verða á kostnað háskólamenntaðs millitekjufólks? Getur einhver sætt sig við það? Forsenda fyrir bættum réttindum á vinnumarkaði er blómlegt atvinnulíf sem horfir til framtíðar. Hagsæld á vinnumarkaði byggir á sterku menntastigi og góðri nýtingu þekkingar á öllum sviðum. Íslenskur vinnumarkaður verður að nýta vaxtarmöguleikana sem fylgja hækkuðu menntastigi og framsækinni þróun starfa sem ekki byggja á nýtingu náttúrugæða. Ef það mistekst mun umræða framtíðarinnar um velferð á vinnumarkaði einkennast af stöðnun. Horfum því fram á veginn, mótum trúverðuga framtíðarsýn og nýjar áherslur á grunni sterkara samspils menntunar og vinnumarkaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenskur vinnumarkaður er auðlindadrifinn, framleiðni lág og vinnutími langur. Þannig má í stuttu máli draga saman niðurstöður greiningar McKinsey-ráðgjafahópsins, sem gaf frá sér skýrslu um hagsæld og vaxtarmöguleika Íslands síðastliðið haust. Sóknarfæri felast öðru fremur í eflingu hins alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki er háður landfræðilegum auðlindum. Það kallar á hærra menntunarstig og markvissara samspil menntunar og atvinnulífs. Framleiðnivandinn er ekki hvað síst í verslun og þjónustu, þar er hagnaður af unnum tímum hvað minnstur. Uppbygging á vinnumarkaði verður að horfa til þess að störf færist frá þessum geira frekar en að bætast þar við. Í alþjóðlegum samanburði á Ísland langt í land hvað varðar áætlanagerð og stefnumótun til langs tíma. Vertíðarhugsun á vissulega sinn sess í sögu okkar hvað varðar lífsafkomu í harðbýlu landi, en hraðar breytingar á undanförnum áratugum ættu þó að leiða okkur inn á nýjar brautir. Að vinna mikið og vinna hratt er ekki lengur eina forsendan fyrir því að komast af og alls ekki vænlegt til árangurs þegar samkeppni við nágrannalöndin er annars vegar.Framþróun á vinnumarkaði Það er mat Bandalags háskólamanna (BHM) að áherslubreyting þurfi að verða í stefnumótun á íslenskum vinnumarkaði. Háskólamenntuðu vinnuafli fer ört fjölgandi og því er brýnt að tillit sé tekið til þess við áætlanagerð í kjaramálum á öllum sviðum. Markviss fjölgun starfa á íslenskum vinnumarkaði má alls ekki horfa fram hjá þessum hópi, enda myndi slíkt bitna á öllum, ekki síst ófaglærðum. Það mun ekki ganga til lengdar að treysta á að vinnumarkaður háskólamenntaðra verði til af sjálfu sér, eins og hingað til hefur verið gert. Uppbyggingu starfa fyrir háskólamenntaða, hvort sem hún er undir merkjum nýsköpunar, sprotastarfs eða skapandi greina, ber síst að skoða sem atlögu að hefðbundnum starfsgreinum. Þvert á móti er það mikill styrkur þegar saman fer rótgróin starfsemi og ný færni.Kjör og réttindi Sögulega séð hefur stærsti viðsemjandi aðildarfélaga BHM verið hið opinbera. Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun félagsmanna á almennum vinnumarkaði, auk þess sem störf hjá hinu opinbera færast frá því að teljast ófaglærð í að krefjast fagþekkingar. Þessar breytingar kalla á nýja nálgun við samningagerð, enda verður samkomulag um laun háskólamenntaðra, hvort sem er á almennum eða opinberum vinnumarkaði, að endurspegla að söluvaran er sérfræðiþekking. Kjarasamningar sem byggja á hugmyndafræði uppmælingar eru illa næmir á verðmæti þekkingar. Þennan tiltekna upphafsdag maímánaðar hlýtur forysta launafólks að vera meðvituð um framkomnar hugmyndir um nýja þjóðarsátt. Ef víxlverkanir launahækkana og gengisfellinga eru að bresta á verður sú samræða óhjákvæmileg. Og þennan maídag, nú sem fyrr, svífur landlægur launamunur kynja yfir vötnum og virðist ekki ætla að hypja sig í bráð. Mun þjóðarsátt um kjör fela í sér samkomulag um stöðnun eða afturför í jafnréttismálum? Og mun ný þjóðarsátt, eins og sú fyrri og nýlegur stöðugleikasáttmáli frá 2009, verða á kostnað háskólamenntaðs millitekjufólks? Getur einhver sætt sig við það? Forsenda fyrir bættum réttindum á vinnumarkaði er blómlegt atvinnulíf sem horfir til framtíðar. Hagsæld á vinnumarkaði byggir á sterku menntastigi og góðri nýtingu þekkingar á öllum sviðum. Íslenskur vinnumarkaður verður að nýta vaxtarmöguleikana sem fylgja hækkuðu menntastigi og framsækinni þróun starfa sem ekki byggja á nýtingu náttúrugæða. Ef það mistekst mun umræða framtíðarinnar um velferð á vinnumarkaði einkennast af stöðnun. Horfum því fram á veginn, mótum trúverðuga framtíðarsýn og nýjar áherslur á grunni sterkara samspils menntunar og vinnumarkaðar.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar