Aukum fjárfestingar í sjávarklasanum Arnar Jónsson skrifar 3. maí 2013 07:00 Flestar tæknigreinar sem þjóna sjávarútvegi hafa vaxið mikið á undanförnum árum og mikil tækifæri eru í greininni. Fyrirtækin spanna breitt svið og koma meðal annars að framleiðslu fiskvinnsluvéla, veiðarfæra, fjarskiptabúnaðar, kælitækni, umbúða og hugbúnaðargerð svo eitthvað sé nefnt. Stöðug nýsköpun er í gangi. Það felast mörg tækifæri í þeim 65 tæknifyrirtækjum sem stunda útflutning af einhverju tagi í tengslum við sjávarútveg. Þessi fyrirtæki fluttu út tækjabúnað og aðrar vörur fyrir rúma 20 milljarða árið 2012. Að auki var sala á innanlandsmarkaði um 11 milljarðar. Ef þessi fyrirtæki vaxa á sama hátt og þau hafa gert undanfarin tvö ár má gera ráð fyrir að velta þeirra geti numið allt að 100 milljörðum árið 2023. Þótt sú staðreynd blasi við að starfsfólki í fiskvinnslu og veiðum fari fækkandi þá má fjölga fólki í þekkingargreinum eins og í tengslum við tæknifyrirtækin. Það sem er að eiga sér stað er einfaldlega færsla á störfum. Sem dæmi má nefna þá gildir almennt að fyrir hverja 5-10 sem áður unnu við tiltekna vinnslu kemur í staðinn tækjabúnaður sem jafnvel 40 manns hafa unnið að; bæði við þróun, smíði og uppsetningu. Þessi tækjabúnaður býður bæði upp á sérhæfðari og betur launaðri störf ásamt því að um er að ræða dýrar vélar sem koma til með að verða að verðmætri útflutningsvöru. Að því ógleymdu að tækjabúnaðurinn skilar verðmætaaukningu á sjálfu hráefninu. Fiskur er í dag okkar helsta útflutningsvara, en ekki má gleyma að samhliða fiskvinnslu hafa sprottið upp þekkingarfyrirtæki sem þjónusta útgerðirnar. Þau hafa þróað tækni og þjónustu fyrir sjávarútveginn, sem nú er orðinn sérstök útflutningsvara. Mörg fyrirtæki, sem hófu sinn rekstur við að þjónusta útgerðirnar hér á landi, hafa þróast á þann veg að núna telur íslenski markaðurinn einungis lítinn hluta af veltu þeirra. Þau hafa því orðið öflug útflutningsfyrirtæki. Þar liggur framtíðin, ekki í veiðunum og vinnslunni sjálfri, heldur hjá menntuðu starfsfólki sem vinnur við að þróa vörur og tækni fyrir sjávarútveg.Samstarf tæknifyrirtækja Til að hnykkja á þessari útrás ýtti Íslenski sjávarklasinn úr vör samvinnuverkefni tæknifyrirtækja í haftengdri starfsemi. Verkefnið nefnist Green Marine Technology og snýr að því að vekja athygli á þeim framúrskarandi grænu tæknilausnum sem mörg tæknifyrirtækjanna bjóða upp á. Lausnirnar stuðla að bættu umhverfi með betri nýtingu orkugjafa, minni olíunotkun búnaðar, betri nýtingu í vinnslu hráefna, til að nefna dæmi. Með þessu nýja verkefni er ætlunin að efla samstarf tæknifyrirtækja og um leið kynna framúrskarandi tækni fyrir alþjóðlegan sjávarútveg og vinnslu. Græn meðvitund hefur rutt sér til rúms um allan heim, því er mikilvægt að Ísland haldi vel á spöðunum og taki þátt í því að leiða þessa þróun. Til þess að stuðla að þeirri nýsköpun sem var greint frá hér að ofan þarf að auka fjárfestingar í sjávarútvegi. Hættan við núverandi fyrirkomulag veiðigjaldsins er að gjaldið dregur úr því bolmagni sem þarf til nýsköpunar og hvers konar þróunarstarfs. Veiðigjöldin þarf að lækka þannig að sjávarútvegurinn ráði við þau og geti hafið fjárfestingar að nýju. Finna þarf leið til þess að auka fjárfestingar í nýsköpun í sjávarklasanum og besta leiðin til þess er að útfæra sanngjarnt veiðigjald á þá leið að þeir sem fjárfesti í tæknibúnaði og annarri nýsköpun í tengslum við sjávarútveg hafi þann kost að lækka veiðigjaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Flestar tæknigreinar sem þjóna sjávarútvegi hafa vaxið mikið á undanförnum árum og mikil tækifæri eru í greininni. Fyrirtækin spanna breitt svið og koma meðal annars að framleiðslu fiskvinnsluvéla, veiðarfæra, fjarskiptabúnaðar, kælitækni, umbúða og hugbúnaðargerð svo eitthvað sé nefnt. Stöðug nýsköpun er í gangi. Það felast mörg tækifæri í þeim 65 tæknifyrirtækjum sem stunda útflutning af einhverju tagi í tengslum við sjávarútveg. Þessi fyrirtæki fluttu út tækjabúnað og aðrar vörur fyrir rúma 20 milljarða árið 2012. Að auki var sala á innanlandsmarkaði um 11 milljarðar. Ef þessi fyrirtæki vaxa á sama hátt og þau hafa gert undanfarin tvö ár má gera ráð fyrir að velta þeirra geti numið allt að 100 milljörðum árið 2023. Þótt sú staðreynd blasi við að starfsfólki í fiskvinnslu og veiðum fari fækkandi þá má fjölga fólki í þekkingargreinum eins og í tengslum við tæknifyrirtækin. Það sem er að eiga sér stað er einfaldlega færsla á störfum. Sem dæmi má nefna þá gildir almennt að fyrir hverja 5-10 sem áður unnu við tiltekna vinnslu kemur í staðinn tækjabúnaður sem jafnvel 40 manns hafa unnið að; bæði við þróun, smíði og uppsetningu. Þessi tækjabúnaður býður bæði upp á sérhæfðari og betur launaðri störf ásamt því að um er að ræða dýrar vélar sem koma til með að verða að verðmætri útflutningsvöru. Að því ógleymdu að tækjabúnaðurinn skilar verðmætaaukningu á sjálfu hráefninu. Fiskur er í dag okkar helsta útflutningsvara, en ekki má gleyma að samhliða fiskvinnslu hafa sprottið upp þekkingarfyrirtæki sem þjónusta útgerðirnar. Þau hafa þróað tækni og þjónustu fyrir sjávarútveginn, sem nú er orðinn sérstök útflutningsvara. Mörg fyrirtæki, sem hófu sinn rekstur við að þjónusta útgerðirnar hér á landi, hafa þróast á þann veg að núna telur íslenski markaðurinn einungis lítinn hluta af veltu þeirra. Þau hafa því orðið öflug útflutningsfyrirtæki. Þar liggur framtíðin, ekki í veiðunum og vinnslunni sjálfri, heldur hjá menntuðu starfsfólki sem vinnur við að þróa vörur og tækni fyrir sjávarútveg.Samstarf tæknifyrirtækja Til að hnykkja á þessari útrás ýtti Íslenski sjávarklasinn úr vör samvinnuverkefni tæknifyrirtækja í haftengdri starfsemi. Verkefnið nefnist Green Marine Technology og snýr að því að vekja athygli á þeim framúrskarandi grænu tæknilausnum sem mörg tæknifyrirtækjanna bjóða upp á. Lausnirnar stuðla að bættu umhverfi með betri nýtingu orkugjafa, minni olíunotkun búnaðar, betri nýtingu í vinnslu hráefna, til að nefna dæmi. Með þessu nýja verkefni er ætlunin að efla samstarf tæknifyrirtækja og um leið kynna framúrskarandi tækni fyrir alþjóðlegan sjávarútveg og vinnslu. Græn meðvitund hefur rutt sér til rúms um allan heim, því er mikilvægt að Ísland haldi vel á spöðunum og taki þátt í því að leiða þessa þróun. Til þess að stuðla að þeirri nýsköpun sem var greint frá hér að ofan þarf að auka fjárfestingar í sjávarútvegi. Hættan við núverandi fyrirkomulag veiðigjaldsins er að gjaldið dregur úr því bolmagni sem þarf til nýsköpunar og hvers konar þróunarstarfs. Veiðigjöldin þarf að lækka þannig að sjávarútvegurinn ráði við þau og geti hafið fjárfestingar að nýju. Finna þarf leið til þess að auka fjárfestingar í nýsköpun í sjávarklasanum og besta leiðin til þess er að útfæra sanngjarnt veiðigjald á þá leið að þeir sem fjárfesti í tæknibúnaði og annarri nýsköpun í tengslum við sjávarútveg hafi þann kost að lækka veiðigjaldið.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar