Þrenns konar veiðistjórn Tómas Gunnarsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Dómur Landsdóms frá 23. apríl 2012 setur ný viðmið og mörk í þjóðlífinu. Þar virðist horfið frá geðþótta lagatúlkunum og lögð áhersla á lagabókstafinn. Dómurinn veldur því að lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða jaðrar við ósvífni. Hvaðan kemur alþingismönnum vald til að ganga berlega gegn jafnréttisákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og veita ákveðnum útgerðum enn um sinn áratuga forréttindi fram yfir aðra þegna til fiskveiða í lögsögunni? Veiðistjórn andstæð stjórnarskrá Alllengi hefur tíðkast hér að fiskistofnar, sem ætíð hafa verið þjóðareign, hafi verið nýttir, veðsettir, seldir og látnir ganga í arf eins og einkaréttarlegar eignir fámenns hóps. Frumvarp ríkisstjórnarinnar á þingskjali 1052/2011-2012, um stjórn fiskveiða, samrýmist ekki bókstafstúlkun Landsdóms. Jafnréttisákvæði leyfa það ekki. Staðhæfing útgerða um að þær hafi keypt þjóðareignina af almennum borgurum úti í bæ er ómarktæk. Enda er ekki vitað til að útgerðirnar hafi hreyft legg né lið þegar Jón Bjarnason, fyrrv. sjávarútvegsráðherra, felldi niður sérréttindi þeirra til að veiða skötusel. Kröfur útgerðanna kosta lagalega kollsteypu hér verði formlega í sakir farið. Eigi núverandi útgerðir að fá opinber forréttindi til veiða í lögsögunni kostar það ekki aðeins breytingar á jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar heldur einnig að Ísland segi sig frá alþjóðasáttmálum eins og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Staða Íslands yrði þá að nokkru lík og staða Norður-Kóreu í samfélagi þjóðanna. Veiðistjórn samkv. áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna 24.10.2007 er eina löglega veiðistjórnin. Allir Íslendingar verða að eiga jafnan rétt til gera tilboð í veiðiréttindi sem boðið er upp á. Í því felast engir afarkostir fyrir núverandi útgerðir, hvorki gagnvart nýjum útgerðum né heldur gagnvart öðrum rekstri. Þær hafa eftir sem áður sérstöðu í skipa- og veiðarfæraeign, mannahaldi, sérþekkingu og samböndum. Það er ekki lítill aðstöðumunur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Dómur Landsdóms frá 23. apríl 2012 setur ný viðmið og mörk í þjóðlífinu. Þar virðist horfið frá geðþótta lagatúlkunum og lögð áhersla á lagabókstafinn. Dómurinn veldur því að lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða jaðrar við ósvífni. Hvaðan kemur alþingismönnum vald til að ganga berlega gegn jafnréttisákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og veita ákveðnum útgerðum enn um sinn áratuga forréttindi fram yfir aðra þegna til fiskveiða í lögsögunni? Veiðistjórn andstæð stjórnarskrá Alllengi hefur tíðkast hér að fiskistofnar, sem ætíð hafa verið þjóðareign, hafi verið nýttir, veðsettir, seldir og látnir ganga í arf eins og einkaréttarlegar eignir fámenns hóps. Frumvarp ríkisstjórnarinnar á þingskjali 1052/2011-2012, um stjórn fiskveiða, samrýmist ekki bókstafstúlkun Landsdóms. Jafnréttisákvæði leyfa það ekki. Staðhæfing útgerða um að þær hafi keypt þjóðareignina af almennum borgurum úti í bæ er ómarktæk. Enda er ekki vitað til að útgerðirnar hafi hreyft legg né lið þegar Jón Bjarnason, fyrrv. sjávarútvegsráðherra, felldi niður sérréttindi þeirra til að veiða skötusel. Kröfur útgerðanna kosta lagalega kollsteypu hér verði formlega í sakir farið. Eigi núverandi útgerðir að fá opinber forréttindi til veiða í lögsögunni kostar það ekki aðeins breytingar á jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar heldur einnig að Ísland segi sig frá alþjóðasáttmálum eins og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Staða Íslands yrði þá að nokkru lík og staða Norður-Kóreu í samfélagi þjóðanna. Veiðistjórn samkv. áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna 24.10.2007 er eina löglega veiðistjórnin. Allir Íslendingar verða að eiga jafnan rétt til gera tilboð í veiðiréttindi sem boðið er upp á. Í því felast engir afarkostir fyrir núverandi útgerðir, hvorki gagnvart nýjum útgerðum né heldur gagnvart öðrum rekstri. Þær hafa eftir sem áður sérstöðu í skipa- og veiðarfæraeign, mannahaldi, sérþekkingu og samböndum. Það er ekki lítill aðstöðumunur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar