Þrenns konar veiðistjórn Tómas Gunnarsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Dómur Landsdóms frá 23. apríl 2012 setur ný viðmið og mörk í þjóðlífinu. Þar virðist horfið frá geðþótta lagatúlkunum og lögð áhersla á lagabókstafinn. Dómurinn veldur því að lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða jaðrar við ósvífni. Hvaðan kemur alþingismönnum vald til að ganga berlega gegn jafnréttisákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og veita ákveðnum útgerðum enn um sinn áratuga forréttindi fram yfir aðra þegna til fiskveiða í lögsögunni? Veiðistjórn andstæð stjórnarskrá Alllengi hefur tíðkast hér að fiskistofnar, sem ætíð hafa verið þjóðareign, hafi verið nýttir, veðsettir, seldir og látnir ganga í arf eins og einkaréttarlegar eignir fámenns hóps. Frumvarp ríkisstjórnarinnar á þingskjali 1052/2011-2012, um stjórn fiskveiða, samrýmist ekki bókstafstúlkun Landsdóms. Jafnréttisákvæði leyfa það ekki. Staðhæfing útgerða um að þær hafi keypt þjóðareignina af almennum borgurum úti í bæ er ómarktæk. Enda er ekki vitað til að útgerðirnar hafi hreyft legg né lið þegar Jón Bjarnason, fyrrv. sjávarútvegsráðherra, felldi niður sérréttindi þeirra til að veiða skötusel. Kröfur útgerðanna kosta lagalega kollsteypu hér verði formlega í sakir farið. Eigi núverandi útgerðir að fá opinber forréttindi til veiða í lögsögunni kostar það ekki aðeins breytingar á jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar heldur einnig að Ísland segi sig frá alþjóðasáttmálum eins og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Staða Íslands yrði þá að nokkru lík og staða Norður-Kóreu í samfélagi þjóðanna. Veiðistjórn samkv. áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna 24.10.2007 er eina löglega veiðistjórnin. Allir Íslendingar verða að eiga jafnan rétt til gera tilboð í veiðiréttindi sem boðið er upp á. Í því felast engir afarkostir fyrir núverandi útgerðir, hvorki gagnvart nýjum útgerðum né heldur gagnvart öðrum rekstri. Þær hafa eftir sem áður sérstöðu í skipa- og veiðarfæraeign, mannahaldi, sérþekkingu og samböndum. Það er ekki lítill aðstöðumunur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Dómur Landsdóms frá 23. apríl 2012 setur ný viðmið og mörk í þjóðlífinu. Þar virðist horfið frá geðþótta lagatúlkunum og lögð áhersla á lagabókstafinn. Dómurinn veldur því að lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða jaðrar við ósvífni. Hvaðan kemur alþingismönnum vald til að ganga berlega gegn jafnréttisákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og veita ákveðnum útgerðum enn um sinn áratuga forréttindi fram yfir aðra þegna til fiskveiða í lögsögunni? Veiðistjórn andstæð stjórnarskrá Alllengi hefur tíðkast hér að fiskistofnar, sem ætíð hafa verið þjóðareign, hafi verið nýttir, veðsettir, seldir og látnir ganga í arf eins og einkaréttarlegar eignir fámenns hóps. Frumvarp ríkisstjórnarinnar á þingskjali 1052/2011-2012, um stjórn fiskveiða, samrýmist ekki bókstafstúlkun Landsdóms. Jafnréttisákvæði leyfa það ekki. Staðhæfing útgerða um að þær hafi keypt þjóðareignina af almennum borgurum úti í bæ er ómarktæk. Enda er ekki vitað til að útgerðirnar hafi hreyft legg né lið þegar Jón Bjarnason, fyrrv. sjávarútvegsráðherra, felldi niður sérréttindi þeirra til að veiða skötusel. Kröfur útgerðanna kosta lagalega kollsteypu hér verði formlega í sakir farið. Eigi núverandi útgerðir að fá opinber forréttindi til veiða í lögsögunni kostar það ekki aðeins breytingar á jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar heldur einnig að Ísland segi sig frá alþjóðasáttmálum eins og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Staða Íslands yrði þá að nokkru lík og staða Norður-Kóreu í samfélagi þjóðanna. Veiðistjórn samkv. áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna 24.10.2007 er eina löglega veiðistjórnin. Allir Íslendingar verða að eiga jafnan rétt til gera tilboð í veiðiréttindi sem boðið er upp á. Í því felast engir afarkostir fyrir núverandi útgerðir, hvorki gagnvart nýjum útgerðum né heldur gagnvart öðrum rekstri. Þær hafa eftir sem áður sérstöðu í skipa- og veiðarfæraeign, mannahaldi, sérþekkingu og samböndum. Það er ekki lítill aðstöðumunur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar