Reykjanesfólkvangur lagður niður? Ellert Grétarsson skrifar 6. maí 2013 08:00 Nýjasta útspilið í hernaðinum gegn náttúru Reykjanesskagans er hugmyndir um að leggja niður Reykjanesfólkvang. Miklir kærleikar hafa tekist með bæjaryfirvöldum í Grindavík og erlenda orkufyrirtækinu HS Orku. Ein birtingarmynd þess er glórulausar hugmyndir um virkjun í Eldvörpum samkvæmt svokallaðri auðlindastefnu bæjarins, sem í stuttu máli gengur út á að virkja allt sem hægt er að virkja innan landamerkja sveitarfélagsins. Þá hafa þessir aðilar, Grindavíkurbær og HS Orka, unnið að stofnun jarðvangs (GeoPark) á Reykjanesi. Bæjaryfirvöld í Grindavík vilja sem sagt að hann komi í stað fólkvangsins. En hvers vegna þarf Reykjanesfólkvangur að víkja fyrir jarðvangi? Af hverju getur þetta tvennt ekki farið saman? Reykjanesfólkvangur var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975. Friðlýsingin var reyndar all takmörkuð og náði í rauninni yfir fátt annað en bann við utanvegaakstri. Í raun var verið að taka svæðið frá sem útivistarsvæði þangað til annað kæmi í ljós. Þar er nefnilega jarðhiti og ýmsir sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar með hann. Það breytir því ekki að fólkvangar hafa ákveðinn sess í hugum fólks. Hugtakið sjálft segir okkur að eitthvað sé varið í náttúru svæðisins úr því að ákveðið var að kalla það fólkvang. Þannig er það nokkurs konar ígildi þjóðgarðs í hugum okkar – eitthvað sem ætti að umgangast af nærgætni og virðingu. Fjallað er um fólkvanga í lögum um náttúruvernd og umhverfisábyrgð. Orðið jarðvangur kemur hins vegar ekki fyrir í íslenskum lögum og European Geoparks Network gerir engar sérstakar kröfur um náttúruvernd og friðun innan jarðvanga. Orðið jarðvangur er nýtt fyrirbæri sem hefur enga sérstaka merkingu í huga almennings. Það hefur fólkvangur hins vegar. Þá komum við að kjarna málsins. HS Orka hyggur á miklar virkjanaframkvæmdir innan marka Reykjanesfólkvangs. Þegar vinnuvélarnar streyma þangað verður kannski dálítið óþægilegt að hugtakið „fólkvangur“ sé að þvælast fyrir. Þess vegna er auðvitað best að búið verði að leggja hann niður sem slíkan og menn geti þá rústað svæðinu með betri samvisku „í sátt við umhverfið“ svo vitnað sé í slagorð fyrirtækisins. Og þar sem HS Orka er ekki aðili að Reykjanesfólkvangi liggur auðvitað beinast við að bæjaryfirvöld í Grindavík græi málið fyrir vini sína. Og ekki verður verra fyrir Grindavíkurbæ og HS Orku að geta hampað GeoPark-lógóinu til að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið verður að virkja allt sem hægt er að virkja með tilheyrandi náttúruspjöllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýjasta útspilið í hernaðinum gegn náttúru Reykjanesskagans er hugmyndir um að leggja niður Reykjanesfólkvang. Miklir kærleikar hafa tekist með bæjaryfirvöldum í Grindavík og erlenda orkufyrirtækinu HS Orku. Ein birtingarmynd þess er glórulausar hugmyndir um virkjun í Eldvörpum samkvæmt svokallaðri auðlindastefnu bæjarins, sem í stuttu máli gengur út á að virkja allt sem hægt er að virkja innan landamerkja sveitarfélagsins. Þá hafa þessir aðilar, Grindavíkurbær og HS Orka, unnið að stofnun jarðvangs (GeoPark) á Reykjanesi. Bæjaryfirvöld í Grindavík vilja sem sagt að hann komi í stað fólkvangsins. En hvers vegna þarf Reykjanesfólkvangur að víkja fyrir jarðvangi? Af hverju getur þetta tvennt ekki farið saman? Reykjanesfólkvangur var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975. Friðlýsingin var reyndar all takmörkuð og náði í rauninni yfir fátt annað en bann við utanvegaakstri. Í raun var verið að taka svæðið frá sem útivistarsvæði þangað til annað kæmi í ljós. Þar er nefnilega jarðhiti og ýmsir sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar með hann. Það breytir því ekki að fólkvangar hafa ákveðinn sess í hugum fólks. Hugtakið sjálft segir okkur að eitthvað sé varið í náttúru svæðisins úr því að ákveðið var að kalla það fólkvang. Þannig er það nokkurs konar ígildi þjóðgarðs í hugum okkar – eitthvað sem ætti að umgangast af nærgætni og virðingu. Fjallað er um fólkvanga í lögum um náttúruvernd og umhverfisábyrgð. Orðið jarðvangur kemur hins vegar ekki fyrir í íslenskum lögum og European Geoparks Network gerir engar sérstakar kröfur um náttúruvernd og friðun innan jarðvanga. Orðið jarðvangur er nýtt fyrirbæri sem hefur enga sérstaka merkingu í huga almennings. Það hefur fólkvangur hins vegar. Þá komum við að kjarna málsins. HS Orka hyggur á miklar virkjanaframkvæmdir innan marka Reykjanesfólkvangs. Þegar vinnuvélarnar streyma þangað verður kannski dálítið óþægilegt að hugtakið „fólkvangur“ sé að þvælast fyrir. Þess vegna er auðvitað best að búið verði að leggja hann niður sem slíkan og menn geti þá rústað svæðinu með betri samvisku „í sátt við umhverfið“ svo vitnað sé í slagorð fyrirtækisins. Og þar sem HS Orka er ekki aðili að Reykjanesfólkvangi liggur auðvitað beinast við að bæjaryfirvöld í Grindavík græi málið fyrir vini sína. Og ekki verður verra fyrir Grindavíkurbæ og HS Orku að geta hampað GeoPark-lógóinu til að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið verður að virkja allt sem hægt er að virkja með tilheyrandi náttúruspjöllum.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar