Mikil og verðmæt réttindi Guðmundur Þ. Þórhallsson skrifar 6. mars 2012 06:00 Sjóðfélagi í samtryggingarlífeyrissjóði ávinnur sér víðtæk og verðmæt réttindi. Þessi réttindi, metin til fjár, geta verið miklum mun verðmætari en iðgjöldin sem sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins, gagnstætt því sem stundum er haldið fram. Mikil umræða hefur að undanförnu staðið um íslenska lífeyrissjóðakerfið hlutverk þess og tilgang. Þar hefur margt sérkennilegt komið fram, sumt jafnvel villandi eða beinlínis rangt. Því tel ég rétt að gera grein fyrir þeim réttindum og ávinningi sem sjóðfélagar ná að byggja upp með greiðslum í lífeyrissjóð. Með iðgjaldagreiðslum er sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna að tryggja sér víðtæka tryggingavernd, sem nær ekki einungis til sjóðfélagans heldur auk þess til maka og barna. Uppbygging lífeyrisréttinda sjóðfélaga er því ekki samanburðarhæft við sparnaðarform eins og innlegg á bankareikning eða kaup á verðbréfum til ávöxtunar. Segja má að um 2/3 af iðgjaldi sjóðfélaga lífeyrissjóðsins fari til öflunar ævilangs ellilífeyris og að 1/3 sé ráðstafað til greiðslna tryggingaverndar í formi örorkulífeyris sem og maka- og barnalífeyris. Á liðnu ári greiddi Lífeyrissjóður verzlunarmanna 4,4 milljarða í ellilífeyri og 2,3 milljarða í örorku-, maka- og barnalífeyri, eða samtals 6,7 milljarða króna. Því er ekki samanburðarhæft að bera saman annars vegar 1.000 kr. sem fara til lífeyrissjóðs í formi iðgjalds til öflunar ævilangs lífeyris auk víðtækra tryggingaréttinda og hins vegar 1.000 kr. sem innlegg á bankareikning eða til kaupa á verðbréfum. Réttindi sem munar umÍ meðfylgjandi töflu má sjá dæmi um áætlaða tryggingavernd og séreignarsparnað sjóðfélaga miðað við gildandi samþykktir sjóðsins: Eins og fram kemur í ofangreindum útreikningum nýtur sjóðfélagi ríkulegs lífeyris auk tryggingaréttinda. Þannig nemur ævilangur lífeyrir auk séreignarsparnaðar um 385.000 kr. á mánuði árin 67 til 80 ára eða allt að þeim meðallaunum sem sjóðfélaginn aflaði sér og frá 80 ára aldri til æviloka um 64% af laununum. Það er m.a. tilgangurinn með samspili séreignar og samtryggingar að sjóðfélagi geti haft áhrif á lífeyristekjur sínar. Sé horft til tryggingaverndarinnar, þ.e. örorkulífeyrisins, verði sjóðfélaginn fyrir skertri starfsorku, maka- og barnalífeyris vegna fráfalls sjóðfélaga má reikna þau réttindi til fjárhæða, þ.e. heildargreiðslur á meðan sjóðfélagi nýtur tryggingaverndarinnar. Í ofangreindu dæmi er um að ræða eftirtaldar fjárhæðir: Makalífeyrir24.383.617 kr. Barnalífeyrir4.999.297 kr. Örorkulífeyrir57.254.358 kr. Þannig nýtur sjóðfélaginn verulegra tryggingaréttinda. Þetta eru núvirtar tölur, þ.e. þær sýna hvaða fjárhæð þyrfti að leggja til hliðar svo hún standi undir hinni mánaðarlegu greiðslu maka- og barnalífeyris. Miðað er við 3,5% árs ávöxtun. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, eins og aðrir lífeyrissjóðir, er því ekki eingöngu að tryggja sjóðfélögum ævilangan lífeyri heldur einnig mökum þeirra og börnum víðtæka tryggingavernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sjóðfélagi í samtryggingarlífeyrissjóði ávinnur sér víðtæk og verðmæt réttindi. Þessi réttindi, metin til fjár, geta verið miklum mun verðmætari en iðgjöldin sem sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins, gagnstætt því sem stundum er haldið fram. Mikil umræða hefur að undanförnu staðið um íslenska lífeyrissjóðakerfið hlutverk þess og tilgang. Þar hefur margt sérkennilegt komið fram, sumt jafnvel villandi eða beinlínis rangt. Því tel ég rétt að gera grein fyrir þeim réttindum og ávinningi sem sjóðfélagar ná að byggja upp með greiðslum í lífeyrissjóð. Með iðgjaldagreiðslum er sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna að tryggja sér víðtæka tryggingavernd, sem nær ekki einungis til sjóðfélagans heldur auk þess til maka og barna. Uppbygging lífeyrisréttinda sjóðfélaga er því ekki samanburðarhæft við sparnaðarform eins og innlegg á bankareikning eða kaup á verðbréfum til ávöxtunar. Segja má að um 2/3 af iðgjaldi sjóðfélaga lífeyrissjóðsins fari til öflunar ævilangs ellilífeyris og að 1/3 sé ráðstafað til greiðslna tryggingaverndar í formi örorkulífeyris sem og maka- og barnalífeyris. Á liðnu ári greiddi Lífeyrissjóður verzlunarmanna 4,4 milljarða í ellilífeyri og 2,3 milljarða í örorku-, maka- og barnalífeyri, eða samtals 6,7 milljarða króna. Því er ekki samanburðarhæft að bera saman annars vegar 1.000 kr. sem fara til lífeyrissjóðs í formi iðgjalds til öflunar ævilangs lífeyris auk víðtækra tryggingaréttinda og hins vegar 1.000 kr. sem innlegg á bankareikning eða til kaupa á verðbréfum. Réttindi sem munar umÍ meðfylgjandi töflu má sjá dæmi um áætlaða tryggingavernd og séreignarsparnað sjóðfélaga miðað við gildandi samþykktir sjóðsins: Eins og fram kemur í ofangreindum útreikningum nýtur sjóðfélagi ríkulegs lífeyris auk tryggingaréttinda. Þannig nemur ævilangur lífeyrir auk séreignarsparnaðar um 385.000 kr. á mánuði árin 67 til 80 ára eða allt að þeim meðallaunum sem sjóðfélaginn aflaði sér og frá 80 ára aldri til æviloka um 64% af laununum. Það er m.a. tilgangurinn með samspili séreignar og samtryggingar að sjóðfélagi geti haft áhrif á lífeyristekjur sínar. Sé horft til tryggingaverndarinnar, þ.e. örorkulífeyrisins, verði sjóðfélaginn fyrir skertri starfsorku, maka- og barnalífeyris vegna fráfalls sjóðfélaga má reikna þau réttindi til fjárhæða, þ.e. heildargreiðslur á meðan sjóðfélagi nýtur tryggingaverndarinnar. Í ofangreindu dæmi er um að ræða eftirtaldar fjárhæðir: Makalífeyrir24.383.617 kr. Barnalífeyrir4.999.297 kr. Örorkulífeyrir57.254.358 kr. Þannig nýtur sjóðfélaginn verulegra tryggingaréttinda. Þetta eru núvirtar tölur, þ.e. þær sýna hvaða fjárhæð þyrfti að leggja til hliðar svo hún standi undir hinni mánaðarlegu greiðslu maka- og barnalífeyris. Miðað er við 3,5% árs ávöxtun. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, eins og aðrir lífeyrissjóðir, er því ekki eingöngu að tryggja sjóðfélögum ævilangan lífeyri heldur einnig mökum þeirra og börnum víðtæka tryggingavernd.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun