Bann við mismunun Margrét Steinarsdóttir skrifar 10. maí 2012 06:00 Jafnrétti er hornsteinn mannréttinda, sá grunnur sem viðhorf okkar og samfélag byggja á. Allir eru bornir frjálsir og jafnir og eiga kröfu á mannréttindum óháð kynþætti, litarafti, kynferði, trú/lífsskoðun, heilsufari, aldri, fötlun, stjórnmálaskoðunum, kynhneigð, kyngervi, þjóðernisuppruna, félagslegri stöðu eða öðrum aðstæðum. Þótt þetta hljómi einfalt og sjálfsagt eru réttindi tiltekinna hópa brotin um allan heim; þekkingarleysi og fordómar gera það að verkum að sumum eru veitt forréttindi á meðan tækifæri annarra til að njóta gæða samfélagsins eru takmörkuð, t.d. vegna hefða, trúarlegra kennisetninga og staðalmynda. Þótt margt hafi áunnist á Íslandi í jafnréttismálum, réttindi kvenna til að mynda aukin og samkynhneigðir hafi náð langt í sinni baráttu, þá eiga ýmsir samfélagshópar enn undir högg að sækja og geta ekki sótt rétt sinn telji þeir á sér brotið. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur um nokkurt skeið vakið athygli á því hversu ófullkomin íslensk jafnréttislöggjöf er þegar um er að tefla annars konar jafnrétti en kynjajafnrétti. Lögin eru afar brotakennd í samanburði við það sem kveðið er á um í Evrópurétti og þá löggjöf sem finna má í löndum sem Ísland ber sig helst saman við. Á Norðurlöndum er alls staðar að finna heildstæða jafnréttislöggjöf sem byggir m.a. á tilskipunum ESB um jafnrétti án tillits til kynþáttar eða þjóðernisuppruna (2000/43/EB), jafnrétti í atvinnulífi og starfi (2000/78/EB). Tilskipanir ESB kveða á um lágmarksréttindi en þær eru mikilvægur grunnur sem jafnréttislöggjöf í mestallri Evrópu byggir á. Í velferðarráðuneytinu fer nú fram vinna við innleiðingu framangreindra tilskipana. Verði þær innleiddar á fullnægjandi hátt má ætla að réttarstaða þeirra sem eiga undir högg að sækja vegna fyrrgreindra þátta batni til muna á Íslandi. Eitt þeirra rita um mannréttindi sem Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefið út á síðustu árum er ritið Bann við mismunun. Fjallar það einkum um efni áðurnefndra tilskipana Evrópusambandsins og frumvarp að nýrri tilskipun um jafnrétti á víðum grunni. Tilgangur útgáfunnar er fyrst og fremst að kynna tilskipanir ESB um jafnrétti og þá hugmyndafræði sem liggur þeim að baki. Rit af þessum toga eru nauðsyn því til þess að geta beitt sér í þágu jafnréttis er brýnt að fólk þekki rétt sinn og skyldur og viti hvað felst í banni við mismunun. Bann við mismunun er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Jafnrétti er hornsteinn mannréttinda, sá grunnur sem viðhorf okkar og samfélag byggja á. Allir eru bornir frjálsir og jafnir og eiga kröfu á mannréttindum óháð kynþætti, litarafti, kynferði, trú/lífsskoðun, heilsufari, aldri, fötlun, stjórnmálaskoðunum, kynhneigð, kyngervi, þjóðernisuppruna, félagslegri stöðu eða öðrum aðstæðum. Þótt þetta hljómi einfalt og sjálfsagt eru réttindi tiltekinna hópa brotin um allan heim; þekkingarleysi og fordómar gera það að verkum að sumum eru veitt forréttindi á meðan tækifæri annarra til að njóta gæða samfélagsins eru takmörkuð, t.d. vegna hefða, trúarlegra kennisetninga og staðalmynda. Þótt margt hafi áunnist á Íslandi í jafnréttismálum, réttindi kvenna til að mynda aukin og samkynhneigðir hafi náð langt í sinni baráttu, þá eiga ýmsir samfélagshópar enn undir högg að sækja og geta ekki sótt rétt sinn telji þeir á sér brotið. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur um nokkurt skeið vakið athygli á því hversu ófullkomin íslensk jafnréttislöggjöf er þegar um er að tefla annars konar jafnrétti en kynjajafnrétti. Lögin eru afar brotakennd í samanburði við það sem kveðið er á um í Evrópurétti og þá löggjöf sem finna má í löndum sem Ísland ber sig helst saman við. Á Norðurlöndum er alls staðar að finna heildstæða jafnréttislöggjöf sem byggir m.a. á tilskipunum ESB um jafnrétti án tillits til kynþáttar eða þjóðernisuppruna (2000/43/EB), jafnrétti í atvinnulífi og starfi (2000/78/EB). Tilskipanir ESB kveða á um lágmarksréttindi en þær eru mikilvægur grunnur sem jafnréttislöggjöf í mestallri Evrópu byggir á. Í velferðarráðuneytinu fer nú fram vinna við innleiðingu framangreindra tilskipana. Verði þær innleiddar á fullnægjandi hátt má ætla að réttarstaða þeirra sem eiga undir högg að sækja vegna fyrrgreindra þátta batni til muna á Íslandi. Eitt þeirra rita um mannréttindi sem Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefið út á síðustu árum er ritið Bann við mismunun. Fjallar það einkum um efni áðurnefndra tilskipana Evrópusambandsins og frumvarp að nýrri tilskipun um jafnrétti á víðum grunni. Tilgangur útgáfunnar er fyrst og fremst að kynna tilskipanir ESB um jafnrétti og þá hugmyndafræði sem liggur þeim að baki. Rit af þessum toga eru nauðsyn því til þess að geta beitt sér í þágu jafnréttis er brýnt að fólk þekki rétt sinn og skyldur og viti hvað felst í banni við mismunun. Bann við mismunun er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar