Fyllum bókahillurnar! 10. maí 2012 14:30 Börn þurfa að umgangast bækur til að öðlast áhuga á bóklestri. Bóklestur skilar sér í góðum lesskilningi og þar með betri námsárangri. Það er sama hvar borið er niður, meira að segja stærðfræðin snýst að miklu leyti um að geta lesið. Börn sem alast upp við bóklestur foreldranna og gott aðgengi að bókum sýna meiri áhuga á bóklestri en önnur börn. Þessir ungu lestrarhestar þurfa lesefni við hæfi, nýjar spennandi barnabækur sem efla og viðhalda lestraráhuganum. Hinn hópurinn er mun stærri, börnin sem lítinn eða engan áhuga hafa á bóklestri. Þessir krakkar þurfa svo sannarlega lesefni við hæfi, bækur sem koma þeim á bragðið og vekja áhuga þeirra á bóklestri. Öll börn þurfa nefnilega bækur, bækur sem örva, gleðja, fræða og styrkja. Það er hlutverk skólakerfisins að jafna leikinn milli þeirra barna sem fengið hafa lestraruppeldi og hinna sem búið hafa við bókleysi. Skólunum ber að bjóða öllum börnum upp á tækifæri til að þroskast og eflast sem lesendur. En hafa börnin góðan aðgang að bókum í skólunum? Því miður er ekki hægt að svara þessari spurningu játandi. Í rannsókn Brynhildar Þórarinsdóttur, dósents við Háskólann á Akureyri, á stöðu skólasafnanna vorið 2011 kom í ljós að bókakaupafé til skólasafna landsins hefur verið skorið harkalega niður frá Hruni. Framlögin fóru niður í núll í sumum skólum, að meðaltali var bókakaupafé skorið niður um helming og þannig stendur það enn. Niðurskurðurinn hefur haft langmest áhrif á yndislestrarbækur, nýjar skáldsögur fyrir börn og unglinga; bækurnar sem eflt gætu áhuga barna á lestri. Dæmigerður skóli með um 450 nemendur hafði um 350–400 þúsund krónum minna til innkaupa árið 2011 en fyrir Hrun. Á sama árabili hækkuðu barnabækur um 28% í verði skv. Bókatíðindum. Raunverulegur samdráttur í bókakaupafé varð því miklu meiri en krónutalan sýnir. Til að halda í við verðlagsþróun hefði bókakaupafé þurft að hækka um 28% í stað þess að dragast saman um 50%. Vitaskuld hefur þessi samdráttur í bókakaupum skólasafnanna haft mikil áhrif á útgáfu barnabóka á íslensku. Alvarlegust eru þó skilaboðin sem skólabörnin fá um að bóklestur sé óþörf afþreying. Illa búin skólasöfn munu hvorki fjölga í hópi lestrarhesta né halda í þá sem eru þar fyrir. Rannsóknin leiddi í ljós að skólasafnakennarar hafa miklar áhyggjur af yndislestri nemenda. Þeir gera sitt besta til að halda bókum að börnum og unglingum en þykir miður að geta ekki keypt fleiri nýjar barnabækur og boðið nemendum upp á betra úrval. Áhyggjur þeirra af möguleikum barna til lestrar er nauðsynlegt að setja í samhengi við minnkandi bóklestur barna og unglinga. Nærri einn af hverjum þremur 10-15 ára krökkum á Íslandi les ekki bækur sér til ánægju en í sama hópi voru einungis 11% árið 1968, skv. rannsóknum Þorbjörns Broddasonar. Auðvitað hafa lestrarvenjur barna breyst og lesefnið með en það virðist vera að áhuginn á lestri bóka skipti mestu máli því bóklesturinn byggir upp lesskilning. Krafan um að snúa við blaðinu og efla lestraráhuga barna á ný er marklaus ef skólasöfnunum verður áfram haldið við hungurmörk. Lestrarhvatning er veigamikill þáttur í starfsemi skólasafnanna og mikilvægt er að þau geti boðið upp á fjölbreyttan bókakost. Samkvæmt Stefnuyfirlýsingu UNESCO/IFLA (1999) er læsi kjarninn í þjónustu skólasafna og ber þeim að efla lestur og með því stuðla að áframhaldandi ánægju barna og unglinga af lestri þannig að þau verði virkir notendur bókasafna í framtíðinni. Skólasöfn eru jafnframt sögð frumskilyrði fyrir sérhverja langtíma stefnumörkun um læsi, menntun, aðgengi að upplýsingum sem og efnahagslega, félagslega og menningarlega þróun. Það segir sig sjálft að nauðsynlegt er að bókakostur skólasafnanna sé í takt við tímann, höfði til nemenda og hvetji þá til lestrar. Staðan er hins vegar grafalvarleg og starfsfólk skólasafnanna varar við afleiðingum langvarandi fjárskorts. Söfnin verða „hvorki fugl né fiskur" ef áfram verður skorið við nögl. Nú hefur læsi verið skilgreint sem einn af sex grunnþáttum í íslensku menntakerfi, skv. nýrri Aðalnámskrá. Það leiðir vonandi til þess að yfirvöld menntamála og sveitarfélögin – sem reka grunnskólana – taki höndum saman við að bæta bókakost skólasafnanna. Börn verða einfaldlega ekki almennilega læs nema með því að lesa bækur. Bókakaupafé skólasafnanna var skorið niður þrátt fyrir að ótal rannsóknir sýni skýr tengsl milli áhuga á bóklestri og árangurs í lesskilningi og þar með námsárangurs. Það er kominn tími til að snúa þróuninni við og fylla bókahillur skólasafnanna. Í dag verður úthlutað úr Skólasafnasjóði Félags íslenskra bókaútgefenda, nú með tilstyrk Arion-banka. Sjóðurinn er vissulega fagnaðarefni og verður vonandi til þess að fleiri félagasamtök og fyrirtæki beini sjónum sínum að mikilvægi þess að efla lestur á allan hugsanlegan hátt. Atvinnulífið verður að sýna vilja sinn í verki, það eru hagsmunir þess að lestrarkunnátta verði hér til framtíðar sem allra best – fögrum orðum þurfa að fylgja kröftugar efndir.Andri Snær MagnasonÁslaug JónsdóttirBrynhildur ÞórarinsdóttirKristín Helga GunnarsdóttirPétur GunnarssonSigrún EldjárnSindri Freysson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Börn þurfa að umgangast bækur til að öðlast áhuga á bóklestri. Bóklestur skilar sér í góðum lesskilningi og þar með betri námsárangri. Það er sama hvar borið er niður, meira að segja stærðfræðin snýst að miklu leyti um að geta lesið. Börn sem alast upp við bóklestur foreldranna og gott aðgengi að bókum sýna meiri áhuga á bóklestri en önnur börn. Þessir ungu lestrarhestar þurfa lesefni við hæfi, nýjar spennandi barnabækur sem efla og viðhalda lestraráhuganum. Hinn hópurinn er mun stærri, börnin sem lítinn eða engan áhuga hafa á bóklestri. Þessir krakkar þurfa svo sannarlega lesefni við hæfi, bækur sem koma þeim á bragðið og vekja áhuga þeirra á bóklestri. Öll börn þurfa nefnilega bækur, bækur sem örva, gleðja, fræða og styrkja. Það er hlutverk skólakerfisins að jafna leikinn milli þeirra barna sem fengið hafa lestraruppeldi og hinna sem búið hafa við bókleysi. Skólunum ber að bjóða öllum börnum upp á tækifæri til að þroskast og eflast sem lesendur. En hafa börnin góðan aðgang að bókum í skólunum? Því miður er ekki hægt að svara þessari spurningu játandi. Í rannsókn Brynhildar Þórarinsdóttur, dósents við Háskólann á Akureyri, á stöðu skólasafnanna vorið 2011 kom í ljós að bókakaupafé til skólasafna landsins hefur verið skorið harkalega niður frá Hruni. Framlögin fóru niður í núll í sumum skólum, að meðaltali var bókakaupafé skorið niður um helming og þannig stendur það enn. Niðurskurðurinn hefur haft langmest áhrif á yndislestrarbækur, nýjar skáldsögur fyrir börn og unglinga; bækurnar sem eflt gætu áhuga barna á lestri. Dæmigerður skóli með um 450 nemendur hafði um 350–400 þúsund krónum minna til innkaupa árið 2011 en fyrir Hrun. Á sama árabili hækkuðu barnabækur um 28% í verði skv. Bókatíðindum. Raunverulegur samdráttur í bókakaupafé varð því miklu meiri en krónutalan sýnir. Til að halda í við verðlagsþróun hefði bókakaupafé þurft að hækka um 28% í stað þess að dragast saman um 50%. Vitaskuld hefur þessi samdráttur í bókakaupum skólasafnanna haft mikil áhrif á útgáfu barnabóka á íslensku. Alvarlegust eru þó skilaboðin sem skólabörnin fá um að bóklestur sé óþörf afþreying. Illa búin skólasöfn munu hvorki fjölga í hópi lestrarhesta né halda í þá sem eru þar fyrir. Rannsóknin leiddi í ljós að skólasafnakennarar hafa miklar áhyggjur af yndislestri nemenda. Þeir gera sitt besta til að halda bókum að börnum og unglingum en þykir miður að geta ekki keypt fleiri nýjar barnabækur og boðið nemendum upp á betra úrval. Áhyggjur þeirra af möguleikum barna til lestrar er nauðsynlegt að setja í samhengi við minnkandi bóklestur barna og unglinga. Nærri einn af hverjum þremur 10-15 ára krökkum á Íslandi les ekki bækur sér til ánægju en í sama hópi voru einungis 11% árið 1968, skv. rannsóknum Þorbjörns Broddasonar. Auðvitað hafa lestrarvenjur barna breyst og lesefnið með en það virðist vera að áhuginn á lestri bóka skipti mestu máli því bóklesturinn byggir upp lesskilning. Krafan um að snúa við blaðinu og efla lestraráhuga barna á ný er marklaus ef skólasöfnunum verður áfram haldið við hungurmörk. Lestrarhvatning er veigamikill þáttur í starfsemi skólasafnanna og mikilvægt er að þau geti boðið upp á fjölbreyttan bókakost. Samkvæmt Stefnuyfirlýsingu UNESCO/IFLA (1999) er læsi kjarninn í þjónustu skólasafna og ber þeim að efla lestur og með því stuðla að áframhaldandi ánægju barna og unglinga af lestri þannig að þau verði virkir notendur bókasafna í framtíðinni. Skólasöfn eru jafnframt sögð frumskilyrði fyrir sérhverja langtíma stefnumörkun um læsi, menntun, aðgengi að upplýsingum sem og efnahagslega, félagslega og menningarlega þróun. Það segir sig sjálft að nauðsynlegt er að bókakostur skólasafnanna sé í takt við tímann, höfði til nemenda og hvetji þá til lestrar. Staðan er hins vegar grafalvarleg og starfsfólk skólasafnanna varar við afleiðingum langvarandi fjárskorts. Söfnin verða „hvorki fugl né fiskur" ef áfram verður skorið við nögl. Nú hefur læsi verið skilgreint sem einn af sex grunnþáttum í íslensku menntakerfi, skv. nýrri Aðalnámskrá. Það leiðir vonandi til þess að yfirvöld menntamála og sveitarfélögin – sem reka grunnskólana – taki höndum saman við að bæta bókakost skólasafnanna. Börn verða einfaldlega ekki almennilega læs nema með því að lesa bækur. Bókakaupafé skólasafnanna var skorið niður þrátt fyrir að ótal rannsóknir sýni skýr tengsl milli áhuga á bóklestri og árangurs í lesskilningi og þar með námsárangurs. Það er kominn tími til að snúa þróuninni við og fylla bókahillur skólasafnanna. Í dag verður úthlutað úr Skólasafnasjóði Félags íslenskra bókaútgefenda, nú með tilstyrk Arion-banka. Sjóðurinn er vissulega fagnaðarefni og verður vonandi til þess að fleiri félagasamtök og fyrirtæki beini sjónum sínum að mikilvægi þess að efla lestur á allan hugsanlegan hátt. Atvinnulífið verður að sýna vilja sinn í verki, það eru hagsmunir þess að lestrarkunnátta verði hér til framtíðar sem allra best – fögrum orðum þurfa að fylgja kröftugar efndir.Andri Snær MagnasonÁslaug JónsdóttirBrynhildur ÞórarinsdóttirKristín Helga GunnarsdóttirPétur GunnarssonSigrún EldjárnSindri Freysson
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar