Brottfall, þunganir og kynferðislegt ofbeldi Guðrún H. Sederholm skrifar 7. maí 2013 07:00 Á síðustu tveimur mánuðum, mars og apríl, hefur Fréttablaðið fjallað um ofangreinda málaflokka út frá skýrslum UNICEF, upplýsingum frá OECD og fyrirlestri Ceciliu Beckenridge, prófessors við Brunel-háskóla, sem hún hélt hér á landi í apríl. Sjálf skrifaði ég grein sem birtist í sama blaði, 22.mars sl., um barnavernd og mikilvægi þess að við skóla landsins störfuðu félagsráðgjafar til þess að greina vanda nemenda á réttan hátt. Sigríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi í Háteigsskóla, skrifaði grein sem birtist á kosningadaginn um svipaðar áherslur. Ég er mjög ánægð með hlut Fréttablaðsins hvað varðar birtingu þessara mikilvægu upplýsinga sem varða þjóðina alla. Fram að þessu hefur ekki verið hljómgrunnur fyrir slíkar upplýsingar en nú vona ég að nemendur fái að njóta með því að félagsráðgjafar verði ráðnir að grunn-og framhaldsskólum í landinu til þess að stuðla að aukinni heilsuvernd og barnavernd sem felur í sér fyrirbyggjandi þætti og eykur líkur á að málum nemenda sé beint í réttari farveg en fram að þessu hefur verið gert og upplýsingar gefa til kynna, með fullri virðingu fyrir öðrum fagstéttum sem starfa í skólum.Brottfallsdyrnar Við getum ekki leyft okkur sem þjóð að varpa stórum hópum nemenda út um brottfallsdyrnar, skellt skollaeyrum við andlegri vanlíða þeirra eða látið eins og allt sé þetta vegna þess að þeir virði ekki mikilvægi bóknáms. Samkvæmt skýrslu UNICEF verða fleiri unglingsstúlkur þungaðar hér á landi en í flestum öðrum V-Evrópuríkjum og sama skýrsla bendir einnig á mikið brottfall úr framhaldsskólum hér á landi. Upplýsingar frá OECD benda til þess að brottfall úr framhaldsskólum hafi aukist hér á síðustu árum. Margir skólastjórnendur eru áhyggjufullir yfir þessar þróun meðan aðrir leyfa sér að halda upplýsingum um ástæður brottfalls frá almenningi. Brottfallið er hér hærra en á öðrum Norðurlöndum. Cecilia Beckenridge prófessor flutti fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi í íþróttum í HÍ í apríl sl. og að hennar mati stendur Ísland langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kynferðisofbeldis. Hún er sérfróð um forvarnir sem lúta að málaflokknum. Að hennar sögn er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. Hættan sé sú að horft sé fram hjá vandanum.Horft fram hjá vanda Þá erum við komin að kjarnanum; íslenska þjóðin hefur kosið að horfa fram hjá vanda sem tengist persónulegum erfiðleikum nemenda og kosið að beina sjónum frekar að námstengdum vanda þeirra og þar með að skella skuldinni á þá sjálfa. Rétt greining á vanda nemenda í upphafi skiptir sköpum fyrir velgengni þeirra. Brottfall á sér margar ástæður sem þarf að bregðast við og upplýsingar eru til um. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla eru fyrirliggjandi en þeim þarf að breyta til að mæta þjónustuþörf nemenda eins og ég hef bent á, síðastliðinn aldarfjórðung. Ég er kennari, náms- og starfsráðgjafi, MSW-félagsráðgjafi með sérfræðileyfi frá heilbrigðisráðuneytinu til að stafa sem fræðslu- og skólafélagsráðgjafi. Þegar kemur að persónulegum vanda nemenda, er það reynsla mín, að aðferðir félagsráðgjafar dugi best og séu líklegastar til að mæta nemandanum þar sem hann er staddur, hvort sem það er vegna andlega veikinda, þungana eða kynferðislegs ofbeldis sem vitað er að stuðlar að brottfalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Á síðustu tveimur mánuðum, mars og apríl, hefur Fréttablaðið fjallað um ofangreinda málaflokka út frá skýrslum UNICEF, upplýsingum frá OECD og fyrirlestri Ceciliu Beckenridge, prófessors við Brunel-háskóla, sem hún hélt hér á landi í apríl. Sjálf skrifaði ég grein sem birtist í sama blaði, 22.mars sl., um barnavernd og mikilvægi þess að við skóla landsins störfuðu félagsráðgjafar til þess að greina vanda nemenda á réttan hátt. Sigríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi í Háteigsskóla, skrifaði grein sem birtist á kosningadaginn um svipaðar áherslur. Ég er mjög ánægð með hlut Fréttablaðsins hvað varðar birtingu þessara mikilvægu upplýsinga sem varða þjóðina alla. Fram að þessu hefur ekki verið hljómgrunnur fyrir slíkar upplýsingar en nú vona ég að nemendur fái að njóta með því að félagsráðgjafar verði ráðnir að grunn-og framhaldsskólum í landinu til þess að stuðla að aukinni heilsuvernd og barnavernd sem felur í sér fyrirbyggjandi þætti og eykur líkur á að málum nemenda sé beint í réttari farveg en fram að þessu hefur verið gert og upplýsingar gefa til kynna, með fullri virðingu fyrir öðrum fagstéttum sem starfa í skólum.Brottfallsdyrnar Við getum ekki leyft okkur sem þjóð að varpa stórum hópum nemenda út um brottfallsdyrnar, skellt skollaeyrum við andlegri vanlíða þeirra eða látið eins og allt sé þetta vegna þess að þeir virði ekki mikilvægi bóknáms. Samkvæmt skýrslu UNICEF verða fleiri unglingsstúlkur þungaðar hér á landi en í flestum öðrum V-Evrópuríkjum og sama skýrsla bendir einnig á mikið brottfall úr framhaldsskólum hér á landi. Upplýsingar frá OECD benda til þess að brottfall úr framhaldsskólum hafi aukist hér á síðustu árum. Margir skólastjórnendur eru áhyggjufullir yfir þessar þróun meðan aðrir leyfa sér að halda upplýsingum um ástæður brottfalls frá almenningi. Brottfallið er hér hærra en á öðrum Norðurlöndum. Cecilia Beckenridge prófessor flutti fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi í íþróttum í HÍ í apríl sl. og að hennar mati stendur Ísland langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kynferðisofbeldis. Hún er sérfróð um forvarnir sem lúta að málaflokknum. Að hennar sögn er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. Hættan sé sú að horft sé fram hjá vandanum.Horft fram hjá vanda Þá erum við komin að kjarnanum; íslenska þjóðin hefur kosið að horfa fram hjá vanda sem tengist persónulegum erfiðleikum nemenda og kosið að beina sjónum frekar að námstengdum vanda þeirra og þar með að skella skuldinni á þá sjálfa. Rétt greining á vanda nemenda í upphafi skiptir sköpum fyrir velgengni þeirra. Brottfall á sér margar ástæður sem þarf að bregðast við og upplýsingar eru til um. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla eru fyrirliggjandi en þeim þarf að breyta til að mæta þjónustuþörf nemenda eins og ég hef bent á, síðastliðinn aldarfjórðung. Ég er kennari, náms- og starfsráðgjafi, MSW-félagsráðgjafi með sérfræðileyfi frá heilbrigðisráðuneytinu til að stafa sem fræðslu- og skólafélagsráðgjafi. Þegar kemur að persónulegum vanda nemenda, er það reynsla mín, að aðferðir félagsráðgjafar dugi best og séu líklegastar til að mæta nemandanum þar sem hann er staddur, hvort sem það er vegna andlega veikinda, þungana eða kynferðislegs ofbeldis sem vitað er að stuðlar að brottfalli.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun