Týndur á Paddington Róbert Marshall skrifar 11. maí 2012 06:00 Á fyrsta áratug ævi minnar hvarf pabbi hægt og örugglega inn í myrkur sjúkdóms sem tætti hann í sig þar til ekkert var eftir. Alkóhólisminn át í sig kímnigáfuna, stríðnisblikið í auganu, góðsemdina og hlýjuna sem stafaði af þessum ljúfa manni sem las fyrir mig söguna um bangsann sem týndist á Paddington-lestarstöðinni. Ég man hvernig var að hvíla höfuðið á brjósti hans sem reis og hneig og finna hrjúfa skeggbroddana strjúkast við ennið. Svo man ég skrímslið sem birtist þegar hann drakk; samanherpta reiðiröddina, krepptan hnefa og ótta í lofti. Það er furðulegt hverju börn geta vanist. Sjö ára sagði ég mömmu að ég vonaði að pabbi yrði ekki fullur um jólin. Þegar ég ákvað sjálfur að hætta að drekka áfengi fyrir nokkrum árum var það að stærstum hluta vegna þess að ég hafði séð og upplifað hversu stjórnlaus drykkjusjúklingur er yfir eigin lífi. Þó það hafi komið flestum á óvart í kringum mig þá fann ég fyrir föðurarfinum. Eftir nokkurra mánaða edrúmennsku og ráðgjöf hjá SÁÁ skráði ég mig í göngudeildarmeðferð hjá samtökunum og lærði upp á nýtt að lifa án áfengis. Mín stóra eftirsjá er að hafa ekki gert það fyrr. Það átti aldrei við mig að drekka. Ég gerði það vegna þess að samfélag okkar gerir ráð fyrir því. Það er ógæfa okkar Íslendinga. En það er líka ótrúleg gæfa að eiga svo öflugan bakhjarl í okkar samfélagi sem SÁÁ er. Lífsgæði mín og þúsunda annarra hafa stóraukist fyrir tilverknað þeirra. Því miður var SÁÁ á frumstigi þegar faðir minn flosnaði upp úr lífinu og hvarf út í buskann með flöskuna sem ferðafélaga. Við heyrðumst stopult í gegnum árin og svo sjaldnar og sjaldnar. Síðasta bréfið kom frá Blackpool eftir 16 ára fjarvist. Þegar ég og bróðir minn fórum út og hittum hann þekkti hann okkur ekki í sundur. Hvernig ætti það að vera? Þau voru fjögurra, sjö og tíu ára börnin sem Bakkus tók af honum. Ég þekkti ekki þennan mann heldur. Það sem eftir stóð var brotin skel og ráðvillt sál; skurnin af manninum sem hann var. Við fylgdum honum til London og kvöddumst á Paddington-lestarstöðinni á dapurlegasta degi lífs míns fyrir 11 árum. Til hans hefur hvorki heyrst né sést síðan. Hann týndist á Paddington. Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur. Hann leggur líf fólks í rúst og skeytir hvorki um stétt né stöðu. Það er skuggi yfir lífi barna sem alast upp við þær aðstæður sem hann skapar. En það er sem betur fer til lausn og hún getur verið ótrúlega einföld ef gripið er inn í framþróun sjúkdómsins snemma. Þegar álfasalan hjá SÁÁ hefst þá kaupi ég alltaf tvo álfa. Einn fyrir mig og annan fyrir pabba. Þekkir þú ekki einhvern sem þarf að læra á lífið aftur? Þú getur hjálpað með því að styrkja SÁÁ og álfasöluna. Einn álf fyrir þig og annan fyrir þann sem þú veist að þarf á því að halda. Þannig treystir þú sameiginlega velferð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á fyrsta áratug ævi minnar hvarf pabbi hægt og örugglega inn í myrkur sjúkdóms sem tætti hann í sig þar til ekkert var eftir. Alkóhólisminn át í sig kímnigáfuna, stríðnisblikið í auganu, góðsemdina og hlýjuna sem stafaði af þessum ljúfa manni sem las fyrir mig söguna um bangsann sem týndist á Paddington-lestarstöðinni. Ég man hvernig var að hvíla höfuðið á brjósti hans sem reis og hneig og finna hrjúfa skeggbroddana strjúkast við ennið. Svo man ég skrímslið sem birtist þegar hann drakk; samanherpta reiðiröddina, krepptan hnefa og ótta í lofti. Það er furðulegt hverju börn geta vanist. Sjö ára sagði ég mömmu að ég vonaði að pabbi yrði ekki fullur um jólin. Þegar ég ákvað sjálfur að hætta að drekka áfengi fyrir nokkrum árum var það að stærstum hluta vegna þess að ég hafði séð og upplifað hversu stjórnlaus drykkjusjúklingur er yfir eigin lífi. Þó það hafi komið flestum á óvart í kringum mig þá fann ég fyrir föðurarfinum. Eftir nokkurra mánaða edrúmennsku og ráðgjöf hjá SÁÁ skráði ég mig í göngudeildarmeðferð hjá samtökunum og lærði upp á nýtt að lifa án áfengis. Mín stóra eftirsjá er að hafa ekki gert það fyrr. Það átti aldrei við mig að drekka. Ég gerði það vegna þess að samfélag okkar gerir ráð fyrir því. Það er ógæfa okkar Íslendinga. En það er líka ótrúleg gæfa að eiga svo öflugan bakhjarl í okkar samfélagi sem SÁÁ er. Lífsgæði mín og þúsunda annarra hafa stóraukist fyrir tilverknað þeirra. Því miður var SÁÁ á frumstigi þegar faðir minn flosnaði upp úr lífinu og hvarf út í buskann með flöskuna sem ferðafélaga. Við heyrðumst stopult í gegnum árin og svo sjaldnar og sjaldnar. Síðasta bréfið kom frá Blackpool eftir 16 ára fjarvist. Þegar ég og bróðir minn fórum út og hittum hann þekkti hann okkur ekki í sundur. Hvernig ætti það að vera? Þau voru fjögurra, sjö og tíu ára börnin sem Bakkus tók af honum. Ég þekkti ekki þennan mann heldur. Það sem eftir stóð var brotin skel og ráðvillt sál; skurnin af manninum sem hann var. Við fylgdum honum til London og kvöddumst á Paddington-lestarstöðinni á dapurlegasta degi lífs míns fyrir 11 árum. Til hans hefur hvorki heyrst né sést síðan. Hann týndist á Paddington. Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur. Hann leggur líf fólks í rúst og skeytir hvorki um stétt né stöðu. Það er skuggi yfir lífi barna sem alast upp við þær aðstæður sem hann skapar. En það er sem betur fer til lausn og hún getur verið ótrúlega einföld ef gripið er inn í framþróun sjúkdómsins snemma. Þegar álfasalan hjá SÁÁ hefst þá kaupi ég alltaf tvo álfa. Einn fyrir mig og annan fyrir pabba. Þekkir þú ekki einhvern sem þarf að læra á lífið aftur? Þú getur hjálpað með því að styrkja SÁÁ og álfasöluna. Einn álf fyrir þig og annan fyrir þann sem þú veist að þarf á því að halda. Þannig treystir þú sameiginlega velferð okkar allra.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun