Lítill ávinningur af skimun fyrir ristilkrabbameini Jóhann Ágúst Sigurðsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Árangur af skimun fyrir ristilkrabbameini er lítill séð frá lýðheilsusjónarmiði. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir tilboð um skimun í 10 ár og 18 ára eftirfylgni 380 þúsund einstaklinga, hefur ekki orðið lækkun í heildardánartíðni skimunarhóps borið saman við viðmiðunarhópa. Hins vegar var hægt að lækka dánartíðni af völdum ristilkrabbameins um 15% hjá þeim sem fengu tilboð um skimun með því að leita að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár (Hewitson et al. The Cochrane Library 2011). Það er því ekki með fullri vissu hægt að segja að skimunin bjargi mannslífum. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir við að við getum þá valið úr hvaða sjúkdómi við deyjum, en ekki hvenær. Það eru margvíslegar skýringar á því af hverju heildardánartíðnin lækkar ekki. Nýlega var sýnt fram á að árangur af skimun var ofmetinn, tölfræðilega er það afar lítill hópur af heildinni sem deyr af ristilkrabbameini (og þar með ómarktækur), margir eru orðnir almennt veikir og deyja þá af öðrum sjúkdómum í staðinn og sumum farnast verr við að fá sjúkdómsgreininguna „krabbamein“ samanber nýjustu rannsóknir Unnar Valdimarsdóttur og félaga sem birtist í New England Journal of Medicine, 2012. Í nýlegri rannsókn (apríl 2012) skoðuðum við árangur af skimun út frá lýðheilsusjónarmiði á Norðurlöndunum (Sigurdsson JA et al. J Eval Clin Pract 2012, online). Sem dæmi er tekið að við bjóðum öllum einstaklingum á aldrinum 55 til 75 ára skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi með leit að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár. Að 10 árum liðnum mun sá hluti hópsins sem er á aldrinum 65-74 ára hafa uppfyllt skilyrðin um tilboð í 10 ár og þá náð mesta árangri skimunar sem er 15% lækkun á dánartíðni af völdum ristilkrabbameins. Hins vegar er þessi árangur innan við 1% lækkun á dánartíðni ótímabærs dauða (premature death) miðað við allt annað sem fólk deyr af á þessum aldri (sjá mynd). Jafnframt er rétt að taka fram að áðurnefndar skimunaraðferðir miðast við hægðaprufur annað hvert ár og ekki hægt að framreikna árangur af skimuninni eftir að viðkomandi tilheyrir ekki lengur þeim hópi sem er boðaður í skimunina. Rætt hefur verið um að taka beri upp kerfisbundna skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hér á landi og fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi um slíka skimun. Þær nýju niðurstöður sem nú liggja fyrir gefa því tilefni til að endurskoða þessa afstöðu einkum með tilliti til forgangsröðunar forvarna. Í því samhengi er rétt að benda á að af þeim 99% sem hafa ekkert gagn af skimun fyrir ristilkrabbameini sbr. meðfylgjandi mynd, deyja yfir 50% af sjúkdómum sem tengjast reykingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Árangur af skimun fyrir ristilkrabbameini er lítill séð frá lýðheilsusjónarmiði. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir tilboð um skimun í 10 ár og 18 ára eftirfylgni 380 þúsund einstaklinga, hefur ekki orðið lækkun í heildardánartíðni skimunarhóps borið saman við viðmiðunarhópa. Hins vegar var hægt að lækka dánartíðni af völdum ristilkrabbameins um 15% hjá þeim sem fengu tilboð um skimun með því að leita að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár (Hewitson et al. The Cochrane Library 2011). Það er því ekki með fullri vissu hægt að segja að skimunin bjargi mannslífum. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir við að við getum þá valið úr hvaða sjúkdómi við deyjum, en ekki hvenær. Það eru margvíslegar skýringar á því af hverju heildardánartíðnin lækkar ekki. Nýlega var sýnt fram á að árangur af skimun var ofmetinn, tölfræðilega er það afar lítill hópur af heildinni sem deyr af ristilkrabbameini (og þar með ómarktækur), margir eru orðnir almennt veikir og deyja þá af öðrum sjúkdómum í staðinn og sumum farnast verr við að fá sjúkdómsgreininguna „krabbamein“ samanber nýjustu rannsóknir Unnar Valdimarsdóttur og félaga sem birtist í New England Journal of Medicine, 2012. Í nýlegri rannsókn (apríl 2012) skoðuðum við árangur af skimun út frá lýðheilsusjónarmiði á Norðurlöndunum (Sigurdsson JA et al. J Eval Clin Pract 2012, online). Sem dæmi er tekið að við bjóðum öllum einstaklingum á aldrinum 55 til 75 ára skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi með leit að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár. Að 10 árum liðnum mun sá hluti hópsins sem er á aldrinum 65-74 ára hafa uppfyllt skilyrðin um tilboð í 10 ár og þá náð mesta árangri skimunar sem er 15% lækkun á dánartíðni af völdum ristilkrabbameins. Hins vegar er þessi árangur innan við 1% lækkun á dánartíðni ótímabærs dauða (premature death) miðað við allt annað sem fólk deyr af á þessum aldri (sjá mynd). Jafnframt er rétt að taka fram að áðurnefndar skimunaraðferðir miðast við hægðaprufur annað hvert ár og ekki hægt að framreikna árangur af skimuninni eftir að viðkomandi tilheyrir ekki lengur þeim hópi sem er boðaður í skimunina. Rætt hefur verið um að taka beri upp kerfisbundna skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hér á landi og fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi um slíka skimun. Þær nýju niðurstöður sem nú liggja fyrir gefa því tilefni til að endurskoða þessa afstöðu einkum með tilliti til forgangsröðunar forvarna. Í því samhengi er rétt að benda á að af þeim 99% sem hafa ekkert gagn af skimun fyrir ristilkrabbameini sbr. meðfylgjandi mynd, deyja yfir 50% af sjúkdómum sem tengjast reykingum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar