Lítill ávinningur af skimun fyrir ristilkrabbameini Jóhann Ágúst Sigurðsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Árangur af skimun fyrir ristilkrabbameini er lítill séð frá lýðheilsusjónarmiði. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir tilboð um skimun í 10 ár og 18 ára eftirfylgni 380 þúsund einstaklinga, hefur ekki orðið lækkun í heildardánartíðni skimunarhóps borið saman við viðmiðunarhópa. Hins vegar var hægt að lækka dánartíðni af völdum ristilkrabbameins um 15% hjá þeim sem fengu tilboð um skimun með því að leita að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár (Hewitson et al. The Cochrane Library 2011). Það er því ekki með fullri vissu hægt að segja að skimunin bjargi mannslífum. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir við að við getum þá valið úr hvaða sjúkdómi við deyjum, en ekki hvenær. Það eru margvíslegar skýringar á því af hverju heildardánartíðnin lækkar ekki. Nýlega var sýnt fram á að árangur af skimun var ofmetinn, tölfræðilega er það afar lítill hópur af heildinni sem deyr af ristilkrabbameini (og þar með ómarktækur), margir eru orðnir almennt veikir og deyja þá af öðrum sjúkdómum í staðinn og sumum farnast verr við að fá sjúkdómsgreininguna „krabbamein“ samanber nýjustu rannsóknir Unnar Valdimarsdóttur og félaga sem birtist í New England Journal of Medicine, 2012. Í nýlegri rannsókn (apríl 2012) skoðuðum við árangur af skimun út frá lýðheilsusjónarmiði á Norðurlöndunum (Sigurdsson JA et al. J Eval Clin Pract 2012, online). Sem dæmi er tekið að við bjóðum öllum einstaklingum á aldrinum 55 til 75 ára skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi með leit að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár. Að 10 árum liðnum mun sá hluti hópsins sem er á aldrinum 65-74 ára hafa uppfyllt skilyrðin um tilboð í 10 ár og þá náð mesta árangri skimunar sem er 15% lækkun á dánartíðni af völdum ristilkrabbameins. Hins vegar er þessi árangur innan við 1% lækkun á dánartíðni ótímabærs dauða (premature death) miðað við allt annað sem fólk deyr af á þessum aldri (sjá mynd). Jafnframt er rétt að taka fram að áðurnefndar skimunaraðferðir miðast við hægðaprufur annað hvert ár og ekki hægt að framreikna árangur af skimuninni eftir að viðkomandi tilheyrir ekki lengur þeim hópi sem er boðaður í skimunina. Rætt hefur verið um að taka beri upp kerfisbundna skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hér á landi og fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi um slíka skimun. Þær nýju niðurstöður sem nú liggja fyrir gefa því tilefni til að endurskoða þessa afstöðu einkum með tilliti til forgangsröðunar forvarna. Í því samhengi er rétt að benda á að af þeim 99% sem hafa ekkert gagn af skimun fyrir ristilkrabbameini sbr. meðfylgjandi mynd, deyja yfir 50% af sjúkdómum sem tengjast reykingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Árangur af skimun fyrir ristilkrabbameini er lítill séð frá lýðheilsusjónarmiði. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir tilboð um skimun í 10 ár og 18 ára eftirfylgni 380 þúsund einstaklinga, hefur ekki orðið lækkun í heildardánartíðni skimunarhóps borið saman við viðmiðunarhópa. Hins vegar var hægt að lækka dánartíðni af völdum ristilkrabbameins um 15% hjá þeim sem fengu tilboð um skimun með því að leita að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár (Hewitson et al. The Cochrane Library 2011). Það er því ekki með fullri vissu hægt að segja að skimunin bjargi mannslífum. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir við að við getum þá valið úr hvaða sjúkdómi við deyjum, en ekki hvenær. Það eru margvíslegar skýringar á því af hverju heildardánartíðnin lækkar ekki. Nýlega var sýnt fram á að árangur af skimun var ofmetinn, tölfræðilega er það afar lítill hópur af heildinni sem deyr af ristilkrabbameini (og þar með ómarktækur), margir eru orðnir almennt veikir og deyja þá af öðrum sjúkdómum í staðinn og sumum farnast verr við að fá sjúkdómsgreininguna „krabbamein“ samanber nýjustu rannsóknir Unnar Valdimarsdóttur og félaga sem birtist í New England Journal of Medicine, 2012. Í nýlegri rannsókn (apríl 2012) skoðuðum við árangur af skimun út frá lýðheilsusjónarmiði á Norðurlöndunum (Sigurdsson JA et al. J Eval Clin Pract 2012, online). Sem dæmi er tekið að við bjóðum öllum einstaklingum á aldrinum 55 til 75 ára skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi með leit að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár. Að 10 árum liðnum mun sá hluti hópsins sem er á aldrinum 65-74 ára hafa uppfyllt skilyrðin um tilboð í 10 ár og þá náð mesta árangri skimunar sem er 15% lækkun á dánartíðni af völdum ristilkrabbameins. Hins vegar er þessi árangur innan við 1% lækkun á dánartíðni ótímabærs dauða (premature death) miðað við allt annað sem fólk deyr af á þessum aldri (sjá mynd). Jafnframt er rétt að taka fram að áðurnefndar skimunaraðferðir miðast við hægðaprufur annað hvert ár og ekki hægt að framreikna árangur af skimuninni eftir að viðkomandi tilheyrir ekki lengur þeim hópi sem er boðaður í skimunina. Rætt hefur verið um að taka beri upp kerfisbundna skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hér á landi og fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi um slíka skimun. Þær nýju niðurstöður sem nú liggja fyrir gefa því tilefni til að endurskoða þessa afstöðu einkum með tilliti til forgangsröðunar forvarna. Í því samhengi er rétt að benda á að af þeim 99% sem hafa ekkert gagn af skimun fyrir ristilkrabbameini sbr. meðfylgjandi mynd, deyja yfir 50% af sjúkdómum sem tengjast reykingum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun