Skógræktaröfgar í Elliðaárdal Björn Guðmundsson skrifar 7. maí 2013 07:00 Í fornum ritum kemur fram að þegar landnámsmenn komu til Íslands var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Skógurinn lét þó fljótt á sjá vegna þarfa frumbyggjanna fyrir byggingarefni og eldivið. Kólnandi veðurfar, skógarhögg og ofbeit leiddi síðar til uppblásturs gróins lands. Á síðustu öld varð hér vitundarvakning til endurheimtar landgæða eins og það er stundum kallað. Menn sáðu grasfræi í örfoka land og hófu að gróðursetja tré. Mörg þessara verka áttu fullan rétt á sér en sums staðar hafa menn farið offari og eru enn á þeim buxunum. Fyrir allmörgum áratugum var hafin skógrækt í neðanverðum Elliðaárdal en ofar í dalnum fékk fallegt íslenskt mólendi að njóta sín á yfirborði Leitahraunsins. En nú er svo komið að skógræktaræðið er að kaffæra efri hluta dalsins, einkum þó sunnan árinnar. Hugsunin virðist vera svo barnaleg að skógrækt sé góð hvar sem er. Trjánum er jafnvel plantað beint á stíga sem veiðimenn ganga meðfram ánni, t.d. sunnan árinnar vestan Heyvaðs. Enn fær þó mólendið að njóta sín milli athafnasvæðis Fáks og Elliðaánna. Vonandi verður svo áfram.Vistkerfið breytist Með skógrækt breytist vistkerfi dalsins mjög mikið. Mólendisfuglar eins og heiðlóa og spói hrekjast burt þegar land verður trjávaxið en Íslendingar bera mikla ábyrgð á þessum fuglastofnum þar eð 50% heiðlóustofnsins og 40% spóastofnsins verpa hér á landi. Sumir eru þeirra skoðunar að láta hefði átt náttúrulega gróðurframvindu eiga sér stað í efri hluta Elliðaárdals. Slíkt er t.d. áskilið í skipulagsskilmálum varðandi hverfisfriðland Bugðu í Norðlingaholti en engu að síður eru sumir svo illa smitaðir af gróðursetningaræðinu að fram hafa komið tillögur um gróðursetningu trjáa þarna í trássi við skipulagsskilmála hverfisins. Íbúum við Rituhóla er misboðið að hömlulaus skógrækt hafi skert það fagra útsýni sem þeir höfðu en lóðirnar voru einmitt seldar sem útsýnislóðir. Þeir hafa gripið til sinna ráða til að endurheimta útsýnið. Það sýnir að skógræktin þarna hefur farið út í öfgar. Efst í brekkunni næst húsunum hefði átt að planta lágvöxnum trjám. Þeir sem stjórnuðu þessari skógrækt hefðu átt að vita að það vandamál kæmi upp sem nú er orðið. Margir, þ.á.m. undirritaður, nýta skóglendi í Heiðmörk til útvistar allan ársins hring og sumir nýta skóginn í neðri hluta Elliðaárdalsins til hins sama. Því ekki að leyfa efri hluta Elliðaárdals að vera í friði fyrir skógrækt. Er ekki gott að hafa fjölbreytni, skóg sums staðar og mólendi annars staðar? Íslenskt mólendi með öllu sínu víðsýni og fuglalífi er fallegt vistkerfi. Leyfum því að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í fornum ritum kemur fram að þegar landnámsmenn komu til Íslands var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Skógurinn lét þó fljótt á sjá vegna þarfa frumbyggjanna fyrir byggingarefni og eldivið. Kólnandi veðurfar, skógarhögg og ofbeit leiddi síðar til uppblásturs gróins lands. Á síðustu öld varð hér vitundarvakning til endurheimtar landgæða eins og það er stundum kallað. Menn sáðu grasfræi í örfoka land og hófu að gróðursetja tré. Mörg þessara verka áttu fullan rétt á sér en sums staðar hafa menn farið offari og eru enn á þeim buxunum. Fyrir allmörgum áratugum var hafin skógrækt í neðanverðum Elliðaárdal en ofar í dalnum fékk fallegt íslenskt mólendi að njóta sín á yfirborði Leitahraunsins. En nú er svo komið að skógræktaræðið er að kaffæra efri hluta dalsins, einkum þó sunnan árinnar. Hugsunin virðist vera svo barnaleg að skógrækt sé góð hvar sem er. Trjánum er jafnvel plantað beint á stíga sem veiðimenn ganga meðfram ánni, t.d. sunnan árinnar vestan Heyvaðs. Enn fær þó mólendið að njóta sín milli athafnasvæðis Fáks og Elliðaánna. Vonandi verður svo áfram.Vistkerfið breytist Með skógrækt breytist vistkerfi dalsins mjög mikið. Mólendisfuglar eins og heiðlóa og spói hrekjast burt þegar land verður trjávaxið en Íslendingar bera mikla ábyrgð á þessum fuglastofnum þar eð 50% heiðlóustofnsins og 40% spóastofnsins verpa hér á landi. Sumir eru þeirra skoðunar að láta hefði átt náttúrulega gróðurframvindu eiga sér stað í efri hluta Elliðaárdals. Slíkt er t.d. áskilið í skipulagsskilmálum varðandi hverfisfriðland Bugðu í Norðlingaholti en engu að síður eru sumir svo illa smitaðir af gróðursetningaræðinu að fram hafa komið tillögur um gróðursetningu trjáa þarna í trássi við skipulagsskilmála hverfisins. Íbúum við Rituhóla er misboðið að hömlulaus skógrækt hafi skert það fagra útsýni sem þeir höfðu en lóðirnar voru einmitt seldar sem útsýnislóðir. Þeir hafa gripið til sinna ráða til að endurheimta útsýnið. Það sýnir að skógræktin þarna hefur farið út í öfgar. Efst í brekkunni næst húsunum hefði átt að planta lágvöxnum trjám. Þeir sem stjórnuðu þessari skógrækt hefðu átt að vita að það vandamál kæmi upp sem nú er orðið. Margir, þ.á.m. undirritaður, nýta skóglendi í Heiðmörk til útvistar allan ársins hring og sumir nýta skóginn í neðri hluta Elliðaárdalsins til hins sama. Því ekki að leyfa efri hluta Elliðaárdals að vera í friði fyrir skógrækt. Er ekki gott að hafa fjölbreytni, skóg sums staðar og mólendi annars staðar? Íslenskt mólendi með öllu sínu víðsýni og fuglalífi er fallegt vistkerfi. Leyfum því að njóta sín.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun