Er ómögulegt að breyta vondu skipulagi? Skúli Magnússon skrifar 8. maí 2013 07:00 Fátt hefur jafnmikil áhrif á daglegt líf, og þar með lífsgæði manna, og skipulag byggðar og landnýtingar. Sveitarfélögum er falin mikil ábyrgð með því að ákvörðunarvald um þessi atriði er að mestu leyti í þeirra höndum. Skipulagsáætlunum sveitarfélaga er þannig ætlað að tryggja faglegan undirbúning og samráð við íbúa við þróun byggðar. Skipulagsáætlunum, ekki síst deiliskipulagi, er þó ekki síður ætlað að tryggja fyrirsjáanleika um nýtingu fasteigna og þar með réttaröryggi þeirra einstaklinga og lögaðila sem þar eiga hagsmuni. Það liggur því í eðli deiliskipulags að því er ætlað að vera endanlegu og kveða með nokkurri nákvæmni á um byggingarreiti, útlit, nýtingarhlutfall o.s.frv. Deiliskipulag skapar m.ö.o. lögmætar væntingar lóðarhafa um ákveðna nýtingu lóðar og verðmæti fasteignar hans. En lóðarhafi er vitanlega ekki sá eini sem hefur hagsmuni af deiliskipulagi. Og flestir munu vera sammála um að byggð geti þurft að fá að taka breytingum í takt við nýja tíma, nýjar þarfir og nýtt gildismat. Um það getur þannig ríkt breið samstaða að samþykkt deiliskipulag, sem e.t.v. er komið til ára sinna, sé slæmt og gangi gegn almannahagsmunum með einum eða öðrum hætti, t.d. með vísan til varðveislu- og menningartengdra sjónarmiða eða vegna þess að freklega er gengið á almannarými og/eða fyrirliggjandi byggð. Við þessar aðstæður er hins vegar iðulega vísað til af sveitarstjórnum að ómögulegt sé að breyta samþykktu deiliskipulagi, a.m.k. ekki án greiðslu himinhárra bóta til lóðarhafa, og því talið illskást að semja við lóðarhafa um einhverjar breytingar.Taka óhrædd slaginn Eins og sagan sýnir taka sveitarfélög óhrædd slaginn við nágranna og íbúa þegar keyra á óvinsælt deiliskipulag í gegn. Þegar litið er yfir framkvæmd síðustu áratuga eru þau mál hins vegar teljandi á fingrum annarrar handar þar sem sveitarstjórn lætur reyna á raunverulegan rétt lóðarhafa til skaðabóta vegna skerðingar á byggingarmagni skv. áður samþykktu deiliskipulagi. Það er því ekki við mörg fordæmi að styðjast þegar leggja á mat á umfang bótaskyldu sveitarfélags. Skv. almennum reglum er þó ljóst að lóðarhafa ber að sýna fram á tjón sitt og ber einnig skylda til þess að takmarka það eftir föngum. Mat á bótum getur heldur ekki eingöngu miðast við byggingarmagn heldur verður að taka tillit til allra þátta sem hafa áhrif á verðmæti viðkomandi fasteignar. Á undanförnum misserum hafa orðið nokkrar umræður um hvort rétt sé að huga að endurskoðun lagareglna víðvíkjandi bótarétti lóðarhafa við þær aðstæður sem hér um ræðir. Slík endurskoðun má heita eðlileg í ljósi þess að sú stefna hefur í raun aldrei verið mörkuð af löggjafanum að réttur lóðarhafa eigi að vera ríkari en leiðir af eignarréttarvernd stjórnarskrár. Án tillits þessa getur það verið eðlileg krafa að eitthvert mat sé lagt á fyrirsjáanlega fjárhæð bóta andspænis vondu og úreltu skipulagi sem hrinda á í framkvæmd eða semja á um lítið breytt við lóðarhafa. Aðeins að fengnu slíku mati er hægt að taka upplýsta afstöðu til þess hvort almannahagsmunir helgi í raun og veru þá niðurstöðu að una við gerðan eða lítt breyttan hlut. Það kostar nefnilega einnig að búa til frambúðar við vont skipulag þótt sá kostnaður verði ekki alltaf metinn til peninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fátt hefur jafnmikil áhrif á daglegt líf, og þar með lífsgæði manna, og skipulag byggðar og landnýtingar. Sveitarfélögum er falin mikil ábyrgð með því að ákvörðunarvald um þessi atriði er að mestu leyti í þeirra höndum. Skipulagsáætlunum sveitarfélaga er þannig ætlað að tryggja faglegan undirbúning og samráð við íbúa við þróun byggðar. Skipulagsáætlunum, ekki síst deiliskipulagi, er þó ekki síður ætlað að tryggja fyrirsjáanleika um nýtingu fasteigna og þar með réttaröryggi þeirra einstaklinga og lögaðila sem þar eiga hagsmuni. Það liggur því í eðli deiliskipulags að því er ætlað að vera endanlegu og kveða með nokkurri nákvæmni á um byggingarreiti, útlit, nýtingarhlutfall o.s.frv. Deiliskipulag skapar m.ö.o. lögmætar væntingar lóðarhafa um ákveðna nýtingu lóðar og verðmæti fasteignar hans. En lóðarhafi er vitanlega ekki sá eini sem hefur hagsmuni af deiliskipulagi. Og flestir munu vera sammála um að byggð geti þurft að fá að taka breytingum í takt við nýja tíma, nýjar þarfir og nýtt gildismat. Um það getur þannig ríkt breið samstaða að samþykkt deiliskipulag, sem e.t.v. er komið til ára sinna, sé slæmt og gangi gegn almannahagsmunum með einum eða öðrum hætti, t.d. með vísan til varðveislu- og menningartengdra sjónarmiða eða vegna þess að freklega er gengið á almannarými og/eða fyrirliggjandi byggð. Við þessar aðstæður er hins vegar iðulega vísað til af sveitarstjórnum að ómögulegt sé að breyta samþykktu deiliskipulagi, a.m.k. ekki án greiðslu himinhárra bóta til lóðarhafa, og því talið illskást að semja við lóðarhafa um einhverjar breytingar.Taka óhrædd slaginn Eins og sagan sýnir taka sveitarfélög óhrædd slaginn við nágranna og íbúa þegar keyra á óvinsælt deiliskipulag í gegn. Þegar litið er yfir framkvæmd síðustu áratuga eru þau mál hins vegar teljandi á fingrum annarrar handar þar sem sveitarstjórn lætur reyna á raunverulegan rétt lóðarhafa til skaðabóta vegna skerðingar á byggingarmagni skv. áður samþykktu deiliskipulagi. Það er því ekki við mörg fordæmi að styðjast þegar leggja á mat á umfang bótaskyldu sveitarfélags. Skv. almennum reglum er þó ljóst að lóðarhafa ber að sýna fram á tjón sitt og ber einnig skylda til þess að takmarka það eftir föngum. Mat á bótum getur heldur ekki eingöngu miðast við byggingarmagn heldur verður að taka tillit til allra þátta sem hafa áhrif á verðmæti viðkomandi fasteignar. Á undanförnum misserum hafa orðið nokkrar umræður um hvort rétt sé að huga að endurskoðun lagareglna víðvíkjandi bótarétti lóðarhafa við þær aðstæður sem hér um ræðir. Slík endurskoðun má heita eðlileg í ljósi þess að sú stefna hefur í raun aldrei verið mörkuð af löggjafanum að réttur lóðarhafa eigi að vera ríkari en leiðir af eignarréttarvernd stjórnarskrár. Án tillits þessa getur það verið eðlileg krafa að eitthvert mat sé lagt á fyrirsjáanlega fjárhæð bóta andspænis vondu og úreltu skipulagi sem hrinda á í framkvæmd eða semja á um lítið breytt við lóðarhafa. Aðeins að fengnu slíku mati er hægt að taka upplýsta afstöðu til þess hvort almannahagsmunir helgi í raun og veru þá niðurstöðu að una við gerðan eða lítt breyttan hlut. Það kostar nefnilega einnig að búa til frambúðar við vont skipulag þótt sá kostnaður verði ekki alltaf metinn til peninga.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar