Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og óbreytt Sigurður Hólm Gunnarsson skrifar 7. maí 2013 15:13 Siðmennt er nú skráð lífsskoðunarfélag sem þýðir að félagið fær sömu réttindi og skráð trúfélög á Íslandi. Þannig geta þeir sem styðja hugmyndafræði Siðmenntar skráð sig í félagið sér að kostaðarlaus í gegnum Þjóðskrá og þá rennur sóknargjald þeirra til Siðmenntar. Þetta er betra en að standa utan trúfélaga þar sem þá rennur sóknargjaldið einfaldlega í ríkiskassann. Er þetta mikilvægt skref í átt að fullu trúfrelsi á Íslandi. Í kjölfar þessa mikilvæga áfanga tel ég nauðsynlegt að hnykkja á því að stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og hefur ekkert breyst eftir að félagið fékk formlega skráningu sem lífsskoðunarfélag. Siðmennt er þannig enn á móti sóknargjaldakerfinu í núverandi mynd.Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum: „Siðmennt lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum. Félagið telur að hið opinbera (ríkið, stjórnkerfið, þingið, dómskerfið, mennta- og heilbrigðiskerfið) eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga. Félagið fer því fram á aðskilnað ríkis og kirkju og berst fyrir breytingum á lagaákvæðum sem mismuna þeim er standa utan trúfélaga."Í hnotskurn: Siðmennt styður algeran aðskilnað ríkis og kirkju. Siðmennt er á móti ákvæði um sérstaka vernd Þjóðkirkju í stjórnarskrá. Siðmennt er á móti fjárhagslegri mismunun vegna trúar- eða lífsskoðana. Siðmennt styður veraldlegt samfélag þar sem hið opinbera starfar án trúarlegra merkimiða. Siðmennt er á móti trúboði og iðkun í skólum og öðrum opinberum stofnunum. Siðmennt styður vandaða fræðslu um trúarbrögð og lífsskoðanir í skólum. Siðmennt berst fyrir rétti allra til stunda sína trú eða vera án trúar. Siðmennt er almennt á móti afskiptum hins opinbera af trúar- eða lífsskoðunum. Siðmennt telur að hlutverk hins opinbera sé einungis að vernda trúfrelsi allra. Siðmennt er á móti sóknargjaldakerfinu og telur að trúfélög og lífsskoðunarfélög eigi sjálf að innheimta eigin félagsgjöld. Siðmennt berst því fyrir afnámi sóknargjalda. Siðmennt telur það lágmarkskröfu að þeir sem vilja ekki tilheyra neinu skráðu trú- eða lífsskoðunarfélagi fái sóknargjöld sín endurgreidd frá ríkinu.Nánar um sóknargjöld Ég sem stjórnarmaður í Siðmennt og meðlimur til margra ára er á móti því að hið opinbera innheimti sóknargjöld aðallega af tveimur ástæðum. 1. Það er óeðlilegt að fólki sé mismunað vegna trúar- eða lífsskoðana. Það er óréttlætanlegt að þeir sem eru trúlausir og vilja ekki tilheyra lífsskoðunarfélagi þurfi samt að greiða sóknargjöld sem fara þá í almennan ríkisrekstur. Sama á við þá um þá trúaða einstaklinga sem finna sig ekki hjá neinu skráðu trúfélagi. 2. Sum trúfélög standa fyrir boðskap sem samræmist ekki almennum mannréttinum. Sum berjast gegn réttindum samkynhneigðra, kvenna, minnihlutahópa og réttindum þeirra sem hafa aðrar lífsskoðanir. Talsmenn sumra trúfélaga boða fordóma og misrétti. Þetta gæti auðvitað einnig átt við einhver skráð lífsskoðunarfélög í framtíðinni. Af þessum ástæðum tel ég óverjandi að hið opinbera styrki og styðji slík félög fjárhagslega. Jafnvel þó allir hópar fái sambærilegan stuðning. Ég gæti hugsanlega samþykkt sóknargjaldafyrirkomulag ef tryggt er að sóknargjöldin fari aðeins í að styrkja almennar félagslegar athafnir eins og giftingar og útfarir en ekki í að boða hugmyndafræði og/eða trú sem ýtir undir mismunun og fordóma.Siðmennt berst fyrir umburðarlyndi, jafnrétti og trúfrelsi Ég hvet því alla sem eru sammála markmiðum Siðmenntar að skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá. Þeir sem gera það eru um leið að styðja baráttuna fyrir fullu trúfrelsi og þar með afnámi sóknargjaldakerfisins í núverandi mynd. Að sama skapi er verið að styðja félag sem hefur í aldarfjórðung barist fyrir jafnrétti, umburðarlyndi og fjölbreytni. Skráðu þig í Siðmennt á www.sidmennt.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Siðmennt er nú skráð lífsskoðunarfélag sem þýðir að félagið fær sömu réttindi og skráð trúfélög á Íslandi. Þannig geta þeir sem styðja hugmyndafræði Siðmenntar skráð sig í félagið sér að kostaðarlaus í gegnum Þjóðskrá og þá rennur sóknargjald þeirra til Siðmenntar. Þetta er betra en að standa utan trúfélaga þar sem þá rennur sóknargjaldið einfaldlega í ríkiskassann. Er þetta mikilvægt skref í átt að fullu trúfrelsi á Íslandi. Í kjölfar þessa mikilvæga áfanga tel ég nauðsynlegt að hnykkja á því að stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum er skýr og hefur ekkert breyst eftir að félagið fékk formlega skráningu sem lífsskoðunarfélag. Siðmennt er þannig enn á móti sóknargjaldakerfinu í núverandi mynd.Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum: „Siðmennt lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum. Félagið telur að hið opinbera (ríkið, stjórnkerfið, þingið, dómskerfið, mennta- og heilbrigðiskerfið) eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga. Félagið fer því fram á aðskilnað ríkis og kirkju og berst fyrir breytingum á lagaákvæðum sem mismuna þeim er standa utan trúfélaga."Í hnotskurn: Siðmennt styður algeran aðskilnað ríkis og kirkju. Siðmennt er á móti ákvæði um sérstaka vernd Þjóðkirkju í stjórnarskrá. Siðmennt er á móti fjárhagslegri mismunun vegna trúar- eða lífsskoðana. Siðmennt styður veraldlegt samfélag þar sem hið opinbera starfar án trúarlegra merkimiða. Siðmennt er á móti trúboði og iðkun í skólum og öðrum opinberum stofnunum. Siðmennt styður vandaða fræðslu um trúarbrögð og lífsskoðanir í skólum. Siðmennt berst fyrir rétti allra til stunda sína trú eða vera án trúar. Siðmennt er almennt á móti afskiptum hins opinbera af trúar- eða lífsskoðunum. Siðmennt telur að hlutverk hins opinbera sé einungis að vernda trúfrelsi allra. Siðmennt er á móti sóknargjaldakerfinu og telur að trúfélög og lífsskoðunarfélög eigi sjálf að innheimta eigin félagsgjöld. Siðmennt berst því fyrir afnámi sóknargjalda. Siðmennt telur það lágmarkskröfu að þeir sem vilja ekki tilheyra neinu skráðu trú- eða lífsskoðunarfélagi fái sóknargjöld sín endurgreidd frá ríkinu.Nánar um sóknargjöld Ég sem stjórnarmaður í Siðmennt og meðlimur til margra ára er á móti því að hið opinbera innheimti sóknargjöld aðallega af tveimur ástæðum. 1. Það er óeðlilegt að fólki sé mismunað vegna trúar- eða lífsskoðana. Það er óréttlætanlegt að þeir sem eru trúlausir og vilja ekki tilheyra lífsskoðunarfélagi þurfi samt að greiða sóknargjöld sem fara þá í almennan ríkisrekstur. Sama á við þá um þá trúaða einstaklinga sem finna sig ekki hjá neinu skráðu trúfélagi. 2. Sum trúfélög standa fyrir boðskap sem samræmist ekki almennum mannréttinum. Sum berjast gegn réttindum samkynhneigðra, kvenna, minnihlutahópa og réttindum þeirra sem hafa aðrar lífsskoðanir. Talsmenn sumra trúfélaga boða fordóma og misrétti. Þetta gæti auðvitað einnig átt við einhver skráð lífsskoðunarfélög í framtíðinni. Af þessum ástæðum tel ég óverjandi að hið opinbera styrki og styðji slík félög fjárhagslega. Jafnvel þó allir hópar fái sambærilegan stuðning. Ég gæti hugsanlega samþykkt sóknargjaldafyrirkomulag ef tryggt er að sóknargjöldin fari aðeins í að styrkja almennar félagslegar athafnir eins og giftingar og útfarir en ekki í að boða hugmyndafræði og/eða trú sem ýtir undir mismunun og fordóma.Siðmennt berst fyrir umburðarlyndi, jafnrétti og trúfrelsi Ég hvet því alla sem eru sammála markmiðum Siðmenntar að skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá. Þeir sem gera það eru um leið að styðja baráttuna fyrir fullu trúfrelsi og þar með afnámi sóknargjaldakerfisins í núverandi mynd. Að sama skapi er verið að styðja félag sem hefur í aldarfjórðung barist fyrir jafnrétti, umburðarlyndi og fjölbreytni. Skráðu þig í Siðmennt á www.sidmennt.is.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar