Fleiri fréttir

5% kvenna finnst þær öruggar

Inga Dóra Pétursdóttir skrifar

Það er algjörlega óásættanlegt að aðeins fimm prósentum kvenna í Nýju-Delí finnist þær vera öruggar.

Tækifæri í tollalækkun

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Þegar fréttist af Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í Krónunni í Mosfellsbæ að kaupa inn fyrir stjórnarmyndunarviðræðurnar í sveitinni sendu Samtök verzlunar og þjónustu formönnunum áskorun.

VG og framtíðin!

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Nú rúmri viku bak kosningum og meðan vöfflubakstur stendur yfir á vegum framsóknar- og sjálfstæðismanna er ekki úr vegi að tjá hug sinn til kosningaúrslitanna.

Brauðmolum kastað inn í framtíðina

Sif Sigmarsdóttir skrifar

"Sagan mun fara um mig mjúkum höndum því ég hyggst skrifa hana sjálfur.“ Tilvitnun þessi, sem gjarnan er eignuð Winston Churchill, virðist mörgum mektarmönnum hugleikin nú í umróti eftirhrunsáranna.

Markviss ríkisrekstur með CAF-sjálfsmati

Pétur Berg Matthíasson skrifar

Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar áttu sér stað viðamiklar breytingar innan stjórnsýslunnar undir formerkjum nýskipunar í ríkisrekstri með áherslu á aukna valddreifingu og aukið sjálfstæði stofnana.

Borgardama bíður eftir vori

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Ég skellti mér í drifhvítum strigaskóm í vinnuna í morgun. Skildi úlpuna eftir heima og renndi ekki einu sinni upp jakkanum.

Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og óbreytt

Sigurður Hólm Gunnarsson skrifar

Siðmennt er nú skráð lífsskoðunarfélag sem þýðir að félagið fær sömu réttindi og skráð trúfélög á Íslandi. Þannig geta þeir sem styðja hugmyndafræði Siðmenntar skráð sig í félagið sér að kostaðarlaus í gegnum Þjóðskrá og þá rennur sóknargjald þeirra til Siðmenntar. Þetta er betra en að standa utan trúfélaga þar sem þá rennur

Rammi Reykjavíkur

Líf Magneudóttir skrifar

Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem starfa eftir skýrum reglum.

Skógræktaröfgar í Elliðaárdal

Björn Guðmundsson skrifar

Í fornum ritum kemur fram að þegar landnámsmenn komu til Íslands var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru.

Safn allra landsmanna á tímamótum!

Margrét Hallgrímsdóttir skrifar

Þann 24. febrúar síðastliðinn voru landsmenn boðnir hjartanlega velkomnir á hátíð Þjóðminjasafns Íslands til þess að samfagna því að 150 ár voru liðin frá því lagður var grunnur að safninu.

Þegar aldurinn skiptir máli

Drífa Jenný Helgadóttir skrifar

Á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS) starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem sinnir greiningu þroska- og hegðunarfrávika hjá börnum upp að 12 ára aldri frá ýmsum svæðum á landinu.

Neðrideildarleikur í Noregi

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Dómarar í knattspyrnuleikjum meistaradeildar karla fá 156% hærri laun en þeir sem dæma leiki í efstu deild kvenna.

Er sumarið gleðitími fyrir alla?

Vilborg Oddsdóttir skrifar

Sumarið er gleðitími fyrir margar fjölskyldur og nú þegar hafa margir skipulagt sumarið, hvert á að fara og hvað á gera.

Varúð, sjúkur í sykur

Teitur Guðmundsson skrifar

Ég hef stundum fengið þá spurningu hvort einstaklingur sé með sykursýki ef honum finnst sætindi og sykur agalega góð og viðkomandi borði að eigin mati of mikið af sætindum.

Brottfall, þunganir og kynferðislegt ofbeldi

Guðrún H. Sederholm skrifar

Á síðustu tveimur mánuðum, mars og apríl, hefur Fréttablaðið fjallað um ofangreinda málaflokka út frá skýrslum UNICEF, upplýsingum frá OECD og fyrirlestri Ceciliu Beckenridge, prófessors við Brunel-háskóla, sem hún hélt hér á landi í apríl.

Er ég í falinni myndavél?

Jóhannes Ingi Kolbeinsson skrifar

"Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni.“ Þetta skrifaði Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, í Fréttablaðið 18. apríl síðastliðinn. Valitor, fyrir þá sem ekki vita, er eitt þriggja fyrirtækja sem viðurkenndu í lok árs 2007 langvarandi og víðtækt ólögmætt samráð, sem miðaðist við að koma fyrirtæki mínu, Kortaþjónustunni, út af íslenska markaðnum. Þetta er þekkt sem kortasamráðsmálið og muna sjálfsagt margir eftir skeytasendingum milli forstjóranna sem merkt voru "Delete eftir lestur.“

Kaupum álfinn

Mikael Torfason skrifar

Í dag hefst árleg álfasala SÁÁ og stendur út vikuna. SÁÁ eru félagasamtök sem reka sjúkrahúsið Vog og fjölda annarra meðferðarstofnana. Álfasalan er liður í að fjármagna barna- og fjölskyldudeild SÁÁ. Það má með sanni segja að fátt snerti börn okkar með jafn afdrifaríkum hætti og ofneysla áfengis. Og á Íslandi er áfengi misnotað fram úr hófi. Á Vog koma tveir af hverjum tíu karlmönnum einhvern tíma á lífsleiðinni og ein af hverjum tíu konum. Það er ótrúlegur fjöldi og í raun með ólíkindum hversu stór hluti þjóðarinnar á í vandræðum þegar kemur að áfengis- og vímuefnaneyslu.

Lærum að leika okkur

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þegar maður horfir á enska sakamálamynd þátt í sjónvarpinu sem gerð er upp úr bók eftir Agöthu Christie er ánægjan ekki endilega fólgin í því að brjóta heilann um plottið – er það ekki alltaf ungi myndarlegi maðurinn? Ekki er það heldur óvægin krufning á þjóðfélaginu, hvað þá fínlegar sálarlífslýsingar. Nei, ánægjan er einkum fólgin í því að horfa á það hvernig Englendingar fara að því að setja sig á svið.

Risaháhýsi frá 2007

Guðni Th. Jóhannesson og Dögg Hjaltalín skrifar

Gangi áform verktaka eftir hefjast senn framkvæmdir við nær 150 íbúða fjölbýlishús á allt að níu hæðum á Lýsisreitnum svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúar í nágrenninu reyna nú af veikum mætti að koma í veg fyrir að þessi risastóra bygging verði reist innan um gömul timburhús og lágreistar íbúablokkir.

Reykjanesfólkvangur lagður niður?

Ellert Grétarsson skrifar

Nýjasta útspilið í hernaðinum gegn náttúru Reykjanesskagans er hugmyndir um að leggja niður Reykjanesfólkvang.

Fúsk eða féfletting?

Árni Árnason skrifar

Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, fer mikinn í grein sem hann kallar „Fúsk í skúrnum“ í Fréttablaðinu nýverið. Í greininni kveður við gamlan tón sem oft hefur komið frá honum áður, nema að alltaf magnast vitleysan. Nú er svo að skilja á Özuri að karakterinn úr Spaugstofunni, þessi sem sinnir öllum sínum bílaviðgerðum með slaghamri og bara massar"etta aðeins, sé að yfirtaka allar bílaviðgerðir á Íslandi.

I approve this message

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Í nýafstöðnum kosningum klæddu gamlar konur sig upp, einhverjir flögguðu, allavega einn fékk ís og enginn gerði þarfir sínar í kjörkassa. ÖSE-menn voru sáttir, herbergi var innsiglað og svo fundið út úr því hvernig ætti að komast inn í það. Formenn flokkanna tóku niðurstöðum af jafnaðargeði enda í þjálfun eftir málefnalega og skætingslitla kosningabaráttu.

Umtalsverð áhætta í fjármálakerfinu

Þorsteinn Pálsson skrifar

Þessi jákvæða þróun gefur þó ekki tilefni til að slakað sé á árvekni gagnvart þeirri umtalsverðu áhættu í fjármálakerfinu sem enn er til staðar.“

Sjónvarps- og útvarpssendingar frá Úlfarsfelli

Hrannar Pétursson skrifar

Þann 1. maí birtist grein í Fréttablaðinu eftir Þórdísi Hauksdóttur, þar sem hún fjallaði um uppsetningu fjarskiptamannvirkja á Úlfarsfelli. Í greininni var uppsetningin og tengdar framkvæmdir gagnrýndar harkalega, en með þessum línum vill Vodafone skýra tilurð framkvæmdanna og sögulegt samhengi þeirra.

Huga verður að grunninum

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Eftirtektarverður árangur frumkvöðlanna sem að sprotafyrirtækinu CLARA standa sýnir í hnotskurn um hvers konar verðmæti er að tefla í þessum í geira nýsköpunar og tækni. Frá því var greint í vikunni að fyrirtækið, sem ekki er nema fimm ára gamalt og með um fimmtán starfmenn, hafi verið selt til bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis á rúman milljarð króna. CLARA fékk þar verðmiða sem slagar vel upp í markaðsvirði Nýherja í Kauphöllinni.

Olía við Ísland

Sævar Þór Jónsson skrifar

Undanfarið hefur mikil umræða verið um olíuleit á íslenska landgrunninu og hefur m.a. verið fjallað um skattlagningu á slíkri starfsemi. Olíuleitarfyrirtæki hafa gagnrýnt fyrirkomulag skattlagningar og gert kröfur um breytingar. Á sínum tíma var undirritaður fenginn til að vinna grunnathugun á því hvernig skattlagningu á olíuvinnslufyrirtækjum væri háttað hjá öðrum ríkjum og var m.a. í því litið til Kanada en þar eru aðstæður svipaðar og við Íslandsstrendur. Einnig eru vinnsluaðferðir áþekkar þeim sem nota á hér á landi.

Fáum 2007 aftur

Pawel Bartoszek skrifar

Einn af mínum uppáhaldshlaupabolum er úr Reykjavíkurmaraþoni Glitnis árið 2007. Bolurinn er úr svona rauðu pólýesterefni sem hrindir frá sér vökva. Ef ég set hann í þvottavél þá kemur hann gott sem þurr út. Árið 2007 voru menn nefnilega með metnað. Það var það ár sem þáverandi Ólympíumeistari í maraþonhlaupi, Ítalinn Stefano Baldini, skokkaði annar í markið í hálfmaraþoninu. Svo gott var Reykjavíkurmaraþonið 2007. Ólympíumeistarinn náði ekki einu sinni að vinna.

Gjald til bjargar Þingvöllum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Óvenjumikil aðsókn kafara hefur verið að Silfru á Þingvöllum það sem af er ári, eins og Fréttablaðið sagði frá fyrr í vikunni. Tvö þúsund kafarar hafa stungið sér í gjána í marz og apríl, miklu fleiri en búizt var við. Rekstraráætlun þjóðgarðsins gerir ráð fyrir sex til sjö þúsund gestum á árinu öllu.

Styttri, hraðari, breiðari

Úrsúla Jünemann skrifar

Fyrir alls ekki löngu skrifaði Andri Snær Magnason grein í Fréttablaðið um þennan umdeilda nýja veg til Álftaness í gegnum Gálgahraunið. Margir eru á móti þessum framkvæmdum og stofnuð voru samtök „Hraunavinir“ til verndar svæðinu, sem þykir afar sérstakt og með mikla sögu. Ekki er tekið til greina að stóru áformin á Álftanesi um mikla

Aukum fjárfestingar í sjávarklasanum

Arnar Jónsson skrifar

Flestar tæknigreinar sem þjóna sjávarútvegi hafa vaxið mikið á undanförnum árum og mikil tækifæri eru í greininni. Fyrirtækin spanna breitt svið og koma meðal annars að framleiðslu fiskvinnsluvéla, veiðarfæra, fjarskiptabúnaðar, kælitækni, umbúða og hugbúnaðargerð svo eitthvað sé nefnt. Stöðug nýsköpun er í gangi.

Endurskoðun stjórnarskrár

Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon skrifar

Endurskoðunarferlið, sem hrundið var af stað sumarið 2010, einkenndist af viðleitni til að umbreyta í flýti öllum þáttum íslenskrar stjórnskipunar og þá án tillits til þess hvort gildandi réttur væri í raun og veru annmörkum háður. Þannig má segja að tillögur stjórnlagaráðs, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ákvað í meginatriðum að gera að sínum með frumvarpi í árslok 2012, hafi átt að fela í sér nýtt upphaf íslenskrar

Jafningjastuðningur og krabbamein

Anna Sigríður Jökulsdóttir skrifar

Þegar fólk greinist með krabbamein tekur lífið óvænta stefnu. Enginn er fyllilega búinn undir þá reynslu, hvorki sá sem greinist né aðstandendur. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Stuðningsnet

Hvernig á að bregðast við þolendum kynferðisofbeldis?

Rannveig Sigurvinsdóttir skrifar

Aukin umræða um kynferðisofbeldi og algengi þess á Íslandi er mjög jákvæð þróun. Rannsóknir sýna að slíkt ofbeldi getur haft mikil og langvarandi áhrif á líf og heilsu þolenda. Ofbeldið sjálft útskýrir þó aðeins hluta af þeim bata. Viðbrögð annarra (e. social reactions) þegar þolandi segir frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi hafa líka áhrif og er mjög eðlilegt að vita ekki hvað er best að segja og gera. Rannsóknir hafa sýnt að viðbrögðum má gróflega skipta í tvennt, jákvæð og neikvæð.

Endurvinnsla: Safnast þegar saman kemur

Helga María Heiðarsdóttir skrifar

Við búum á einstakri plánetu sem okkur er kleift að lifa á vegna ýmissa þátta. Má þar til dæmis nefna að súrefnismagn er hæfilegt og hitastig innan þægilegra marka (þó að við kvörtum nú oft yfir því). Þessir þættir eru viðkvæmir fyrir breytingum og breytingar gætu leitt til þess að aðstæður verði okkur ekki jafn ákjósanlegar.

Ys og þys út af engu

Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar

Viðbrögðin við úrslitum kosninganna á laugardag voru flest fyrirsjáanleg. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar og Pírata glöddust en Samfylkingarfólk og stuðningsmenn minnstu flokkanna grétu. Fögnuður Framsóknarmanna var í líkingu við gott þorrablót í Þingeyjarsýslunum á áttunda áratugnum og þá önduðu

Píkan þarf ekki að láta "skvísa“ sig upp

Sigga Dögg skrifar

Um daginn var ég að versla í matvöruverslun og mig vantaði dömubindi, mín tegund var ekki til svo ég fór að velta fyrir mér úrvalinu og tók eftir að í boði eru dömubindi með lykt. Ég velti því fyrir mér hvaða skilaboð við erum að senda stúlkum um líkamann og blæðingar þegar það er farið að setja blómalykt í bindi.

Umburðarlyndi

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Umburðarlyndi er einn af mínum helstu kostum. Ég er umburðarlyndur maður og ég geri umburðarlyndi hátt undir höfði í skoðunum mínum til lífsins.

Köllun Gunnars

Linda Baldvinsdóttir skrifar

Mánudaginn 22 apríl sl. birtist í DV lítil frétt þar sem Gunnar Þorsteinsson fyrrverandi forstöðumaður Krossins tjáði sig með eftirfarandi hætti:

Elsku nýju þjóðarleiðtogar

Guðrún Högnadóttir skrifar

Til lukku með nýja ábyrgð á okkar sameiginlega vinnustað: Íslandi ehf. Mig langar að fylgja ykkur úr hlaði með nokkrum hvatningarorðum í þeirri góðu trú að næstu fjögur ár verði ár farsældar og festu, tímabil sem erlendir þjóðarleiðtogar geti tekið til fyrirmyndar í sinni endurreisn. Sem forgöngumenn veit ég að þið þekkið mikilvægi framtíðarsýnar, kjarks og þrautseigju í starfi ykkar. Og sem leikmenn veit ég að hraði breytinga og kröfur samtímans snerta ykkur öll. Því fylgja hér á eftir nokkur heilræði.

Sjá næstu 50 greinar