Fúsk eða féfletting? Árni Árnason skrifar 6. maí 2013 08:00 Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, fer mikinn í grein sem hann kallar „Fúsk í skúrnum“ í Fréttablaðinu nýverið. Í greininni kveður við gamlan tón sem oft hefur komið frá honum áður, nema að alltaf magnast vitleysan. Nú er svo að skilja á Özuri að karakterinn úr Spaugstofunni, þessi sem sinnir öllum sínum bílaviðgerðum með slaghamri og bara massar"etta aðeins, sé að yfirtaka allar bílaviðgerðir á Íslandi. Fullyrðingar Özurar um fjölda fólks sem hefur farið til fúskara með ófyrirséðum afleiðingum og ótal meint dæmi um stórhættulega bíla í umferðinni eru auðvitað ýkjusögur svo að ekki sé nú dýpra tekið í árinni. Eflaust má finna einhver dæmi um ófaglegar viðgerðir á bílum, en að þetta sé svona yfirgengilega dramatískt ástand er alveg áreiðanlega fjarri öllu sanni. Svört atvinnustarfsemi er auðvitað aldrei af hinu góða en hafi Özur og hans Bílgreinasamband áhyggjur má benda honum á að lausnin liggur að stórum hluta hjá þeim sjálfum. Ef þeir hættu sínu botnlausa okri á varahlutum og þjónustu þrifist þessi svarti markaður ekki.Engin geimvísindi Ef Özur heldur að fólki finnist það í góðu lagi að borga 10.389 kr. fyrir hundómerkilegt öryggi (já og þetta er ekki prentvilla, tíuþúsund..... fyrir eitt skitið öryggi) og 40.000 kr. fyrir olíu og síuskipti á ársgömlum smábíl er kannski ekki skrýtið að hann skilji ekki hvert bílarnir fara sem ekki sækja slíka þjónustu. Flest verkstæði innan þessa blessaða Bílgreinasambands taka hátt í (kannski yfir) 10.000 kr. á tímann eða eru búin að koma sér upp samræmdu kerfi þar sem smáviðvik eins og bremsuklossaskipti (sem eru nú engin geimvísindi) kosta handlegg og fótlegg bíleigandans eftir einhvers konar punktakerfi. Þetta þykjast þeir geta gert í krafti fagmennsku, en gera í skjóli einokunar. Þeir hóta fólki t.d. að fella niður lögboðna verksmiðjuábyrgð ef bíll er ekki færður til reglubundins og rándýrs eftirlits hjá „réttum“ aðila. Ef góður sjálfstæður og sanngjarn bifvélavirki skiptir um bremsuklossa fyrir bíleiganda stendur iðulega eftir að það þarf sérstaka tölvu til að taka út aðvörunarljósið. Margir bílar birta á skjá „service due“ eða önnur álíka skilaboð og þó að þjónustan sé framkvæmd er eftir að losna við aðvörunina og endursetja teljara. Hjá verkstæðum Bílgreinasambandsins getur kostað mörg þúsund krónur bara að setja bílinn í samband við tölvu og kvitta út slík merki. Það sem Özuri gengur til með þessum dramatísku skrifum er því miður ekki umhyggja fyrir öllum aumingja litlu bíleigendunum sem lenda í klóm vonda fúskarans og sitja uppi með ónýta og stórhættulega bíla, heldur hrein hagsmunagæsla fyrir okurbúllurnar í Bílgreinasambandinu sem fólk flýr nú hver sem betur getur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, fer mikinn í grein sem hann kallar „Fúsk í skúrnum“ í Fréttablaðinu nýverið. Í greininni kveður við gamlan tón sem oft hefur komið frá honum áður, nema að alltaf magnast vitleysan. Nú er svo að skilja á Özuri að karakterinn úr Spaugstofunni, þessi sem sinnir öllum sínum bílaviðgerðum með slaghamri og bara massar"etta aðeins, sé að yfirtaka allar bílaviðgerðir á Íslandi. Fullyrðingar Özurar um fjölda fólks sem hefur farið til fúskara með ófyrirséðum afleiðingum og ótal meint dæmi um stórhættulega bíla í umferðinni eru auðvitað ýkjusögur svo að ekki sé nú dýpra tekið í árinni. Eflaust má finna einhver dæmi um ófaglegar viðgerðir á bílum, en að þetta sé svona yfirgengilega dramatískt ástand er alveg áreiðanlega fjarri öllu sanni. Svört atvinnustarfsemi er auðvitað aldrei af hinu góða en hafi Özur og hans Bílgreinasamband áhyggjur má benda honum á að lausnin liggur að stórum hluta hjá þeim sjálfum. Ef þeir hættu sínu botnlausa okri á varahlutum og þjónustu þrifist þessi svarti markaður ekki.Engin geimvísindi Ef Özur heldur að fólki finnist það í góðu lagi að borga 10.389 kr. fyrir hundómerkilegt öryggi (já og þetta er ekki prentvilla, tíuþúsund..... fyrir eitt skitið öryggi) og 40.000 kr. fyrir olíu og síuskipti á ársgömlum smábíl er kannski ekki skrýtið að hann skilji ekki hvert bílarnir fara sem ekki sækja slíka þjónustu. Flest verkstæði innan þessa blessaða Bílgreinasambands taka hátt í (kannski yfir) 10.000 kr. á tímann eða eru búin að koma sér upp samræmdu kerfi þar sem smáviðvik eins og bremsuklossaskipti (sem eru nú engin geimvísindi) kosta handlegg og fótlegg bíleigandans eftir einhvers konar punktakerfi. Þetta þykjast þeir geta gert í krafti fagmennsku, en gera í skjóli einokunar. Þeir hóta fólki t.d. að fella niður lögboðna verksmiðjuábyrgð ef bíll er ekki færður til reglubundins og rándýrs eftirlits hjá „réttum“ aðila. Ef góður sjálfstæður og sanngjarn bifvélavirki skiptir um bremsuklossa fyrir bíleiganda stendur iðulega eftir að það þarf sérstaka tölvu til að taka út aðvörunarljósið. Margir bílar birta á skjá „service due“ eða önnur álíka skilaboð og þó að þjónustan sé framkvæmd er eftir að losna við aðvörunina og endursetja teljara. Hjá verkstæðum Bílgreinasambandsins getur kostað mörg þúsund krónur bara að setja bílinn í samband við tölvu og kvitta út slík merki. Það sem Özuri gengur til með þessum dramatísku skrifum er því miður ekki umhyggja fyrir öllum aumingja litlu bíleigendunum sem lenda í klóm vonda fúskarans og sitja uppi með ónýta og stórhættulega bíla, heldur hrein hagsmunagæsla fyrir okurbúllurnar í Bílgreinasambandinu sem fólk flýr nú hver sem betur getur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun