Safn allra landsmanna á tímamótum! Margrét Hallgrímsdóttir skrifar 7. maí 2013 07:00 Þann 24. febrúar síðastliðinn voru landsmenn boðnir hjartanlega velkomnir á hátíð Þjóðminjasafns Íslands til þess að samfagna því að 150 ár voru liðin frá því lagður var grunnur að safninu. Á þessum tímamótum er vert að hugsa til frumkvöðla safnsins og hvað hafi orðið til þess að stofnað var forngripasafn á Íslandi upp úr miðri nítjándu öld, þegar daglegt líf Íslendinga og aðstæður voru gerólíkar því sem við þekkjum nú. Lífsbarátta alþýðufólks á 19. öld var óvægin og margir bjuggu við kröpp kjör. Stjórnsýsla landsins var þá í höndum Dana og forngripir voru oft fluttir úr landi, aðallega til varðveislu í þarlendum söfnum. Framsýnir íslenskir eldhugar undu því illa. Árið 1863 urðu því tímamót í sögu þjóðarinnar með stofnun forngripasafns á Íslandi. Aukin vitund um íslenska menningu efldi andann og trú á sjálfstæði Íslands og vakti framfarahug þjóðarinnar. Frá þeim tíma hefur Þjóðminjasafn Íslands lagt rækt við að efla vitund fólks um auð þjóðarinnar, sögu hennar og menningararf. Landsmenn fjölmenntu í safnið á afmælisdeginum og nutu fjölbreyttrar dagskrár enda opið hús í tilefni dagsins og boðið upp á ljúffengar veitingar sem gestir kunnu vel að meta. Þjóðminjasafnið iðaði af lífi frá morgni til kvölds og börn sungu, dönsuðu og léku á hljóðfæri gestum til mikillar ánægju, enda afmælið tileinkað æskunni. Ungir leiðsögumenn sögðu skemmtilega frá uppáhalds safngripunum sínum með afar áhrifamiklum hætti sem vakti aðdáun allra viðstaddra. Alla afmælisvikuna var landsmönnum boðið að heimsækja Þjóðminjasafnið frítt og þáðu tíu þúsund gestir boðið sem var sannarlega ánægjulegt.Fjölþætt starfsemi Á afmælisári er sjónum landsmanna beint að hinni fjölþættu starfsemi Þjóðminjasafns með líflegri dagskrá, vönduðum sýningum og tilheyrandi bókaútgáfu. Þar ber hæst hátíðarsýningar ársins, Silfur Íslands og Silfursmiður í hjáverkum, sem opnaðar voru á afmælisdaginn og munu standa allt afmælisárið. Hátíðarsýningarnar gefa innsýn í heim sem fólginn er í mikilfenglegum arfi silfursmíða fyrri alda sem samofin er sögu safnsins. Gripirnir eru minjar um líf og störf stoltrar þjóðar, handbragð og sköpunarþrá fólks en eru einnig til vitnis um listfengi silfursmiðanna. Þá endurspegla silfurmunirnir mannlíf þeirra sem mótuðu og notuðu þá! Enn önnur sýning í tilefni 150 ára afmælis safnsins verður opnuð í júní en það er vegleg sýning á ljósmyndum frumkvöðulsins Sigfúsar Eymundssonar. Myndir Sigfúsar hafa mikla þýðingu fyrir íslenska menningarsögu en myndasafn hans var það fyrsta sem Þjóðminjasafnið tók til varðveislu. Í kjölfar afmælissýninga verða gefnar út veglegar bækur á vegum safnsins um efni sýninganna. Þjóðminjasafninu hafa borist góðar gjafir í tilefni afmælisárs. Vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar og saga, færðu safninu sprotabelti að gjöf sem Sigurður Vigfússon smíðaði eftir uppdrætti Sigurðar málara á 19. öld. Þá gaf Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur safninu merkan kaleik og patínu frá Myrká í Eyjafirði frá 18. öld. Góðar gjafir og kveðjur hafa einnig borist frá þjóðminjasöfnum nágrannalandanna og veglegt málþing var haldið dagana 1.-3. mars í Kaupmannahöfn í tilefni afmælisárs Þjóðminjasafns Íslands í Þjóðminjasafni Dana þar sem sjónum var beint að íslenskum þjóðminjum í vörslu danska safnsins. Ánægjulegt var að finna þann vinarhug sem ríkir meðal safnanna.Háskólastofnun Á þessum tímamótum er litið til framtíðar í þróun Þjóðminjasafns Íslands. Nýlega mælti mennta- og menningarmálaráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi til breytinga á lögum um Þjóðminjasafn Íslands þar um að safnið verði skilgreint sem háskólastofnun. Frumvarpið varð að lögum þann 26. mars sl. Má líta á lagabreytinguna sem afmælisgjöf til safnsins sem felur í sér framfaraskref fyrir Þjóðminjasafnið og Háskóla Íslands sem átt hafa í góðri samvinnu sem styrkst hefur til muna á liðnum árum. Þjóðminjasafn Íslands er safn allra landsmanna og er afmæli þess tímamót fyrir safnastarf og þjóðminjavörslu á Íslandi almennt. Mikilsvert er að finna velvilja landsmanna í garð safnsins og annarra safna landsins nú hálfri annarri öld eftir stofnun forngripasafnsins. Er það von okkar hjá Þjóðminjasafninu að landsmenn njóti fjölbreyttrar dagskrár á afmælisári sem tileinkað er æskunni og framtíðinni. Ítarefni: Heimildarmynd um Lífið í Þjóðminjasafninu. http://www.ruv.is/sarpurinn/lifid-i-thjodminjasafninu/24022013-0 Afmælisblað Þjóðminjasafns Íslands sem sent var á öll heimili í janúar. http://www.ruv.is/sarpurinn/vidsja/16012013-0 Vefsíða, fb og app. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þann 24. febrúar síðastliðinn voru landsmenn boðnir hjartanlega velkomnir á hátíð Þjóðminjasafns Íslands til þess að samfagna því að 150 ár voru liðin frá því lagður var grunnur að safninu. Á þessum tímamótum er vert að hugsa til frumkvöðla safnsins og hvað hafi orðið til þess að stofnað var forngripasafn á Íslandi upp úr miðri nítjándu öld, þegar daglegt líf Íslendinga og aðstæður voru gerólíkar því sem við þekkjum nú. Lífsbarátta alþýðufólks á 19. öld var óvægin og margir bjuggu við kröpp kjör. Stjórnsýsla landsins var þá í höndum Dana og forngripir voru oft fluttir úr landi, aðallega til varðveislu í þarlendum söfnum. Framsýnir íslenskir eldhugar undu því illa. Árið 1863 urðu því tímamót í sögu þjóðarinnar með stofnun forngripasafns á Íslandi. Aukin vitund um íslenska menningu efldi andann og trú á sjálfstæði Íslands og vakti framfarahug þjóðarinnar. Frá þeim tíma hefur Þjóðminjasafn Íslands lagt rækt við að efla vitund fólks um auð þjóðarinnar, sögu hennar og menningararf. Landsmenn fjölmenntu í safnið á afmælisdeginum og nutu fjölbreyttrar dagskrár enda opið hús í tilefni dagsins og boðið upp á ljúffengar veitingar sem gestir kunnu vel að meta. Þjóðminjasafnið iðaði af lífi frá morgni til kvölds og börn sungu, dönsuðu og léku á hljóðfæri gestum til mikillar ánægju, enda afmælið tileinkað æskunni. Ungir leiðsögumenn sögðu skemmtilega frá uppáhalds safngripunum sínum með afar áhrifamiklum hætti sem vakti aðdáun allra viðstaddra. Alla afmælisvikuna var landsmönnum boðið að heimsækja Þjóðminjasafnið frítt og þáðu tíu þúsund gestir boðið sem var sannarlega ánægjulegt.Fjölþætt starfsemi Á afmælisári er sjónum landsmanna beint að hinni fjölþættu starfsemi Þjóðminjasafns með líflegri dagskrá, vönduðum sýningum og tilheyrandi bókaútgáfu. Þar ber hæst hátíðarsýningar ársins, Silfur Íslands og Silfursmiður í hjáverkum, sem opnaðar voru á afmælisdaginn og munu standa allt afmælisárið. Hátíðarsýningarnar gefa innsýn í heim sem fólginn er í mikilfenglegum arfi silfursmíða fyrri alda sem samofin er sögu safnsins. Gripirnir eru minjar um líf og störf stoltrar þjóðar, handbragð og sköpunarþrá fólks en eru einnig til vitnis um listfengi silfursmiðanna. Þá endurspegla silfurmunirnir mannlíf þeirra sem mótuðu og notuðu þá! Enn önnur sýning í tilefni 150 ára afmælis safnsins verður opnuð í júní en það er vegleg sýning á ljósmyndum frumkvöðulsins Sigfúsar Eymundssonar. Myndir Sigfúsar hafa mikla þýðingu fyrir íslenska menningarsögu en myndasafn hans var það fyrsta sem Þjóðminjasafnið tók til varðveislu. Í kjölfar afmælissýninga verða gefnar út veglegar bækur á vegum safnsins um efni sýninganna. Þjóðminjasafninu hafa borist góðar gjafir í tilefni afmælisárs. Vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar og saga, færðu safninu sprotabelti að gjöf sem Sigurður Vigfússon smíðaði eftir uppdrætti Sigurðar málara á 19. öld. Þá gaf Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur safninu merkan kaleik og patínu frá Myrká í Eyjafirði frá 18. öld. Góðar gjafir og kveðjur hafa einnig borist frá þjóðminjasöfnum nágrannalandanna og veglegt málþing var haldið dagana 1.-3. mars í Kaupmannahöfn í tilefni afmælisárs Þjóðminjasafns Íslands í Þjóðminjasafni Dana þar sem sjónum var beint að íslenskum þjóðminjum í vörslu danska safnsins. Ánægjulegt var að finna þann vinarhug sem ríkir meðal safnanna.Háskólastofnun Á þessum tímamótum er litið til framtíðar í þróun Þjóðminjasafns Íslands. Nýlega mælti mennta- og menningarmálaráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi til breytinga á lögum um Þjóðminjasafn Íslands þar um að safnið verði skilgreint sem háskólastofnun. Frumvarpið varð að lögum þann 26. mars sl. Má líta á lagabreytinguna sem afmælisgjöf til safnsins sem felur í sér framfaraskref fyrir Þjóðminjasafnið og Háskóla Íslands sem átt hafa í góðri samvinnu sem styrkst hefur til muna á liðnum árum. Þjóðminjasafn Íslands er safn allra landsmanna og er afmæli þess tímamót fyrir safnastarf og þjóðminjavörslu á Íslandi almennt. Mikilsvert er að finna velvilja landsmanna í garð safnsins og annarra safna landsins nú hálfri annarri öld eftir stofnun forngripasafnsins. Er það von okkar hjá Þjóðminjasafninu að landsmenn njóti fjölbreyttrar dagskrár á afmælisári sem tileinkað er æskunni og framtíðinni. Ítarefni: Heimildarmynd um Lífið í Þjóðminjasafninu. http://www.ruv.is/sarpurinn/lifid-i-thjodminjasafninu/24022013-0 Afmælisblað Þjóðminjasafns Íslands sem sent var á öll heimili í janúar. http://www.ruv.is/sarpurinn/vidsja/16012013-0 Vefsíða, fb og app.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar