5% kvenna finnst þær öruggar Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 8. maí 2013 07:00 Það er algjörlega óásættanlegt að aðeins fimm prósentum kvenna í Nýju-Delí finnist þær vera öruggar. Það er jafnógnvekjandi að fimmtíu prósent þeirra karlmanna sem tóku þátt í könnun UN Women sögðust hafa beitt konur kynferðislegu ofbeldi og helmingur þeirra á síðustu sex mánuðum. Í sömu könnun kom fram að tveir af hverjum fimm aðspurðum karlmönnum voru samþykkir því að „konur sem eru á ferð um nætur verðskuldi að vera kynferðislega áreittar“. Augu heimsins hafa beinst að Nýju-Delí eftir að hin 23 ára Jyoti Singh Pandy lést eftir hrottalega hópnauðgun. Í síðustu viku lést fjögurra ára gömul stúlka í Nýju-Delí af völdum nauðgunar. Nú liggur fimm ára gömul telpa á spítala, þungt haldin eftir nauðgun. Stundum er veruleikinn svo þungbær að það reynist okkur erfitt að meðtaka hann en það virðist sem andlát Jyoti Singh Pandy hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Þúsundir kvenna og manna hafa staðið fyrir kröftugum mótmælum í Nýju-Delí frá því í desember. Ung kona sem tekið hefur þátt í mótmælunum segir sig og aðra hafa fengið sig fullsadda á ástandinu. Verið sé að mótmæla því að hingað til hafi þolendum nauðgana verið kennt um ofbeldið; nú sé kominn tími til að vísa ábyrgðinni á gerendurna sjálfa og á aðgerðaleysi yfirvalda. Mótmælin hafa vissulega borið árangur. Aldrei hefur jafnmikil opinber umræða átt sér stað á Indlandi um réttindi kvenna og mikilvægi þess að útrýma kynbundnu ofbeldi. Yfirvöld skipuðu nefnd til að endurskoða lagarammann er varðar kynferðisofbeldi og skilaði nefndin yfirgripsmikilli skýrslu í febrúar. Nú er það ekki aðeins almennings á Indlandi að halda yfirvöldum við efnið, heldur okkar allra. UN Women, með ríkum stuðningi fjölda Íslendinga, mun beita stjórnvöld þrýstingi að framfylgja tillögunum. Síðast en ekki síst mun UN Women vinna af öllu afli að því að koma af stað róttækri hugarfarsbreytingu á öllum sviðum samfélagsins; ofbeldi gegn konum og stúlkum á aldrei að líðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er algjörlega óásættanlegt að aðeins fimm prósentum kvenna í Nýju-Delí finnist þær vera öruggar. Það er jafnógnvekjandi að fimmtíu prósent þeirra karlmanna sem tóku þátt í könnun UN Women sögðust hafa beitt konur kynferðislegu ofbeldi og helmingur þeirra á síðustu sex mánuðum. Í sömu könnun kom fram að tveir af hverjum fimm aðspurðum karlmönnum voru samþykkir því að „konur sem eru á ferð um nætur verðskuldi að vera kynferðislega áreittar“. Augu heimsins hafa beinst að Nýju-Delí eftir að hin 23 ára Jyoti Singh Pandy lést eftir hrottalega hópnauðgun. Í síðustu viku lést fjögurra ára gömul stúlka í Nýju-Delí af völdum nauðgunar. Nú liggur fimm ára gömul telpa á spítala, þungt haldin eftir nauðgun. Stundum er veruleikinn svo þungbær að það reynist okkur erfitt að meðtaka hann en það virðist sem andlát Jyoti Singh Pandy hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Þúsundir kvenna og manna hafa staðið fyrir kröftugum mótmælum í Nýju-Delí frá því í desember. Ung kona sem tekið hefur þátt í mótmælunum segir sig og aðra hafa fengið sig fullsadda á ástandinu. Verið sé að mótmæla því að hingað til hafi þolendum nauðgana verið kennt um ofbeldið; nú sé kominn tími til að vísa ábyrgðinni á gerendurna sjálfa og á aðgerðaleysi yfirvalda. Mótmælin hafa vissulega borið árangur. Aldrei hefur jafnmikil opinber umræða átt sér stað á Indlandi um réttindi kvenna og mikilvægi þess að útrýma kynbundnu ofbeldi. Yfirvöld skipuðu nefnd til að endurskoða lagarammann er varðar kynferðisofbeldi og skilaði nefndin yfirgripsmikilli skýrslu í febrúar. Nú er það ekki aðeins almennings á Indlandi að halda yfirvöldum við efnið, heldur okkar allra. UN Women, með ríkum stuðningi fjölda Íslendinga, mun beita stjórnvöld þrýstingi að framfylgja tillögunum. Síðast en ekki síst mun UN Women vinna af öllu afli að því að koma af stað róttækri hugarfarsbreytingu á öllum sviðum samfélagsins; ofbeldi gegn konum og stúlkum á aldrei að líðast.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar