Kostnaður hagsmunaaðila í stjórnmálabaráttu Margrét S. Björnsdóttir skrifar 11. maí 2012 06:00 Eftir baráttu ýmissa vinstrimanna fyrir upplýsingaskyldu og hámörkum á fjárframlög til stjórnmálastarfsemi voru loks samþykkt lög þar að lútandi árið 2006. GRECO-nefnd Evrópuráðsins (um pólitíska spillingu) hafði ítrekað sent íslenskum stjórnvöldum aðfinnslur og Jóhanna Sigurðardóttir flutt fjölda þingsályktunartillagna um málið. Þeir sem sáu um fjársafnanir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks höfðu barist gegn slíkum lögum í nafni stjórnarskrárákvæða um tjáningar- og félagafrelsi, en gáfust loks upp. Markmið laganna frá 2006 er að koma í veg fyrir spillingu, að fjársterkir aðilar geti ráðið frambjóðendum, niðurstöðum kosninga og málefna, en rannsóknir staðfesta áhrif fjármagns, þó fleira komi til. Nú er uppi ný staða sem þarfnast umræðu. Síðastliðin 15 ár hafa hagsmunaaðilar í æ ríkari mæli blandað sér í kosningabaráttu, stillt flokkum og frambjóðendum upp við vegg í aðdraganda kosninga og þannig skert lýðræðislegan hlut almennings og þeirra kjörnu fulltrúa. Síðastliðna mánuði hefur þetta náð nýjum hæðum með milljónatuga auglýsingaherferð hagsmunaaðila gegn breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Um stjórnmálastarfsemi hagsmunaaðila gilda ekki lög um upplýsingaskyldu eða hámark á framlög. Í Bandaríkjunum kljást stjórnmálamenn við sama vanda. Þar hafa frá 1970 gilt lög um upplýsingaskyldu og takmarkanir á fjárframlög til flokka og frambjóðenda. En fjársterkir aðilar hafa fundið hjáleiðir og eyða í dag (í gegnum svonefnd Super PACs og 501c4 samtök) hærri upphæðum til áhrifa á stjórnmálastarfsemi en flokkarnir og frambjóðendur sjálfir. Upphæðum sem hafa margfaldast á síðustu árum. Að baki eru einstaklingar, fyrirtæki eða samtök. Þar eins og hér er ekkert hámark, en loðin upplýsingaskylda, sem auðvelt er að sniðganga. Þingmenn demókrata hafa án árangurs reynt að takmarka þetta, gegn atkvæðum repúblikana. (Economist 25.2.2012). Mikilvægt er að ræða hvernig bregðast skal við þessu, þó ljóst sé að setning reglna um þetta sé snúnari en um fjárreiður flokka og frambjóðenda. Jafnljóst er að við viljum ekki á Íslandi lýðræði og skoðanamyndun sem ræðst af fjármagni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Eftir baráttu ýmissa vinstrimanna fyrir upplýsingaskyldu og hámörkum á fjárframlög til stjórnmálastarfsemi voru loks samþykkt lög þar að lútandi árið 2006. GRECO-nefnd Evrópuráðsins (um pólitíska spillingu) hafði ítrekað sent íslenskum stjórnvöldum aðfinnslur og Jóhanna Sigurðardóttir flutt fjölda þingsályktunartillagna um málið. Þeir sem sáu um fjársafnanir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks höfðu barist gegn slíkum lögum í nafni stjórnarskrárákvæða um tjáningar- og félagafrelsi, en gáfust loks upp. Markmið laganna frá 2006 er að koma í veg fyrir spillingu, að fjársterkir aðilar geti ráðið frambjóðendum, niðurstöðum kosninga og málefna, en rannsóknir staðfesta áhrif fjármagns, þó fleira komi til. Nú er uppi ný staða sem þarfnast umræðu. Síðastliðin 15 ár hafa hagsmunaaðilar í æ ríkari mæli blandað sér í kosningabaráttu, stillt flokkum og frambjóðendum upp við vegg í aðdraganda kosninga og þannig skert lýðræðislegan hlut almennings og þeirra kjörnu fulltrúa. Síðastliðna mánuði hefur þetta náð nýjum hæðum með milljónatuga auglýsingaherferð hagsmunaaðila gegn breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Um stjórnmálastarfsemi hagsmunaaðila gilda ekki lög um upplýsingaskyldu eða hámark á framlög. Í Bandaríkjunum kljást stjórnmálamenn við sama vanda. Þar hafa frá 1970 gilt lög um upplýsingaskyldu og takmarkanir á fjárframlög til flokka og frambjóðenda. En fjársterkir aðilar hafa fundið hjáleiðir og eyða í dag (í gegnum svonefnd Super PACs og 501c4 samtök) hærri upphæðum til áhrifa á stjórnmálastarfsemi en flokkarnir og frambjóðendur sjálfir. Upphæðum sem hafa margfaldast á síðustu árum. Að baki eru einstaklingar, fyrirtæki eða samtök. Þar eins og hér er ekkert hámark, en loðin upplýsingaskylda, sem auðvelt er að sniðganga. Þingmenn demókrata hafa án árangurs reynt að takmarka þetta, gegn atkvæðum repúblikana. (Economist 25.2.2012). Mikilvægt er að ræða hvernig bregðast skal við þessu, þó ljóst sé að setning reglna um þetta sé snúnari en um fjárreiður flokka og frambjóðenda. Jafnljóst er að við viljum ekki á Íslandi lýðræði og skoðanamyndun sem ræðst af fjármagni.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar