Fleiri fréttir

Stuðningsgrein: Kirkja sem horfir fram á veginn

Þjóðkirkjan stendur á tímamótum. Þessa dagana er kosið til embættis biskups Íslands. 500 manns eru í hópi kjörmanna. Í fyrsta sinn í sögu lands og þjóðar hafa fulltrúar sóknarbarna Þjóðkirkjunnar (sóknarnefndarformenn) kost á því að kjósa biskup. Djáknar kjósa líka í fyrsta sinn.

Of feit fyrir þig?

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Ég heiti Brynhildur og ég er ekki óhamingjusöm. Ég lifi góðu lífi, er í skemmtilegu og gefandi starfi, á yndislega fjölskyldu og frábæra vini. Ég er heilsuhraust, stunda afar skemmtilega líkamsrækt þrisvar í viku, nýt þess að lesa góðar bækur og fara í leikhús, hef ekki teljandi fjárhagsáhyggjur og á fullt af flottum fötum. Já, ég er fegurðardrottning.

Landið þar sem aldrei skortir kjöt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Norðmenn reka sem kunnugt er næstvitlausustu landbúnaðarpólitík í heimi, með háum ríkisstyrkjum, samkeppnishömlum og ofurtollum. Norsk stjórnvöld komast þó ekki með tærnar þar sem þau íslenzku hafa hælana þegar kemur að því að takmarka innflutning búvara og hindra erlenda samkeppni við framleiðendur.

Látum sem ekkert C!

Ómar Ragnarsson skrifar

Nafn á plötu Halla og Ladda hér um árið kemur hvað eftir annað upp í hugann sem eins konar stef í sögu þjóðarinnar síðustu áratugina, lokastef þöggunarinnar í mörgum af mikilsverðum málum hennar. Sá listi er langur en hér verða aðeins tekin fimm dæmi.

Hjólin snúast

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011 gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir. Vöxtur sem er jafn kröftugur og þessi stuðlar að bættum lífskjörum, aukinni atvinnu, frekari fjárfestingu og ekki síst skapar hann forsendur til að takast á við mörg þau vandasömu verkefni er hrunið hefur skilið eftir sig. Til að mynda stuðlar þetta að bættum rekstri ríkissjóðs í formi aukinna tekna og möguleika til að greiða niður skuldir ríkissjóðs.

Allar íbúðir eins

Pawel Bartoszek skrifar

Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef einhver vill búa í lítilli íbúð þá má það ekki. Ef einhver telur sig ekki hafa þörf fyrir geymslu eða þvottahús þá veit ríkið betur. Það er eins og það gleymist að fólk geti verið ólíkt, og með ólíkar þarfir á mismunandi tímum.

Vitleysingarnir á Vesalingunum

Friðrik Erlingsson skrifar

Það er stundum réttlætismál að sitja ekki þegjandi undir vissri tegund af þvaðri, né er hægt að leiða slíkt hjá sér, síst af öllu þegar í hlut eiga aðilar sem gefa sig út fyrir að vera fagmenn og þiggja fyrir það laun frá opinberri stofnun.

Vannýttur mannauður

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, sagði í gær frá því að 211 konur vantaði í stjórnir fyrirtækja og lífeyrissjóða svo uppfylla mætti skilyrði laga sem taka gildi haustið 2013. Þá á að vera tryggt að í stjórnum hlutafélaga með fleiri en fimmtíu starfsmenn og lífeyrissjóða sé hlutfall hvors kyns í stjórn ekki lægra en 40 prósent.

Sætustu stelpuna á Bessastaðaballið

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Efnt hefur verið til nokkurs konar raunveruleikaþáttar þar sem ræddir eru kostir og lestir hugsanlegra forsetaframbjóðenda. Enginn af kandídötunum hefur reyndar skráð sig til leiks í þættinum, en þeir eru engu að síður vegnir og metnir, gefnar einkunnir og stimplaðir hæfir eða óhæfir. Helsta niðurstaða dómara þáttarins hingað til er að það sé kominn tími á að fá konu í forsetaembættið.

Enn er mikið verk að vinna

Guðbjartur Hannesson skrifar

Ídag er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna í 101. sinn. Í tilefni dagsins sendi ég konum um land allt baráttukveðjur. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn valdeflingu kvenna í dreifbýli og útrýmingu hungurs og fátæktar. Í Reykjavík verður sjónum beint að stöðu eldri kvenna við starfslok. Þetta er þarft umfjöllunarefni. Mikill auður og reynsla býr með þeim sem eldri eru en laun heimsins eru ekki alltaf í samræmi við það. Úti í Evrópu er mikið rætt um að lengja starfsævina í ljósi þess hve líf fólks hefur lengst en barneignum fækkað. Þar er spurt hver á að vinna fyrir velferð borgaranna í framtíðinni.

Mannorð mitt var hreint fram að þessu

Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar

Hugleiðing Bjargar Magnúsdóttur, Ein nakin og annarri nauðgað, sem birtist í Fréttablaðinu 28. feb. í tilefni af frétt þess efnis að 16 ára stúlka hefði orðið fyrir hópnauðgun í miðbæ Reykjavíkur að næturþeli minnir okkur enn og aftur á mátt fordómanna og hve mikilvægt er að halda ekki lífinu í þeim heldur uppræta þá. Björg lýsir þeim hugsunum sem flugu gegnum huga hennar er hún heyrði fréttina en þær sneru fyrst og fremst að hegðun og ástandi stúlkunnar. Er lofsvert af henni að gera þær að umfjöllunarefni.

Launamunur kynjanna er mannréttindabrot

Védís Guðjónsdóttir skrifar

Árið 1976 voru í fyrsta skipti sett lög um jafnan rétt kvenna og karla (nr. 78/1976). Í þeim lögum er megináhersla lögð á jöfnun launa á milli kynja. Lögin voru endurnýjuð með viðbótum 1985, og aftur 1991 og 2000 og nú gilda jafnréttislög nr. 10 sem sett voru 2008. Það eru sem sagt 36 ár síðan fyrstu jafnréttislögin voru sett og á þessum árum hafa þau verið endurnýjuð fjórum sinnum. Nú eru fimmtu lögin í gildi og af þessu má sjá áhuga löggjafarvaldsins til þess að útrýma þeim mun sem er á launagreiðslum til fólks, eftir því af hvaða kyni það er.

Við og þau – kristin kúgunarrök gegn mosku eru ógild

Sindri Geir Óskarsson skrifar

Í umræðunni um byggingu mosku á Íslandi hafa margir andstæðingar moskubyggingar gripið til þeirra raka að múslímar eigi ekki að fá að byggja mosku hér því að ekki megi byggja kirkjur í „múslíma löndum”. Hinsvegar er Sádi-Arabía eina múslímska landið þar sem kirkjur eru bannaðar. Sá sem að ætlar að halda í þessi rök er að mestum líkum kristinn, því mun þessi grein taka ákveðið mið af því.

Konur, tímamót eru fram undan

Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar

Hinn 19. júní 2015, eftir rúm þrjú ár, eru 100 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Því verður ástæða til að fagna. Mörgum kann að finnast það ótrúlegt nú að helmingur þjóðarinnar, og rúmlega það, hafi ekki haft rétt til að kjósa þingmenn á Alþingi eða bjóða sig fram til þingsetu. En svona var það þar til fyrir 97 árum. Rétturinn sem fékkst var þó takmarkaður í fyrstu. Aðeins konur 40 ára og eldri fengu þessi réttindi. Ótrúlegt en satt.

Lýðræði, ábyrgð og sanngirni

Eva Heiða Önnudóttir skrifar

Því hefur verið fleygt fram í opinberri umræðu að kjósendur geti sjálfum sér um kennt um það sem illa fer á vettvangi stjórnmála, þar sem þeir kusu „þetta“ yfir sig. Jafnvel eru þessi rök notuð fyrir því að ekki skuli draga stjórnmálamenn til ábyrgðar, þar sem þeir starfa í umboði sinna kjósenda.

Eru stundakennarar annars flokks háskólaborgarar?

Dr. Gunnar Þór Jóhannesson, Dr. Helga Björnsdóttir, Dr. Tinna Grétarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sara Sigurbjörns-Öldudóttir skrifa

Á síðustu vikum hafa málefni stundakennara og stundakennslu við Háskóla Íslands verið nokkuð í umræðunni og er það vonum seinna. Launakjör þeirra hafa ekki að ósekju hlotið mesta athygli. Launataxti sá sem ríkið og opinberir háskólar landsins með Háskóla Íslands í broddi fylkingar bjóða þessu starfsfólki sínu er kostulegur. Sérfræðingur með doktorspróf fær innan við 2.000 krónur á tímann og velta má fyrir sér hvaða skilaboð Háskóli Íslands sendir til samfélagsins með þessum launakjörum. Ef menntun stundakennara er svona lítils virði, hvers virði er þá sú menntun sem HÍ býður nemendum upp á?

Áskorun til Alþingis

Heimir Hannesson skrifar

Ein meginregla opinbers réttarfars hér á landi er að dómþing skulu vera opin almenningi. „Dómþing skal háð í heyrandi hljóði“ segir í stjórnarskrá lýðveldisins.

Baráttan heldur áfram

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru þúsundir viðburða um allan heim um viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn baráttunni gegn hungri og fátækt milljóna kvenna og stúlkubarna. Saga þessa dags spannar nú eina öld og eitt ár betur.

Sýrland og heimurinn

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Við horfum á enn eina martröðina. Á enn eitt ríki að myrða borgara sína þúsundum saman til varnar forréttindum klíkunnar sem ræður. Við höfum séð þetta svo oft og svo víða að við vitum að þetta hefur ekkert með menningu eða trúarbrögð að gera þótt málsatvik litist alltaf af þess háttar efnum. Og við spyrjum alltaf þess sama. Af hverju stöðvar alþjóðasamfélagið ekki myrkraverkin?

Nýtt og endurnýtt

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Það er í tísku að endurnýta og endurvinna. Gera upp hús á sniðugan og hagkvæman hátt, jafnvel lífrænan. Það er í tísku að leggja bílnum og ganga eða hjóla. Sumir ganga svo langt að selja bílinn og tala um frelsun frá oki bensínreikningsins. Þetta sé ekkert mál, maður þurfi bara að skipuleggja sig, leggja tímanlega af stað. Þeir sem frelsast hvað harðast breiða út boðskapinn og verður mikið í mun að frelsa fleiri. Bíllaus dagur, tökum strætó, hjólum í vinnuna og brennum kaloríum í leiðinni.

Fullkomlega óábyrg vanskilaumræða

Andrea J. Ólafsdóttir skrifar

Nú eru áróðursmeistarar í opinberri umræðu komnir á flug með umræðuna um það hvort þeir sem ekki hafi staðið í skilum með ónýta og ólöglega lánasamninga njóti ekki sömu kjara og þeir sem höfðu nægilega háar tekjur til að standa straum af ólöglegri stökkbreytingu lánsins og ólöglegum afturvirkum útreikningum. Þá er einnig spurt hvort ekki hafi verið óábyrgt að hætta að greiða af þessum lánum eða að hvetja til þess að því væri hætt.

Viðtalstímar – gamaldags eða ekki?

Guðríður Arnardóttir skrifar

Karen Halldórsdóttir skrifar í Fréttablaðið og ræðir þar viðtalstíma bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fram að þeim tíma þegar 20 mánaða meirihlutinn tók við í Kópavogi stóð bæjarbúum til boða að ná tali af hverjum bæjarfulltrúa tvisvar á ári í klukkustund í senn. Þessir tímar voru fremur illa nýttir þrátt fyrir að hafa verið auglýstir nokkuð reglulega í ljósvaka- og prentmiðlum. Á síðasta kjörtímabili mættu t.d. til undirritaðrar 5 bæjarbúar – í það heila.

Áhrif kvenna í atvinnulífinu eru að aukast

Þorkell Sigurlaugsson skrifar

Framundan er tími aðalfunda og kjör stjórna fyrirtækja og eftir tæp tvö ár eða í september 2013 taka gildi ný lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórnum stærri hlutafélaga. Þetta á við um öll fyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn.

Minni menntun fyrir minni börn ?

Björk Óttarsdóttir og Ingibjörg Kristleifsdóttir skrifar

Nú er menntun allra kennara í leik-, grunn og framhaldsskóla komin á meistarastig og það tekur fimm ár í fullu námi að mennta sig til kennslu. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla þá sem vilja gera vel við æsku landsins. Við sem höfum valið að mennta okkur til þessa ævistarfs vitum að gæði skóla er undir vel menntuðum og metnaðarfullum skólastjórnendum og kennurum komin.

Ábyrgðarlaus stjórnvöld og erfðaprinsar í sjávarútveginum

Vilhelm Jónsson skrifar

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laganna er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Ríkisstjórnin er að fremja hryðjuverk gegn þjóðinni ef hún hunsar lög og reglur, og ber að leiðrétta þetta svínarí sem hefur viðgengist árum saman.

Verðtrygging fjárskuldbindinga

Björn Matthíasson skrifar

Hin fjöruga umræða um verðtryggðar skuldir – aðrar en gengistryggðar – undanfarnar vikur einkennist af því að engar almennilegar tölur virðast vera til staðar um hvernig verðtryggðar skuldir heimila standa eftir að flestar fjármálastofnanir hafa aðlagað þær til lækkunar á sl. ári í kjölfar laga þar að lútandi.

Skilningsríka fólkið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í fyrradag var reynt að myrða mann í Reykjavík. Það var hrottaleg og tilefnislaus árás. Þegar í ljós kom að árásarmaðurinn er vanskilamaður og að fórnarlambið er framkvæmdastjóri lögfræðistofu sem sér um innheimtur, varð það furðumörgum tilefni til að lýsa yfir skilningi á verknaðinum, eða að hann hefði að minnsta kosti ekki komið þeim á óvart.

Sameinumst um skynsamlega niðurstöðu

Þorgerður K. Gunnarsdóttir skrifar

Það var frá upphafi ljóst að það yrði erfitt fyrir nokkra ráðherra vinstri grænna að taka þátt í því ferli sem Alþingi samþykkti þegar ákveðið var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ýmsir biðleikir voru leiknir til að tefja ferlið og þeir voru umbornir af samstarfsflokknum enda mátti ekki raska lífi ríkisstjórnarinnar. Gekk friðþægingin í garð VG svo langt að sjálfur forsætisráðherrann gat ekki í blaðagrein viðurkennt að umsóknarferli væri í gangi heldur var tiplað á tánum í kringum málið og sagt að verið væri að kanna kosti og galla aðildar. Þetta var síðan leiðrétt af utanríkisráðherra.

Hvernig getur "Liberal Democrats" bætt fjármálaumhverfið á Íslandi

Guðmundur G. Kristinsson skrifar

Ísland er komið á blað mannkynssögunnar með eitt stærsta fjármálahrun í heimi sem er gjaldþrot Kaupþings upp á 20 milljarða dollara eða 2.600 milljarða íslenskra króna, en þetta er þriðja stærsta gjaldþrot í heimi frá árinu 1920. Gjaldþrot Glitnis var litlu minna eða upp á 18,7 milljarða dollara. Hvernig getur litla Ísland með um þrjú hundruð þúsund íbúa orðið það stórt í fjármálum heimsins að komast á þennan lista með tvö af stærstu gjaldþrotum í um 90 ár. Almenningur á Íslandi situr síðan uppi með að borga þetta og það mun taka margar kynslóðir að greiða það niður. Hvar voru okkar ráðamenn þegar þetta gerðist og hvers vegna vernduðu þeir okkur ekki fyrir þessu?

Sagan af Símoni og Fróða

Halldór Gunnar Halldórsson skrifar

Símon var viðskiptamaður mikill. Hann átti og rak fjöldann allan af fyrirtækjum.

Ekkert hefur breyst

Svavar Hávarðsson skrifar

Þegar ég flosnaði upp úr námi á sínum tíma hafði ég ekki klárað helminginn af þeim einingum sem mér bar að skila til stúdentsprófs á félagsfræðibraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Hafði ég þó "stundað námið“ í fjögur ár í það heila. Eftir nokkur ár á togara settist ég svo aftur veturlangt á skólabekk á Selfossi og kláraði það sem ég átti eftir, enda hafði ég þá nýlega fengið þá flugu í höfuðið að Háskóli Íslands væri eitthvað fyrir mig. Ég hafði því skýrt markmið og ég lagði mig fram. Þann vetur komst ég að því að það kemur sér vel í prófum að mæta í tíma og frumlesa ekki námsefnið nóttina áður. Þýska er gott dæmi, í þessu samhengi. Stærðfræði er annað.

Hallelúja femínistar

Ólafur Ingibergsson skrifar

Í hartnær viku, þegar þetta er skrifað, hefur Hildi Lilliendahl tekist að gera femínisma að helsta umfjöllunarefninu í samfélaginu. Allir eru að ræða myndaalbúm þessarar konu hverrar nafn enginn kann almennilega að stafa. Þetta hljóta að vera stórmerkileg tímamót í jafnréttisbaráttu á Íslandi. Ég held að femínismi og jafnréttismál hafi sjaldan eða aldrei náð slíkum hæðum í almennri umræðu. Þessu ber að fagna.

Einræðisherrann ÁTVR

Hjörleifur Árnason skrifar

Umræðan um boð og bönn ÁTVR undanfarið hefur farið fram hjá fáum. Nú er gengið harðar fram en áður í að útiloka ýmsar tegundir áfengis úr hillum verslana ÁTVR.

Jæja, Sighvatur

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar

Ég verð að játa að það fyllir mig andagift að lesa skrif þín. Þú talar undir rós í pistli 3. mars og um Hana sem þú nafngreinir ekki en berð órökstuddum sökum um heimsku (undir rós). Ég geri ráð fyrir að þessi kona sé ein af þeim sem berst ötullega fyrir hagsmunum almennings. Ég ætla að svara þér á sama hátt og segja þér (undir rós) að það fer í taugarnar á mér þegar gamall karlfauskur sem hefur verið á spena hjá hinu opinbera í tugi ára og væntanlega keypt hús sitt með styrk frá sparifjáreigendum gengur fram á sviðið og gagnrýnir samfélagshópa sem hann sjálfur hefur átt þátt í að gera að öreigum. Auðvitað er ég ekki að vísa til þín enda efast ég ekki um að þú hafir þurft að strita í sveita þíns andlitis og í hvert skipti sem þú hefur fengið starf hefur þú verið valinn úr hópi fjölda umsækjenda á grundvelli menntunar og hæfni.

Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi

Jóhanna Harpa Árnadóttir skrifar

Fyrir Alþingi liggur til afgreiðslu Orkustefna fyrir Ísland en slík stefnumótun og eftirfylgni með henni getur ráðið miklu um lífskjör á Íslandi í framtíðinni. Fleiri mikilvæg mál bíða. Fyrirhugað er að leggja fram þingsályktun um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða á yfirstandandi þingi, með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði, en unnið hefur verið að áætluninni síðan árið 1999. Ef um þessi tvö mikilvægu mál næst samstaða verður komin stefnumarkandi ákvörðun sem snertir alla þjóðina og hefur afgerandi áhrif á þjóðarhag.

40/60?

Ingólfur V. Gíslason skrifar

Í umræðum vegna frumvarps til breytinga á barnalögum hefur verið vísað til niðurstaðna rannsóknar sem ég birti árið 2004. Stundum hefur gætt þar misskilnings eða rangtúlkunar og því vil ég koma nokkrum atriðum á framfæri. Í rannsókninni las ég alla dóma í forsjárdeilum sem féllu í héraðsdómum á Íslandi á tímabilinu 1995 til 2001. Alls voru þetta 90 dómar sem samsvarar u.þ.b. 1,5% skilnaða á sama tímabili þar sem þurfti að ákveða forsjá barna.

Mikil og verðmæt réttindi

Guðmundur Þ. Þórhallsson skrifar

Sjóðfélagi í samtryggingarlífeyrissjóði ávinnur sér víðtæk og verðmæt réttindi. Þessi réttindi, metin til fjár, geta verið miklum mun verðmætari en iðgjöldin sem sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins, gagnstætt því sem stundum er haldið fram.

Óvissuþátturinn Ólafur Ragnar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Forseta Íslands má gagnrýna fyrir margt, en ekki er hægt að segja að hann geti ekki verið skemmtilegur. Það er að minnsta kosti alveg drepfyndið að Ólafur Ragnar Grímsson segist tilneyddur að sitja í nokkur ár enn vegna óvissu um stjórnskipunina og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það blasir nefnilega við hverjum sem er að Ólafur Ragnar er sjálfur óvissuþáttur í stjórnskipuninni og samskiptum Íslands við umheiminn. Enginn veit hverju hann kann að taka upp á - og það hefur ekki breytzt eftir síðustu yfirlýsingar.

Um fordæmisgildi hæstaréttardóma

Róbert R. Spanó skrifar

Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um fordæmisgildi dóma, einkum í tengslum við ýmis mál sem varða fjárhagslegt uppgjör vegna bankahrunsins og dæmd hafa verið í Hæstarétti. Er því tilefni til að fara nokkrum almennum orðum um hvernig fordæmisgildi dóma er metið. Þess skal getið að í eftirfarandi umfjöllun er fyrst og fremst horft til hæstaréttardóma í einkamálum.

Sjá næstu 50 greinar