Hvernig á að bregðast við þolendum kynferðisofbeldis? Rannveig Sigurvinsdóttir skrifar 3. maí 2013 07:00 Aukin umræða um kynferðisofbeldi og algengi þess á Íslandi er mjög jákvæð þróun. Rannsóknir sýna að slíkt ofbeldi getur haft mikil og langvarandi áhrif á líf og heilsu þolenda. Ofbeldið sjálft útskýrir þó aðeins hluta af þeim bata. Viðbrögð annarra (e. social reactions) þegar þolandi segir frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi hafa líka áhrif og er mjög eðlilegt að vita ekki hvað er best að segja og gera. Rannsóknir hafa sýnt að viðbrögðum má gróflega skipta í tvennt, jákvæð og neikvæð. Jákvæð viðbrögð hafa væg en marktæk áhrif á heilsu og líðan þolenda. Tilfinningalegur stuðningur er dæmi um slík viðbrögð, eins og að hlusta á þolandann, viðurkenna alvarleika málsins og hrósa viðkomandi fyrir hugrekkið að segja frá. Annað dæmi er praktískur stuðningur, eins og að veita upplýsingar um úrræði fyrir þolendur. Eins undarlega og það hljómar þá skiptir meira máli að forðast neikvæð viðbrögð heldur en að sýna jákvæð viðbrögð. Þolendur sem fá neikvæð viðbrögð upplifa meiri vanlíðan, verri andlega og líkamlega heilsu og eru lengur að jafna sig eftir ofbeldið en þeir sem fengu ekki neikvæð viðbrögð. Neikvæð viðbrögð hafa verið flokkuð í eftirfarandi: Að kenna um, að stjórna, reyna að dreifa athygli, koma öðruvísi fram við en áður og sjálfhverf viðbrögð. Að kenna um felst ekki endilega í því að segja „þú getur sjálfum þér um kennt“. Þolendur túlka oft spurningar um ákveðna þætti ofbeldisins eins og verið sé að kenna þeim um, jafnvel þótt slíkt hafi ekki verið ætlun viðkomandi. Til dæmis túlka þolendur oft spurningar um hvort þeir hafi neytt áfengis eða hvernig þeir voru klæddir eins og ofbeldið sé þeim að kenna, sama hvort spurningin var meint þannig eða ekki. Best er að forðast að tala um þætti sem geta gefið í skyn að ofbeldið sé þolanda að kenna eða hægt hefði verið að koma í veg fyrir það.Þarf að ákveða sjálfur Að taka stjórn frá þolanda vísar til dæmis til þess að bóka tíma hjá lækni, sálfræðingi eða tala við lögreglu án þess að láta þolandann vita. Að grípa til slíkra aðgerða án samráðs við viðkomandi eða gegn vilja hans getur gefið þau skilaboð að þú treystir honum ekki til að sjá um sig sjálfur. Auðvitað getur verið gagnlegt að hvetja viðkomandi til að leita sér hjálpar eða fræða þolandann um möguleg úrræði en hann þarf að ákveða það sjálfur. Að reyna að dreifa athygli þolandans frá ofbeldinu getur einnig verið vel meint. Þolendur segja samt að þegar aðrir skipta um umræðuefni finnist þeim eins og viðkomandi trúi honum ekki eða finnist ekki mikilvægt að ræða þetta. Ofbeldi getur haft áhrif á þolendur alla ævi. Að vilja ræða það við nákomna oftar en einu sinni þýðir ekki endilega að viðkomandi sé að „velta sér upp úr“ einhverju að óþörfu. Það er mikilvægt að ef þolandinn vill tala, reyndu þá að ræða við hann. Ekki skipta um umræðuefni ef þú mögulega getur. Leyfðu honum að tjá sig og sýndu að þú skilur og trúir viðkomandi.Leyfa þolanda að hafa stjórn Einna erfiðast getur verið að forðast sjálfhverf viðbrögð. Að komast að því að einhver nákominn hefur orðið fyrir hræðilegri lífsreynslu getur verið mikið áfall. Hins vegar skiptir máli að reyna að halda ró sinni. Sterk viðbrögð eins og að gráta, öskra og missa stjórn á sér geta valdið samviskubiti hjá þolandanum og jafnvel leitt til þess að hann tali aldrei um ofbeldið og áhrif þess aftur eða vilji ekki leita sér hjálpar. Ákveðin samlíðan er mikilvæg til að sýna að þú takir þetta mál alvarlega en mjög sterk tilfinningaviðbrögð fyrir framan þolandann ætti að forðast eins og hægt er. Það sem kannski skiptir mestu máli er að leyfa þolanda að hafa stjórnina. Þegar brotið var gegn honum hafði hann enga stjórn og best er að forðast að skapa svipaðar aðstæður. Að lokum vil ég leggja áherslu á að ofbeldi hefur áhrif á fleiri en bara þolandann. Það er mjög eðlilegt að komast í uppnám þegar einhver nákominn hefur upplifað slíkt. Ekki hika við að leita þér hjálpar hjá fagfólki eða ræða við vini og vandamenn (án þess þó að rjúfa trúnað). Það er heldur ekki hlutverk þitt að „laga“ það sem hefur gerst en það er hægt að hjálpa þolendum með því að veita stuðning og forðast neikvæð viðbrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Aukin umræða um kynferðisofbeldi og algengi þess á Íslandi er mjög jákvæð þróun. Rannsóknir sýna að slíkt ofbeldi getur haft mikil og langvarandi áhrif á líf og heilsu þolenda. Ofbeldið sjálft útskýrir þó aðeins hluta af þeim bata. Viðbrögð annarra (e. social reactions) þegar þolandi segir frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi hafa líka áhrif og er mjög eðlilegt að vita ekki hvað er best að segja og gera. Rannsóknir hafa sýnt að viðbrögðum má gróflega skipta í tvennt, jákvæð og neikvæð. Jákvæð viðbrögð hafa væg en marktæk áhrif á heilsu og líðan þolenda. Tilfinningalegur stuðningur er dæmi um slík viðbrögð, eins og að hlusta á þolandann, viðurkenna alvarleika málsins og hrósa viðkomandi fyrir hugrekkið að segja frá. Annað dæmi er praktískur stuðningur, eins og að veita upplýsingar um úrræði fyrir þolendur. Eins undarlega og það hljómar þá skiptir meira máli að forðast neikvæð viðbrögð heldur en að sýna jákvæð viðbrögð. Þolendur sem fá neikvæð viðbrögð upplifa meiri vanlíðan, verri andlega og líkamlega heilsu og eru lengur að jafna sig eftir ofbeldið en þeir sem fengu ekki neikvæð viðbrögð. Neikvæð viðbrögð hafa verið flokkuð í eftirfarandi: Að kenna um, að stjórna, reyna að dreifa athygli, koma öðruvísi fram við en áður og sjálfhverf viðbrögð. Að kenna um felst ekki endilega í því að segja „þú getur sjálfum þér um kennt“. Þolendur túlka oft spurningar um ákveðna þætti ofbeldisins eins og verið sé að kenna þeim um, jafnvel þótt slíkt hafi ekki verið ætlun viðkomandi. Til dæmis túlka þolendur oft spurningar um hvort þeir hafi neytt áfengis eða hvernig þeir voru klæddir eins og ofbeldið sé þeim að kenna, sama hvort spurningin var meint þannig eða ekki. Best er að forðast að tala um þætti sem geta gefið í skyn að ofbeldið sé þolanda að kenna eða hægt hefði verið að koma í veg fyrir það.Þarf að ákveða sjálfur Að taka stjórn frá þolanda vísar til dæmis til þess að bóka tíma hjá lækni, sálfræðingi eða tala við lögreglu án þess að láta þolandann vita. Að grípa til slíkra aðgerða án samráðs við viðkomandi eða gegn vilja hans getur gefið þau skilaboð að þú treystir honum ekki til að sjá um sig sjálfur. Auðvitað getur verið gagnlegt að hvetja viðkomandi til að leita sér hjálpar eða fræða þolandann um möguleg úrræði en hann þarf að ákveða það sjálfur. Að reyna að dreifa athygli þolandans frá ofbeldinu getur einnig verið vel meint. Þolendur segja samt að þegar aðrir skipta um umræðuefni finnist þeim eins og viðkomandi trúi honum ekki eða finnist ekki mikilvægt að ræða þetta. Ofbeldi getur haft áhrif á þolendur alla ævi. Að vilja ræða það við nákomna oftar en einu sinni þýðir ekki endilega að viðkomandi sé að „velta sér upp úr“ einhverju að óþörfu. Það er mikilvægt að ef þolandinn vill tala, reyndu þá að ræða við hann. Ekki skipta um umræðuefni ef þú mögulega getur. Leyfðu honum að tjá sig og sýndu að þú skilur og trúir viðkomandi.Leyfa þolanda að hafa stjórn Einna erfiðast getur verið að forðast sjálfhverf viðbrögð. Að komast að því að einhver nákominn hefur orðið fyrir hræðilegri lífsreynslu getur verið mikið áfall. Hins vegar skiptir máli að reyna að halda ró sinni. Sterk viðbrögð eins og að gráta, öskra og missa stjórn á sér geta valdið samviskubiti hjá þolandanum og jafnvel leitt til þess að hann tali aldrei um ofbeldið og áhrif þess aftur eða vilji ekki leita sér hjálpar. Ákveðin samlíðan er mikilvæg til að sýna að þú takir þetta mál alvarlega en mjög sterk tilfinningaviðbrögð fyrir framan þolandann ætti að forðast eins og hægt er. Það sem kannski skiptir mestu máli er að leyfa þolanda að hafa stjórnina. Þegar brotið var gegn honum hafði hann enga stjórn og best er að forðast að skapa svipaðar aðstæður. Að lokum vil ég leggja áherslu á að ofbeldi hefur áhrif á fleiri en bara þolandann. Það er mjög eðlilegt að komast í uppnám þegar einhver nákominn hefur upplifað slíkt. Ekki hika við að leita þér hjálpar hjá fagfólki eða ræða við vini og vandamenn (án þess þó að rjúfa trúnað). Það er heldur ekki hlutverk þitt að „laga“ það sem hefur gerst en það er hægt að hjálpa þolendum með því að veita stuðning og forðast neikvæð viðbrögð.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar