Sagan af Símoni og Fróða Halldór Gunnar Halldórsson skrifar 6. mars 2012 06:00 Símon var viðskiptamaður mikill. Hann átti og rak fjöldann allan af fyrirtækjum. Æskufélagi Símons hét Fróði. Hann var heimspekingur og eyddi flestum sínum stundum í að hugsa. Það fannst Símoni sóun á tíma. Vegna þessa munar á þeim kumpánum höfðu þeir ekki mikið samband sín á milli eftir námsárin. Það henti þó að þeir hittust óvænt. Það gerðist akkúrat einn vordag á ónefndu kaffihúsi. Þeir settust niður og ræddu saman. Þeir áttu ekki mikið sameiginlegt í dag. Símon hóf að ræða viðskipti. Símoni til mikillar furðu lifnaði yfir Fróða og hann byrjaði að segja Símoni frá merkilegri uppgötvun sem hann hafði gert stuttu áður. Fróði sagði Símoni frá því hvernig hann hafi hugsað upp leið til að flytja hluti úr framtíðinni. Símon hugsaði sem svo að þetta væri bara bull í kallinum en hlustaði fyrir kurteisis sakir. Fróði tjáði honum að menn og efnislegir hlutir gætu ekki ferðast um tímann, en það gætu peningar. Peningar væru jú ekki lengur efnislegir, þeir væru huglægir, og það væri akkúrat þess vegna sem hægt væri að flytja þá til í tíma og rúmi. Um leið og Símon heyrði minnst á peninga í þessu samhengi varð hann ekkert nema athyglin og einbeitnin og hlustaði á útskýringar Fróða um hvernig þetta væri hægt. Strax daginn eftir hóf Símon undirbúning að því sem átti eftir að gera hann ríkari af veraldlegum auði en nokkurn gæti dreymt um. Hann kom upp útlánastofnun og hóf að lána fé. Hann fór nákvæmlega eftir uppskrift Fróða. Hann lánaði pening sem skilaði sér svo aftur á einn eða annan hátt til eins af öllum fyrirtækjum hans. Jafn harðan sem peningarnir komu inn lánaði hann þá aftur út. Svona gat hann margfaldað eignir sínar á skömmum tíma. Hann lánaði sömu krónuna aftur og aftur. Í hvert skipti sem hann lánaði sömu krónuna færði hann hana sem eign í bókhaldið sitt. Um leið og hann færði krónuna í bókhaldið sem hagnað dagsins var hann búinn að flytja krónu úr framtíðinni, alveg eins og Fróði hafði lýst því. Núna gat hann tekið út krónuna og stungið henni í veskið sitt. Peningurinn var kominn úr framtíðinni og í veskið. Þetta gekk í nokkur ár og auðæfi Símonar voru orðin gríðarleg. Ríkidómurinn var óraunverulegur. Þá gerðist nokkuð sem Fróði hafði ekki minnst á. Allt fór að hrynja. Verðmæti eigna hrundi stjórnlaust. Verðmæti allra fjármuna Símons hrundu stjórnlaust. Peningastreymið nánast stöðvaðist og skuldarar Símons hættu að greiða af skuldum sínum, þeir sögðu einfaldlega að þeir ættu ekki neina peninga. Símon sætti sig ekki við svona þvætting. Allir eiga jú að greiða skuldir sínar. Hann réði her manna sem sáu um innheimtuna. Um tíma leit út fyrir að ástandið myndi batna. En að lokum hrundi allt og sjálfur Símon var orðinn jafn fátækur og allir aðrir af veraldlegum auð. Þá hitti hann Fróða. Þeir fóru að spjalla. Símon sagði honum frá því hvað hann hafði gert. Að hann hefði farið nákvæmlega eftir forskrift Fróða og allt gekk upp. En svo skyndilega byrjaði allt að hrynja. Hvað hafði hann gert rangt? „Hvað hefurðu gert Símon. Þetta var fræðileg hugarleikfimi sem mátti aldrei með nokkru móti framkvæma. Með því að færa peninga úr framtíðinni og nota þá hefur þú breytt allri tímalínu okkar allra. Gerirðu þér grein fyrir afleiðingum gjörða þinna? Þetta snýst ekki bara um hentuga hagfræði fyrir þig, þetta snýst um eðlisfræði og heimspeki. Þú orsakaðir það sjálfur að peningar sem þú fluttir úr framtíðinni urðu aldrei til. Þú breyttir öllu. Þú breyttir ekki bara því að peningar yrðu ekki til. Þú hefur orsakað það að fjöldinn allur af fólki sem hefði orðið til verður aldrei til. Þú lékst þér að tímalínunni og nú þurfum við öll að gjalda fyrir það, ÖLL ekki bara þú. Það er sennilega ekki hægt að hugsa sér stærri glæp“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Símon var viðskiptamaður mikill. Hann átti og rak fjöldann allan af fyrirtækjum. Æskufélagi Símons hét Fróði. Hann var heimspekingur og eyddi flestum sínum stundum í að hugsa. Það fannst Símoni sóun á tíma. Vegna þessa munar á þeim kumpánum höfðu þeir ekki mikið samband sín á milli eftir námsárin. Það henti þó að þeir hittust óvænt. Það gerðist akkúrat einn vordag á ónefndu kaffihúsi. Þeir settust niður og ræddu saman. Þeir áttu ekki mikið sameiginlegt í dag. Símon hóf að ræða viðskipti. Símoni til mikillar furðu lifnaði yfir Fróða og hann byrjaði að segja Símoni frá merkilegri uppgötvun sem hann hafði gert stuttu áður. Fróði sagði Símoni frá því hvernig hann hafi hugsað upp leið til að flytja hluti úr framtíðinni. Símon hugsaði sem svo að þetta væri bara bull í kallinum en hlustaði fyrir kurteisis sakir. Fróði tjáði honum að menn og efnislegir hlutir gætu ekki ferðast um tímann, en það gætu peningar. Peningar væru jú ekki lengur efnislegir, þeir væru huglægir, og það væri akkúrat þess vegna sem hægt væri að flytja þá til í tíma og rúmi. Um leið og Símon heyrði minnst á peninga í þessu samhengi varð hann ekkert nema athyglin og einbeitnin og hlustaði á útskýringar Fróða um hvernig þetta væri hægt. Strax daginn eftir hóf Símon undirbúning að því sem átti eftir að gera hann ríkari af veraldlegum auði en nokkurn gæti dreymt um. Hann kom upp útlánastofnun og hóf að lána fé. Hann fór nákvæmlega eftir uppskrift Fróða. Hann lánaði pening sem skilaði sér svo aftur á einn eða annan hátt til eins af öllum fyrirtækjum hans. Jafn harðan sem peningarnir komu inn lánaði hann þá aftur út. Svona gat hann margfaldað eignir sínar á skömmum tíma. Hann lánaði sömu krónuna aftur og aftur. Í hvert skipti sem hann lánaði sömu krónuna færði hann hana sem eign í bókhaldið sitt. Um leið og hann færði krónuna í bókhaldið sem hagnað dagsins var hann búinn að flytja krónu úr framtíðinni, alveg eins og Fróði hafði lýst því. Núna gat hann tekið út krónuna og stungið henni í veskið sitt. Peningurinn var kominn úr framtíðinni og í veskið. Þetta gekk í nokkur ár og auðæfi Símonar voru orðin gríðarleg. Ríkidómurinn var óraunverulegur. Þá gerðist nokkuð sem Fróði hafði ekki minnst á. Allt fór að hrynja. Verðmæti eigna hrundi stjórnlaust. Verðmæti allra fjármuna Símons hrundu stjórnlaust. Peningastreymið nánast stöðvaðist og skuldarar Símons hættu að greiða af skuldum sínum, þeir sögðu einfaldlega að þeir ættu ekki neina peninga. Símon sætti sig ekki við svona þvætting. Allir eiga jú að greiða skuldir sínar. Hann réði her manna sem sáu um innheimtuna. Um tíma leit út fyrir að ástandið myndi batna. En að lokum hrundi allt og sjálfur Símon var orðinn jafn fátækur og allir aðrir af veraldlegum auð. Þá hitti hann Fróða. Þeir fóru að spjalla. Símon sagði honum frá því hvað hann hafði gert. Að hann hefði farið nákvæmlega eftir forskrift Fróða og allt gekk upp. En svo skyndilega byrjaði allt að hrynja. Hvað hafði hann gert rangt? „Hvað hefurðu gert Símon. Þetta var fræðileg hugarleikfimi sem mátti aldrei með nokkru móti framkvæma. Með því að færa peninga úr framtíðinni og nota þá hefur þú breytt allri tímalínu okkar allra. Gerirðu þér grein fyrir afleiðingum gjörða þinna? Þetta snýst ekki bara um hentuga hagfræði fyrir þig, þetta snýst um eðlisfræði og heimspeki. Þú orsakaðir það sjálfur að peningar sem þú fluttir úr framtíðinni urðu aldrei til. Þú breyttir öllu. Þú breyttir ekki bara því að peningar yrðu ekki til. Þú hefur orsakað það að fjöldinn allur af fólki sem hefði orðið til verður aldrei til. Þú lékst þér að tímalínunni og nú þurfum við öll að gjalda fyrir það, ÖLL ekki bara þú. Það er sennilega ekki hægt að hugsa sér stærri glæp“.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar