Vegabréf á vefslóðum Þorleifur Gunnarsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Að beiðni innanríkisráðherra hefur Þjóðskrá Íslands þróað nýja rafræna auðkenningarleið inn á einstaklingsmiðaða vefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Óhætt er að segja að um sé að ræða tímamót í rafrænni stjórnsýslu en auðkenningarleiðina hefur Þjóðskrá nefnt Íslykil. Íslykill samanstendur af kennitölu og lykilorði, en ef þörf er á auknu öryggi er hægt að styrkja Íslykilinn með talnarunu sem send er sem SMS í farsíma. Jafnframt hefur Þjóðskrá Íslands opnað nýtt heildstætt auðkenningarkerfi þar sem val er um Íslykil, styrktan Íslykil og rafræn skilríki á snjallkorti. Með auðkenningarkerfi Ísland.is er lagður grunnurinn að því að Íslendingar geti sótt allar opinberar upplýsingar í gegnum netið, jafnvel um sín viðkvæmustu einkamál, notið hvers slags opinberrar þjónustu og kosið.Starfshópur innanríkisráðherra Forsaga þessa máls er sú að 26. júní á síðasta ári skipaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stýrihóp um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hópurinn skilaði tveimur megintillögum í október sl., annars vegar frumvarpi sem orðið er að lögum og heimilar rafrænar íbúakosningar og hins vegar ofangreindum auðkenningarleiðum. Stýrihópurinn lagði til að rekstur og þjónusta rafrænna auðkenninga yrði miðlæg á vefsvæðinu Ísland.is og þannig skapaður rammi um rafrænar auðkenningar, nokkurs konar vegabréf á vefslóðum. Til að gera langa sögu stutta gerði innanríkisráðherra tillögur stýrihópsins að sínum, afhenti Þjóðskrá verkefnið og lagði sitt af mörkum til að Þjóðskrá fengi það fjármagn sem til þurfti.Fullt forræði hins opinbera Það er mikilvægt að opinberir aðilar hafi fullt forræði yfir þeim auðkenningarleiðum sem notaðar eru á opinberum vefjum eða í samskiptum við opinbera aðila og í raun ætti að skilgreina auðkenninguna sem ómissandi upplýsingainnviði. Hingað til hefur fyrst og fremst verið boðið upp á tvær leiðir inn á rafræna opinbera þjónustu. Annars vegar veflykil ríkisskattstjóra og hins vegar rafræn skilríki. Þessar leiðir mæta ekki þörfum fyrir almenna opinbera stjórnsýslu á Íslandi. RSK-lykillinn er eingöngu í boði fyrir 16 ára og eldri en þörf er á auðkenningu fyrir yngri aldurshópa og hann skortir aðra fjölbreytni sem Íslykillinn býður upp á. Þau rafrænu skilríki sem notuð eru í dag eru flest í eigu fjármálastofnana og hefur notkun þeirra ekki náð sér á strik. Ekki er raunhæft að reikna með mikilli aukningu í notkun rafrænna skilríkja í nánustu framtíð eða ekki fyrr en þau verða notendavænni en þau eru í dag. Rafræn skilríki í einhverri mynd eru þó nauðsynleg fyrir stóra fjármálagjörninga, aðgang sérfræðinga að sjúkraskrám o.s.frv.Stjórnsýsla 21. aldar Þrátt fyrir það að Íslendingar séu fremstir þjóða hvað varðar tölvueign og tölvufærni erum við aftarlega í flestum mælingum hvað varðar rafræna stjórnsýslu. Það er ljóst að íbúunum er ekki um að kenna heldur hinu opinbera. Sú ákvörðun innanríkisráðherra að fela Þjóðskrá Íslands uppbyggingu opinbers auðkenningarkerfis er mikilvægt skref í átt til stjórnsýslu 21. aldarinnar. Stjórnsýslu þar sem allir íbúar, hvar sem þeir búa á landinu, geta sótt og skilað upplýsingum, sótt um þjónustu, fyllt út eyðublöð og kosið á netinu í gegnum öruggar auðkenningar í eigu hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Að beiðni innanríkisráðherra hefur Þjóðskrá Íslands þróað nýja rafræna auðkenningarleið inn á einstaklingsmiðaða vefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Óhætt er að segja að um sé að ræða tímamót í rafrænni stjórnsýslu en auðkenningarleiðina hefur Þjóðskrá nefnt Íslykil. Íslykill samanstendur af kennitölu og lykilorði, en ef þörf er á auknu öryggi er hægt að styrkja Íslykilinn með talnarunu sem send er sem SMS í farsíma. Jafnframt hefur Þjóðskrá Íslands opnað nýtt heildstætt auðkenningarkerfi þar sem val er um Íslykil, styrktan Íslykil og rafræn skilríki á snjallkorti. Með auðkenningarkerfi Ísland.is er lagður grunnurinn að því að Íslendingar geti sótt allar opinberar upplýsingar í gegnum netið, jafnvel um sín viðkvæmustu einkamál, notið hvers slags opinberrar þjónustu og kosið.Starfshópur innanríkisráðherra Forsaga þessa máls er sú að 26. júní á síðasta ári skipaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stýrihóp um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hópurinn skilaði tveimur megintillögum í október sl., annars vegar frumvarpi sem orðið er að lögum og heimilar rafrænar íbúakosningar og hins vegar ofangreindum auðkenningarleiðum. Stýrihópurinn lagði til að rekstur og þjónusta rafrænna auðkenninga yrði miðlæg á vefsvæðinu Ísland.is og þannig skapaður rammi um rafrænar auðkenningar, nokkurs konar vegabréf á vefslóðum. Til að gera langa sögu stutta gerði innanríkisráðherra tillögur stýrihópsins að sínum, afhenti Þjóðskrá verkefnið og lagði sitt af mörkum til að Þjóðskrá fengi það fjármagn sem til þurfti.Fullt forræði hins opinbera Það er mikilvægt að opinberir aðilar hafi fullt forræði yfir þeim auðkenningarleiðum sem notaðar eru á opinberum vefjum eða í samskiptum við opinbera aðila og í raun ætti að skilgreina auðkenninguna sem ómissandi upplýsingainnviði. Hingað til hefur fyrst og fremst verið boðið upp á tvær leiðir inn á rafræna opinbera þjónustu. Annars vegar veflykil ríkisskattstjóra og hins vegar rafræn skilríki. Þessar leiðir mæta ekki þörfum fyrir almenna opinbera stjórnsýslu á Íslandi. RSK-lykillinn er eingöngu í boði fyrir 16 ára og eldri en þörf er á auðkenningu fyrir yngri aldurshópa og hann skortir aðra fjölbreytni sem Íslykillinn býður upp á. Þau rafrænu skilríki sem notuð eru í dag eru flest í eigu fjármálastofnana og hefur notkun þeirra ekki náð sér á strik. Ekki er raunhæft að reikna með mikilli aukningu í notkun rafrænna skilríkja í nánustu framtíð eða ekki fyrr en þau verða notendavænni en þau eru í dag. Rafræn skilríki í einhverri mynd eru þó nauðsynleg fyrir stóra fjármálagjörninga, aðgang sérfræðinga að sjúkraskrám o.s.frv.Stjórnsýsla 21. aldar Þrátt fyrir það að Íslendingar séu fremstir þjóða hvað varðar tölvueign og tölvufærni erum við aftarlega í flestum mælingum hvað varðar rafræna stjórnsýslu. Það er ljóst að íbúunum er ekki um að kenna heldur hinu opinbera. Sú ákvörðun innanríkisráðherra að fela Þjóðskrá Íslands uppbyggingu opinbers auðkenningarkerfis er mikilvægt skref í átt til stjórnsýslu 21. aldarinnar. Stjórnsýslu þar sem allir íbúar, hvar sem þeir búa á landinu, geta sótt og skilað upplýsingum, sótt um þjónustu, fyllt út eyðublöð og kosið á netinu í gegnum öruggar auðkenningar í eigu hins opinbera.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar