Mikil og verðmæt réttindi Guðmundur Þ. Þórhallsson skrifar 6. mars 2012 06:00 Sjóðfélagi í samtryggingarlífeyrissjóði ávinnur sér víðtæk og verðmæt réttindi. Þessi réttindi, metin til fjár, geta verið miklum mun verðmætari en iðgjöldin sem sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins, gagnstætt því sem stundum er haldið fram. Mikil umræða hefur að undanförnu staðið um íslenska lífeyrissjóðakerfið hlutverk þess og tilgang. Þar hefur margt sérkennilegt komið fram, sumt jafnvel villandi eða beinlínis rangt. Því tel ég rétt að gera grein fyrir þeim réttindum og ávinningi sem sjóðfélagar ná að byggja upp með greiðslum í lífeyrissjóð. Með iðgjaldagreiðslum er sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna að tryggja sér víðtæka tryggingavernd, sem nær ekki einungis til sjóðfélagans heldur auk þess til maka og barna. Uppbygging lífeyrisréttinda sjóðfélaga er því ekki samanburðarhæft við sparnaðarform eins og innlegg á bankareikning eða kaup á verðbréfum til ávöxtunar. Segja má að um 2/3 af iðgjaldi sjóðfélaga lífeyrissjóðsins fari til öflunar ævilangs ellilífeyris og að 1/3 sé ráðstafað til greiðslna tryggingaverndar í formi örorkulífeyris sem og maka- og barnalífeyris. Á liðnu ári greiddi Lífeyrissjóður verzlunarmanna 4,4 milljarða í ellilífeyri og 2,3 milljarða í örorku-, maka- og barnalífeyri, eða samtals 6,7 milljarða króna. Því er ekki samanburðarhæft að bera saman annars vegar 1.000 kr. sem fara til lífeyrissjóðs í formi iðgjalds til öflunar ævilangs lífeyris auk víðtækra tryggingaréttinda og hins vegar 1.000 kr. sem innlegg á bankareikning eða til kaupa á verðbréfum. Réttindi sem munar umÍ meðfylgjandi töflu má sjá dæmi um áætlaða tryggingavernd og séreignarsparnað sjóðfélaga miðað við gildandi samþykktir sjóðsins: Eins og fram kemur í ofangreindum útreikningum nýtur sjóðfélagi ríkulegs lífeyris auk tryggingaréttinda. Þannig nemur ævilangur lífeyrir auk séreignarsparnaðar um 385.000 kr. á mánuði árin 67 til 80 ára eða allt að þeim meðallaunum sem sjóðfélaginn aflaði sér og frá 80 ára aldri til æviloka um 64% af laununum. Það er m.a. tilgangurinn með samspili séreignar og samtryggingar að sjóðfélagi geti haft áhrif á lífeyristekjur sínar. Sé horft til tryggingaverndarinnar, þ.e. örorkulífeyrisins, verði sjóðfélaginn fyrir skertri starfsorku, maka- og barnalífeyris vegna fráfalls sjóðfélaga má reikna þau réttindi til fjárhæða, þ.e. heildargreiðslur á meðan sjóðfélagi nýtur tryggingaverndarinnar. Í ofangreindu dæmi er um að ræða eftirtaldar fjárhæðir: Makalífeyrir24.383.617 kr. Barnalífeyrir4.999.297 kr. Örorkulífeyrir57.254.358 kr. Þannig nýtur sjóðfélaginn verulegra tryggingaréttinda. Þetta eru núvirtar tölur, þ.e. þær sýna hvaða fjárhæð þyrfti að leggja til hliðar svo hún standi undir hinni mánaðarlegu greiðslu maka- og barnalífeyris. Miðað er við 3,5% árs ávöxtun. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, eins og aðrir lífeyrissjóðir, er því ekki eingöngu að tryggja sjóðfélögum ævilangan lífeyri heldur einnig mökum þeirra og börnum víðtæka tryggingavernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Sjóðfélagi í samtryggingarlífeyrissjóði ávinnur sér víðtæk og verðmæt réttindi. Þessi réttindi, metin til fjár, geta verið miklum mun verðmætari en iðgjöldin sem sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins, gagnstætt því sem stundum er haldið fram. Mikil umræða hefur að undanförnu staðið um íslenska lífeyrissjóðakerfið hlutverk þess og tilgang. Þar hefur margt sérkennilegt komið fram, sumt jafnvel villandi eða beinlínis rangt. Því tel ég rétt að gera grein fyrir þeim réttindum og ávinningi sem sjóðfélagar ná að byggja upp með greiðslum í lífeyrissjóð. Með iðgjaldagreiðslum er sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna að tryggja sér víðtæka tryggingavernd, sem nær ekki einungis til sjóðfélagans heldur auk þess til maka og barna. Uppbygging lífeyrisréttinda sjóðfélaga er því ekki samanburðarhæft við sparnaðarform eins og innlegg á bankareikning eða kaup á verðbréfum til ávöxtunar. Segja má að um 2/3 af iðgjaldi sjóðfélaga lífeyrissjóðsins fari til öflunar ævilangs ellilífeyris og að 1/3 sé ráðstafað til greiðslna tryggingaverndar í formi örorkulífeyris sem og maka- og barnalífeyris. Á liðnu ári greiddi Lífeyrissjóður verzlunarmanna 4,4 milljarða í ellilífeyri og 2,3 milljarða í örorku-, maka- og barnalífeyri, eða samtals 6,7 milljarða króna. Því er ekki samanburðarhæft að bera saman annars vegar 1.000 kr. sem fara til lífeyrissjóðs í formi iðgjalds til öflunar ævilangs lífeyris auk víðtækra tryggingaréttinda og hins vegar 1.000 kr. sem innlegg á bankareikning eða til kaupa á verðbréfum. Réttindi sem munar umÍ meðfylgjandi töflu má sjá dæmi um áætlaða tryggingavernd og séreignarsparnað sjóðfélaga miðað við gildandi samþykktir sjóðsins: Eins og fram kemur í ofangreindum útreikningum nýtur sjóðfélagi ríkulegs lífeyris auk tryggingaréttinda. Þannig nemur ævilangur lífeyrir auk séreignarsparnaðar um 385.000 kr. á mánuði árin 67 til 80 ára eða allt að þeim meðallaunum sem sjóðfélaginn aflaði sér og frá 80 ára aldri til æviloka um 64% af laununum. Það er m.a. tilgangurinn með samspili séreignar og samtryggingar að sjóðfélagi geti haft áhrif á lífeyristekjur sínar. Sé horft til tryggingaverndarinnar, þ.e. örorkulífeyrisins, verði sjóðfélaginn fyrir skertri starfsorku, maka- og barnalífeyris vegna fráfalls sjóðfélaga má reikna þau réttindi til fjárhæða, þ.e. heildargreiðslur á meðan sjóðfélagi nýtur tryggingaverndarinnar. Í ofangreindu dæmi er um að ræða eftirtaldar fjárhæðir: Makalífeyrir24.383.617 kr. Barnalífeyrir4.999.297 kr. Örorkulífeyrir57.254.358 kr. Þannig nýtur sjóðfélaginn verulegra tryggingaréttinda. Þetta eru núvirtar tölur, þ.e. þær sýna hvaða fjárhæð þyrfti að leggja til hliðar svo hún standi undir hinni mánaðarlegu greiðslu maka- og barnalífeyris. Miðað er við 3,5% árs ávöxtun. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, eins og aðrir lífeyrissjóðir, er því ekki eingöngu að tryggja sjóðfélögum ævilangan lífeyri heldur einnig mökum þeirra og börnum víðtæka tryggingavernd.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar