Dauðyflin í Samfylkingunni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. maí 2012 12:02 ,,Þú ert bara foringjahollt dauðyfli sem styður leiðtoga þinn í þeirri helreið sem vinstristjórnin þröngvar ofan í þjóðholla íslendinga" væri líklega eitthvað sem hreytt yrði í mig, segðist ég vera meðlimur í Samfylkingunni (sem ég er) og stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar (sem ég er einnig). Í nokkur skipti hefur mér verið úthúðað í persónu eða á spjallkerfi DV sem foringjahækju og ungkrataskratta, fyrir þann mikla löst að taka þátt í stjórnmálastarfi. Það er afar vinsælt að saka Samfylkingarfólk um að vera sem rakar tuskur þegar kemur að því að gagnrýna forystu sína og veita henni aðhald. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru afar margir og hafa álíka margar skoðanir á því hvernig Samfylkingin eigi að stunda stjórnmál sín, enda er fylkingin stofnuð á grundvelli þess að innan hennar eigi að vera virk rökræða um þær ólíku hugsjónir sem innan hennar rúmast. Ég trúi því í fullri einlægni að þeir einstaklingar sem taka þátt í starfi Samfylkingarinnar, og í raun öllu stjórnmálastarfi, séu drifnir af eigin skoðunum og metnaði en ekki löngun til þess að halda dauðataki í pils- og jakkafalda leiðtoga sinna. Þó mega flokksmenn liggja undir því ámæli að færa umræðuna of sjaldan á opinberan vettvang, þegar óánægja með störf flokksins og forystunnar knýr að dyrum. Vissulega er talað um að ekki megi varpa ljósi á sundrung innan stjórnmálaflokka með því að tala um hana á opinberum vettvangi en ég trúi því að stjórnmálastarf eigi að fara fram fyrir opnum dyrum. Dæmi um þögn Samfylkingarfólks er sú staðreynd að flokkurinn hefur misst þriðjung fylgis síns í könnunum og enginn ansar þeirri óánægju almennings. Það stefnir í að helmingur þingmanna Samfylkingarinnar verði atvinnulausir eftir ár og enginn innan flokksins hefur velt því upp hvað skuli gera. Ég tel að flokksmenn þurfi að bregðast við þessum válegu tíðindum. Ár er til kosninga og ég tel vera þörf á endurnýjun á umboði eða einstaklingum í forystu flokksins eigi síðar en í haust. En svo virðist sem Samfylkingarfólk óttist að veikja stöðu formannsins með umræðum um möguleg formannsskipti. Raunin er er hins vegar sú að ábyrg stjórnmálaöfl verða að hefja slíka umræðu þegar kannanir sýna fram á sögulega lægð, sér í lagi þegar kosningar þokast nær. Mat mitt er að því lengur sem umræðu um uppstokkun innan flokksins er haldið fjarri því örar renni tækifæri Samfylkingarinnar út í sandinn. Ég styð ríkisstjórnina og ég styð forystu Samfylkingarinnar í þeim góðu verkum sem hafa unnist á undanförnum árum, sem og þeim sem framundan eru. En ljóst er að margir kjósendur eru mér ekki sammála og við því verður að bregðast ef Samfylkingin ætlar að halda áfram að kalla sig burðarflokk í íslenskum stjórnmálum. Ég kalla eftir því að Samfylkingarfólk hætti að forðast umræðu um forystuskipti og aðra gagnrýni á störf flokksins. DV spjallverjum er velkomið að halda áfram að kalla mig ungkrataskratta en Samfylkingin er ekki og á ekki að vera flokkur einhuga dauðyfla. Þau skilaboð verða að vera skýr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
,,Þú ert bara foringjahollt dauðyfli sem styður leiðtoga þinn í þeirri helreið sem vinstristjórnin þröngvar ofan í þjóðholla íslendinga" væri líklega eitthvað sem hreytt yrði í mig, segðist ég vera meðlimur í Samfylkingunni (sem ég er) og stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar (sem ég er einnig). Í nokkur skipti hefur mér verið úthúðað í persónu eða á spjallkerfi DV sem foringjahækju og ungkrataskratta, fyrir þann mikla löst að taka þátt í stjórnmálastarfi. Það er afar vinsælt að saka Samfylkingarfólk um að vera sem rakar tuskur þegar kemur að því að gagnrýna forystu sína og veita henni aðhald. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru afar margir og hafa álíka margar skoðanir á því hvernig Samfylkingin eigi að stunda stjórnmál sín, enda er fylkingin stofnuð á grundvelli þess að innan hennar eigi að vera virk rökræða um þær ólíku hugsjónir sem innan hennar rúmast. Ég trúi því í fullri einlægni að þeir einstaklingar sem taka þátt í starfi Samfylkingarinnar, og í raun öllu stjórnmálastarfi, séu drifnir af eigin skoðunum og metnaði en ekki löngun til þess að halda dauðataki í pils- og jakkafalda leiðtoga sinna. Þó mega flokksmenn liggja undir því ámæli að færa umræðuna of sjaldan á opinberan vettvang, þegar óánægja með störf flokksins og forystunnar knýr að dyrum. Vissulega er talað um að ekki megi varpa ljósi á sundrung innan stjórnmálaflokka með því að tala um hana á opinberum vettvangi en ég trúi því að stjórnmálastarf eigi að fara fram fyrir opnum dyrum. Dæmi um þögn Samfylkingarfólks er sú staðreynd að flokkurinn hefur misst þriðjung fylgis síns í könnunum og enginn ansar þeirri óánægju almennings. Það stefnir í að helmingur þingmanna Samfylkingarinnar verði atvinnulausir eftir ár og enginn innan flokksins hefur velt því upp hvað skuli gera. Ég tel að flokksmenn þurfi að bregðast við þessum válegu tíðindum. Ár er til kosninga og ég tel vera þörf á endurnýjun á umboði eða einstaklingum í forystu flokksins eigi síðar en í haust. En svo virðist sem Samfylkingarfólk óttist að veikja stöðu formannsins með umræðum um möguleg formannsskipti. Raunin er er hins vegar sú að ábyrg stjórnmálaöfl verða að hefja slíka umræðu þegar kannanir sýna fram á sögulega lægð, sér í lagi þegar kosningar þokast nær. Mat mitt er að því lengur sem umræðu um uppstokkun innan flokksins er haldið fjarri því örar renni tækifæri Samfylkingarinnar út í sandinn. Ég styð ríkisstjórnina og ég styð forystu Samfylkingarinnar í þeim góðu verkum sem hafa unnist á undanförnum árum, sem og þeim sem framundan eru. En ljóst er að margir kjósendur eru mér ekki sammála og við því verður að bregðast ef Samfylkingin ætlar að halda áfram að kalla sig burðarflokk í íslenskum stjórnmálum. Ég kalla eftir því að Samfylkingarfólk hætti að forðast umræðu um forystuskipti og aðra gagnrýni á störf flokksins. DV spjallverjum er velkomið að halda áfram að kalla mig ungkrataskratta en Samfylkingin er ekki og á ekki að vera flokkur einhuga dauðyfla. Þau skilaboð verða að vera skýr.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar