Týndur á Paddington Róbert Marshall skrifar 11. maí 2012 06:00 Á fyrsta áratug ævi minnar hvarf pabbi hægt og örugglega inn í myrkur sjúkdóms sem tætti hann í sig þar til ekkert var eftir. Alkóhólisminn át í sig kímnigáfuna, stríðnisblikið í auganu, góðsemdina og hlýjuna sem stafaði af þessum ljúfa manni sem las fyrir mig söguna um bangsann sem týndist á Paddington-lestarstöðinni. Ég man hvernig var að hvíla höfuðið á brjósti hans sem reis og hneig og finna hrjúfa skeggbroddana strjúkast við ennið. Svo man ég skrímslið sem birtist þegar hann drakk; samanherpta reiðiröddina, krepptan hnefa og ótta í lofti. Það er furðulegt hverju börn geta vanist. Sjö ára sagði ég mömmu að ég vonaði að pabbi yrði ekki fullur um jólin. Þegar ég ákvað sjálfur að hætta að drekka áfengi fyrir nokkrum árum var það að stærstum hluta vegna þess að ég hafði séð og upplifað hversu stjórnlaus drykkjusjúklingur er yfir eigin lífi. Þó það hafi komið flestum á óvart í kringum mig þá fann ég fyrir föðurarfinum. Eftir nokkurra mánaða edrúmennsku og ráðgjöf hjá SÁÁ skráði ég mig í göngudeildarmeðferð hjá samtökunum og lærði upp á nýtt að lifa án áfengis. Mín stóra eftirsjá er að hafa ekki gert það fyrr. Það átti aldrei við mig að drekka. Ég gerði það vegna þess að samfélag okkar gerir ráð fyrir því. Það er ógæfa okkar Íslendinga. En það er líka ótrúleg gæfa að eiga svo öflugan bakhjarl í okkar samfélagi sem SÁÁ er. Lífsgæði mín og þúsunda annarra hafa stóraukist fyrir tilverknað þeirra. Því miður var SÁÁ á frumstigi þegar faðir minn flosnaði upp úr lífinu og hvarf út í buskann með flöskuna sem ferðafélaga. Við heyrðumst stopult í gegnum árin og svo sjaldnar og sjaldnar. Síðasta bréfið kom frá Blackpool eftir 16 ára fjarvist. Þegar ég og bróðir minn fórum út og hittum hann þekkti hann okkur ekki í sundur. Hvernig ætti það að vera? Þau voru fjögurra, sjö og tíu ára börnin sem Bakkus tók af honum. Ég þekkti ekki þennan mann heldur. Það sem eftir stóð var brotin skel og ráðvillt sál; skurnin af manninum sem hann var. Við fylgdum honum til London og kvöddumst á Paddington-lestarstöðinni á dapurlegasta degi lífs míns fyrir 11 árum. Til hans hefur hvorki heyrst né sést síðan. Hann týndist á Paddington. Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur. Hann leggur líf fólks í rúst og skeytir hvorki um stétt né stöðu. Það er skuggi yfir lífi barna sem alast upp við þær aðstæður sem hann skapar. En það er sem betur fer til lausn og hún getur verið ótrúlega einföld ef gripið er inn í framþróun sjúkdómsins snemma. Þegar álfasalan hjá SÁÁ hefst þá kaupi ég alltaf tvo álfa. Einn fyrir mig og annan fyrir pabba. Þekkir þú ekki einhvern sem þarf að læra á lífið aftur? Þú getur hjálpað með því að styrkja SÁÁ og álfasöluna. Einn álf fyrir þig og annan fyrir þann sem þú veist að þarf á því að halda. Þannig treystir þú sameiginlega velferð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á fyrsta áratug ævi minnar hvarf pabbi hægt og örugglega inn í myrkur sjúkdóms sem tætti hann í sig þar til ekkert var eftir. Alkóhólisminn át í sig kímnigáfuna, stríðnisblikið í auganu, góðsemdina og hlýjuna sem stafaði af þessum ljúfa manni sem las fyrir mig söguna um bangsann sem týndist á Paddington-lestarstöðinni. Ég man hvernig var að hvíla höfuðið á brjósti hans sem reis og hneig og finna hrjúfa skeggbroddana strjúkast við ennið. Svo man ég skrímslið sem birtist þegar hann drakk; samanherpta reiðiröddina, krepptan hnefa og ótta í lofti. Það er furðulegt hverju börn geta vanist. Sjö ára sagði ég mömmu að ég vonaði að pabbi yrði ekki fullur um jólin. Þegar ég ákvað sjálfur að hætta að drekka áfengi fyrir nokkrum árum var það að stærstum hluta vegna þess að ég hafði séð og upplifað hversu stjórnlaus drykkjusjúklingur er yfir eigin lífi. Þó það hafi komið flestum á óvart í kringum mig þá fann ég fyrir föðurarfinum. Eftir nokkurra mánaða edrúmennsku og ráðgjöf hjá SÁÁ skráði ég mig í göngudeildarmeðferð hjá samtökunum og lærði upp á nýtt að lifa án áfengis. Mín stóra eftirsjá er að hafa ekki gert það fyrr. Það átti aldrei við mig að drekka. Ég gerði það vegna þess að samfélag okkar gerir ráð fyrir því. Það er ógæfa okkar Íslendinga. En það er líka ótrúleg gæfa að eiga svo öflugan bakhjarl í okkar samfélagi sem SÁÁ er. Lífsgæði mín og þúsunda annarra hafa stóraukist fyrir tilverknað þeirra. Því miður var SÁÁ á frumstigi þegar faðir minn flosnaði upp úr lífinu og hvarf út í buskann með flöskuna sem ferðafélaga. Við heyrðumst stopult í gegnum árin og svo sjaldnar og sjaldnar. Síðasta bréfið kom frá Blackpool eftir 16 ára fjarvist. Þegar ég og bróðir minn fórum út og hittum hann þekkti hann okkur ekki í sundur. Hvernig ætti það að vera? Þau voru fjögurra, sjö og tíu ára börnin sem Bakkus tók af honum. Ég þekkti ekki þennan mann heldur. Það sem eftir stóð var brotin skel og ráðvillt sál; skurnin af manninum sem hann var. Við fylgdum honum til London og kvöddumst á Paddington-lestarstöðinni á dapurlegasta degi lífs míns fyrir 11 árum. Til hans hefur hvorki heyrst né sést síðan. Hann týndist á Paddington. Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur. Hann leggur líf fólks í rúst og skeytir hvorki um stétt né stöðu. Það er skuggi yfir lífi barna sem alast upp við þær aðstæður sem hann skapar. En það er sem betur fer til lausn og hún getur verið ótrúlega einföld ef gripið er inn í framþróun sjúkdómsins snemma. Þegar álfasalan hjá SÁÁ hefst þá kaupi ég alltaf tvo álfa. Einn fyrir mig og annan fyrir pabba. Þekkir þú ekki einhvern sem þarf að læra á lífið aftur? Þú getur hjálpað með því að styrkja SÁÁ og álfasöluna. Einn álf fyrir þig og annan fyrir þann sem þú veist að þarf á því að halda. Þannig treystir þú sameiginlega velferð okkar allra.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar