Brottfall, þunganir og kynferðislegt ofbeldi Guðrún H. Sederholm skrifar 7. maí 2013 07:00 Á síðustu tveimur mánuðum, mars og apríl, hefur Fréttablaðið fjallað um ofangreinda málaflokka út frá skýrslum UNICEF, upplýsingum frá OECD og fyrirlestri Ceciliu Beckenridge, prófessors við Brunel-háskóla, sem hún hélt hér á landi í apríl. Sjálf skrifaði ég grein sem birtist í sama blaði, 22.mars sl., um barnavernd og mikilvægi þess að við skóla landsins störfuðu félagsráðgjafar til þess að greina vanda nemenda á réttan hátt. Sigríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi í Háteigsskóla, skrifaði grein sem birtist á kosningadaginn um svipaðar áherslur. Ég er mjög ánægð með hlut Fréttablaðsins hvað varðar birtingu þessara mikilvægu upplýsinga sem varða þjóðina alla. Fram að þessu hefur ekki verið hljómgrunnur fyrir slíkar upplýsingar en nú vona ég að nemendur fái að njóta með því að félagsráðgjafar verði ráðnir að grunn-og framhaldsskólum í landinu til þess að stuðla að aukinni heilsuvernd og barnavernd sem felur í sér fyrirbyggjandi þætti og eykur líkur á að málum nemenda sé beint í réttari farveg en fram að þessu hefur verið gert og upplýsingar gefa til kynna, með fullri virðingu fyrir öðrum fagstéttum sem starfa í skólum.Brottfallsdyrnar Við getum ekki leyft okkur sem þjóð að varpa stórum hópum nemenda út um brottfallsdyrnar, skellt skollaeyrum við andlegri vanlíða þeirra eða látið eins og allt sé þetta vegna þess að þeir virði ekki mikilvægi bóknáms. Samkvæmt skýrslu UNICEF verða fleiri unglingsstúlkur þungaðar hér á landi en í flestum öðrum V-Evrópuríkjum og sama skýrsla bendir einnig á mikið brottfall úr framhaldsskólum hér á landi. Upplýsingar frá OECD benda til þess að brottfall úr framhaldsskólum hafi aukist hér á síðustu árum. Margir skólastjórnendur eru áhyggjufullir yfir þessar þróun meðan aðrir leyfa sér að halda upplýsingum um ástæður brottfalls frá almenningi. Brottfallið er hér hærra en á öðrum Norðurlöndum. Cecilia Beckenridge prófessor flutti fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi í íþróttum í HÍ í apríl sl. og að hennar mati stendur Ísland langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kynferðisofbeldis. Hún er sérfróð um forvarnir sem lúta að málaflokknum. Að hennar sögn er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. Hættan sé sú að horft sé fram hjá vandanum.Horft fram hjá vanda Þá erum við komin að kjarnanum; íslenska þjóðin hefur kosið að horfa fram hjá vanda sem tengist persónulegum erfiðleikum nemenda og kosið að beina sjónum frekar að námstengdum vanda þeirra og þar með að skella skuldinni á þá sjálfa. Rétt greining á vanda nemenda í upphafi skiptir sköpum fyrir velgengni þeirra. Brottfall á sér margar ástæður sem þarf að bregðast við og upplýsingar eru til um. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla eru fyrirliggjandi en þeim þarf að breyta til að mæta þjónustuþörf nemenda eins og ég hef bent á, síðastliðinn aldarfjórðung. Ég er kennari, náms- og starfsráðgjafi, MSW-félagsráðgjafi með sérfræðileyfi frá heilbrigðisráðuneytinu til að stafa sem fræðslu- og skólafélagsráðgjafi. Þegar kemur að persónulegum vanda nemenda, er það reynsla mín, að aðferðir félagsráðgjafar dugi best og séu líklegastar til að mæta nemandanum þar sem hann er staddur, hvort sem það er vegna andlega veikinda, þungana eða kynferðislegs ofbeldis sem vitað er að stuðlar að brottfalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu tveimur mánuðum, mars og apríl, hefur Fréttablaðið fjallað um ofangreinda málaflokka út frá skýrslum UNICEF, upplýsingum frá OECD og fyrirlestri Ceciliu Beckenridge, prófessors við Brunel-háskóla, sem hún hélt hér á landi í apríl. Sjálf skrifaði ég grein sem birtist í sama blaði, 22.mars sl., um barnavernd og mikilvægi þess að við skóla landsins störfuðu félagsráðgjafar til þess að greina vanda nemenda á réttan hátt. Sigríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi í Háteigsskóla, skrifaði grein sem birtist á kosningadaginn um svipaðar áherslur. Ég er mjög ánægð með hlut Fréttablaðsins hvað varðar birtingu þessara mikilvægu upplýsinga sem varða þjóðina alla. Fram að þessu hefur ekki verið hljómgrunnur fyrir slíkar upplýsingar en nú vona ég að nemendur fái að njóta með því að félagsráðgjafar verði ráðnir að grunn-og framhaldsskólum í landinu til þess að stuðla að aukinni heilsuvernd og barnavernd sem felur í sér fyrirbyggjandi þætti og eykur líkur á að málum nemenda sé beint í réttari farveg en fram að þessu hefur verið gert og upplýsingar gefa til kynna, með fullri virðingu fyrir öðrum fagstéttum sem starfa í skólum.Brottfallsdyrnar Við getum ekki leyft okkur sem þjóð að varpa stórum hópum nemenda út um brottfallsdyrnar, skellt skollaeyrum við andlegri vanlíða þeirra eða látið eins og allt sé þetta vegna þess að þeir virði ekki mikilvægi bóknáms. Samkvæmt skýrslu UNICEF verða fleiri unglingsstúlkur þungaðar hér á landi en í flestum öðrum V-Evrópuríkjum og sama skýrsla bendir einnig á mikið brottfall úr framhaldsskólum hér á landi. Upplýsingar frá OECD benda til þess að brottfall úr framhaldsskólum hafi aukist hér á síðustu árum. Margir skólastjórnendur eru áhyggjufullir yfir þessar þróun meðan aðrir leyfa sér að halda upplýsingum um ástæður brottfalls frá almenningi. Brottfallið er hér hærra en á öðrum Norðurlöndum. Cecilia Beckenridge prófessor flutti fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi í íþróttum í HÍ í apríl sl. og að hennar mati stendur Ísland langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kynferðisofbeldis. Hún er sérfróð um forvarnir sem lúta að málaflokknum. Að hennar sögn er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. Hættan sé sú að horft sé fram hjá vandanum.Horft fram hjá vanda Þá erum við komin að kjarnanum; íslenska þjóðin hefur kosið að horfa fram hjá vanda sem tengist persónulegum erfiðleikum nemenda og kosið að beina sjónum frekar að námstengdum vanda þeirra og þar með að skella skuldinni á þá sjálfa. Rétt greining á vanda nemenda í upphafi skiptir sköpum fyrir velgengni þeirra. Brottfall á sér margar ástæður sem þarf að bregðast við og upplýsingar eru til um. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla eru fyrirliggjandi en þeim þarf að breyta til að mæta þjónustuþörf nemenda eins og ég hef bent á, síðastliðinn aldarfjórðung. Ég er kennari, náms- og starfsráðgjafi, MSW-félagsráðgjafi með sérfræðileyfi frá heilbrigðisráðuneytinu til að stafa sem fræðslu- og skólafélagsráðgjafi. Þegar kemur að persónulegum vanda nemenda, er það reynsla mín, að aðferðir félagsráðgjafar dugi best og séu líklegastar til að mæta nemandanum þar sem hann er staddur, hvort sem það er vegna andlega veikinda, þungana eða kynferðislegs ofbeldis sem vitað er að stuðlar að brottfalli.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar