Endurskoðun stjórnarskrár Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon skrifar 3. maí 2013 07:00 Endurskoðunarferlið, sem hrundið var af stað sumarið 2010, einkenndist af viðleitni til að umbreyta í flýti öllum þáttum íslenskrar stjórnskipunar og þá án tillits til þess hvort gildandi réttur væri í raun og veru annmörkum háður. Þannig má segja að tillögur stjórnlagaráðs, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ákvað í meginatriðum að gera að sínum með frumvarpi í árslok 2012, hafi átt að fela í sér nýtt upphaf íslenskrar stjórnskipunar. Áður en yfir lauk varð þó flestum ljóst að efni hinnar ráðgerðu stjórnskipunar var um sumt beinlínis varhugavert, en þarfnaðist um annað nánari skoðunar. Alltof mikið hafði verið færst í fang og heildarendurskoðunin rann út í sandinn. Þótt margir andi léttar yfir því að hin stjórnskipulega óvissuferð, sem blásið var til með tillögunum, sé fyrir bí, stendur óhaggað eftir að íslensk stjórnskipun þarfnast um ákveðin atriði endurskoðunar og úrbóta. Sumir þættir endurskoðunar eru þess eðlis að markmið eru að meginstefnu óumdeild en ágreiningur kann að vera um nánari útfærslu. Hér má nefna sem dæmi styrkingu Alþingis og eftirlits þess með framkvæmdarvaldinu, reglur um dómstóla, heimildir til framsals valds til alþjóðlegra stofnana og e.t.v. einnig auknar heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslna. Önnur atriði eru í meiri mæli háð pólitískri stefnumörkun (í víðasta skilningi þess orðs), svo sem álitaefni um auðlindir, kosninga- og kjördæmaskipan, ýmis mannréttindi og staða þjóðkirkjunnar. Undir þennan flokk fellur einnig að verulegu leyti hlutverk forseta Íslands og hin ósvaraða grundvallarspurning hvort Íslendingar vilji þjóðþingsstjórn eða blandaða stjórnskipun byggða á valdtemprun. Það er ekki sjálfsagt að stjórnarskrá sé endurskoðuð í heild í einni atlögu. Sum atriði eru þess eðlis að ekkert er því til fyrirstöðu að ganga beint til verks, jafnvel þannig að nýtt sé sú tímabundna heimild til stjórnarskrárbreytingar sem samþykkt var undir lok síðasta þings. Annað kann hins vegar að krefjast meiri tíma, umræðu og yfirvegunar, ekki síst sérlega vandasöm efni, t.d. mannréttindi, svo og þau atriði sem um ríkir grundvallarágreiningur. Þótt Alþingi beri stjórnskipulega meginábyrgð á endurskoðun stjórnarskrár eru ýmsar leiðir færar til að auka aðkomu almennings og gera endurskoðunarferli gagnsætt. Þá kæmi t.d. til greina að setja upp fleiri en einn hóp sérfræðinga til ráðgjafar þingmannanefnd í því skyni að greina leiðir að markmiðum og meta fyrirsjáanleg áhrif tillagna, allt eftir því hversu mörg svið væru undir. Með þessu gæti náðst sá megintilgangur að skapa ábyrgt og trúverðugt endurskoðunarferli þar sem bætt væri úr raunverulegum annmörkum á íslenskri stjórnskipun með faglegum hætti með breiða samstöðu að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Endurskoðunarferlið, sem hrundið var af stað sumarið 2010, einkenndist af viðleitni til að umbreyta í flýti öllum þáttum íslenskrar stjórnskipunar og þá án tillits til þess hvort gildandi réttur væri í raun og veru annmörkum háður. Þannig má segja að tillögur stjórnlagaráðs, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ákvað í meginatriðum að gera að sínum með frumvarpi í árslok 2012, hafi átt að fela í sér nýtt upphaf íslenskrar stjórnskipunar. Áður en yfir lauk varð þó flestum ljóst að efni hinnar ráðgerðu stjórnskipunar var um sumt beinlínis varhugavert, en þarfnaðist um annað nánari skoðunar. Alltof mikið hafði verið færst í fang og heildarendurskoðunin rann út í sandinn. Þótt margir andi léttar yfir því að hin stjórnskipulega óvissuferð, sem blásið var til með tillögunum, sé fyrir bí, stendur óhaggað eftir að íslensk stjórnskipun þarfnast um ákveðin atriði endurskoðunar og úrbóta. Sumir þættir endurskoðunar eru þess eðlis að markmið eru að meginstefnu óumdeild en ágreiningur kann að vera um nánari útfærslu. Hér má nefna sem dæmi styrkingu Alþingis og eftirlits þess með framkvæmdarvaldinu, reglur um dómstóla, heimildir til framsals valds til alþjóðlegra stofnana og e.t.v. einnig auknar heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslna. Önnur atriði eru í meiri mæli háð pólitískri stefnumörkun (í víðasta skilningi þess orðs), svo sem álitaefni um auðlindir, kosninga- og kjördæmaskipan, ýmis mannréttindi og staða þjóðkirkjunnar. Undir þennan flokk fellur einnig að verulegu leyti hlutverk forseta Íslands og hin ósvaraða grundvallarspurning hvort Íslendingar vilji þjóðþingsstjórn eða blandaða stjórnskipun byggða á valdtemprun. Það er ekki sjálfsagt að stjórnarskrá sé endurskoðuð í heild í einni atlögu. Sum atriði eru þess eðlis að ekkert er því til fyrirstöðu að ganga beint til verks, jafnvel þannig að nýtt sé sú tímabundna heimild til stjórnarskrárbreytingar sem samþykkt var undir lok síðasta þings. Annað kann hins vegar að krefjast meiri tíma, umræðu og yfirvegunar, ekki síst sérlega vandasöm efni, t.d. mannréttindi, svo og þau atriði sem um ríkir grundvallarágreiningur. Þótt Alþingi beri stjórnskipulega meginábyrgð á endurskoðun stjórnarskrár eru ýmsar leiðir færar til að auka aðkomu almennings og gera endurskoðunarferli gagnsætt. Þá kæmi t.d. til greina að setja upp fleiri en einn hóp sérfræðinga til ráðgjafar þingmannanefnd í því skyni að greina leiðir að markmiðum og meta fyrirsjáanleg áhrif tillagna, allt eftir því hversu mörg svið væru undir. Með þessu gæti náðst sá megintilgangur að skapa ábyrgt og trúverðugt endurskoðunarferli þar sem bætt væri úr raunverulegum annmörkum á íslenskri stjórnskipun með faglegum hætti með breiða samstöðu að leiðarljósi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar