Skógræktaröfgar í Elliðaárdal Björn Guðmundsson skrifar 7. maí 2013 07:00 Í fornum ritum kemur fram að þegar landnámsmenn komu til Íslands var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Skógurinn lét þó fljótt á sjá vegna þarfa frumbyggjanna fyrir byggingarefni og eldivið. Kólnandi veðurfar, skógarhögg og ofbeit leiddi síðar til uppblásturs gróins lands. Á síðustu öld varð hér vitundarvakning til endurheimtar landgæða eins og það er stundum kallað. Menn sáðu grasfræi í örfoka land og hófu að gróðursetja tré. Mörg þessara verka áttu fullan rétt á sér en sums staðar hafa menn farið offari og eru enn á þeim buxunum. Fyrir allmörgum áratugum var hafin skógrækt í neðanverðum Elliðaárdal en ofar í dalnum fékk fallegt íslenskt mólendi að njóta sín á yfirborði Leitahraunsins. En nú er svo komið að skógræktaræðið er að kaffæra efri hluta dalsins, einkum þó sunnan árinnar. Hugsunin virðist vera svo barnaleg að skógrækt sé góð hvar sem er. Trjánum er jafnvel plantað beint á stíga sem veiðimenn ganga meðfram ánni, t.d. sunnan árinnar vestan Heyvaðs. Enn fær þó mólendið að njóta sín milli athafnasvæðis Fáks og Elliðaánna. Vonandi verður svo áfram.Vistkerfið breytist Með skógrækt breytist vistkerfi dalsins mjög mikið. Mólendisfuglar eins og heiðlóa og spói hrekjast burt þegar land verður trjávaxið en Íslendingar bera mikla ábyrgð á þessum fuglastofnum þar eð 50% heiðlóustofnsins og 40% spóastofnsins verpa hér á landi. Sumir eru þeirra skoðunar að láta hefði átt náttúrulega gróðurframvindu eiga sér stað í efri hluta Elliðaárdals. Slíkt er t.d. áskilið í skipulagsskilmálum varðandi hverfisfriðland Bugðu í Norðlingaholti en engu að síður eru sumir svo illa smitaðir af gróðursetningaræðinu að fram hafa komið tillögur um gróðursetningu trjáa þarna í trássi við skipulagsskilmála hverfisins. Íbúum við Rituhóla er misboðið að hömlulaus skógrækt hafi skert það fagra útsýni sem þeir höfðu en lóðirnar voru einmitt seldar sem útsýnislóðir. Þeir hafa gripið til sinna ráða til að endurheimta útsýnið. Það sýnir að skógræktin þarna hefur farið út í öfgar. Efst í brekkunni næst húsunum hefði átt að planta lágvöxnum trjám. Þeir sem stjórnuðu þessari skógrækt hefðu átt að vita að það vandamál kæmi upp sem nú er orðið. Margir, þ.á.m. undirritaður, nýta skóglendi í Heiðmörk til útvistar allan ársins hring og sumir nýta skóginn í neðri hluta Elliðaárdalsins til hins sama. Því ekki að leyfa efri hluta Elliðaárdals að vera í friði fyrir skógrækt. Er ekki gott að hafa fjölbreytni, skóg sums staðar og mólendi annars staðar? Íslenskt mólendi með öllu sínu víðsýni og fuglalífi er fallegt vistkerfi. Leyfum því að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í fornum ritum kemur fram að þegar landnámsmenn komu til Íslands var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Skógurinn lét þó fljótt á sjá vegna þarfa frumbyggjanna fyrir byggingarefni og eldivið. Kólnandi veðurfar, skógarhögg og ofbeit leiddi síðar til uppblásturs gróins lands. Á síðustu öld varð hér vitundarvakning til endurheimtar landgæða eins og það er stundum kallað. Menn sáðu grasfræi í örfoka land og hófu að gróðursetja tré. Mörg þessara verka áttu fullan rétt á sér en sums staðar hafa menn farið offari og eru enn á þeim buxunum. Fyrir allmörgum áratugum var hafin skógrækt í neðanverðum Elliðaárdal en ofar í dalnum fékk fallegt íslenskt mólendi að njóta sín á yfirborði Leitahraunsins. En nú er svo komið að skógræktaræðið er að kaffæra efri hluta dalsins, einkum þó sunnan árinnar. Hugsunin virðist vera svo barnaleg að skógrækt sé góð hvar sem er. Trjánum er jafnvel plantað beint á stíga sem veiðimenn ganga meðfram ánni, t.d. sunnan árinnar vestan Heyvaðs. Enn fær þó mólendið að njóta sín milli athafnasvæðis Fáks og Elliðaánna. Vonandi verður svo áfram.Vistkerfið breytist Með skógrækt breytist vistkerfi dalsins mjög mikið. Mólendisfuglar eins og heiðlóa og spói hrekjast burt þegar land verður trjávaxið en Íslendingar bera mikla ábyrgð á þessum fuglastofnum þar eð 50% heiðlóustofnsins og 40% spóastofnsins verpa hér á landi. Sumir eru þeirra skoðunar að láta hefði átt náttúrulega gróðurframvindu eiga sér stað í efri hluta Elliðaárdals. Slíkt er t.d. áskilið í skipulagsskilmálum varðandi hverfisfriðland Bugðu í Norðlingaholti en engu að síður eru sumir svo illa smitaðir af gróðursetningaræðinu að fram hafa komið tillögur um gróðursetningu trjáa þarna í trássi við skipulagsskilmála hverfisins. Íbúum við Rituhóla er misboðið að hömlulaus skógrækt hafi skert það fagra útsýni sem þeir höfðu en lóðirnar voru einmitt seldar sem útsýnislóðir. Þeir hafa gripið til sinna ráða til að endurheimta útsýnið. Það sýnir að skógræktin þarna hefur farið út í öfgar. Efst í brekkunni næst húsunum hefði átt að planta lágvöxnum trjám. Þeir sem stjórnuðu þessari skógrækt hefðu átt að vita að það vandamál kæmi upp sem nú er orðið. Margir, þ.á.m. undirritaður, nýta skóglendi í Heiðmörk til útvistar allan ársins hring og sumir nýta skóginn í neðri hluta Elliðaárdalsins til hins sama. Því ekki að leyfa efri hluta Elliðaárdals að vera í friði fyrir skógrækt. Er ekki gott að hafa fjölbreytni, skóg sums staðar og mólendi annars staðar? Íslenskt mólendi með öllu sínu víðsýni og fuglalífi er fallegt vistkerfi. Leyfum því að njóta sín.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar