Elsku nýju þjóðarleiðtogar Guðrún Högnadóttir skrifar 2. maí 2013 09:00 Til lukku með nýja ábyrgð á okkar sameiginlega vinnustað: Íslandi ehf. Mig langar að fylgja ykkur úr hlaði með nokkrum hvatningarorðum í þeirri góðu trú að næstu fjögur ár verði ár farsældar og festu, tímabil sem erlendir þjóðarleiðtogar geti tekið til fyrirmyndar í sinni endurreisn. Sem forgöngumenn veit ég að þið þekkið mikilvægi framtíðarsýnar, kjarks og þrautseigju í starfi ykkar. Og sem leikmenn veit ég að hraði breytinga og kröfur samtímans snerta ykkur öll. Því fylgja hér á eftir nokkur heilræði. Forgangsraðið.Þeir leiðtogar sem setja 2 til 3 mál í forgang klára almennt 2 til 3 mál. Þeir sem eru með 5 til 7 markmið koma kannski einu máli næstum því í höfn. Því fleiri markmið, þeim mun minni líkur á árangri. Hafið kjarkinn og agann til að einblína á fá, en afgerandi mál í einu. Og klárið þau. Heimilin. Höftin. Hengjan. Annað kemur í kjölfar slíkra góðra verka. Hugsið. Gagnrýnin hugsun er forsenda framfara. Leitið þekkingar og ráða út fyrir ykkar þrönga hring. Mátið ákvarðanir ykkar á aðra en spegilmyndir ykkar sjálfra. Hlustið. Stjórnmálaleiðtogar fortíðar fengu þjálfun í ræðumennsku. Áhrifamenn framtíðar fá þjálfun í hlustun. Sönn forysta byggir á virðingu fyrir fólki. Skilningi á ólíkum skoðunum. Guð gaf okkur tvö eyru og einn munn. Talið minna. Hlustið meira. Látið verkin tala. Eins og segir í Hávamálum: Svo nýsist fróðra hver fyrir. Hreinsið til. Kveðjið gamlar erjur og syndir. Biðjist afsökunar og fyrirgefið, ef þess þarf. Frelsið ykkur frá hagsmunum forvera ykkar – pólitískum, landfræðilegum og fjárhagslegum. Málið tæra mynd af því samfélagi sem við viljum færa barnabörnum okkar og leyfið ekki frændhygli, græðgi eða þröngsýni að menga þá mynd. Lærið. Af mistökum ykkar. Af mistökum annarra. Gerið upp hug ykkar um hvert ykkar framlag til framtíðarlandsins verður. Og lærum saman á leiðinni. Virkið okkur. Þið eigið 322.930 samstarfsmenn sem eru tilbúnir að bretta upp ermar í þágu þjóðar. Haldið samtalinu gangandi á veraldarvefnum, á kaffihúsunum, í háskólunum. Leyfið okkur að taka með ykkur ábyrgð á stóru málunum með könnunum og þjóðaratkvæðagreiðslu. Finnið nýtt fólk til mikilvægra verka. Það leynist snillingur á hverju götuhorni. Nærist. Þetta er harður heimur. Gleymið ekki lýsinu. Svefninum. Grænkálinu. Góðum bókum. Lélegum bíómyndum. Göngutúrum. Mörgum stundum í faðmi fjölskyldunnar. Tengið ykkur reglulega við af hverju þið tókuð að ykkur þetta verkefni. Og virkið þá orku til góðra verka. Ég óska ykkur velfarnaðar á áframhaldandi sameiginlegri vegferð okkar allra! Kveðja, Guðrún. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Til lukku með nýja ábyrgð á okkar sameiginlega vinnustað: Íslandi ehf. Mig langar að fylgja ykkur úr hlaði með nokkrum hvatningarorðum í þeirri góðu trú að næstu fjögur ár verði ár farsældar og festu, tímabil sem erlendir þjóðarleiðtogar geti tekið til fyrirmyndar í sinni endurreisn. Sem forgöngumenn veit ég að þið þekkið mikilvægi framtíðarsýnar, kjarks og þrautseigju í starfi ykkar. Og sem leikmenn veit ég að hraði breytinga og kröfur samtímans snerta ykkur öll. Því fylgja hér á eftir nokkur heilræði. Forgangsraðið.Þeir leiðtogar sem setja 2 til 3 mál í forgang klára almennt 2 til 3 mál. Þeir sem eru með 5 til 7 markmið koma kannski einu máli næstum því í höfn. Því fleiri markmið, þeim mun minni líkur á árangri. Hafið kjarkinn og agann til að einblína á fá, en afgerandi mál í einu. Og klárið þau. Heimilin. Höftin. Hengjan. Annað kemur í kjölfar slíkra góðra verka. Hugsið. Gagnrýnin hugsun er forsenda framfara. Leitið þekkingar og ráða út fyrir ykkar þrönga hring. Mátið ákvarðanir ykkar á aðra en spegilmyndir ykkar sjálfra. Hlustið. Stjórnmálaleiðtogar fortíðar fengu þjálfun í ræðumennsku. Áhrifamenn framtíðar fá þjálfun í hlustun. Sönn forysta byggir á virðingu fyrir fólki. Skilningi á ólíkum skoðunum. Guð gaf okkur tvö eyru og einn munn. Talið minna. Hlustið meira. Látið verkin tala. Eins og segir í Hávamálum: Svo nýsist fróðra hver fyrir. Hreinsið til. Kveðjið gamlar erjur og syndir. Biðjist afsökunar og fyrirgefið, ef þess þarf. Frelsið ykkur frá hagsmunum forvera ykkar – pólitískum, landfræðilegum og fjárhagslegum. Málið tæra mynd af því samfélagi sem við viljum færa barnabörnum okkar og leyfið ekki frændhygli, græðgi eða þröngsýni að menga þá mynd. Lærið. Af mistökum ykkar. Af mistökum annarra. Gerið upp hug ykkar um hvert ykkar framlag til framtíðarlandsins verður. Og lærum saman á leiðinni. Virkið okkur. Þið eigið 322.930 samstarfsmenn sem eru tilbúnir að bretta upp ermar í þágu þjóðar. Haldið samtalinu gangandi á veraldarvefnum, á kaffihúsunum, í háskólunum. Leyfið okkur að taka með ykkur ábyrgð á stóru málunum með könnunum og þjóðaratkvæðagreiðslu. Finnið nýtt fólk til mikilvægra verka. Það leynist snillingur á hverju götuhorni. Nærist. Þetta er harður heimur. Gleymið ekki lýsinu. Svefninum. Grænkálinu. Góðum bókum. Lélegum bíómyndum. Göngutúrum. Mörgum stundum í faðmi fjölskyldunnar. Tengið ykkur reglulega við af hverju þið tókuð að ykkur þetta verkefni. Og virkið þá orku til góðra verka. Ég óska ykkur velfarnaðar á áframhaldandi sameiginlegri vegferð okkar allra! Kveðja, Guðrún.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar