Við borgum ekki Ásmundur Ásmundsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Ég veit ekki nema gleymdur sé nú sífelldur áróður Suðurnesjamanna um að þáverandi umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefði stöðvað framkvæmdir við undirbúning álvers í Helguvík með skriffinnsku í kringum umhverfismat. Atvinnufyrirtæki á Suðurnesjum sáu sig knúin til að rógbera ráðherrann í auglýsingum, því lífsbjörgin, sjálf atvinna fólksins, væri í húfi. Auglýsingar atvinnufyrirtækja dundu á ráðherranum, þar sem honum var brigslað um óheilindi. Þarna fór í broddi fylkingar bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, sjálfstæðismaðurinn vinsæli Árni Sigfússon. Nú er hins vegar öllum ljóst að allt annað en ráðherrann og viðleitni hans til að sinna lögboðnum skyldum sínum er það sem tefur byggingu álversins þar syðra. En málið var og er stórt, enda var stóriðja helsta kosningamál Sjálfstæðisflokksins og verður væntanlega enn um sinn. Þessi auglýsingaherferð fyrirtækja á Suðurnesjum endurspeglaði rökþrot auglýsendanna, sem gerðu ómerkilega tilraun til að heilaþvo almenning í stað þess að efna til upplýstrar samræðu um málið og þá sérstaklega umhverfismál því tengdu. Ef marka má nýafstaðin átök í Vogum á Vatnsleysuströnd um raflínubyggingu vegna álversins verður ekki annað séð en fullt tilefni hafi verið til samræðna hér að lútandi. En þeir sem telja sig eiga að ráða örlögum okkar Íslendinga hafa ekki mikla þörf fyrir upplýsta umræðu. Þeir ógna með valdi sínu sem fólgið er í ráðum yfir fjármagni, sem þeir vita að er á tiltölulega fáum höndum og því auðvelt að skipuleggja notkun þess, jafnvel þótt beitt sé gegn almannahagsmunum. Að teknu tilliti til LÍÚRíkisstjórn Íslands hefur lagt fram ný frumvörp um stjórn fiskveiða og nýtingu auðlinda sjávar. Um þau hefur staðið mikill styrr og fara fremstir í andstöðu við frumvarpið þeir sem nýta auðlindir sjávar við Ísland, enda stendur til að auka álögur á þá. Einnig skjálfa bankar yfir því að hafa veitt lán með veði í auðlindinni, því að veðin munu sennilega hverfa og þeir sjá fram á að þurfa að afskrifa skuldir sem skipta tugum milljarða. Búið er að ræða það í áratugi að taka til hendinni og koma auðlindum sjávar aftur í hendur þjóðarinnar, en alltaf hefur skort pólitískt þrek til þess. Þar til nú að ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur leggur til atlögu eftir langa og stranga samninga við útgerðarmenn. Þeir höfðu fengið sitt fram og náð að kaffæra hugmyndir Samfylkingarinnar um að fyrna kvótann þannig að hann rynni aftur til þjóðarinnar á 20 árum. Samningaleið LÍÚ varð ofan á. Ekki mátti styggja þá um of, enda sá atvinnuvegur nú um stundir sem besta afkomu gefur í miðri kreppu. Ekki fjár vant og þóEn þegar svo á að ákveða álögurnar verða útvegsmenn vitlausir. Þjóð í kreppu átti von á að helsti atvinnuvegur þjóðarinnar mundi í blómstrandi hagsæld, m.a. vegna veikrar krónu í höftum, vera tilbúinn til að leggja sitt af mörkum. Nei takk, hreint ekki. Peningar kvótahafa útgerðarinnar skulu sko ekki fara í að borga eðlilega rentu af sjávarauðlindinni. Miklu frekar eru settar milljónir í útgáfu Morgunblaðsins, málgagns Sjálfstæðisflokksins, og er þá ekki vælt á torgum. Fé er nú ausið í auglýsingar til að heilaþvo án umræðu. Meira að segja eru dregnir upp á dekk íbúar í sveitarfélagi þar sem þjóðin hefur nýlega fjárfest í dýrum vatnsaflsvirkjunum og samgöngumannvirkjum til að treysta efnahag íbúanna. En jákvæða verður þó að telja þá faglegu gagnrýni sem komið hefur fram, m.a. að tilstuðlan útgerðarmanna, um hugsanleg hagræn áhrif áðurnefndra frumvarpa. Hinu megum við þó ekki gleyma að kerfisbreytingar af því tagi sem nú eru boðaðar í sjávarútvegi munu valda bylgjuáhrifum til að byrja með, en síðan mun komast á jafnvægi. Gera má ráð fyrir að bankar og aðrir kröfuhafar hinna skuldsettustu útgerða komi þar við sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég veit ekki nema gleymdur sé nú sífelldur áróður Suðurnesjamanna um að þáverandi umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefði stöðvað framkvæmdir við undirbúning álvers í Helguvík með skriffinnsku í kringum umhverfismat. Atvinnufyrirtæki á Suðurnesjum sáu sig knúin til að rógbera ráðherrann í auglýsingum, því lífsbjörgin, sjálf atvinna fólksins, væri í húfi. Auglýsingar atvinnufyrirtækja dundu á ráðherranum, þar sem honum var brigslað um óheilindi. Þarna fór í broddi fylkingar bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, sjálfstæðismaðurinn vinsæli Árni Sigfússon. Nú er hins vegar öllum ljóst að allt annað en ráðherrann og viðleitni hans til að sinna lögboðnum skyldum sínum er það sem tefur byggingu álversins þar syðra. En málið var og er stórt, enda var stóriðja helsta kosningamál Sjálfstæðisflokksins og verður væntanlega enn um sinn. Þessi auglýsingaherferð fyrirtækja á Suðurnesjum endurspeglaði rökþrot auglýsendanna, sem gerðu ómerkilega tilraun til að heilaþvo almenning í stað þess að efna til upplýstrar samræðu um málið og þá sérstaklega umhverfismál því tengdu. Ef marka má nýafstaðin átök í Vogum á Vatnsleysuströnd um raflínubyggingu vegna álversins verður ekki annað séð en fullt tilefni hafi verið til samræðna hér að lútandi. En þeir sem telja sig eiga að ráða örlögum okkar Íslendinga hafa ekki mikla þörf fyrir upplýsta umræðu. Þeir ógna með valdi sínu sem fólgið er í ráðum yfir fjármagni, sem þeir vita að er á tiltölulega fáum höndum og því auðvelt að skipuleggja notkun þess, jafnvel þótt beitt sé gegn almannahagsmunum. Að teknu tilliti til LÍÚRíkisstjórn Íslands hefur lagt fram ný frumvörp um stjórn fiskveiða og nýtingu auðlinda sjávar. Um þau hefur staðið mikill styrr og fara fremstir í andstöðu við frumvarpið þeir sem nýta auðlindir sjávar við Ísland, enda stendur til að auka álögur á þá. Einnig skjálfa bankar yfir því að hafa veitt lán með veði í auðlindinni, því að veðin munu sennilega hverfa og þeir sjá fram á að þurfa að afskrifa skuldir sem skipta tugum milljarða. Búið er að ræða það í áratugi að taka til hendinni og koma auðlindum sjávar aftur í hendur þjóðarinnar, en alltaf hefur skort pólitískt þrek til þess. Þar til nú að ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur leggur til atlögu eftir langa og stranga samninga við útgerðarmenn. Þeir höfðu fengið sitt fram og náð að kaffæra hugmyndir Samfylkingarinnar um að fyrna kvótann þannig að hann rynni aftur til þjóðarinnar á 20 árum. Samningaleið LÍÚ varð ofan á. Ekki mátti styggja þá um of, enda sá atvinnuvegur nú um stundir sem besta afkomu gefur í miðri kreppu. Ekki fjár vant og þóEn þegar svo á að ákveða álögurnar verða útvegsmenn vitlausir. Þjóð í kreppu átti von á að helsti atvinnuvegur þjóðarinnar mundi í blómstrandi hagsæld, m.a. vegna veikrar krónu í höftum, vera tilbúinn til að leggja sitt af mörkum. Nei takk, hreint ekki. Peningar kvótahafa útgerðarinnar skulu sko ekki fara í að borga eðlilega rentu af sjávarauðlindinni. Miklu frekar eru settar milljónir í útgáfu Morgunblaðsins, málgagns Sjálfstæðisflokksins, og er þá ekki vælt á torgum. Fé er nú ausið í auglýsingar til að heilaþvo án umræðu. Meira að segja eru dregnir upp á dekk íbúar í sveitarfélagi þar sem þjóðin hefur nýlega fjárfest í dýrum vatnsaflsvirkjunum og samgöngumannvirkjum til að treysta efnahag íbúanna. En jákvæða verður þó að telja þá faglegu gagnrýni sem komið hefur fram, m.a. að tilstuðlan útgerðarmanna, um hugsanleg hagræn áhrif áðurnefndra frumvarpa. Hinu megum við þó ekki gleyma að kerfisbreytingar af því tagi sem nú eru boðaðar í sjávarútvegi munu valda bylgjuáhrifum til að byrja með, en síðan mun komast á jafnvægi. Gera má ráð fyrir að bankar og aðrir kröfuhafar hinna skuldsettustu útgerða komi þar við sögu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar