Fleiri fréttir

Verðvernd er rökleysa

Ólafur Hauksson skrifar

Verðvernd verslana er fullkomin rökleysa. Þeir sem auglýsa verðvernd bjóða nefnilega ekki lægsta verðið hjá sjálfum sér, heldur hjá öðrum – hjá keppinautum sínum. Ómerkilegri auglýsingabrella er vandfundin.

Það gefur á bátinn …

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það eru ekki margar stéttir sem njóta almennrar virðingar í samfélaginu. Kannski bændur upp að vissu marki – við verðum örlítið dreymin á svip þegar við hugsum til þeirra og kannski lifna gamlar markaskrár í hausnum en ætli það nái öllu lengra; kannski umönnunarstéttir – kannski líka kennarar – en sú virðing á meira skylt við almenna velvild og þakklæti en að fólk líti beinlínis upp til stéttanna.

Skýrar línur

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi birtist landsmönnum í gamalkunnugum, pólitískum árásarham í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Hann gagnrýndi þar einkum og sér í lagi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðanda sinn býsna harkalega. Hann talar harðar um mótframbjóðendurna en þeir hafa talað um hann.

Heimilisreksturinn

Magnús Halldórsson skrifar

Ég og konan mín keyptum okkar fyrstu íbúð fyrr á þessu ári. Samhliða því fórum við yfir rekstur heimilisins, m.a. með hjálp heimilisbókhaldsbúnaðar frá Meniga og síðan ýmissa gagna úr einkabankanum, kreditkortayfirliti og þess háttar. Heimilið er eina fyrirtækið sem við erum að reka og það veltir milljónum á hverju ári! Við eigum tvo syni, fimm ára og fjögurra mánaða. Búsett í 105 Reykjavík en sækjum vinnu í 105 og 101.

Stóra förðunarmálið

Erla Hlynsdóttir skrifar

Mér var hugföst í morgun stórfréttin af konunni sem var ómáluð á almannafæri, og skellti á mig smá maskara áður en ég fór með barnið á leikskólann. Til þess auðvitað að misbjóða ekki starfsfólki leikskólans. Og hinum foreldrunum. Og börnunum!

Við látum verkin tala

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Það er fagnaðarefni á þriggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar að meirihluti Alþingis skuli samþykkja þingsályktunartillögu mína um breytingar á skipan ráðuneyta. Þann lærdóm mátti draga af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þörf væri á því að efla ráðuneytin. Þeim verður nú fækkað í átta en ráðuneytin voru 12 í upphafi kjörtímabilsins.

Pólitík eða gæði

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Vísindarannsóknir á Íslandi eru fjársveltar. Þar að auki er alltof stórum hluta þeirra takmörkuðu fjármuna sem þó eru til úthlutað pólitískt, en ekki eftir gæðum rannsóknanna eða hæfni vísindamannanna. Þetta var kjarninn í málflutningi Þórólfs Þórlindssonar prófessors í samtali í Fréttablaðinu í fyrradag.

Ágæti læknir, þiggur þú mútur?

Davíð Ingason og Haraldur S. Þorsteinsson skrifar

Mánudagskvöldið 30. apríl fjallaði fréttaskýringaþátturinn „Spegillinn“ á RÚV um samskipti lyfjafyrirtækja og lækna undir yfirskriftinni „Læknar gegn mútum lyfjafyrirtækja“. Í þættinum var rætt við Christiane Fischer sem er talskona samtakanna Mezis – Initiative unbestechlicher Ärzte, samtaka þýskra lækna sem berjast gegn mútugreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Í þættinum lýsir hún hvernig lyfjafyrirtæki í Þýskalandi stundi skipulegar mútur og gefið var í skyn að staðan væri eins á Íslandi. Læknar fái greiðslur fyrir að ávísa ákveðnum lyfjum og þeim sé boðið í langar lúxusferðir til fjarlægra landa í því skyni að múta þeim til þess að ávísa ákveðnum lyfjum.

Ábendingar vegna leiðara

Þorgeir Eyjólfsson skrifar

Í leiðara Fréttablaðsins í gær eru settar fram staðhæfingar tengdar gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands sem sumpart byggja á misskilningi eða eru rangar.

Álfar út um allt

Guðmundur Rúnar Árnason skrifar

Það er stundum talað um að í Hafnarfirði séu fleiri álfar en annars staðar á landinu. Ekki ætla ég að kveða upp úr um það, en veit þó að í Hafnarfirði er ákjósanlegt að búa, hvort sem um er að ræða álfa og huldufólk – eða mannfólk. Sjálfur hef ég aldrei séð lifandi álfa, en ég hef séð álfa sem hafa gefið öðrum líf.

Hafið: Vagga lífsins og fjöregg Íslands

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Hafið er gullkista Íslendinga. Gjöfulir fiskistofnar umhverfis landið eru þeir sjóðir sem gerðu Íslendingum kleift að brjótast frá fátækt til velsældar. Þar er enn að finna verðmæti sem standa öðrum fremur undir lífskjörum okkar, þótt íslenskur efnahagur hvíli nú á fleiri stoðum en áður. Stjórnkerfi fiskveiða hefur lengi verið ein helsta þrætubók þjóðarinnar, en við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir allt ríkir hér kannski dýpri og almennari sátt um nauðsyn sjálfbærra fiskveiða en hjá flestum öðrum þjóðum. Áhersla á stundargróða í fiskveiðum á kostnað lífríkisins er bein ógn við efnahag og samfélag Íslendinga til lengri tíma. Vonandi berum við gæfu til þess að viðhalda sáttinni um sjálfbærni í þeirri umræðu sem nú fer fram um umbætur á stjórnkerfi fiskveiða.

Málþófið

Þorsteinn Pálsson skrifar

Í tímaþröng eru mál þæfð í öllum þjóðþingum. Tímaþröng er klípa sem ríkisstjórnir koma sér í sjálfar og stjórnarandstaða hagnýtir, stundum ómálefnalega. Málþófið á Alþingi nú á sér hins vegar dýpri pólitískar rætur.

Óupplýstir spekingar í Silfrinu

Ástþór Magnússon skrifar

Ekki er furða að umræðan um forsetaembættið sé á villigötum þegar ritstjóri stærsta prentmiðils landsins til fjölda áratuga afhjúpar að hann hefur ekki kynnt sér stefnumál forsetaframbjóðanda síðastliðin 16 ár!

Týndur á Paddington

Róbert Marshall skrifar

Á fyrsta áratug ævi minnar hvarf pabbi hægt og örugglega inn í myrkur sjúkdóms sem tætti hann í sig þar til ekkert var eftir. Alkóhólisminn át í sig kímnigáfuna, stríðnisblikið í auganu, góðsemdina og hlýjuna sem stafaði af þessum ljúfa manni sem las fyrir mig söguna um bangsann sem týndist á Paddington-lestarstöðinni. Ég man hvernig var að hvíla höfuðið á brjósti hans sem reis og hneig og finna hrjúfa skeggbroddana strjúkast við ennið. Svo man ég skrímslið sem birtist þegar hann drakk; samanherpta reiðiröddina, krepptan hnefa og ótta í lofti. Það er furðulegt hverju börn geta vanist. Sjö ára sagði ég mömmu að ég vonaði að pabbi yrði ekki fullur um jólin.

Hið vanmetna

Björn Þór Sigbjörnsson skrifar

Eitt af því sem íslenskir stjórnmálamenn eiga nóg af er kappsemi. Þeir eru algjörlega uppfullir af henni. Meinið er hins vegar að þessi mikla kappsemi fer að mestu í sjálfa sig. Þeir eru aðallega kappsamir við að vera kappsamir. Þannig minna þeir á hamstur í hlaupahjóli.

Kostnaður hagsmunaaðila í stjórnmálabaráttu

Margrét S. Björnsdóttir skrifar

Eftir baráttu ýmissa vinstrimanna fyrir upplýsingaskyldu og hámörkum á fjárframlög til stjórnmálastarfsemi voru loks samþykkt lög þar að lútandi árið 2006. GRECO-nefnd Evrópuráðsins (um pólitíska spillingu) hafði ítrekað sent íslenskum stjórnvöldum aðfinnslur og Jóhanna Sigurðardóttir flutt fjölda þingsályktunartillagna um málið. Þeir sem sáu um fjársafnanir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks höfðu barist gegn slíkum lögum í nafni stjórnarskrárákvæða um tjáningar- og félagafrelsi, en gáfust loks upp.

Óþolandi ógagnsæi

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Seðlabanki Íslands kynnti á miðvikudag niðurstöðu þriggja gjaldeyrisútboða sem farið hafa fram á þessu ári. Tilgangur þeirra er að skapa betri aðstæður til að aflétta gjaldeyrishöftunum. Á sama tíma var í fyrsta sinn greint frá því hversu mikið fé hefur komið inn í landið í gegnum svonefnda fjárfestingaleið. Samkvæmt henni geta aðilar skipt erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur og fengið 16 prósenta virðisaukningu gefins fyrir að gera það ef viðkomandi er tilbúinn að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár. Það þýðir að ef einhver kemur með milljarð króna inn í landið eftir þessari leið þá fær hann 160 milljónir króna fyrir að gera það.

Ónæg rök fyrir hjálmaskyldu

Pawel Bartoszek skrifar

Kæri lesandi, settir þú á þig hjálm í morgun? Nei, ég er ekki sérstaklega að tala við þig sem fórst á hjóli eða mótorhjóli. Ég er að tala við þig sem komst á bíl. Eða þig sem varst farþegi í bíl. Varstu með hjálm?

Hindra gjaldeyrishöft að næsta kynslóð sé étinn út á gaddinn?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar

Það er kannski tímabært að rifja upp hvers vegna gjaldeyrishöftin voru sett á Íslandi. Síðastliðin tuttugu ár hefur eigendum stærstu fyrirtækjanna í landinu tekist að ná yfirráðum yfir langflestum fjármálastofnunum og eru lífeyrissjóðir launþega ekki undanskildir. Á Íslandi er því ríkjandi fámenn elíta sem kalla má valdhafa fjármagnsins. Þetta er ekki fullyrðing gripin úr lausu lofti heldur styður rannsóknarritgerð um tengslanet íslenskra fyrirtækja sem Dr. Herdís Baldvinsdóttir er höfundur að þessa fullyrðingu.

Brandarinn um Boot Camp

Sóley Tómasdóttir og Torfi Hjartarson skrifar

Forsvarsmanni líkamsræktarstöðvar Boot Camp sem ætlunin er að taki til starfa í Elliðaárdal finnst sprenghlægileg sú hugmynd að starfsemin minni með einhverju móti á herþjálfun eða herbúðir. Heimdellingar rjúka upp til handa og fóta en taka svolítið annan pól í hæðina, þeim finnst það himinhrópandi firring, að Vinstri græn skuli fetta fingur út í svona líkamsrækt sem aðrar þjóðir og voldugri en við Íslendingar hafa notað til að efla heilsu hermanna!

Kúamykja frá L‘Oréal

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Nýverið sóttu mig heim óvelkomnir gestir. Þær eru stundum kenndar við bros og sagðar vitnisburður visku. En þar sem þær blöstu við mér í speglinum, myrkar dældir eins og dalir inn á milli fjalla, voru öll slík hugrenningatengsl óra fjarri. Ég var ekki tilbúin fyrir mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Hrukkurnar kringum augun yrði að reka burt. Ég kom mér upp vopnabúri af kremdósum og smyrsltúpum settum loforðum um framlengda æsku. Ég var nýbúin að maka mig áburði er ég rakst á auglýsingu á vefmiðli sem varð til þess að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds.

Fyllum bókahillurnar!

Börn þurfa að umgangast bækur til að öðlast áhuga á bóklestri. Bóklestur skilar sér í góðum lesskilningi og þar með betri námsárangri. Það er sama hvar borið er niður, meira að segja stærðfræðin snýst að miklu leyti um að geta lesið. Börn sem alast upp við bóklestur foreldranna og gott aðgengi að bókum sýna meiri áhuga á bóklestri en önnur börn. Þessir ungu lestrarhestar þurfa lesefni við hæfi, nýjar spennandi barnabækur sem efla og viðhalda lestraráhuganum. Hinn hópurinn er mun stærri, börnin sem lítinn eða engan áhuga hafa á bóklestri. Þessir krakkar þurfa svo sannarlega lesefni við hæfi, bækur sem koma þeim á bragðið og vekja áhuga þeirra á bóklestri.

Dauðyflin í Samfylkingunni

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar

,,Þú ert bara foringjahollt dauðyfli sem styður leiðtoga þinn í þeirri helreið sem vinstristjórnin þröngvar ofan í þjóðholla íslendinga" væri líklega eitthvað sem hreytt yrði í mig, segðist ég vera meðlimur í Samfylkingunni (sem ég er) og stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar (sem ég er einnig). Í nokkur skipti hefur mér verið úthúðað í persónu eða á spjallkerfi DV sem foringjahækju og ungkrataskratta, fyrir þann mikla löst að taka þátt í stjórnmálastarfi.

Mér líður ógeðslega illa en fæ ekki tíma hjá geðlækni fyrr en eftir hálft ár

Ellen Calmon skrifar

Ég er svo geðveikur þegar ég er í skólanum, ég er bara í skólanum og get ekki gert neitt annað, get ekki átt eðlileg samskipti við fjölskyldu mína, er bara svo svakalega ýktur. Mér líður ógeðslega illa, en næ einhvern veginn ekki að sortera hlutina í hausnum á mér. Ég er að missa fjölskylduna mína frá mér. Ég þarf að bíða í hálft ár eftir tíma hjá geðlækni, geturðu hjálpað mér?

Lítill ávinningur af skimun fyrir ristilkrabbameini

Jóhann Ágúst Sigurðsson skrifar

Árangur af skimun fyrir ristilkrabbameini er lítill séð frá lýðheilsusjónarmiði. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir tilboð um skimun í 10 ár og 18 ára eftirfylgni 380 þúsund einstaklinga, hefur ekki orðið lækkun í heildardánartíðni skimunarhóps borið saman við viðmiðunarhópa. Hins vegar var hægt að lækka dánartíðni af völdum ristilkrabbameins um 15% hjá þeim sem fengu tilboð um skimun með því að leita að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár (Hewitson et al. The Cochrane Library 2011). Það er því ekki með fullri vissu hægt að segja að skimunin bjargi mannslífum. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir við að við getum þá valið úr hvaða sjúkdómi við deyjum, en ekki hvenær.

Er ekki nóg atvinnuleysi?

Unnsteinn Jónsson skrifar

Ef Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fær að ráða, þá fer störfum við íslenska bjórframleiðslu að fækka. Í staðinn flytjast þau til útlanda. Ögmundur vill nefnilega skella í lás á alla möguleika til að kynna íslenska bjórframleiðslu hér á landi.

Best í heimi

Heiða Sigurjónsdóttir skrifar

Þegar ég reyndi að sigrast á nánast óyfirstíganlegu þvottafjalli heima hjá mér fór ég að hugsa. Ég er ótrúlega heppin. Þrátt fyrir allt er ég í besta starfinu, ég er leikskólakennari.

Brostnar vonir

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Pyngjur landsmanna léttast og færri krónur eru eftir um hver mánaðamót. Norræn velferðarstefna stjórnvalda er aðhlátursefni í fermingum og saumaklúbbum. Í dag þarf fólkið og fyrirtækin í landinu að berjast við erlenda vogunarsjóði, afborganir af stökkbreyttum húsnæðislánum með heimalagaðri verðbólgu, aukinni skattpíningu, hækkandi matvælaverði, gjaldskrárhækkunum og löngu ákveðin framtíðarplön fjölmargra einstaklinga eru brostin.

Tveir og hálfur milljarður í sérstakar vaxtaniðurgreiðslur – það munar um minna

Oddný G. Harðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Tugþúsundir húseigenda um allt land fengu fjármuni frá ríkissjóði inn á bankareikninga sína nú um síðustu mánaðamót. Mörgum í þeim hópi hefur eflaust komið þetta ánægjulega á óvart. Eðli málsins samkvæmt er fólk vanara því að meira fari út af reikningunum vegna íbúðarlána en að eitthvað skili sér inn á þá.

Þungur kross brotaþola

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar

Ung stúlka tilkynnir nauðgun í miðborg Reykjavíkur. Í umræðum um málið á netinu lætur ungur maður hafa eftir sér eitthvað á þá leið að hann viti svo sem ekkert um aðstæður en ef stúlkan hafi komið sér í þær aðstæður að henni var nauðgað væri lítið hægt að vorkenna henni. Þessi ummæli voru við mynd í umdeildu myndaalbúmi fyrir nokkrum vikum. Myndaalbúm þetta bar yfirskriftina Karlar sem hata konur og var mikið í umræðunni. Í þeirri umræðu var lítið rætt um þau ummæli sem þar birtust heldur meira um þann einstakling sem safnaði þeim saman. Í hinum ýmsu athugasemdakerfum var þeirri ágætu konu sem setti albúmið saman fundið allt til foráttu en það var eins og enginn setti spurningamerki við þau ummæli sem birst höfðu í þessu albúmi. Enginn setti spurningarmerki við að ábyrgð væri sett á herðar brotaþola í nauðgunarmáli. Þetta var henni að kenna hvort sem er, hún kom sér í þessar aðstæður sjálf.

Vændi og mansal er ekki það sama

Hreiðar Eiríksson skrifar

Í daglegri umræðu hefur mansali og vændi oft verið blandað svo saman að fæstir kunna skil á muninum á þessu tvennu. Umræðan hefur verið þannig að flestum dettur í hug vændi, súlustaðir eða klám þegar þeir heyra orðið „mansal". Staðreyndin er hins vegar sú að mansal utan kynlífs- og klámiðnaðarins er algengara en flesta grunar. Það er því miður líka staðreynd að baráttan gegn mansali hefur hingað til aðallega snúist um mansal tengt vændi og kynlífiðnaði og þau fórnarlömb mansals sem eru misnotuð á annan hátt hafa mátt þjást án afskipta yfirvalda og flestra þeirra samtaka sem gefa sig út fyrir að berjast gegn mansali.

Sýndarveruleikinn

Ólafur Heiðar Helgason skrifar

Hvað skiptir máli í lífinu? Nú, ég held auðvitað að þetta sé sjálf lífsgátan. Ég myndi nefna það að fræðast um eðli heimsins, njóta samveru með fjölskyldunni og borða Vesturbæjarís. Á heildina litið held ég að sammannleg hugtök eins og hamingja, gleði og lífsfylling séu algeng svör við þessari spurningu. Og þegar uppi er staðið höfum við öll svipuð tækifæri til þessara sameiginlegu markmiða, hvar sem við erum stödd í samfélaginu.

Þrenns konar veiðistjórn

Tómas Gunnarsson skrifar

Dómur Landsdóms frá 23. apríl 2012 setur ný viðmið og mörk í þjóðlífinu. Þar virðist horfið frá geðþótta lagatúlkunum og lögð áhersla á lagabókstafinn. Dómurinn veldur því að lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða jaðrar við ósvífni. Hvaðan kemur alþingismönnum vald til að ganga berlega gegn jafnréttisákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og veita ákveðnum útgerðum enn um sinn áratuga forréttindi fram yfir aðra þegna til fiskveiða í lögsögunni?

Vondar fyrirmyndir á Alþingi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Vanskil ársreikninga til réttra yfirvalda virðast landlægur vandi á Íslandi. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að vel á fjórða þúsund félaga hefðu ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010 til ríkisskattstjóra, eins og þeim ber lögum samkvæmt. Málum sex félaga hefur verið vísað til skattrannsóknarstjóra af þessum völdum.

Við borgum ekki

Ásmundur Ásmundsson skrifar

Ég veit ekki nema gleymdur sé nú sífelldur áróður Suðurnesjamanna um að þáverandi umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefði stöðvað framkvæmdir við undirbúning álvers í Helguvík með skriffinnsku í kringum umhverfismat. Atvinnufyrirtæki á Suðurnesjum sáu sig knúin til að rógbera ráðherrann í auglýsingum, því lífsbjörgin, sjálf atvinna fólksins, væri í húfi. Auglýsingar atvinnufyrirtækja dundu á ráðherranum, þar sem honum var brigslað um óheilindi. Þarna fór í broddi fylkingar bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, sjálfstæðismaðurinn vinsæli Árni Sigfússon. Nú er hins vegar öllum ljóst að allt annað en ráðherrann og viðleitni hans til að sinna lögboðnum skyldum sínum er það sem tefur byggingu álversins þar syðra.

Lyktarmengun kallar á tafarlausar aðgerðir

Sigrún Pálsdóttir skrifar

Nýverið var haldinn íbúafundur í Mosfellsbæ um lyktarmengun frá urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi. Niðurstaða fundarins var einhlít. Við óbreytt ástand verður ekki unað og aðgerða þörf án tafar.

Um smálán

Árni Páll Árnason skrifar

Allt frá því að smálánafyrirtæki hófu innreið sína á íslenskan lánamarkað höfum við leitað leiða til að koma böndum á starfsemi þeirra og skapa henni eðlileg mörk. Í fyrra lagði ég fram frumvarp þess efnis, sem dagaði uppi á Alþingi. Þá hófst í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undirbúningur að því að regla starfsemi smálánafyrirtækjanna innan ramma nýrra laga um neytendalán, eins og nú er lagt til í nýju frumvarpi.

Gullgæsin

Ólafur Hannesson skrifar

Eitt mesta hitamálið þessa dagana er nýjasta kvótafrumvarp ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, flestir sem fylgjast með muna eflaust eftir frumvarpinu sem falleinkunn hlaut hjá öllum sem umsagnir gáfu um það frumvarp. Nú virðist ríkisstjórnin ætla að leika sama leik enn á ný, smellir fram frumvarpi sem enginn getur sáttur við unað og markmiðið virðist vera að knésetja og örkumla íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, mottóið hjá ríkistjórninni virðist vera að allir skulu hafa það jafn skítt. Hver er annars hugsunin að baki þegar fólk vill ráðast að atvinnustétt sem skapar 40% af útflutningsverðmætum Íslendinga, skapar fjöldann allan af störfum og greiðir skatta og gjöld til ríkisins. Menn vilja kannski frekar að sjávarútvegurinn sé ekki sjálfbær og ríkið þurfi að greiða styrki til að viðhalda sjávarútveginum líkt og gerist í mörgum öðrum löndum.

Mannleg meindýr

Jón M. Ívarsson skrifar

Menn eru misjafnir og samskipti þeirra með ýmsu móti. Sem betur fer er meirihlutinn gott fólk eða að minnsta kosti sæmilegt sem lætur fremur gott en illt af sér leiða, hugsar vel um fjölskyldu sína og heldur frið við nágrannana. Sem sagt venjulegt fólk. Það er gott að fæðast inn í slíka fjölskyldu en mótsögnin er sú að venjulegt fólk er oft berskjaldað fyrir mannvonskunni sem sumir menn hafa til að bera. Það hefur ekki hugarflug til að ímynda sér þá siðblindu sem stundum leynist undir yfirborðinu í næsta húsi. Jafnvel í eigin húsi. Það á við um þau úrhrök sem fremja nauðganir og sifjaspell.

Bann við mismunun

Margrét Steinarsdóttir skrifar

Jafnrétti er hornsteinn mannréttinda, sá grunnur sem viðhorf okkar og samfélag byggja á. Allir eru bornir frjálsir og jafnir og eiga kröfu á mannréttindum óháð kynþætti, litarafti, kynferði, trú/lífsskoðun, heilsufari, aldri, fötlun, stjórnmálaskoðunum, kynhneigð, kyngervi, þjóðernisuppruna, félagslegri stöðu eða öðrum aðstæðum. Þótt þetta hljómi einfalt og sjálfsagt eru réttindi tiltekinna hópa brotin um allan heim; þekkingarleysi og fordómar gera það að verkum að sumum eru veitt forréttindi á meðan tækifæri annarra til að njóta gæða samfélagsins eru takmörkuð, t.d. vegna hefða, trúarlegra kennisetninga og staðalmynda.

Sjá næstu 50 greinar